Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.12.1973, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 20. desember 1973. TÍMINN 19 IiIIHmI,,, VIRKJUNARMOGULEIKAR í SKJALFANDAFLJÓTI VERÐI RANNSAKAÐIR Þingsdlyktunartillaga Jónasar Jónssonar Jónas Jónsson hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktun- ar um rannsóknir á virkjunar- möguleikum i Skjálfandafljóti við Aldeyjarfoss og tshólsvatn. Tillaga Jónasar er svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að láta þegar á árinu 1974 hefja forrannsóknir og hag- kvæmniskönnun á virkjunar- möguleikum i Skjálfandafljóti við Aldeyjarfoss og tshólsvatn. t greinargerð segir: Það hefur komið fram, að ef næsta virkjun fallvatns á að verða utan Þjórsársvæöisins, verður að hraða verulega for- rannsóknum og hagkvæmnisat- hugunum á virkjunarmöguleik- um i öðrum landshlutum. Undirbúningur framkvæmda við næstu virkjun verður að hefjast sem allra fyrst og alls ekki siðar en 1976 (að talið var, áður en orkukreppan, sem nú ógnar okk- ur sem öðrum skall yfir). Þá verður forrannsóknum til hag- kvæmnisathugana að vera lokiö. Fyrir þvi má færa mörg og gild rök, að næsta vatnsvirkjun verði ekki Hrauneyjarfossvirkjun eða önnur virkjun á Þjórsársvæðinu, heldur verði hún i öðrum lands- hluta og þá frekast á Norðurlandi. Til að forðast endurtekningu skal hér aðeins vitnaö til greinargerð- ar með tillögu til þingsályktunar ,,um undirbúning að næstu stór- virkjun”, þskj. 49. flm. Steingrimur Hermannsson o.fl. Þó að allt bendi til þess nú, að næsta virkjun á Noröurlandi verði 55 MW gufuvirkjun i Náma- fjalli eða Kröflu, og flm. þessarar tillögu styðji það eindregið, að þeirri virkjun verði hraðað svo sem frekast er mögulegt, breytir það ekki þvi, að hraða verður undirbúningi að vatnsvirkjun á Norðurlandi. Að þessu hefur verið talið, að álitlegustu vatnsvirkjunarstaðir á Norðurlandi væru i Jökulsá á Fjöllum, Blöndu eða jafnvel Jökulsá eystri og vestri i Skaga- firði. t siðustu skýrslu frá Orkustofn- un til iðnaðarráðuneytisins, dag- settri i sept. 1973, er m.a. að finna eftirfarandi umsögn um Skjálfandafljót: „Orkustofnun hefur látið gera athugun á ýmsum tilhögunum við virkjun Skjálfandafljóts. Um þessar athuganir hefur verið samin sérstök skýrsla, sem send hefur verið fjölmörgum aöilum, þ.á.m. Laxárvirkjun. t stuttu máli sagt eru niðurstöður þessara athugana neikvæöar, þar eð þær sýndu orkuverð frá væntanlegum virkjunum i Skjálfandafljóti, sem er mjög miklu hærra en sambæri- legar áætlanir um aðra virkjunarstaði sýna. Af þeim sök- um telur Orkustofnun ekki rétt að verja fé og mannafla til frekari rannsókna við Skjálfandafljót, meöan fjölmargir aörir álitlegri staöir biða”. Þaö, sem veldur þvi, að þrátt fyrir framangreint álit Orku- stofnunar er lögð á það mikil áhersla, að virkjunarmöguleikar i Skjálfandafljóti verði kannaðir rækilega, er það, að nú liggja fyr- ir niðurstöður á nýrri og nákvæm ari könnun á málinu. Þær niður- stöður benda svo ótvirætt i þá átt, að finna megi svo hagkvæma virkjunaraðstöðu i Skjálfanda- fljóti við Aldeyjarfoss og við tshólsvatn, að teljast mætti glap- ræði að kanna það ekki nánar. Þær