Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Kimmtudagur 20. desember 1972. Hamfarir eldsins bakgrunnurinn Rúna Gisladóttir og Þórir S. Guðbergsson: Ásta og eldgosið i Eyjum. ísafoldarprentsmið ja. Eldgosiö i Eyjum veröur mörgum bókarefni á þessu ári, svo sem von er til. Bækur um þaö eru þegar orönar einar fimm eöa sex, þar af tvær barnabækur. Þessi bók þeirra hjónanna er þó raunar ekki um gosiö, heldur áhrif þess á unga og litt mótaða sál, tilraun til þess að gefa sýn i smæð manns- barnsins andspænis alveldi höfuöskepnanna og lýsa viö- brögöum barnsins, þegar veröld þess hrynur á augabragöi og hafa verður heimaskipti á einni nóttu. Hamfarir eldsins eru þó bakgrunnur sögunar. 1 sögunni segir i fáum orðum frá heimaranni barnsins i friö- semd og önn i skini og skuggum hins rúmhelga dags, rétt áöur en yfir dynur. Sú mynd er til þess að skýra betur það, sem á eftir Jer. Siðan segir frá við- brögðum barnsins og fólksins, er eldurinn kom upp. Sú frá- sögn hefði að skaðlausu mátt vera ofurlitið litrikari. Kjarni sögunnar er þó aðlögunarvandi barnsins i nýjum og gerólikum stað, enda virðist það vera erindi bókarinnar að bregða ljósi á hann. Söknuður og rót- leysi barnsins birtist i ást á brúðunni, sem varð eftir i Eyjum, svo að telpan getur ekki á heilli sér tekið. Sú tilfinning og áherzla höfundanna á þessa kennd barnsins jaðrar við ofhlæði, og henni er lýst helzti fjálglega. Manni finnst, að þetta sé sjúklegt, að ég held að hverjir skynsamir foreldrar, sem yrðu slikrar ofurástar varir hiá barni sinu á brúöu, hlytu að reyna að draga úr henni og efla heil- brigöara viöhorf. Enginn vafi er þó á þvi, að dæmi eru til um slika brúðuást, en það getur varla talizt algilt dæmi, eins og hér hlýtur þó að eiga að vera. En hvað sem þessu liöur verður þvi ekki neitað, að þessi stutta saga er fallega sögð og brugöiö upp einföldum og sönnum myndum af vanda þess fólks, sem hrifið var að heiman með svo skjótum og óvæntum hætti, og afinn og barnið verða félagar i þeirri raun. Það er kostur að hafa spurningaskrá aftan við söguna, svo að börn geti kannað minni sitt á efni hennar, en sumar spurningar- nar verða nokkuð viðamiklar, til að mynda þessi: Hvað getum við gert til þess að hjálpa öðrum? Það er ekkert smáræði sem ætlazt er til. Og ekki veit ég til hvers er verið að skjóta inn ritningargrein með orðafari, sem ekkert barn skilur enda varla á islenzku. Þegar á allt er litið er þetta þó falleg og hugþekk bók og teikn ingar Baltasars eru frábærar. Hann er nú einhver bezti bók- myndateiknari, sem völ er á hér á landi. —AK Siguröfl lífsins Eirikur Sigurðsson: Ræningjar i Æðey Skjaldborg Akureyri. Eirikur Sigurðsson hefúr sent frá sér fulla tvo tugi bóka, auk þýðinga, og er meirihlutinn barnabækur. Efnið i þessa siðustu sögu sækir Eiríkur til æskuslóöa á Austurlandi, og það leynir sér ekki, að hann styðst þar mjög við minningar, og þvi verður angurvær blær og gamalla blóma angan yfir henni. Fyrsti kaflinn heitir þvi fagra nafni „Heiömyrkur”, og er það lýst töfrum þokunnar hið neðra en dýrð fjallatinda, sem upp úr henni risa. Sagan er ekki greinilega timasett. Ýmis um- svif hennar benda til siðustu áratuga, meðtækni þeirra tima, en annað aftur undir aldamót, svo sem sumar personur. Þetta kemur þó ekki að sök um slika ævintýrasögu, sem ekki er öll i raunveruleikanum. Sagan segir frá tveim drengjum, sem brezkir togara- menn og eggjaþjófar taka höndum i varpey fyrir landi, þegar þeir reyna að koma i veg fyrir spellvirki ræningjanna. Togaramenn setja drengina siðan upp I Skrúð, þar sem þeir hafast við nokkra daga i góðu yfirlæti, en bjargast siðan svo sem hæfir góðri sögu. Ýmsar frásagnir aðrar og jafnvel nokkur siðaboðun