Fréttablaðið - 03.12.2004, Síða 2

Fréttablaðið - 03.12.2004, Síða 2
2 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR Þingveisla forsetans: Þorri sjálfstæðismanna mætti ekki STJÓRNMÁL Sautján af tuttugu og tveimur þingmönnum Sjálfstæð- ismanna voru forfallaðir í gær þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands bauð þingheimi til árlegrar veislu í tilefni fullveld- isdagsins 1. desember. Þorri ann- arra þingmanna sótti hins vegar veisluna. Einar K. Guðfinnsson, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- manna segir að ekki beri að lesa neitt í þessa slöku mætingu: „Þetta voru ekki samantekin ráð. Hver þingmaður hefur haft sína ástæðu.“ Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar sagði þetta miður: „Þetta fólk hefur félags- þroska á við tíu ára bekk.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri-grænna segir málið sérkennilegt: „Þetta vakti óneitanlega athygli enda vissu- lega mikil forföll“. Einungis Sturla Böðvarsson ráðherra, Kjartan Ólafsson, Katrín Fjel- sted, Pétur Blöndal og Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sóttu veisluna á Bessastöðum. Þess má geta að frí var á Alþingi í gær, einni fárra ríkisstofnanna. - ás Stýrivextir aldrei hækkað meira Stýrivextir voru hækkaði í gær úr 7,25 í 8,25 prósent. Seðlabankinn telur að grípa þurfi hratt til aðgerða því þensla er meiri en talið var áður. Hagvöxtur á næsta ári verður 6,1 prósent samkvæmt spá bankans. EFNAHAGSMÁL Verðbólguspá Seðla- bankans gerir ráð fyrir að verð- bólga fari langt upp fyrir mark- mið Seðlabankans á næsta og þar næsta ári. Í gær var tilkynnt um eins prósentustigs hækkun stýri- vaxta sem ætlað er að stuðla að því að spáin rætist ekki. Stýri- vextir bankans eru því 8,25 pró- sent. „Til þess að hafa nægilega skjót áhrif á verðbólguna þarf að bregðast hratt og tímanlega við,“ sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri í gær. Vaxtahækkunin í gær er sú mesta sem Seðlabankinn hefur tilkynnt um í einu vetfangi. Þetta kemur ofan á aðrar vaxtahækk- anir í ár en Seðlabankinn hefur nú hækkað stýrivexti um 2,95 prósentustig í ár. Ný þjóðhagsspá Seðlabankans gerir ráð fyrir mun meiri hag- vexti en áður var spáð. Í síðustu þjóðhagsspá, sem gefin var út í júní, var gert ráð fyrir að hag- vöxtur í ár yrði 4,3 prósent, 4,7 á næsta ári og 4,5 árið 2006. Nú spá- ir Seðlabankinn 5,4 prósenta hag- vexti í ár, 6,1 prósents á næsta ári og 4,9 prósent árið 2006. Fram kom í máli Birgis Ísleifs að viðbrögð einstaklinga við auknum lánamöguleikum hafi verið kröftugri en búist var við. Þetta gerir það að verkum að einkaneysla er talin munu aukast hraðar en áður var talið auk þess sem verðmæti íbúðarhúsnæðis muni hækka hraðar. Seðlabank- inn bendir einnig á að fram- kvæmdir við stóriðju verði fyrr en áður var gert ráð fyrir. Birgir Ísleifur sagði einnig að skattalækkanir ríkisstjórnarinn- ar hefðu áhrif. „Það verður að telja verulegar lílkur á því að að- hald í opinberum fjármálum verði ófullnægjandi,“ sagði hann. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að yfirlýst markmið fjármálaráðu- neytisins um aðhald í ríkisrekstri standist ekki. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að vöxtur samneyslunn- ar verði meiri en ráðuneytið held- ur fram. Seðlabankinn tilkynnti einnig í gær að bankinn muni hætta að kaupa gjaldeyri til að styrkja gjaldeyrisforða bankans. Þessi ákvörðun er einnig talin stuðla að styrkingu krónunnar. thkjart@frettabladid.is Flugþjónustan: Dæmd til greiðslu bóta DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi Flugþjónustuna á Keflavíkurflug- velli til að greiða fyrrum starfs- manni bætur vegna fyrirvara- lausrar uppsagnar. Manninum var sagt upp eftir að ýfingar höfðu orðið á milli hans og yfirmanns hans. Hann sló kaffibolla úr hendi yfirmannsins að mörgum mönnum ásjáandi. Ekki var talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás. Því var háttsemi mannsins ekki talin svo alvarleg að fyrirvaralaus uppsögn væri réttlætanleg. Fékk maðurinn því greiddar tæplega 700 þúsund krónur í bætur. ■ Já og gott betur. Það var fjöldi manns sem táraðist þegar hann tók Mama, maður sá vasaklútana á lofti. Það var standandi lófatak í lokin og fleiri aukalög tekin en ég átti von á. Óttar Felix Hauksson stóð fyrir tónleikum Robertinos í Austurbæ í fyrrakvöld. Þetta voru fyrstu tónleikar Robertinos hér frá 1961. SPURNING DAGSINS Óttar, stóð Robertino undir