forrannsóknir þyrfti að gera svo fljótt og svo itarlega, að bera mætti niöurstöðurnar saman við rannsóknir á öðrum mögu- leikum til vatnsvirkjana á Norðurlandi, þegar virkjunar- staöur verður endanlega valinn. Skal nú skýrt nánar frá þessum nýjum athugunum og tildrögum þeirra. Verkfræðifyrirtækin Virkir h/f i Reykjavik og Electro-Watt i Zurich i Sviss hafa lagt fram „þjónustuboð um verkfræði- störf”, þar sem er skýrsla þeirra um athuganir á virkjunarmögu- leikum i Skjálfandafljóti. Fyrir hvatningu manna i héraðinu o.fl. og eftir að hafa kynnt sér aöstæður sjálfir ákváðu forráðamenn þessara fyrirtækja að láta fara fram rannsóknir og mælingar á staðnum á eigin kostnað og ábyrgð. Bréf Virkis h/f fylgir hér meö sem fylgiskjal II. Af skýrslu Virkis og EWI kem- ur skýrt fram, að niðurstöður þeirra eru allt aðrar og jákvæöari fyrir virkjun á þessu svæði en niðurstööur af atgunum verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem gerð var að ósk Orkustofnun- ar. Að sjálfsögðu er hér ekki lagt mat á verkfræöivinnu þessara tveggja fyrirtækja. En á þaö skal bent, að áætlanir Virkis og EWI byggjast á nýjuVn athugunum og mælingum verkfræðinga, sem gerðar voru á s.l. sumri. Aætlanir verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen byggjast eingöngu á uppdráttum, gerðum af ameriska hernum (svonefndum USAMS uppdráttum). Þessir uppdrættir munu viða hafa reynst ónákvæm- ir. Erfitt er að gera tölulegan samanburð á niðurstöðum þess- ara tveggja athugana. Hin fyrri er miðuð við verðlag ársins 1971, en hið siðari við núgildandi verð- lag, þ.e. á siðari hluta árs 1973. t ætlun Virkis og EWI eru notaðar sömu tölur um einingar- verð og við Sigölduvirkjun, en Virkir og EWI önnuðust hönnun hennar. t niðurstöðum verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen er stofnkostnaður á orkueiningu áætlaður 5.4 kr./kWh/ári borið saman við 3.45 kr/kWh/ári á Þjórsársvæðinu. t niðurstöðum Virkis og EWI er stofnkostnaður á orkueiningu áætlaður á bilinu 5—6.6 kr/kWh/ári eða lægri en hann er nú áætlaður við Sigölduvirkjun, um 7 kr/kWh/ári (fylgiskjal II). Það virðist þvi auðsætt, að við nánari athuganir og rannsóknir á staðháttum hafi siðari verkfræði- fyrirtækið komið auga á aðra og hagkvæmari leið en hið fyrra byggði sinar niðurstöður á, eða að mælingar hafi leitt það i ljós að aðstæður séu þarna hagkvæmari en kortin sýna. Þessa virkjunarmöguleika verður að kanna nánar og láta fara fram fullkomnar for- rannsóknir og hagkvæmnisat- huganir, þannig að hægt verði aö velja þann vikjunarstað fyrir næstu vatnsvirkjun, sem hag- kvæmastur telst aðöllu athuguðu. Það skal skýrt tekið fram, að með þessu er siður en svo verið að gera þvi skóna, að ekki verði gerðar jafnitarlegar rannsóknir á öðrum hugsanlegum virkjunar- stöðum, svo sem við Dettifoss, og þeim hraðað svo sem tök eru á. A þaö skal að lokum bent, að lega Ishólsvatnsvirkjunar yrði slik, aö hvergi yrði um skemmri leiö að ræða, ef tengja á saman stórvirkjanir, sem eru sin i hvor- um landshluta. Frá tshóisvatni að Sigöldu eru um 200 km. tshólsvatnsvirkjun yrði fast við hugsanlega linu yfir hálendið um Sprengisandsleið og tengdi