blandast lika i söguna, og lýsingar á umhverfi og fólki eru töluverðar. Mér þykir það helzti galli á þessari unglingasögu, að dvöl drengjanna i Skrúði er varla nógu vel lýst. Þaö er allt hnökralaust og vantar allar mannraunir. Jafnvel veöur- myndin er ógiögg, og litlar þrautir að vinna. Mér finnst, að Eirikur hefði átt að gera tvennt. i þeim þætti: Gefa nákvæmari lýsingu á eynni, svo að ókunnugir fengju af henni gleggri mynd, og lýsa lifi drengjanna betur þar og með meiri skátabrag. Þar heföu lika að ósekju meiri ævintýri mátt gerast, og drengirnir hefðu átt aö fá að þreyta þar nokkra glimu við náttúruöflin. Þar hefði mátt koma að ýmissi góöri fræöslu um náttúru slíkrar eyjar og úrræði i þvilikri vist. En bókin er samt svo góðrar gerðar, að ekki er ástæða til að vera að f inna að henni. Sagan er spennandi, gefur góða mynd af heillum sveitalifsins, geymir fallegar náttúrulýsingar, þar sem hið fræga fjall Halaklettur kemur við sögu. Þetta er góð unglingabók i senn þroskandi og skemmtilegur lestur, svo sem Eiriks var von og visa . —AK Undur tímanna KristinnE. Andrésson: NÝ AUGU. Timar Fjölnismanna. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Reykjavik, 1973. 390 bls. Við andlát Kristins E. Andréssonar á liðnu sumri hvarf af sjónarsviði einn áhrifa- rikustu menningarfrömuöa og bókmenntaskýrenda sinnar liö- ar. Hvaða mat, sem menn kunna að leggja á störf hans og stjórnmálastefnu, mun aldrei verða framhjá honum gengiö þegar reynt er aö meta islenzkt menntalif á fjóröa og fimmta tugi aldarinnar. — Viö dauða Kristins minntust þess ýmsir vinir hans og samherjar hver leiðtogi hann reyndist i póli- tiskri og menningarlegri bar- áttu á tið hinna rauöu penna. Svo var þessi fylking einatt nefnd, og sjálfur hélt Kristinn þeirri nafngift á loft af ærnu stolti. Honum var fjarri skapi, þegar hann leit um öxl á efri ár- um að biöjast nokkurrar af- sökunar á starfi sinu og baráttu. Ólafur Jóhann Sigurðsson kvað svo að orði i eftirmælum sinum um Kristin (Þjóðviljinn, 26.8. 1973), að sér myndu að likindum verða minnisstæöumst „tvö ólik skeiö i ævi hans. Hið fyrra hófst um þær mundir, sem hann var að fylkja róttækum skáldum og rithöfundum, gefa út Rauöa penna, stofna Heims- kringlu og Mál og menningu og koma útgáfu þeirra á traustan grundvöll... Annaö skeiöið...var barátta hans við þann sjúkdóm sem dró hann til dauða. Honum var það áreiðanlega ljóst, þegar hann kenndi sjúkdóms þessa fyrir fáum árum, að um öngva batavon var aö ræða. Margur maðurinn mundi þá hafa snúið sér til veggjar og beðið þess sem verða vildi, en Kristinn hóf þess i stað ekki aðeins baráttu viö dauðann, heldur og kapphlaup, sneri sér af alefli að verkum, sem hann hafði dregið á langinn að semja sakir anna, en vildi umfram allt ljúka áöur en þrek hans þryti með öllu. Þótt ótrú- legt megi virðast, auðnaöist honum i veikindum sinum aö ganga að fullu frá þremur stór- um ritum. Eitt þeirra, Enginn er eyland (timar rauöra penna), kom út 1971, en tvö munu vera væntanleg innan skamms og fjallar annað um Fjölnismenn”> Nú er ritið um tima Fjölnis- manna komið út. Eftirmáli þess er ritaður i júli i sumar, mánuði fyrir andlát höfundar. 