Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 11
Fimmtintagur 2«. desember TÍMINN r > —I , - Otgefandi b'ramsókiiarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Eddubúsinu við Lindargötu, simar 18:!00-18:!06. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12223 — aug- iýsingasimi 19523. Askriftagjaid 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Hlaðaprent h.f. «- .............. - ■ - ------------------ — AAbl. og launamálin Hinum nýju samningum milli fjármálaráð- herra og Bandalags starfsmanna rikis og bæja hefur yfirleitt verið vel tekið. Menn gera sér ljóst, að þar hefur verið mótuð eðlileg og sann- gjörn stefna, eins og nú er ástatt. Þó er ein undantekning i þessum efnum. Það er Morgun- blaðið. Það er búið að birta tvær forustu- greinar um málið og bera þær ljóst vitni um megna óánægju aðstandenda þess. Mbl. reynir eftir getu að gera sem minnst úr þeim kjarabótum, sem samningarnir tryggja lág- launafólkinu, og reynir að gera þá á annan hátt sem tortryggilegasta i augum launafólks. Það er bersýnilegt, hvað veldur þessari af- stöðu Mbl. Enginn, sem þekkir sögu Mbl., lætur sér til hugar koma, að þessi afstaða sé sprottin af áhuga þess á bættum kjörum lág- launamanna. Mbl. hefur aldrei skipað sér i sveit með þeim, þegar á hefur reynt. Mbl. telur hins vegar pólitiskt heppilegt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, að nú verði knúðar fram sem mestar kauphækkanir og verðbólgan mögnuð á þann hátt. Það myndi gera rikisstjórninni erfitt fyrir og ef til vill stuðla að falli hennar. Launafólkið myndi hins vegar ekki hagnast á vexti verð- bólgunnar, en hins vegar myndi gróði ýmissa verðbólgubraskara aukast. Verðbólgan eflir ekki hag annarra en þeirra. Mbl.-menn dreymir bersýnilega um, að þeir geti leikið sama leikinn nú og sumarið 1958. Þá tókst Sjálfstæðisflokknum að koma fram meiri kauphækkunum en atvinnulifið þoldi. Þetta leiddi til þess, að vinstri stjórnin féll. Fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins eftir fall hennar, var að lækka kaupið aftur með lögum, sem svaraði kauphækkunum, er hann hafði beitt sér fyrir fáum mánuðum áður. 1 framhaldi af þessu, setti Sjálfstæðisflokkurinn svo ný lög, þar sem allar visitölubætur á kaup voru bannaðar. Á áratugnum 1960-’70 varð ísland mesta verk- fallslandið i heiminum samkvæmt alþjóð- legum skýrslum, þvi að verkalýðssamtökin urðu að heyja stöðugt varnarstrið gegn kjara- skerðingaráformum rikisvaldsins. Á þessum tima óx kaupmáttur verkamannalauna litið, þrátt fyrir stórauknar þjóðartekjur. Valdhafar sáu um, að þjóðarauðurinn færi til annarra en láglaunafólksins. Launafólkinu er þessi reynsla áreiðanlega i fersku minni. Þess vegna mun það gera sér fulla grein fyrir þeim ástæðum, sem valda óánægju Mbl. yfir hinum nýju kjarasamn- ingum milli rikis og opinberra starfsmanna. það fer ekki heldur fram hjá launafólkinu, að Mbl. gerir sér samtimis mjög tiðrætt um, hve illa atvinnuvegirnir séu staddir og útilokað sé fyrir þá að fallast á nokkrar kauphækkanir, þannig reynir Mbl. að hvetja atvinnurekendur til að fallast ekki á þær kjarabætur, sem rikið hefur veitt opinberum starfsmönnum. Til viðbótar þessu öllu, reynir Mbl. svo að gera litið úr þeim erfiðleikum, sem hljótast af oliuskortinum og eiga vafalitið eftir að magnast jafnt hér og annars staðar. Mbl. er áreiðanlega eina blaðið i vestrænum lýðræðis- rikjum, sem reynir að gera litið úr þessum erfiðleikum. Það ætti ekki að þurfa að dyljast neinum vegna hvers Mbl. reynir að fela sann- leikann varðandi þessi efni. Þ.