væntingum? Bandaríkjaher í Írak: Fjölgað í herliðinu BANDARÍKIN, AFP Bandaríkjastjórn ætlar að fjölga hermönnum í Írak um tólf þúsund fyrir kosning- arnar sem á- ætlaðar eru 30. janúar. Her- mennirnir eru 138 þúsund í dag en verða 150 þúsund þegar kosning- arnar fara fram og hafa ekki verið fleiri síðan George W. Bush Banda- ríkjaforseti lýsti því yfir að meiri- háttar átökum væri lokið. Hermönnum fjölgar að á þann hátt að þeir sem áttu að hafa lokið störfum sínum í Írak verða látnir þjóna lengur. Bush lagði í gær mikla áherslu á að kosningar færu fram 30. janúar en nokkrir flokkar Íraka hafa hvatt til þess að þeim verði frestað. ■ Hæstiréttur: Fangelsi fyrir líkamsárás DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti átta mánaða fangelsisdóm Hér- aðsdóms Austurlands yfir manni fyrir þrjár líkamsárásir. Árásirn- ar framdi maðurinn á hálfs árs tímabili frá desember árið 2002 til maí árið 2003. Maðurinn rauf skilorð með árásinni sem hann framdi rétt fyrir jól árið 2002. Hann hefur fjórum sinnum áður hlotið dóma fyrir líkamsárásir. Manninum var gert að greiða allan áfrýjunar- kostnað þar með talin 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns. - hrs MIÐ-AUSTURLÖND, AFP Mikil óvissa ríkir um framtíðina fyrir botni Miðjarðarhafsins. Framboð Marwan Barghuti hefur gjörbreytt landslaginu í palestínsku forsetakosningunum og Ariel Sharon rær lífróður að því að mynda nýja ríkisstjórn í stað þeirrar sem rann út í sand- inn vegna deilna um fjárlögin. Barghuti er í ísraelsku fang- elsi og er ekki útlit fyrir að hann sleppi þaðan, því hann afplánar fimm lífstíðardóma. Hann er þó mjög vinsæll meðal palestínskr- ar alþýðu og talinn líklegastur til að veita Mahmud Abbas, for- manni PLO, keppni um forseta- embættið í komandi kosningum. Barghuti verður að há kosn- ingabaráttuna úr fangelsi og ef hann nær kjöri þarf hann einnig að stjórna Palestínu þaðan. Ef hann nær kjöri, myndi það að öllum líkindum þýða að ekkert yrði úr samningaviðræðum við Ísrael. Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, missti síðustu samherja sína úr ríkisstjórn þegar hann rak ráðherra Shinui úr stjórninni eftir að þeir greiddu atkvæði gegn fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þeir gátu ekki sætt sig við styrki til skóla sem samtök strang- trúaðra gyðinga reka enda var barátta gegn miklu valdi strang- trúaðra gyðinga eitt af höfuð- málum þeirra í síðustu kosning- um. Sharon reynir nú að fá helsta stjórnarandstöðuflokkinn, Verka- lýðsflokkinn, og flokka strangtrú- aðra gyðinga til að mynda nýja ríkisstjórn með sér. Ljóst er þó að það mætir andstöðu í Likudbanda- lagi hans. ■ Stjórnarkreppa í Ísrael og aukin spenna í palestínsku forsetakosningunum: Sharon reynir að mynda stjórn MÆTT TIL VEISLU Halldór Blöndal, forseti Alþingis, var einn fárra sjálfstæðismanna sem mætti í þing- veislu forsetans 1. desember. Greiningardeildir bankanna: Spáðu minni hækkun EFNAHAGSMÁL Greiningardeildir bankanna höfðu allar gert ráð fyrir vaxtahækkun en hún var meiri en þær spáðu. Greiningardeild Landsbankans segir að hækkunin í gær hafi verið nauðsynleg til þess að stýrivextir Seðlabankans hafi þau áhrif sem þeim sé ætlað. KB banki, sem hafði spáð 0,25 prósentustiga hækkun, var gagn- rýnni á vaxtahækkunina í Hálf- fimm fréttum í gær. KB banki seg- ir að með þessu gefi Seðlabankinn til kynna að hann hyggist beita gengi krónunnar til að slá á þenslu og draga úr verðbólguvæntingum. KB banki segir að hætta sé á að slík gengishækkun sé einungis frestun á verðbólgu en ekki sé komið í veg fyrir hana. Í öðru lagi telur KB banki aðgerðirnar ýta undir óstöð- ugleika í fjármálakerfinu þar sem erlend skuldsetning aukist. Í þriðja lagi nefnir KB banki að gengis- styrking komi sér mjög illa fyrir útflutningsfyrirtæki. - þk MÁLAR MYND AF BARGHUTI Marwan Barghuti, sem hafði áður lýst yfir stuðningi við Mahmud Abbas, fór óvænt í framboð fimm dögum eftir að hann sagð- ist ekki gefa kost á sér. SÉR VERÐBÓLGUNA VIÐ SJÓNDEILDARHRINGINN Birgir Ísleifur Gunnarsson á fundi Seðlabankans í gær. Búist er við miklum hagvexti á næstu árum en bankinn óttast skugga verðbólgunnar og hækkaði vexti því meira í gær en hann hefur áður gert. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HERMENN Í ÍRAK Óttast er að fram- lenging á veru her- manna í Írak valdi óánægju í herliðinu. 02-03 fréttir 2.12.2004 21:50 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.