saman orkuveitusvæði Norður- og Suðurlands. Á sama hátt lægi virkjunin nánast á krossgötum þeirra lina, sem tengdu hugsan- Íegar stórvirkjanir á Austurlandi — i Jökulsá á Fjöllum, við virkjanir Þjórsársvæðisins. Enn má benda á, að við tshólsvatn og á Króksdal (við Hrafnabj.) eru óvenju heppilegar aðstæður til þess að gera veruleg miðlunar- Íón, og er ekki vitað um marga staði jafnheppilega til sliks, án þess að raska þurfi byggð og eyða nytjalöndum eða núttúruverö- mætum. Virkjunin yrði i byggð, en miðlunarlón i óbyggðum. Enn skal það itrekað, að eins og ástatt er i orkumálum má hvergi slaka á i frumathugunum og for- rannsóknum á virkjunarmögu- leikum og að tillaga þessi er flutt i þvi trausti, að unnið verði af fullum krafti að rannsóknum á öðrum virkjunarmöguleikum á Norðurlandi, og einnig i trausti þess, að unnið verði af alefli að undirbúningi og siðan fram- kvæmd Námafjalls- eða Kröflu- virkjunar. Sem fylgiskjal með frumvarp- inu fylgir m.a. tillaga Virkis h.f. um virkjun Skjálfandafljóts við tshólsvatn. Fer hún hér á eftir: „VIRKIR HF. Reykjavik, 16.11. 1973. Orkumál á Norðurlandi. Á vegum Verkfræðifyrirtækj- anna Electro-Watt og Virkis leyf- um við okkur hér með að senda yöur stutta skýrslu um athugun okkar á mögulegri virkjun Skjálfandafljóts við Ishólsvatn. Byggt á niðurstöðum úr mælingarferÖ á staðinn siðsum- ars hefur okkur tekist aö afla gagna til mats á hinum geysilegu möguleikum til beislunar vatns- orku, sem þetta svæði býr yfir. Frumniðurstöður þessa mats er aö finna i hjálagðri skýrslu. Sé haft i huga ástand i orkumálum Norður- og Austur- lands i dag, er skoðun okkar sú, að tshólsvatni verði að gefa náinn gaum i leit aö úrbótum. Helstu niðurstöður athugana okkar eru sem hér segir: — Hið margbreytta landslag staðarins gefur fjölmarga mögu- leika á valkostum um stærð og tilhögun virkjunar. — Orkuframleiöslugeta hinna mismunandi valkosta virðist vera frá 170.10/L.kwh/ári af ódýrri grunnorku upp i 480.10/. :kwh/ári. — Stofnkostnaður þeirra val- kosta, sem hér hafa verið at- hugaðir, viröist vera á bilinu 5—6.6 kr/kwh/ári, eða lægra en við Sigölduvirkjun (um 7 kr/kwh/ári). Tilgangur bréfs þessa er að bjóöa þjónustu okkar viö frekari rannsóknir og áætlanir til geröar á heildarhagkvæmnisathugun fyrir svæðið. Enn fremur er mælt með þvi að nauðsynlegur undirbúningur slíkrar athugunar hefjist hið allra fyrsta. Frekari upplýsingar um þessa athugun vora eru fyrir hendi, ef óskað er. Virðingarfyllst, Guömundur Gunnarsson. (sign.) Finnur Jónsson. (sign.) Tillaga að áætlun um virkjun Skjálfandafljóts við íshólsvatn 1. Inngangur Um nokkurt skeið hafa verk- fræðifyrirtækin Electro-Watt og Virkirgert könnun á virkjunarað- stööu við tshólsvatn. t september siðastliðnum dvöldust 3 af verk- fræðingum fyrirtækjanna nyrðra og framkvæmdu umfangsmiklar mælingar á væntanlegum stiflu- og skurðstæðum. Byggt á niður- stöðum þessara mælinga hefur verið kleift að útbúa áætlun um virkjunartilhögun við lshólsvatn. Athuganir þær, sem skýrsla þessi gefur til kynna, hafa sýnt, að geysimiklir möguleikar á beislun vatnsorku eru fyrir hendi á svæðinu umhverfis tshólsvatn. Þeir