Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 20. desember 1973. til eldri og yngri ÁSKRIFENDA Hverjir fá jólagjafir Tímans? 3NU snr 711* 7m 711* 711* 711* 711* 7IG Tlfs Tffs 711* 7m 711* 711* 7Hs 711* 711* 711* 711* 7n* 711* 711* 711* 711* 711* 711* 7m 711* th* th* 7H* 711* 7m Hringið ísíma 1-23-23 || H5^SÉ^R»RB5aRB5%MR^R5>?W5^^SWR^HR^I^f;3W5 ' IÍ!5í!W!ííW!sí!H!tíPf!íS!M!5ðH!fí!M!íS!M!ííH!fíHRðMSf*3WííHR Íl Nú fer hver að •3M!5 iH verða síðastur að Hg 25 senda inn nafn 7m H og heimilisfang Eldri kaupendur Nýir kaupendur Nýkominn íslenzki frímerkjaverðlistinn 1974 (skráir öll islenzk frimerki, stimpluð, óstimpluð og fyrstadagsumslög) eftir Kristinn Árdal. Verð kl. 100.00. Sendum i póstkröfu. Auglýsið í Tímanum ■I Farvegurinn Jón Gislason: Úr farvegi aldanna. Fyrsta bindi. Skuggsjá. Höfundur þessarar bókar, Jón Gislason frá Stóru-Reykjum i Hraungerftishreppi, segir i for- mála, aö i þessu fyrsta bindi birti hann sögur, er hann tók upp á segulbönd, ,,en jók þær með ívafi annarra heimilda.” Efni þessarar bókar er fróðlegt og forvitnilegt, svo sem titt er um þjóðleg fræði: Hór segir frá flóðum i Hvitá, byggingu ölfusárbrúar og mörgu öðru Jón Gislason hefur kynnt sér ýmislegt, sem marga mun fýsa að vita. Still bókarinnar er nokkuð sérstakur — málfarið einkenni- legt. T.d: ,,Þar til sköp urðu full um ferð Halldórs.” — „Sortinn byr yfir sinum einkennum, fullum til vitundar þeim, er hafa af honum kynni.” Eg játa þaö, að við svona setningar stanza ég i lestri, og tek mér umhugsunartima til glöggvunar á merkingu málsins, og veit þó ekki hvort ég skil. Höfundur segir einhvers staðar, að hann verði að gera langa sögu stutta. Þar liggur við að mér finnist hann hæða sjálfan sig. Hans iþrótt er að gera stutta sögu langa. Það tek- ur hann 23. bls. að segja frá þvi, að huldufólkið setti Blómstur- vallarimur i læstan skápinn til Hannesar föðurbróður hans til að lesa þær eða kveða á jólun- um 1936, og skilaði þeim mörg- um árum seinna á sama stað. Að visu getur hann þess i leiðinni, að Hannes hafi oft kveðið rimur huldufólkinu til yndis, þegar hann stóð yfir sauðum, en eftir mæðiveikina voru engir sauðir, og þar af leiddi, að huldufólkið þurfti bók til að rifja upp, það sem þaö heyröi Hannes kveða áður. En i sambandi við sauðina, sem raunar er talað vel og skemmti- lega um, eru þessar setningar með stuttu millibili: „Hannes hugsaði sérstaklega vel um sauðina. — Hannes á Stóru- Reykjum átti marga ánægju- stund með sauðunum. — Yndi Hannesar var allt, þar sem sauðirnir voru.” Þannig er sögustill Jóns. Mig skortir þekkingu til að dæma um sagnfræðilegt gildi bókarinnar, þar sem um það er að ræða.en ekki efa ég, að Jón Gislason þekkir Flóann og t.d. flóðin i ánum. Eflaust lýsir hann rétt erfiðleikum Flóamanna við eldsneytisöflun. — en ég skil ekki að flóð á fyrri öldum hafi fært þeim mikinn reka úr girðingum ofar i sveitum. Þá hélt ég, að girðingar hefðu verið úr torfi og grjóti, og ekki er það eldsmatur. En eflaust hafa flóðin borið með sér sprek og kvisti frá lyngi og kjarri. Nokkrar þjóðsögur ,,úr safni séra Steindórs Briem, prests i Hruna” eru i bókinni. Þær eru i þjóðlegum, gagnorðum stil. 'H. Kr. AAinningar listakonu Guðrún Á Simonar Eins og ég er klædd Gunnar M. Magnúss skráði: Þessi minningabók Guðrúnar A. Simonar er eðlilega fyrst og fremst ævisaga hennar og þá einkum saga náms og starfs i list hennar. Slikt er auðvitað bókarefni, þar sem i hlut eiga listamenn úr fremstu röðum. Auðvitað koma þar við sögu ýmsir aðrir en söguhetjan sjálf, — bæði listamenn og aðrir. Guð- rún ber samstarfsfólki sinu og samferðamönnum á listabraut jafnan vel söguna og þar sem sagt er frá árekstrum og ágreiningi er það yfirleitt gert af rósemd og hófsemi. Hins veg- ar verð ég að játa þaö, að mér finnst naumast nóg af frásögn- um, sem bera i sér góðar og skýrar mannlýsingar i þessari sögu. En saga listamanns, eins og Guðrúnar Á. Simonar er út af fyrir sig góðra gjalda verð. t siðari hluta bókarinnar er nokkuð rætt um skoðanir sögu- hetjunnar ogViðhorf. Það er þó að mestu bundið við skepnur, og þá nánast eingöngu sem gælu- dýr, og að öðru leyti við iðkun listarinnár og starfs skemmti- krafts á mannamótum. Kemur þar fram ógeð hennar og við- bjóður á samkomum, þar sem draugfullt fólk veifar flöskum og reykjarmökkur fyllir sal. Sjálf drekkur hún ekki né reyk- ir, enda fara reykingar illa með vandaða söngrödd. Ef til vill þykir einna furðu- legast i þessari bók, að lesa um það, að Morgunblaðið minntist ekki einu orði á söngför Guðrún- ar um Sovétrikin 1957. Morgun- blaðið vildi ekki láta sitt eftir liggja i kalda striðinu þá. Það er að vonum, að Guðrúnu finnist sjálfri, að ferð Sigurðar Bjarna- sonar um Sovétrikin 4 árum slðar hafi engu merkilegri verið, og var þá sagt frá henni i blaði hans. En það voru aðrir timar. Þá var sambúð Banda- rikjanna og Rússlands að taka á sig annan blæ. Ekki hef ég vanizt þvi, að orð- takið að leiða hesta sina saman væri notað eins og hér er gert á bls. 143. Ég hef skilið það svo, að það þýddi að ganga til keppni eða ganga á hólm. 1 bókinni eru ýmsar myndir frá ferli Guðrúnar. Auk þess fylgir bókinni nafnaskrá og er það sómi. H.Kr... JÓLIN NÁLGAST Við viljum minna félagsmenn og aðra á, að hjá okkur fáið þið flest það, sem þarf til jólanna Gagnlegar vörur til gjafa, allt i jólabaksturinn, jólaávextina, alls konar nýlenduvörur, hreinlætisvörur, tilbúinn fatnað, vefnaðar- vöru- og aðrar fáanlegar nauðsynjar. Gleðileg jól. Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin. Eflið ykkar eigin verzlunarfélag með þvi að skipta fyrst og fremst við það. KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.