1 athuga- semd útgefanda er þess getið að Kristni hafi ekki enzt aldur til aö lesa fyrstu próförk til neinnar hlitar, og hafi nokkrir vinir hans annast prófarkalestur. Frá- gangur verksins viröist góður: prentvillur vart finnanlegar, pappir, prentun og band ber vitni um smekkvisi eins og titt er frá hendi forlagsins. Ný augu skiptast i þrjá meginhluta. Hinn fyrsti nefnist Uppvaxtarár og námsbrautir Fjölnismanna fram að stofnum Fjölnis. Annar hluti ber heitið Risháar öldur á rúmsjó mann- félagsins, og er hann þeirra lengstur. Siöasti þátturinn kallast Fjölnismenn og heima- slóðir. Höfundur vikur að þvi i eftirmála, að ýmsir kunni aö telja það ágalla að ekki skuii fylgja heimildaskrá. Hann telur þó að vart væri mikiö unnið með sliku og bendir á „aö þetta sé nú i fyrsta lagi ekki visindalegt verk, heldur margskonar hug- leiöingar um ákveöiö timabil, anda þess og hugmyndir sem fram koma”. Þessi lýsing er öldungis rétt, og má þvi kallast verjanlegt að sleppa skrá um heimildir, enda eru þær til- greindar i textanum jafnóðum. Hitt verður aö teljast galli að ekki skuli fylgja nafnaskrá: hún myndi auðvelda not bókarinnar verulega, þvi að hér kemur mikill fjöldi manna við sögu eins og að likum lætur. 1 fyrsta hluta er gerð stutt grein fyrir uppvexti Fjölnis- manna og ferli þeirra, lýst hag þjóðarinnar á þeirri tið og i þvi samhengi stjórnmálahræring- um i Noröurálfu. Siðan er greint frá aðdragandanum að stofnun Fjölnis, þessa „undurs” i is- lenzkri menningarsögu, sem höfundur lýsir af svo mikilli að- dáun síðar i bókinni. En við lok fyrsta hluta rekur hann i megin- dráttum efni ritsins og efnis- þætti áður en hann vikur sög- unni Ut um álfuna. 011 er þessi frásögn hin læsilegasta. En þátturinn flytur ekki verulegan fróðleik fram yfir það sem al- kunnugt er um Fjölnismenn, enda er hér ekki til að dreifa neinni nýrri rannsókn efnisins, svo sem höfundur vekur reynd- ar sjálfur athygli á. Miöhluti bókarinnar hygg ég að sé sýnu merkastur. Þar fjall- ar höfundur i alllöngu máli um þá rithöfunda og menningar- frömuði, sem hæst bar i álfunni á þeirri tiö sem fóstraði Fjölni. Þetta eru einkum menn, sem stóöu á hátindi áhrifa sinna þeg- ar byltingarhreyfingar evrópskrar borgarastéttar risu hæst. Kristinn seilist langt og horfir vitt eins og hans er vandi. Hann rekur itarlega hinar póli- tisku hræringar og strauma i menntalifi. Hér eru til að mynda þættir um Voltaire, Rousseau, Diderot, Lessing, Tieck (eftir hann þýddu Fjölnismenn ævin- týrið af Eggert glóa i fyrsta ár- gangi Fjölnis). Þá eru hér einn- ig kaflar um Goethe og Heine og loks rætt um nokkur rómantísk skáld á Noröurlöndum. Að mörgum þessum köflum er verulegur fengur, einkum sakir þess að fátt er tiltækt um efnið á islenzku. Frásögnin er einkar ljós og lifandi svo sem Kristins er háttur, áhugi hans, eldmóður og stundum nokkuð hóflaus hrifning gerir lestur bókarinnar einatt hugtækan. Hins vegar mega ýmsar persónulegar hug- leiðingar höfundar út frá efninu teljast nokkuö vafasamar, eii meira kveður að sliku er á liður og höfundi verður einkum tiö- hugsað til samtiðarinnar eins og brátt mun að vikiö. Þekking höfundar á þvi efni, sem hann reifar i miðhluta bók- arinnar er mikil og viötæk. Sverrir Kristjánsson segir i eftirmælum sinum (Þjóðviljinn 26.8. 1973) að Kristinn hafi verið „einhver menntaðasti tslend- ingur þessarar aldar i bók- menntum Evrópu 19. og 20. ald- ar, ekki sizt þýzkra”. 1 þvi sam- bandi nefnir Sverrir merkilega ritgerð Kristins um Thomas Mann, sem hann mat flestum skáldum meira (Timarit Máls og menningar 1955). Það er saknaöarefni að hann skyldi ekki rita fleira um hina miklu evrópsku rithöfunda, þvi að enginn Islendingur hefur fjallað um bókmenntir frá marxisku sjónarmiði af slikri iþrótt sem Kristinn. Og það gerir rit hans ekki sizt heillandi, að hann var ekki einungis stálsleginn og skarpur marxisti, heldur einnig rómantiskur og andheitur fagurkeri. Oft er fróðlegt, einnig i þessari bók, að sjá samúð þessara þátta i bókmenntalegri umfjöllun hans. Og jafnan er svo að persónuleiki rýnandans sýnist vel geta rúmað þá báöa. Kristni E. Andréssyni hefur löngum verið legið á hálsi fyrir kreddutrú. Vist setti hin bjarg- fasta pólitiska sannfæring