valkostir, sem hér eru sýnd- ir, eru ekki endilega hinir hag- kvæmustu. Til að finna hag- kvæmustu lausn eða nálgun i áföngum að hagkvæmustu tilhög- un þarf að framkvæma heildar- hagkvæmnisathugun á svæðinu. Þess ber einnig að geta, að þessar athuganir hafa leitt i ljós, aö á svæðinu er unnt að beisla annaðhvort ódýrt grunnafl með framleiðslugeta 200.10/6kwh/ári eða allt að 430.10/6kwh/ári með grunnafl með framleiðslugetu 200.10/6kwh/ári eða allt að 430.10/6kwh/ári meö grunnafli fyrir nokkru hærra verö. Sé varaafl meðreiknað getur heildarframleiðslugeta orðið um 480.l0/6kwh/ári. Til einföldunar verður hér að- eins lýst hélstu þáttum þess val- kosts, er hefur framleiðslugefu* allt að 480.10/6kwh/ári, og er gerð tillaga að áfangaskiptum fyrir þá tilhögun. Enn fremur er sýnd til- laga að minni virkjun, svokallaðri Aldeyjarfossvirkjun. Tölulegar upplýsingar um helstu þætti verksins eru i við- auka hér að aftan. 2. Virkjun við íshólsvatn — Lýsing á áfangaskipt- um 2.1 Áfangi I. Aætlað er að stifla Skjálfanda- fljót um 1 km neðan við. Hrafna- björg. Þannig myndast litið lón með vatnsborði i hæð 378 m. Stifl- an yrði búin botnloku. A sömu slóðum yrði Suðurá veitt um skurð inn i áðurnefnt lón. Nú yrði sameinuðu rennsli beggja áa veitt gegnum skurð inn i sjálft tshóls- vátn, þar sem Merkilágar heita. Vatnsborð tshólsvatns, sem i dag er mjög stöðugt i hæð 365 m, mun hækka upp i hæð 378 m. Til þess arna verður að stifla af- rennsli vatnsins_Fiská, svo og lág norðan vatnsins. Þessar tvær stiflur hafa verið nefndar Fiskár- stifla og tshólsvatnsstifla. Innrennsli úr Skjálfandafljóts- lóni i tshólsvatn verður stýrt með lokuvirki i Merkilágaskurði. Með þessu móti má minnka ráðstafan- ir gegn flóðum i tshólsvatni, þar eð stýring fæst á innrennsli flóð- vatns inn i miðlunarlónið. Aðalyfirfal! þessarar tilhögun- ar yrði við austurenda Skjálfandafljótsstiflu i hæö 378 m. Með þessu móti er yfirfallsvatni veitt i farveg Skjálfandafljóts aft- ur og mundi ekki óhreinka önnur vatnsföll á svæðinu. Til þess að nýta fallhæðina frá tshólsvatni i hæð 378 m niöur fyrir Aldeyjarfoss i hæð 264 m yrði grafinn aðrennslisskurður til norðurs úr vatninu eftir hæöar- linu 380 m i stefnu á Aldeyjarfoss. Þessum skurði væri lokaö meö steinsteyptu inntaki fyrir þrýsti- vatnspipur, sem lægju niður hlfð- ina .aö stöövarhúsinu. Stöðvar- húsiö yröi staösett i árkrikanum neðan viö Aldeyjarfoss. Þannig næst 115 m fallhæð fyrir fyrri 35 MW aflvélina, sem sett væri upp i áfanga I. 2.2. Áfangi II. Til frekari jöfnunar á lág- rennsli Skjálfandafljóts er áform- að að gera miðlun ofar i fjótinu með þvi að stifla það efst i gljúfr- inu við Hrafnabjörg. Vatnsborð- inu yrði lyft i hæðina 400 m„ og við það myndast 15 ferkm lón upp með fljótinu. Enn fremur yrði á sama stað að grafa veituskurð fyrir fljótið. t þeim skurði væri komið fyrir steinsteyptu loku- virki, sem stýrði rennsli úr lóninu til virkjunarinnar. Yfirfalli i hæð 400 m væri komið fyrir i hrauninu austan stiflustæðisins. Viö tilkomu þessarar miðlunar er áætlað að 10 m/3/sek, rennsli fáist til viðbótar i 140 daga. Enn fremur væri nú sett upp 35 MW aflvelin, þannig að grunnafl yxi i 50 MW og varaafl 20 MW. Afangaskipting sú, sem hér er gert ráð fyrir, er ekki nauðsynleg, heldur möguleiki, sem bent er á, þannig að aðlaga megi fram- kvæmdir eftir orkuþörfinni. Að öllum likindum væri ódýrara að framkvæma báða áfanga samtimis, ef orkunnar væri þörf strax. 