Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 10
10 TIMINN Fimmtudagur 20. desember 1973. Sigurjón Pétursson í borgarstjórn: Lausn húsnæðisvandans fólgin í byggingu leigu- húsnæðis í auknum mæli Sigurjón Pétursson gerði grein fyrir tillögu minni- hlutaflokkanna i borgar- stjórn um húsnæðismál á síðasta fundi borgar- stjórnar, en tillagan var svohljóðandi: Borgarstjórn Eeykjavikur samþykkir að fela borgarráði að gera þriggja til fimm ára áætlun um ibúðabyggingar. Áætlunin miðist við, að byggðar séu árlega 100-150 ibúðir á vegum borgar- innar. Miðað verði við, að bygg- ingarframkvæmdir geti hafizt á árinu 1975. A. Kygging leiguibúða 1. Byggðar verði litlar tveggja og þriggja herbergja ibúðir, sem eingöngu verði leigðar ungu fólki, sem er að stofna heimili. leigutimi verði takmarkaður. 2. Byggðar verði tveggja, þrigg^a og fjögurra herbergja ibúöir, sem leigðar verði efnalitlu fólki, sem er i húsnæðis- vandræðum. 3. Leitað verði samvinnu við verkalýðshreyfinguna um bygg- ingu leiguibúða sérstaklega ætluðu efnalitlum meðlimum verkalýðsfélaga. 4. Aætlanir verði gerðar um byggingu ibúöa fyrir aldraða, auk þess sem hraðað verði bygg- ingu þeirra ibúða, sem þegar hafa verið ákveðnar við Furugerði. tbúðir samkvæmt töluliðum 1, 2 og 4 verði eign Byggingarsjóðs Reykjavikurborgar, en ibúðir samkvæmt töluliði 3 eftir sam- komulagi aðila. B. Aðrar ibúöir 1. Byggðar verði ibúðir sérstak- lega ætlaðar öldruðum og öryrkjum, einhleypingum og hjónum. t búðir þessar verði sér- staklega ætlaðar þvi fólki, sem nú býr i eigin húsnæði, sem hentar þvi ekki lengur. Reykjavikurborg hafi forkaupsrétt að ibúðunum við endursölu. 2. B yggingarsjóður borgar- innar veiti árlega eigi færri en 100 lán út á ibúðarhúsnæði með sömu kjörum og tiökast hefur að undanförnu. Lán þessi verði að upphæð kr. 200 þús og eingöngu veitt út á ibúðir, sem falla undir lánareglur Byggingarsjóðs rikis- ins. Þá leggur borgarstjórn áherzlu á að efla byggingu verkamanna- bústaða m.a. með þvi að hafa jafnan fyrirliggjandi með nægum fyrirvara hentugar lóðir. Með hliðsjón af ofangreindri byggingaáætlun samþykkir borgarstjórn að skora á Alþingi að breyta ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga þannig, að heimild til þess að innheimta aðstöðugjöld verði miðuð viö 65% af þeirri upphæð, sem áður var i lögum. Sigurjón gat þess, að engar tölur væru yfrir hendi um hús- næðisskortinn. Þó væri hægt eftir ýmsum leiðum að sanna að hús- næðisskorturinn væri mikill og að hann virtist lara vaxandi. Sem dæmi um það er vaxandi eítirspurn eftir ibúðum á vegum borgarinnar og hjá Fram- kvæmdanefnd byggingaáætlun- ar. Reykjavikurborg átti um siðustu áramót 649 leiguibúðir. Af þeim voru 490 til frambúðar og 159 til skemmri tima. A þessu ári bættust borginni 60 nýjar ibúðir úr Framkvæmdanefnd byggingaáætlana. Frambúðar- ibúðum hefur þvi fjölgað um 60, en hins vegar fækkaði skammtima-ibúðum aðeins um 17 á árinu. Þannig er aðeins hægt að nota tæpt 1/3 af nýjum leiguibúðum borgarinnar til útrýmingar á bráðabirgðahúsnæði en 2/3 ibúðanna fara i að mæta brýnni og vaxandi þörf þess fólks, sem ekki hefur einu sinni bráða- birgðahúsnæði að búa i. Meö sama hlutfalli