Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 20. desember 1973. TÍMINN 21 Ums|ón: Alfreð Þorsteinssonj ÍSLENZKA LANDSLIÐ- INU BOÐIÐ TIL RÚSSLANDS Rússneski landsiiðsþjálfarinn í handknattleik bauð fslenzka landsliðinu i handknattleik að taka þátt I alþjóðlegu handknattleiks- móti, sem fer fram i Rússlandi I janúar. Hann var staddur 1 Austur-Þýzkaiandi til að fylgjast með mótinu, sem island tók þátt I. Rússneski þjálfarinn var mj ög hrifinn af skotkrafti þeirra Axeis Axelssonar og Einars Magnússonar. [ Rússar halda mót i janúar og áttu Norðmenn upphaflega að taka þátt i mótinu, sem er æfingamót fyrir HM i handknattleik. Eftir að útséð var, að Norðmenn kæmust ekki i úrslitakeppnina, af- þökkuðu þeir boðið.bess vegna losnaði sætið, sem rússneksi þjálf- 'arinn bauð Islendingum. Boðið var afþakkað af þvi að það verður nóg að gera fyrir islenzku handknattleiksmennina hér heima. ts- landsmotið verður i fullum gangi, og þá verða einnig leiknir tveir landsleikir i Laugardalshöllinni, gegn Ungverjum 12. og 13. janúar. „Allir áhorfend ur voru með okkur gegn Rúmenum rv — sagði Páll Jónsson, landsliðsnefndarmaður í handknattleik. Lætin voru meiri á áhorfendapöllunum, heldur en hér heima, þegar við lékum gegn Frökkum ,,Við áttum allt húsið, þegar við iékum gegn Rúmenum. bað voru miklu meiri læti á áhorfendapöll- unum, heldur en þegar við lékum gegn Krökkum hér heima i undankeppni 11 .VI i handknatt- leik”....sagði báll Jónsson, lands- liðsnefndarmaður i handknatt- MARTEINN GEIRSSON.. sést hér skjóta að marki I landsleik gegn Færeyjum á Laugardalsvellinum Island tekur þátt í Evrópukeppni lands- liða í knattspyrnu Búið að ákveða tvo landsleiki næsta sumar, gegn Finnum og Færeyingum á Laugardalsvellinum. Stjórn KSI hefur boðið Tékkum að koma hingað „Við blðum eftir að það verði dregið i Evrópukeppni landsliða”.... sagði Bjarni Felixson, ritari KSÍ, þegar við spurðum hann um verkefni landsliðsins i knattspyrnu næsta keppnistiambil. Hann SAAAVIRKI Barmahlíö 4ASími 15-4-60 Framleiðslu samvinnufélag RAFVIRKJA annast allar almennar raflagnir og viðgerðir sagði, að stjórn KSl væri búin að tiikynna þáttöku I Evrópu- keppninni og væri það i fyrsta skiptið, sem tsland tæki þátt I Evrópukeppni landsliða. baö yrði dregið I riðla i janúar i keppninni og þvi væri vont að fara að semja um landsleiki núna, þvi að það þýddi ekkert að fara að hrúga niöur lands- leikjum, þegar ekki er vitað, með hvaða löndum tsiand mundi lenda i riðli. Bjarni sagði, að nú væri þegar búið að ákveða tvo landsleiki, gegn Finnum og Færeyingum, en þeir yrðu báðir leiknir á Laugardals- vellinum. Þá hefur stjórn KSl haft samband við Tékka og boðiö þeim að koma hingað og leika landsleik. Stjórn KSl hefur einnig haft samband við fleiri þjóöir, en það verður ekkert ákveðið fyrr en búið er að draga i Evrópukeppninni. Þa getur farið svo, að Island leiki sex landsleiki i Evrópu- keppninni. Að öllum likindum fer þvi eitthvað af þeim fram á næsta sumri. Ef Island lendir i riðli með þjóðum, sem hafa ekki unnið sér rétt til að leika i úrslitakeppni HM i knatt- spyrnu i Vestur-Þýzkalandi næsta sumar, þá má búast við að leiknir verði nokkrir landsleikir i riðlinum fyrir 1. ágúst 1974. N’ú er bara að biða og sjá i hvaða Nðli Island lendir. Það getur farið svo að við lendum i riðli með núverandi Evrópu- meisturum Vestur-Þýzka- landi, Englandi, Skotlandi eða einhverjum öðrum stjórþjóð- um i knattspyrnu. Og fá þá is- lenzkir knattspyrnuunnendur væntanlega að sjá marga af beztu knattspyrnumönnum heims, leika á Laugardals- vellinum. SOS. leik, þegar viö spjölluöum viö hann i gær. T.d. um það, hvað hávaöinn var inikill, þá ætlaði Reynir rtlafsson að tala inn á segúlband og leggja á minnið mistök Islenzka liðsins. Hann hélt magnaranum alveg upp