Fréttablaðið - 03.12.2004, Side 1

Fréttablaðið - 03.12.2004, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR NÚTÍMA ARKÍTEKTUR Einn þekkt- asti arkítekt Frakka, Jean Nouvel, mun halda fyrirlestur um verk sín í Öskju, nátt- úrufræðahúsi HÍ klukkan 17 í dag. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 3. desember 2004 – 331. tölublað – 4. árgangur MESTA HÆKKUN STÝRIVAXTA SEÐLABANKANS Stýrivextir voru hækkaðir í gær úr 7,25 í 8,25 prósent. Seðlabankinn telur að grípa þurfi hratt til aðgerða því þensla er meiri en talið var áður. Hagvöxtur á næsta ári verður 6,1 pró- sent samkvæmt spá bankans. Sjá síðu 2 HÚSNÆÐISLÁN HÆKKUÐ OG VEÐRÝMI AUKIÐ Félagsmálaráðherra tilkynnti hækkun hámarksíbúðalána upp í 14,9 milljónir þegar Alþingi samþykkti 90% lán í gær. Íbúðalánasjóður gefur eftir fyrsta veðrétt. Sjá síðu 4 KEYPTI TÖLVULEIKI FYRIR HLUTA RÁNSFENGSINS Jón Þorri Jónsson var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu. Ránsfenginn notaði hann til að greiða fíkni- efnaskuld og kaupa tölvuleiki. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 46 Tónlist 48 Leikhús 48 Myndlist 48 Íþróttir 40 Sjónvarp 56 nr. 48 2004 SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 3. de s. – 1 0. de s. fólk tíska sambönd stjörnuspá persónuleikapróf » Skrýtinn á skrýtinn hátt « LÍKA FYRIR STRÁKA » Í miðju blaðsins JÓLABIRTA gunnidr. Skrýtinn á skrýtinn hátt Dr. Gunni: ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU DAG ● bókakápur ● jakkapeysur eru í tísku ÉL NORÐAN TIL en stöku él vestan til framan af degi en síðan þurrt. Gæti orðið slydda með morgninum syðra. Vægt frost nyrðra en eilítið yfir frostmarki allra syðst á landinu. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 25-50 ára Me›allestur dagblaða Höfuðborgarsvæðið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 80% 50% MorgunblaðiðFréttablaðið 21 dagur til jóla Opið til kl. 19 í kvöld● jólin koma ● matur ● tilboð Með sjálfvalda matarsérvisku Eva María Jónsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS www.postur.is 3.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu! SAMSTARF Líftæknifyrirtækin Urð- ur, Verðandi, Skuld (UVS) og ACL- ARA BioSciences tilkynntu um samstarf í gær um rannsóknir á erfðaefni í krabbameinsæxlum. Ekki fékkst gefið upp hvað ACLARA mun borga UVS fyrir afnot af blóð- og æxlissýnum auk þess mun ACLARA fá aðgang að sjúkrasögu þeirra íslensku krabba- meinssjúklinga sem tekið hafa þátt í íslenska krabbameinsverkefninu sem UVS hefur staðið fyrir. ACL- ARA mun einnig deila með UVS niðurstöðum rannsóknarinnar, sem mun bætast við gagnagrunn þeirra. Þórunn Rafnar, hjá UVS, segir að þetta sé afmarkað verkefni en möguleiki verði á framhaldi. Rann- sakað verður af hverju sumir krabbameinssjúklingar bregðast við lyfjum og sumir ekki. Sérstaklega er það þekkt meðal þeirra sem hafa brjósta- eða lungnakrabbamein að sjúklingar bregðist við sumum lyfjum en ekki öðrum. Þórunn segir það mikil- vægt að geta valið rétt lyf, svo ekki sé verið að gefa lyf að óþörfu. Að sögn Þórunnar mun ACL- ARA hafa ákveðið að hefja sam- starf við UVS vegna þess sýna- safns og gagnagrunns sem þar er til staðar. UVS hafi tekið þátt í viðamiklum krabbameinsrann- sóknum og eigi því sjaldgæfan efnivið sem er nauðsynlegur fyrir slíkar rannsóknir. „Það er sjald- gæft að til eru áreiðanlegar klínískar upplýsingar,“ segir Þórunn. „Það er erfitt hjá stærri þjóðum að halda utan um þær, því það er mikil hreyfing á fólki og það týnist úr meðferðum. Hér er af- markaður hópur lækna sem með- höndlar krabbameinssjúka og því er hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og athuga hvort krabbamein komi upp aftur.