þyrfti aö byggja um 400 leiguibúðir til að hægt sé að útrýma þeim 142 bráðabirgðaibúöum, sem borgin á nú. Þegar Framkvæmdanefnd byggingaráætlana auglýsti til umsókna 112 fjögurra herbergja ibúðir nú i haust, þá sóttu um þær ibúðir 457 fjölskyldur, eða liölega 4 um hverja ibúð. Þó voru umsóknir bundnar við fjögurra inanna fjölskyldu eða stærri. Á siðasta ári auglýsti Fram- kvæmdanefnd byggingaáætlana 90 ibúðir. Um þær ibúðir sóttu 345 fjölskyldur, eða tæplega 4 um hverja ibúð. A þessu má sjá, að þörfin fyrir leiguibúðir minnkar ekki heldur eykst hún frá ári til árs. Hverjir leigja — Hvað er leigt Það fólk, sem aðallega leigir, er efnalitið fólk með stóra fjölskyldu, fólk, sem býr við félagsleg vandamál, fólk með skerta starfsgetu og ungt fólk, sem er aö hefja búskap. Þær ibúðir, sem eru á almenn- um leigumarkaði, má flokka i þrennt. 1. Þær 649 ibúðir, sem borgin á og leigir á mjög viðráðanlegum leigukjörum. 2. tbúðir, sem fjársterkir aðilar hafa keypt i fjárfestingarskyni og leigja út. 3. Kjallara og risibúðir i húsi leigusala. Leigukjör á ibúðum eru mjög misjöfn, en oftast eru þau sem næst þvi hámarki, sem leigumarkaðurinn getur greitt. Leigutaki hjá einkaaðila býr við fullkomið öryggisleysi. Hann býr við sihækkandi húsaleigu og getur stöðugt búizt við að verða sagt upp húsnæðinu. Lausn á húsnæðisvandanum hlýtur þvi að vera fólgin i þvi, að byggja mikinn fjöla leiguibúða, þar sem húsaleigu er stillt i hóf, og þar sem fólk getur búið án ótta við yfirvofandi uppsögn. Það verður að stuðla að aukinni tilfærslu milli ibúða i eldri hverfum borgarinnar, en þar er algengt að fullorðið fólk býr i alltof stórum ibúðum, og það er einnig nauðsynlegt, á meðan húsnæðismálin hafa ekki verið leyst á félagslegan hátt, að að- Björgvin Guðmundsson í borgarstjórn: Sjólfstæðisflokkur hefur ávallt þvælzt fyrir til- lögum um endurbætur BÚR Björgvin Guðmundsson talaði fyrir tillögu minni- hlutaflokkanna i borgar- stjórn um Bæjarútgerð Reykjavíkur/ og ræddi um nauðsyn þess, að efla hana. I ræðu sinni sagði hann m.a.: Eitt af þeim atriðum, sem hvað mest er deilt um i stjórnmálum er rekstrarform fyrirtækja, þ.e. af- staðan til rekstrarformanna, og skiptir mönnum i flokka. Þeir flokkar, sem leggja mesta áherzlu á einkarekstur fyrirtækja eru hægri flokkar eða ihalds- flokkar, en þeir, sem beita sér fyrir opinberum rikisrekstri eða bæjarrekstri eru vinstri sinnaðir eða róttækir. Avegum Reykjavikurborgar er rekiö mikið og öflugt atvinnu- fyrirtæki, þar sem Bæjarútgerö Reykjavikur er. Það var á sinum tima stofnað fyrir frumkvæði Al- þýöuflokksins, og það hafa verið minnihlutaflokkarnir i borgar- stjórn, sem siðan hafa haft for- göngu um eflingu Bæjarútgerðar- innar. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur hins vegar ávallt þvælzt fyrir öllum tillögum um eflingu BÚR eins lengi og hann hefur séð sér fært. Og ekki eru mörg ár siðan núverandi borgarstjóri, Birgir fsl. Gunnarsson, lét orð falla hér i borgarstjórn þess efnis, að hann teldi að til greina kæmi að leggja BÚR niður sem borgarfyrirtæki. En þær fyrirætlanir hans og ann- arra ihaldsmanna fóru út um þúf- ur. Og i dag stendur BÚR traust- um fótum i atvinnulifi Reykja- vikurborgar. Þegar hinn nýi skuttogari, Snorri Sturluson, kom til Reykja- vikur, hélt borgarstjóri ræðu i veizlu um borð i skipinu. I þeirri veizlu var margt starfsmanna BÚR, en nú fór borgarstjóri lof- samlegum orðum um Bæjarút- gerðina og þýðingu hennar fyrir atvinnulif Reykjavikur, og ræddi meira að segja um nauðsyn þess, að BÚR eignaðist nýtt frystihús. — Áður vildi hann leggja fyrir- tækið niður, nú vildi hann efla það. Ég vil fagna þessum sinna- skiptum borgarstjóra, og vænti þess, aö sá áhugi, er hann sýndi Búr um borð i Snorra Sturlusyni sé einlægur, en það mun koma i ljós, þegar tillaga sú um eflingu Bæjarútgerðarinnar, sem hér liggur fyrir og er flutt af borgar- fulltrúum minnihlutaflokkanna, verður tekin til atkvæða, en hún er svohljóðandi: Borgarstjórn Reykjavíkur telur að stórefla þurfi Bæjarútgerð Reykjavikur. Borgarstjórn sam- þykkir þvf eftirfarandi: 1. Italdið verði áfram endurnýjun togaraflota BÚR og stefnt að þvi að endurnýja alla togara útgerðarinnar. Gömlu togar- arnir verði seldir, er nýir ber- ast. Hafinn veröi nú þegar undirbúningur að kaupum á 4. skuttogaranum fyrir BÚR, og samin áætlun um frekari togarakaup á næstu árum. 2. Athugað veröi, hvort ekki er hagkvæmt fyrir BÚR aö eign- ast fiskibáta af heppilegri stærö. 3. llafin veröi nú þegar hönnun á nýju frystihúsi fyrir BÚR og fjármangs- og fjáröflunaráætl- un gerö. IIiö nýja frystihús skal búið fullkomnustu vélum og tækjum og viö þaö miðaö, aö það geti fullbúiö unnið úr um 21)0 tonnum af ferskum fiski á dag. Borgarráð úthluti BÚR þegar heppilegri lóö undir hið nýja frystihús. 4. Keypt veröi ný og fullkomin is- framleiöslutæki fyrir BÚR. Ég vil leyfa mér að gera nokkra grein fyrir þessari tillögu. 1 1. lið tillögunnar segir, að stefna skuli að þvi að endurnýja alla togara BÚR. Bæjarútgerðin átti 8 togara, þegar mest var, en i dag rekur BÚR aðeins 5 skip, þar af eru að visu tveir nýir skut- togarar, sem smiðaðir voru á Spáni, Bjarni Benediktsson og Snorri Sturluson. Þremur gömlu togaranna var lagt á þessu ári, en þeir þrir, sem enn eru gerðir út, eru mjög dýrir i rekstri og við- haldsfrekir, t.d. mun tapið á Þor- móði Goða nema um 14 millj. kr. á þessu ári. Er mjög mikil nauðsyn á þvi að fá ný skip á næstu árum fyrir gömlu skipin, en þeim ber að leggja, er ný skip bætast við. Hefja þarf þegar undirbúning að kaupum á 4. skuttogarans fyrir BÚR, enda þótt ekki verði unnt á næsta ári að verja neinum fjár- munum til kaupa á þvi skipi. Má nota næsta ár til að undirbúa kaupin og athuga hvar ætti að láta smiða næsta skip. T.d. finnst mér ekki sjálfgefið, að það verði keypt frá Spáni, þegar hafðir eru i huga þeir gallar, sem fram hafa komiðá Spánartogurunum. Þó vil ég benda á i þessu sambandi, aö ekki hefur enn verið tekin ákvörö- un um það, hvaða aðilar kaupi skuttogara þá, sem Útgerðaráð Akureyrar hafði pantað frá Spáni. Þau skip munu nú vera laus. Eðlilegt má teljast, að samin verði þegar áætlun um endurnýj- un togara BÚR, þ.