Tíminn - 20.12.1973, Síða 6

Tíminn - 20.12.1973, Síða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 20. desember 1973. Olofsson og Árni Elfnr Slett úr klnufunum Þjóófélagió í kátlegri spegilmynd. Þessi bók áerindi til allra. HEIMSKRINGLA Nýtt gullæði í Bandaríkjum — meðan svarta gullið liggur í læðingi og dollarinn fellur Bandarikjamönnum hefur bor- izt óvænt svar við dollaravanda- málinu, þvi nú hefur gullæði grip- ið um sig á nýjan leik. Margir Bandarikjamenn munu eyða sumarfriinu sinu við árbakkana, þar sem þeir ætla að vekja til lifs hina gömlu gullgrafarahefð. Lækkandi gengi dollarans á heimsmarkaðinum og hækkaö verð á gulli hefur leitt til þess, að menn beina nú sjónum sinum i auknum mæli til gömlu gullnám- anna i Kaliforniu og Kólaradó. Þar vænta þeir þess að finna þá fjársjóði, sem forfeður þeirra af hjartagæzku sinni og mannviti létu liggja eftir handa þeim. Nú eru um 80 ár siðan fyrsta gullæðið gekk yfir Bandarikin. Heppnist þeim að finna gull, munu þeir fá 125 dollara fyrir únsuna, eða þvi lofa um 1.300 félög, sem lýst hafa sig.reiðubúin að kaupa allt það gull er finnst á þessu verði. Sumarfri manna þar vestra ár- iö 1974 mun þvi e.t.v. einkennast af kapphlaupi eftir bæði „rauða- gulli” og svartagulli”. Flestir myndu þó kjósa að það fyrr- nefnda yrði ofan á, þótt margan hafi gullið drepið bæði i eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Hvað um það. Þeir eru þegar byrjaðir að krafsa, og verkamað- ur einn frá SAN Francisco var svo yfirmátaheppinn að finna gullklump sem vó tæpt kiló, eða 808 grömm! Fæstir verða þó að likindum svo heppnir. En i stað þess að sólunda dollurum i evrópskum bæjum, er ekki að efa, að margir Bandarikjamenn munu ganga á glýjuna næsta sumar. Arið 1890 var Cripple Creek blómstrandi miðstöö gullgraftar- ins með um 50 þúsund ibúá . 450 gullnámur, og siðast en ekki sizt, 73 næturklúbba! Nú er verið að vekja þennan bæ til lifs á ný, — með þvi að opna námurnar en þær hafa á siðustu árum þjónað þeim tilgangi einum að laða að sér ferðamenn. Fólkið streymir að, og i hótelinu á staðnum. Imperial Hotel (minna mátti það nú ekki vera i slikum bæ!) hefur verið útbúin sérstakur nætur- klúbbur, þannig útbúinn, að hann á að vekja andrúmsloft fyrri ald- ar. Fer þetta nú að minna á góðan vestra. Auk námanna er einnig leitað að gulli við árbakkana með hefð- bundinni aðferð, sem flestir kannast við úr vestra eða skáld- sögu. Fyrstu niðurstöður gullleitarinnar hafa að visu ekki gefið sérlega góðar vonir, en það hefur ekkert dregið úr' bjartsyn- inni. Og menn eru ekki bjartsýnir alveg að ástæðulausu, þar sem vitað er m.a., að fyrri gullgrafar- ar hreinsuðu alls ekki allt gull úr ánum i Kaliforniu og Kólaradó, og auk þess gefur ný og betri tækni allgóðar vonir um árangur. Ef til vill heyrast stórtiðindi að vestan á næstu mánuðum. — Step Ömissandi handbók fslenskt skáldatal Ritið geymir yfirlit um íslensk skáld, æviágrip og skrá yfir verk þeirra og hélstu ritgerðir um þau. Þetta er fyrra bindið. Það er tekið saman af Hannesi Péturssyni og Helga Sæmundssyni og nær frá upphafi islenskra bókmennta og fram til nútíðar. Verkið er myndskreytt og er 3. bókin í bókaflokknum Alfræði Menningarsjóðs. Bækur s til félagsmanna 1 20% ódýrari. söourit JÓN SKAGAN SAGA HLÍÐARENDA í FLJÓTSHLÍÐ Saga Hlíðarenda í Fljótshlíð eftir séra Jón Skagan. Mikið rit um hið forna og fræga höfuðból, mannlíf, kirkjuhald þar og búskap frá upphafi vega. Greint er frá 43 ábúendum og kunnum mönnum, sem koma við sögu staðarins, s. s. Þorláki biskupi helga Þórhallssyni, Vísa-Gísla og skáldunum Bjarna Thorarensen og Þorsteini Erlingssyni. Höfundur var lengi prestur á Berg- þórshvoli og hefur unnið að þessu verki árum saman. Sigildar hcims- bókmcnntir IIUMI.R ILÍONSKVIDA Kviður Hómers I—II Hér er um að ræða llíonskviðu og Ódys- seifskviðu i hinni frægu þýðingu Svein- bjarnar Egilssonar. Ljósprentun útgáf- unnar frá 1948 og 1949, sem Kristinn heitinn Ármannsson og dr. Jón Gísla- son önnuðust. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓDS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS ÓBRIGÐUL MINNIS- GEYMSLA ► Dictaphone er léttasta leiöin tii að geyma margvisiegustu minnisatriði — og um leið hin handhægasta — þar sem aöeins er að fara VASANN og allt liggur ljóst fyrir. Skrifvélin Sufturlandsbraut 12 - Stml 8-52-77

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.