að munninum, en þurfti að hætta fljótlega, þvi að lætin voru svo gifurleg i áhorfendum, scm voru allir á bandi islands. Ferðin heppnaðist mjög vel i alla staði og móttökurnar voru frábærar. Við lærðum margt nýtt i keppninni i llostock. Það, sem var bezt við ferðina, var, að nokkrir leikmenn, sem hafa verið i öldudal upp á siðkastið, náðu sér á strik i Austur-Þýzkalandi og sýndu sitt bezta. Leikmenn eins og Gunnsteinn Skúlason, sem skoraði sex mörk úr sjö lilraun- um, Björgvin Björgvinsson, sem er kominn upp úr þeim öldudal, sem hann var kominn i, Einar Magnússon, sem sjaldan hefur veriðbetri, lék sina beztu lands- leiki i Austur-Þýzkalandi. Þá er Sigurbergur Sigsteinsson kominn i sitt gamla góða form. Viðar Simonarson, lék mjög vel alla leikina. Hann er hugsandi leik- maður, og það er óhægt að segja, að hann hafi aldrei verið betri. Ólafur Benediktsson stóð fyrir sinu i markinu, að undanskildum fyrsta leiknum, og Axel Axelsson var stórhættulegur með sin góðu langskot. Hann var t.d. tekinn úr umferð ikeppninni. En þjálfarar hinna landsliðanna voru hrifnir af skotkrafti Axels og Einars. Við báðum Pál að segja okkur frá landsliðunum, sem islenzka liðið lék gegn i keppninni i Austur- Þýzkalandi, i stuttu máli: — Viðþekktum flesta leikmenn liðanna. Þau eru byggð i kringum sama kjarnann og hefur verið i liðunum undanfarin ár. Tékkarn- ir eru skemmtilegastir. Þeir leika frábæran handknattleik. Það var stundum eins og maður væri staddur á sýningu, þegar maður horfði á þá. Þá leika Rúmenar alltaf skemmtilegan handknatt- leik. Þeir eru alltaf góðir — já, ofsalega góðir. Austur-Þjóðverj- ar eru mjög sterkir likamlega, geysilegir jakar og harðir. Hrað- upphlaupin hjá þeim eru stór- kostleg. Það er ekki einn maður, sem tekur þátt i hraðupphlaupi, eins og hér heima, heldur eru allir leikmenn liðsins komnir uppað punktalinunni á augnabliki. Ungverjarnir, sem okkur hefur alltaf gengiö illa með, virðast lé- legri, en þeir hafa verið. Þegar viö lékum gegn þeim siðasta leik- inn, voru okkar menn orðnir LANDSLIÐIÐ KOMIÐ HEIM islenzka körfuknattleiks- landsliðið, sem hefur verið á k e p p n i s f e r ð a 1 a g i um Bandarikin, kom heim úr hinni erfiðu keppnisferð i gær. Liöiö lék fimmtán ieiki I Bandarikjunum á mánuöi. Crslitfimm síöustu ieikja liðs- ins, urðu þessi: Island—Hamline tsland—Macalester Island—Luther Island—Simpson Island—Wartburg 76:65 88:57 103:77 97:77 82:58 Nánar verður sagt frá leikj- unum i blaðinu á morgun. PALL JrtNSSON þreyttir og uppgefnir eftir hina hörðu keppni, þvi að leikirnir i keppninni voru stundum hrein- lega slagsmál. Það hefði verið gaman að háfa tvo islenzka dóm- ara meðí ferðinni. Þeir hefðu get- að lært mikið af innáskiptingum. Það var ekki tekið hart á þeim. T.d skiptu þeir Arnar Guðlaugs- son og Axel Axelsson oft inn á. Arnar lék i vörninni og Axel i sókn. Um leið og skiptingar urðu á leiknum, þá var nóg fyrir þá að hlaupa beint að bekknum og skipta þannig. Að lokum spurðum við Pál, hvað hefði komið honum mest á óvart 1 keppninni? — Það kom mér margt á óvart. T.d.kom þaðmér nokkuð á óvart, þegar tékkneski þjálfarinn kom til okkar eftir leikinn gegn Tékk- um og þakkaði okkur fyrir og sagði, að þetta hefði verið góður ieikur hjá islenzka liðinu. Siöan bætti hann við, ykkur vantar tvo beztu leikmennina, og átti hann þar við Geir Hallsteinsson og Ólaf Jónsson. Við sögöum aldrei frá þvi i keppninni, að við kæmum án okkar tveggja beztu leikmanna. En Tékkarnir þekkja Islenzka landsliðið eins vel og við, ef ekki betur. Það var greinilegt, að tékkneski þjálfarinn hafði sagt frá þessu, þvi að eftir leikinn gegn Tékkum, vorum við oft spuröir, hvort það vantaði tvo beztu leik- mennina i liðið. — sos. Fyrstir á morgnana

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.