Þ. ll ERLENT YFIRLIT Tólf róðherrar stjórna Danmörku Nyboe Andersen fær erfiðasta verkefnið l’oul \yboe Andcrsen STJÓRNARKREPPUNNI i Danmörku er nú lokið á þann veg, að Vinstri flokkurinn hefur einn myndað minni- hlutastjórn undir forystu Poul Hartlings, formanns flokks- ins. Rikisstjórn hans mun njóta stuðnings Radikala flokksins, thaldsflokksins, Mið-demókrata og Kristilega flokksins, en samanlagt ráða þessir flokkar ekki yfir þing- meirihluta. Stjórnin verður þvi til viðbótar að njóta eins konar hlutleysis sósialdemó- krata, sem segjast ætla að fylgja óháðri afstöðu á þann veg, að þeir styðji stjórnina til allra góðra verka, en munu snúast gegn þeim tillögum hennar, sem þeim falla ekki i geð. 1 ríkisstjórninni eiga sæti 12 ráðherrar og eru aðeins sex þeirra þingmenn. F’lokkurinn hefur aðeins 22 þingmenn á þingi og gat ekki misst fleiri þeirra i ráðherrasæti, ef hann átti að taka nægilega þátt i þingnefndum. Ráðherrar verða þessir: Forsætisráðherra Poul Hartling, utanrikisráðherra Ove Guldberg, fjár- málaráðherra Anders Ander- sen, efnahags- og viðskipta- málaráðherra Poul Nyboe Andersen, atvinnu- og hús- næðismálaráðherra Johan Philipsen, landbúnaðar- og fiskimálaráðherra, Niels Ank- er Kofoed, umhverfis- og Grænlandsmálaráðherra Holger Hansen, dóms- og menntamálaráðherra Nathalie Lind, kennslumála- ráðherra Tove Nielssen, kirkjumálaráðherra Kresten Damsgaard, sem jafnframt mun fjalla um opinberan rekstur, varnarmálaráðherra Erling Bröndum og innan- rikis- og félagsmálaráðherra Jakob Sörensen. Þetta er fámennasta stjórn sem lengi hefur verið i Danmörku. Erfiðasta starfið i stjórninni hlýtur tvimælalaust Poul Nyboe Andersen. Undir hann heyra m.a. orkumálin. Hann var efnahagsráðherra i stjórn Baunsgaards 1968-’71 en áður hafði hann verið prófessor við viðskiptaháskóla. Þá var hann formaður Sambands dönsku samvinnufélaganna um tiu ára skéið. Hann er þvi vel kunnur forustumönnum is- lenzku samvinnufélaganna og hefur komið oft hingað til lands. Hartling og Nyboe And- ersen hafa sýnt islenzkum málum góðan skilning og látið sig þau töluverðu varða. Til fróðleiks má geta þess, að Nyboe Andersen fékk næstflest persónulegra at- kvæða allra frambjóðenda i þingkosningunum 4. þ.m. Hann fékk 17.489 atkvæði. Hinn eini, sem varö hlutskarp- ari, var Erhard Jakobsen, formaður mið-demókrata. Hann fékk 29 þús. atkvæði. Þess er hins vegar að gæta, að Jakobsen hefur lengi verið borgarstjóri i þvi kjördæmi, þar sem hann bauð sig fram, og notið þar mikilla vinsælda. Andersen hafði enga slika að- stöðu. NIÐURSTAÐAN hefur orðið sú i Danmörku, eins og almennt var spáö fyrir kosningarnar, þ.e. að gömlu flokkarnir myndu taka hönd- um saman á einn eða annan hátt og reyna að tryggja land- inu starfhæfa stjórn til næstu kosninga, sem geta verið skammt undan. Þeim hefur þótt heppilegast að leysa þetta frekar með minnihlutastjórn en sambræðslustjórn, enda hefði myndun hennar verið ýmsum erfiðleikum bundin, m.a. skipting ráðherraemb- ætta. Það er á ýmsan hátt eðli- legt, að Vinstri flokkurinn skyldi fá það hlutverk að mynda minnihlutastjórnina. Hann er upprunalega aðallega bændaflokkur og hefur þvi jafnan verið i nánum óbeinum tengslum við samvinnuhreyf- inguna, þar sem