gagnrýni hans strangar skorð- ur. Þetta má glögglega sjá i ýmsum köflum Nýrra augna, i siöasta hluta bókarinnar, og ekki sizt i lokakafla annars hluta, Dögun þjóðlegra bók- mennta á Norðurlöndum. Þar hverfur höfundurskyndilega frá þvi að ræöa norrænar bók- menntir á seinni hluta átjándu aldar og fyrri hluta hinnar nitjándu, og vikur að íslenzkri ljóðagerð eftirstriðsáranna. Er hún vegin og yfirleitt léttvæg fundin, ekki sizt sökum þess að skáldin skorti „framtiðarsýn”. Þetta er vigorð marxiskra rýn- enda, og kemur einnig fram i einni af siðustu bókmenntarit- gerðum Kristins, mjög athyglis- verðri grein sem nefnist Kjarn- inn iverkum Gunnars Gunnars- sonar (Samvinnan 4.-5. hefti 1973). Kristinn saknar einhvers kon- ar hugsjónatrúar hjá islenzkum samtiöarskáldum. Hann virðist eiga erfitt með aö skilja, að þeir timarsem viö nú lifum eru ger- ólikir timum Fjölnismanna, — og þó enn örðugra að sætta sig viö þaö. Þannig verða til að mynda ummæli hans um sögu- leg ljóð Hannesar Péturssonar mjög einstrengingsleg og ó- sanngjörn, þótt þau séu raunar alveg skiljanleg út frá hinum harðsnúna marxisma. Hannes skortir framtiðarsýn, segir Kristinn, og ljóð hans „eru ekk- ert annað en svipmyndir”. Þetta er dæmi þess hve Kristni gat skjöplazt: ljóð, sem eru „aðeins” svipmyndir geta á engan hátt talizt ómerkari af þeim sökum. Þau eru einungis annars eðlis en rómantisk frá- sagnarljóð, mælskuborin áróð- urskvæði fyrri tiðar, rétt eins og okkar öld aðhyllist aðrar hug- myndir og hefur annars konar smekk en nitjándu aldar menn. Siðasti hluti Nýrra augna er að minum dómi lakastur i bók- inni. Hér verður lika að hafa i huga að sjúkdómur Kristins hafði tekið hann heljartökum er ritun bókarinnar var lokið. 1 sumum þessum köflum gengur dýrkun höfundar á Fjölnis- mönnum mjög úr hófi. Þannig lætur hann næsta kuldaleg orð falla um Jón Sigurðsson, og veröur raunar ekki betur séð en Kristinn átelji Jón fyrir þá stefnu að vilja halda Alþing i Reykjavik en ekki á Þingvöllum eins og Fjölnismenn vildu. 1 siðustu köflum bókarinnar er þaö einkum sem höfundur sendir skeyti til samtiöarmanna sinna, en hefur aðra til skýjanna sem honum virðist „bera merk- ið hátt”. Allmikið hefur verið úr þessu gert i kynningu bókarinn- ar, og raunar meira en efni standa til. Hér skulu þessi um- mæli ekki tiunduð: hinir pólit- isku skylmingamenn geta hent þau á lofti ef þeim sýnist. A hinn bóginn má nefna þær ásakanir i garð skálda að þau hugsi meira um efnaleg kjör sin, en „hlut- verk og gildi verka sinna”. 1 þvi sambandi fær Jón Óskar ó- mjúka kveöju, enda hafði hann mælt furðu kaldranalega i garð Kristins i endurminningum sin- um. En allt þetta ber vott um það að Kristinn var að leiðar- lokum mjög ósáttur við ýmsa af gömlum samherjum sinum, þótt hann sæi einnig nokkra ljósgeisla og þættist reyndar fullviss um sigur byltingarinn- ar, þegar brenndir hefðu verið „til ösku fúakvistirnir i rjáfri” samtiðarinnar. Þannig má finna brotalamir á þessu verki Kristins E. Andrés- sonar, og er það raunar ekki að undra er þess er gætt við hverjar aðstæður bókin er rituð. En ýmsir kaflar hennar eru mjög fróðlegir og skemmtilegur lestur. Ritleikni sina og áhuga- semi hefur höfundur varðveitt til hinztu stundar. Og vel var við hæfi við Kristinn kveddi með riti um tima Fjölnismanna sem jafnan var honum hugstæöur: það sést meðal annars á þvi að hann stillti svo til aö fyrsti árangur Rauðra penna kæmi út á aldarafmæli Fjölnis. Og hvað sem öðru liöur er starf Kristins og rit hans öll til marks um ó- venjulegan atorku- og áhrifa- mann, — heimildargögn um öld mikilla umbrota, margháttaðra áfalla, — og glæstra vona. Gunnar Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.