á.m. fjármögn- unaráætlun. t sambandi við slika áætlun þarf að athuga, hvort BÚR myndi henta að fá togara af minni gerðum einnig, en auk þess þarf sérstaklega að athuga, hvort ekki sé nauðsynlegt fyrir BÚR að eignast einhverja fiskibáta eins og gert er ráð fyrir i 2. lið tillög- unnar. Það er mjög slæmt að minu áliti fyrir BÚR að þurfa að reiða sig algerlega á báta frá öðr- um aöilum. BÚR hefur ávallt reynt að semja við nægilega marga bátaeigendur um að þeir legðu upp afla sinn hjá Fiskiðju- veri BÚR, en það hefur gengið misjafnlega vel. Þaö væri áukið öryggi fyrir BÚR, ef fyrirtækið ætti sjálft einhverja báta. Þá segir i tillögunni, lið 3, að hefja þurfi þegar hönnun á nýju frystihúsi fyrir BÚR. Það er nú liðið eitt ár siðan ég flutti hér i borgarstjórn tillögu um að reist yrði nýtt frystihús fyrir BÚR, fullkomið frystihús, sem gæti unnið úr 200 tonnum fiskjar á dag. Þegar ég hreyfði þessari til- lögu fyrir ári, sagði talsmaður meirihlutans, að ekki væri unnt stoða einstaka húsbyggjendur i formi lánsfyrirgreiðslu. Að þessu miðar tillagan. Siðanrakti framsögumaður til- löguna lið fyrir lið og rökstuddi hfern lið fyrir sig. Að lokum sagði Sigurjón: „Skortur á ibúðahúsnæði er félagslegt vandamál, og það er fátt, sem eykur meira á efnalegt misrétti en ibúðaskortur. I þeim efnum má með sanni segja, að þeir verði að lúta þvi lakasta, sem minnst mega sin. Borgin viðurkennir skyldur sinar i þessum efnum með þvi að eiga nú þegar nær 650 leigu- ibúðir, auk þess, sem mikill hluti af starfi Félagsmálastofnunar borgarinnar fer i að greiða úr húsnæðisvandræðum fólks, þó þvi fari viðs fjarri, að það takist alltaf. Til að leysa þetta vandamál þarf stórátak — raunár stærra en hér er lagt til. Verði þessi tillaga samþykkt og framkvæmd, þá hefur þó vandi mikils fjölda verið leystur. Það skal undirstrikað, að þegar talað er um að byggja 100-150 ibúðir á vegum borgarinnar i tillögunni, þá er ekki átt við byggingar verkamannabústaðar né byggingar i samvinnu við verka- lýðshreyfinguna, heldur eingöngu þær ibúðir, sem borgin sjálf byggir og leigir út. aö taka slika ákvörðun, án þess, að fyrir lægi kostnaðar- og fjár- magnsáætlun. Af þeirri ástæðu og vegna þess, að Sjálfstæðisflokk- urinn var á móti þvi að reisa nýtt frystihús BÚR, var tillögu minni visað til útgerðarráðs og borgar- ráðs. Nú, ári siðar, hefur orðið breyting á afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til þessa máls, a.m.k. á afstöðu borgarstjóra, ef marka má orð hans um borð i Snorra Sturlusyni. Og væntanlega hefur árið verið notað til þess að gera kostnaðaráætlun og fjár- mögnunaráætlanir. Ég er þvi bjartsýnn á, að tillaga okkar minnihlutaflokkanna um bygg- ingu nýs frystihúss verði sam- þykkt nú. Útgerðarráð BÚR hefur mikinn hug á, að reist verði nýtt frystihús fyrir fyrirtækið, enda er gamla fiskiðjuverið úrelt og úr sér gengið og fullnægir ekki leng- ur kröfum timans. Hefur út- gerðarráð þegar sótt um lóð undir nýtt frystihús, og sýnir það út af fyrir sig, að útgerðarráð treystir á það, að borgarstjórn samþykki byggingu nýs frystihúss. Fjórði og siðasti liður tillögunn- ar er um það, að keypt verði ný isframleiðsluvél fyrir BÚR, Tæki þau, sem nú eru i notkun hjá BÚR, eru orðin gömul og mjög dýr i viðhaldi, en unnt er að fá mun fullkomnarir ögafkastameirt Framhald á 20. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.