samvinnu- hreyfingin i Danmörku hefur verið öflugust meðal bænda. Um skeið virtist flokkurinn ætla að færast til hægri, en hefur siðan styrkt stöðu sina sem frjálslyndur miðflokkur undirforustu Eiriks Erikssen, Nyboes Andersen og Pouls Hartling. ENN velta menn mjög vöngum yfir úrslitum þing- kosninganna 4. desember, þvi að fylgi nýju flokkanna reyndist enn meira en spáö hafði verið. Menn áttu von á þvi, að framfaraflokkur Glistrups og mið-demókratar Jacobsens fengu verulegt fylgi, eins og lika kom i Ijós. Hið óvænta var, að þrir aðrir flokkar bættust einnig i hóp þingflokkanna, eða Kommún- istaflokkurinn, Réttarsam- bandið og Kristilegi flokkur- inn. Þingflokkarnir urðu þvi tiu i stað fimm áður. Þetta mun mjög torvelda starf þingsins, t.d. verða nú fluttar tiu framsöguræður i stað fimm áður, þegar um meiri- háttar mál verður að ræða. Nýlega hefur verið birt skoðanakönnun, sem danska útvarpið lét gera i Aarhus rétt fyrir kosningarnar. Niður- staða hennar virðist benda til, að aðeins 48% kjósenda hafi kosið sama flokk nú og i þing- kosningunum 1971. Svo stór- felldir hafa tilflutningarnir verið. Aðrar ályktanir, sem eru dregnar af þessari skoð- anakönnun, eru m.a. þessar, og er þá miðað við landið allt: Sósialdemókratar misstu 31 þús. atkvæði til Sósialiska þjóðarflokksins, en fengu i staðinn frá honum 35 þús. at- kvæði og var þvi nettóvinning- urinn 4 þús. Til kommúnista misstu þeir 31 þús. atkvæði. Til mið-demókrata misstu þeir 70 þús. atkvæði ög til Framfaraflokksins 62 þús. at- kvæði. Þá misstu þeir um 7-8 þús. til Radikala flokksins og álika til thaldsflokksins. Þing- mannatala flokksins lækkaði úr 70 i 46. lhaldsflokkurinn missti um 85 þús. atkvæði til Framfara- flokksins, en ekki nema 3-4 þús. atkvæði til mið-demó- krata.Hins vegar missti hann um 20 þús. alkvæði lil Radi- kala flokksins og álika til Vinstri flokksins, Þingmanna tala flokksins lækkaði úr 31 i 16. Vinstri flokkurinn héll hlut sinum gagnvart sósialdemó- krötum og radikölum, en lékk 20 þús. frá thaldsflokknum. llins vcgar missti hann um 20 þús. til Framfaraflokksins og 8 þús. til mið-demókrala. Þá missti hann fylgi til Kristilega flokksins og Réttarsambands- ins. Þingmannatala hans lækkaði úr 30 i 22. ltadikali flokkurinn vann fylgi frá öllum gömlu flokkun- um, nema Vinstri flokknum, en hlutföllin milli þeirra héldust óbreytt. Þannig er áætlað, að hann hafi fengið 12 þús. frá Sósialiska þjóðar- flokknum, 8 þús. frá sósial- demókrötum og 20 þús. frá thaldsflokknum. Hins vegar missti hann fylgi til allra nýju þingflokkanna, en þó mest til Framfaraflokksins og Mið- demókrata. Þess er að gæta, að Radikali flokkurinn er sá gömlu flokkanna, sem mest styrkti fylgi sitt i kosningun- um 1968 og 1971 og hefur þó bersýnilega hlotið lausafylgi, sem nýju flokkarnir fá nú. Þingmannatala flokksins lækkaöi úr 27 i 20. Sósialiski þjóðarflokkurinn hefur misst fylgi til allra flokka og hvergi fengið meira i staðinn en hann missti. Mest missti hann til Fram- faraflokksins og Kommúnista. Þingmannatala hans lækk- aði úr 17 I 11. Að sjálfsögðu er hér að ræða um algerar ágizkunar- tölur, sem eru byggðar á áður- greindri skoðanakönnun. Þess vegna koma hér margs konar fyrirvarar til sögu. Alit margra kunnugra er þó það, að i megindráttum muni niðurstaða umræddrar skoðanakönnunar ekki vera fjarri veruleikanum — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.