“ Líftæknifyrirtækið ACLARA starfar í Kaliforníu og sérhæfir sig í því að einstaklingsbundin lyf verði að raunveruleika. Til þess notar fyrirtækið eTagTM tækni sem mælir stöðug prótein í líf- vefjum. - ss Menntaskólinn á Akureyri: 200 nemendur með niðurgang AKUREYRI Meirihluti þeirra sem snæddu pottrétt í sameiginlegu mötuneyti Menntaskólans á Ak- ureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri síðasta þriðjudagskvöld fékk heiftarlega magakveisu og niðurgang. Læknir kom í Mennta- skólann á miðvikudaginn til að taka saursýni en í gær lá niður- staða vegna sýnatökunnar ekki fyrir. Jón Ingi Björnsson, nemandi sem er í heimavist skólans, segir að ástandið hafi verið afar slæmt á miðvikudaginn. Nemendur hafi í tíma og ótíma þurft að hlaupa úr tímum til að fara á klósettið. Hann segir að haldin sé skrá yfir þá sem mæta í mat og að umrætt kvöld hafi í kringum 200 manns skráð sig. „Bróðurparturinn af þeim fékk rosalega magakveisu og nið- urgang - sumir ældu,“ segir Jón Ingi. „Tveir strákar á mínum gangi voru alveg að drepast enn í dag [í gær].“ Jón Már Héðinsson skóla- meistari MA staðfesti að fólk hefði veikst en sagðist ekki vita hversu margir. Hann sagðist ekki vilja tjá sig um málið þar sem nið- urstaða úr sýnatökunni lægi ekki fyrir. - th Mislukkuð lagasetning: Sleppa við erfðaskattinn DÓMSMÁL Sex erfingjar sem fengu samanlagt um 65 milljónir króna í arf þurfa engan erfðafjárskatt að greiða. Ástæðan eru mistök sem gerð voru við lagasetningu. Sýslu- maðurinn í Reykjavík rukkaði erf- ingjana um tæpar sex milljónir króna í erfðafjárskatt en Hæsti- réttur dæmdi í gær að engin heim- ild hefði verið fyrir skattlagning- unni. Þegar ný lög um erfðafjárskatt voru samþykkt voru eldri lög felld úr gildi. Þar sem nýju lögin tóku aðeins til skattlagningar arfs eftir þá sem létust eftir 1. apríl féll nið- ur heimild til að skattleggja arf eftir þá sem létust fyrir 1. apríl en var ekki búið að skattleggja. - bþg ÚR MÖTUNEYTI MENNTASKÓLANS Á AKUREYRI Meirihluti þeirra sem snæddu kvöldverð á þriðjudag í mötuneytinu fengu heiftarlega magakveisu. Selja aðgang að sjúkrasögum Bandaríska líftæknifyrirtækið ACLARA mun borga Urði, Verðandi, Skuld fyrir afnot af blóð- og æxlissýnum úr íslenska krabbameinsverkefn- inu. Einnig fær ACLARA aðgang að sjúkrasögum krabbameinssjúklinga. SPRENGT FYRIR VATNSLEIKJAGARÐI Tvær byggingar hrundu í sprengingu á Shiliupu hafnarbakkanum í Sjanghæ í gærkvöldi. Húsin voru eyðilögð til að rýma fyrir stærsta vatnsleikjagarði heims. Fyrir var á hafnarbakkanum stærsta farþegasiglingamiðstöð Kína, sem byggð var fyrir 142 árum. Norska fjársvikamálið: Milljóna tap Íslendinga FJÁRSVIK Á annað hundrað Íslend- inga lét ginnast af gylliboðum um gull og græna skóga þegar þeir lögðu fé í norska pýramídafyrirtækið The Five Percent Community. Fjársvikamálið er þegar orðið hið stærsta sinnar tegundar í Noregi en talið er að höfuðpaur- arnir hafi haft ellefu milljarða íslenskra króna upp úr krafsinu. Ellefu þeirra hafa verið hand- teknir. Alls nema fjárfestingar Ís- lendinganna um þrjátíu milljón- um króna. Um óverulegar upp- hæðir er að ræða í flestum til- vikum en þó eru dæmi um að fólk hafi lagt milljónir í ævintýr- ið. Það fé er að öllum líkindum glatað. Fjármálaeftirlitið hefur í mörgum tilvikum varað sérstak- lega við fyrirtækjum af þessu tagi en það var ekki gert með þetta norska fyrirtæki. Líklega er það vegna þess að engar kvar- tanir eða ábendingar bárust Fjármáleftirlitinu, sem þó ávallt varar við slíkum fyritækjum. Sjá síðu 22 M YN D A P 01 Forsíða 2.12.2004 22:00 Page 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.