3. Aldeyjarfossvirkjun Aætlað er að stifla Skjálfanda- fljótum 1 km ofan við Ingvarfoss. A sömu slóöum er Suðurá stífluð og veitt um skurö inn i Skjálfandafljótslón. Norðurbakki skurðarins veröur sprengdur i hæð 335 og myndar þannig hluta yfirfallsins, sem verður i þeirri hæö. Aðalstiflan verður útbúin botn- loku, sem sprengd verður niður i hrauniö i hægri bakka fljótsins. Fljótinu yrði veitt þar i gegn, á meöan á byggingu aöalstiflunnar stendur. Grafinn verður skurður úr lón- inu I stefnu á Aldeyjarfoss i hæð- inni 340 m. Skurðurinn er grafinn á hrauni sennilega eldri árfar- vegi, en liklega þarf að þétta skurðinn að hluta til. Enda skurðarins yrði lokað með stein- steyptu inntaksmannvirki, sem veitti vatninu um þrýstivatnspip- ur að stöðvarhúsi, það yrði stað- sett i árkrikanum neðan við Aldeyjarfoss. Með þessu móti fæst71 m fall og uppsett afl allt 10 MW. Frárennsli er beint út i farveg fljótsins aftur. Jafnvel má hugsa sér þessa einföldu tilhögun byggða I tveimur áföngum, þ.e. uppsetning á einni 10 MW aflvél i byrjun og frestun á Suðurárveitu. Enn fremur má auka fram- leiðslugetu þessarar virkjunar með miðlun við Hrafnabjörg og e.t.v. veitu smærri áa. Þessari ódýru tilhögun með marga möguleika á stækkun i áföngum ætti að veita nána at- hygli. 4. Lokaorð Athuganir þær, sem gerðar hafa verið af EWI og Virki á virkjunarmöguleikum við tshóls- vatn hafa leitt i ljós fjölmarga möguleika á beislun vatnsorku þar. Hið breytilega landslag staðar- ins þarfnast heildar-hagkvæmnis athugunar með tilliti til hinna mörgu möguleika á stiflu- og veituskurðastærðum. Engu siður hafa athuganirnar sýnt, að orku- framleiðslugeta hinna ýmsu val- kosta virðist vera á bilinu 200.10/6kwh/ári af ódýru grunn- afli upp i 480.10/6kwh/ári heildar- afls, sem hentað gæti stórneyt- anda. Næsta skref i þessu verki væri að gera áætlun um jarðfræöi- og landslagsmælingar á heildar- svæðinu. Þvi fyrr sem þessi undirbúningur hæfist, þeim mun betra. Sú virkjunartilhögun, sem hér er gert ráð fyrir, orsakar litla röskun á umhverfinu. Litil nýtileg svæði færu undir vatn eöa yrðu eyöilögð öðruvisi, sem nema við suðurenda tshólsvatns. Minni háttar röskun á núver- andi vatnsföllum svæðisins á sér staö. Veita hinnar köldu Suðurár yfir i Skjálfandafljót kann að hafa bætandi áhrif á Svartá meö tilliti til fiskiræktar. Meðalhitastig Svartár mundi hækka verulega. Röskun á núverandi fiskiræktar- aöstööu i tshólsvatni þarf að at- huga sérstaklega. Eftir sem áður ber aö lita á skýrslu þessa sem niðurstööur tæknilegrar athugunar, sem mið- ar að þvi að lýsa virkjunarmögu- leikum staöarins. Aður en lengra er haldið, er þvi nauðsynlegt að taka upp viðræður og samninga við alla aðila, sem hlut eiga að máli og hafa hagsmuna að gæta i sambandi við virkjunarfram- kvæmdir við tshólsvatn”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.