Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. desember 1973. TÍMINN 5 AAeira en ég hefi lyst á í einu Flosi Ólafsson og Árni Elfar: Slett úr klaufunum Heimskringla. Þessi bók mun eiga að vera skemmtileg. Það er hún sjálf- sagt fyrir suma, en það er mis- íafnt hvað hverjum finnst skemmtilegt. Og þar er erfitt að koma röksemdum viö. Hér eru samankomnar nokkr- ar greinar, sem Flosi hefur skrifað i Þjóðviljann. Sumar þeirra eru skrifaðar af nokkurri alvöru, þó að framsetningin sé léttúðug, en annars staðar er dvpra en svo á alvörunni, að ég finni hana ef hún er einhver. En það er miklu erfiðara að skrifa góðar ritgerðir i skopstil en hversdagslegum umræðustil. Fátt er leiðinlegra en þegar óskemmtilegir menn halda sig vera skemmtilega. Og gaman- semi okkar er oft þannig háttað að hún verður ósköp þreytandi o o o þegar til lengdar lætur, þó að hún geti verið góð fyrst i stað. Allt er bezt i hófi. Aberandi þáttur i þessari bók er skopstæling á listdómum ýmiss konar. Sumt af þvi þykir mér með þvi bezta i bókinni. Þvi er sizt að neita, að það bregður viða fyrir fyndni i þess- ari bók, en sú fyndni, sem er fyrir minn smekk, alltof strjál. Ein af stökum bókarinnar er þessi, sem fylgir með skopstæl- ingu á sögu úr Alþýðublaðinu: Ef að þið á annað borð ætlið blað að selja, skrifið um kvalir, klám og morð, og kaupandinn mun það velja. Mér finnst að i þessari bók sé farið of nærri þessari forskrift. ,,Megi ég skemmta um hinn óskemmtilegasta hlut”, sagði meistari Jón. Hér er töluvert fjallað um hina óskemmtilegri hluti, en alltof oft þannig, að ég fæ ekkert jákvætt út úr þvi. Teikningar Arna Elfars i bók- inni eru margar lystilega gerð- ar, — ósviknar skripamyndir, eins og sagt var i gamla daga. Það er allt ánnað að komast sæmilega frá þvi að skrifa grin- þætti i dagblað, — einn og einn i senn, — eða að fylla heila bók með sliku efni, svo að lesið verði með ánægju spjaldanna á milli. Til þess þarf snilling. En kannski hefur meiri hluti les- enda annan smekk en ég. H.Kr. Hryssa í óskilum AðHliðarenda i ölfusi er i óskilum rauð hryssa 2ja vetra, mark. fjöður aftan hægra. Hryssan verður seld 29. desember 1973 kl. 3 e.h. ef eigandi hefur ekki gefið sig fram fyrir þann tima og sannað eignarrétt sinn. Hreppstjóri ölfushrepps, simi um Hveragerði. » » Augtýsicf iTímamun Umsóknir um styrk úr Fínnska JC-sjóðnum Finnski JC-sjóðurinn er stofnaður af Junior Chamber Finnlandi og Junior Chamber fslandi með fé, sem safnað var í Finnlandi og Svíþjóð með sölu h'mmiða með íslenzka fánanum. Markmið sjóðsins er að styrkja skólanám unglinga frá Vestmannaeyjum á aldrinum 14—19 ára, utan Vestmannaeyja. Styrkveiting JC-sjóðsins nær til hverskonar náms, nema skyldunáms og háskólanáms. Umsækjendur geta verið aðstandendur styrkþega eða styrkþegi sjálfur. Ef styrkþegi nýtur fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldu sinni, er styrkurinn greiddur til fjölskyldunnar. Stjórn sjóðsins skipa. Erkki Aho, Kouvola, Finnlandi, Jón E. Ragnarsson og ólafur Stephensen, Reykjavík. Endurskoðendur eru: Rolf Zachariassen, Heilola, Finnlandi og Reynir Þorgrímsson, Kópavogi. Utfyllt umsóknareyðublöö skal senda til: Finnska JC-sjóðsins, pósthólf 579, Reykjavík. Eyðublöðin skulu hafa borist fyrir 31. Des. 1973 Skrifstofur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og í Hafnarbúðum afhenda umsóknareyðublöð og gefa jafnframt nánari upplýsingar. fFINNSKI JC-SJÖÐURINN PÖSTHÓLF 579 REYKJAVlK Ein ég sit og sauma Einu sinni áttu þessi orð rétt á sér. En ekki lengur. Þú ert ekki ein með nýju SINGER saumavélina við höndina, SINGER 760, fullkomnari en nokkru sinni fyrr. § r n © i n ’í'i/ ' / * ✓"eo rv íi . / IMÝ TEGUND SINGER 760 #Algerlega sjálfvirkur hnappagatasaumur. Talan er sett I fótinn og vélin saumar sjálfvirkt rétta stærð af hnappagötum. O Þræðingarspor, allt frá 1/2 cm til 5 cm langt. # Sérstakur fótur fyrir köflótt efni. # Hraðastillir á vélinni sjálfri. # Sjálfsmurð. # Sjálfvirk þræðing. VERÐ 32.802,00. SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18 a, Domus, Lauga- vegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SÍS, Ármúla 3 og kaupfélögin um land allt. Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.