Fréttablaðið - 03.12.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 03.12.2004, Síða 4
STJÓRNMÁL Ákvörðun félagsmála- ráðherra hefur hvetjandi áhrif á verðbólguna og hækkandi áhrif á íbúðaverð, þó ekki í sama mæli og hefði verið ef bankarnir hefðu ekki verið komnir sterkir inn á íbúðalánamarkaðinn. Tryggvi Þór Her- £bertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands, segir að áhrifin séu mun minni vegna þess að bankarnir séu svo sterkir á þessum mark- aði. „Það er óvíst að þetta hafi áhrif nema á landsvæðum þar sem bankarnir eru óviljugri til að lána.“ Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, segir hækkunina bráðnauðsynlega og löngu tímabæra en kannski í það knappasta. „Fyrirgreiðsla Íbúða- lánasjóðs hefur lent utangarðs hjá kaupendum vegna þess að þeir hafa ekki náð að fjármagna viðskipti sín með núverandi há- marki. Þetta eykur möguleika fólks á að setja saman fleiri teg- undir af fjármögnun.“ Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur að nýju regl- urnar hafi þau áhrif að Íbúðalána- sjóður geti betur tekið þátt í samkeppninni við bankana. Ekki verði um þensluhvetjandi áhrif að ræða. - ghs 4 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR Íbúðalán: Áhrif meiri út á landi Húsnæðislán hækkuð og veðrými aukið Félagsmálaráðherra tilkynnti hækkun hámarksíbúðalána upp í 14,9 milljónir þegar Alþingi samþykkti 90% lán í gær. Íbúðalánasjóður gefur eftir fyrsta veðrétt. STJÓRNMÁL Árni Magnússon félags- málaráðherra tilkynnti í umræð- um á Alþingi í gær að hann myndi gefa út greinargerð þar sem Íbúðalánasjóði yrði heimilað að hækka hámarkslán í 14,9 milljónir um leið og lög sem samþykkt voru í gær tækju gildi. Lögin heimila íbúðalánasjóði að hækka há- markslán upp í 14,9 milljónir króna en hámarkið var 13 milljón- ir þegar frumvarpið var lagt fram. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lána megi 90% af markaðsvirði til kaupa á „hóflegu húsnæði“ en það er samkvæmt lögunum 110 til 130 fermetra íbúð. 14,9 milljónirnar eru miðaðar við meðalverð síð- ustu sex mánaða á slíku húsnæði. Félagsmálaráðherra tilkynnti jafnframt að hann myndi gefa út reglugerð þar sem hann heimilaði íbúðalánasjóði að fallast á að lán annarra lánastofnana færu á fyrsta veðrétt eignar. Bankar sem boðið hafa lág fasteignalán að undanförnu hafa gert það að skil- yrði að þau væru á fyrsta veðrétti og því hefur fólk orðið að greiða upp húsnæðislán sín. Hafa ber í huga að lán íbúðalánasjóðs eru að- eins veitt við kaup og sölu hús- næðis. Árni Magnússon sagði í ræðu sinni á Alþingi að hann teldi örð- ugt að sjá að aðgerðirnar hefðu nokkur efnahagsleg áhrif eða ýttu við fasteignaverði: „Með þessum aðgerðum tel ég að ég hafi gripið til þeirra aðgerða sem mér eru fær, í því augnamiði að tryggja stöðu Íbúðalánasjóð og þar með ríkissjóðs, við gjörbreyttar að- stæður á húsnæðislánamarkaði.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði að með þessu hefði ráðherra kom- ið til móts við sjónarmið sem hún hefði sett fram í umræðum um malið: „Ég fagna þessum breyt- ingum.“ Samflokksmenn Árna fögnuðu og sagði Birkir Jón Jónsson að nú hefði Framsóknarflokkurinn stað- ið við kosningaloforð sitt. Hjálm- ar Árnason, formaður þingflokks Framsóknar, tók stórt upp í sig: „Þetta er áhrifamesta stjórn- valdsaðgerð til að bæta hag heim- ilanna sem um getur og mun hækka ráðstöfunartekjur um tugi ef ekki hundruð þúsunda.“ a.snaevarr@frettabladid.is Seltjarnarnes: Sundlaugin endurbætt BÆJARMÁL Sundlaug Seltjarnarness verður endurbætt fyrir um 400 milljónir króna á næstu árum. Bæj- arstjórnin hefur samið við Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um hönnun og ráðgjöf vegna framkvæmdanna. Framkvæmdir munu hefjast á næsta ári og er áætlað að ljúku fjórum af fimm hlutum þeirra árið 2006. Bæjaryfirvöld ætla að fjár- magna endurbæturnar að mestu með sölu á landi undir byggingar á Hrólfsskálamel og við Suðurströnd og getur því tímaáætlun hugsan- lega raskast gangi fyrirhugaðar framkvæmdir þar ekki eftir. ■ Grikkir og evran: Fengju ekki aðild í dag ESB, AFP Grikkir hefðu ekki fengið aðild að evrusvæðinu ef bókhald þeirra hefði verið í samræmi við raunveruleikann og fengju ekki aðild í dag. Þetta er niðurstaðan af rannsókn fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins á brotum Grikkja á reglum evrusvæðisins. Grikkir þurftu, líkt og önnur ríki, að sýna fram á það við upptöku evr- unnar að halla- rekstur ríkissjóðs næmi ekki meira en þremur prósent- um af vergri lands- framleiðslu. Reikningarnir sýndu á sínum tíma að Grikkir væru vel innan þeirra marka en ný stjórn sem tók við völdum í vor viður- kenndi að ríkisreikningar hefðu ekki endurspeglað raunveruleik- ann. ■ ■ EVRÓPA Hefur þú áhyggjur af fuglaflensu? Spurning dagsins í dag: Sendir þú jólapakka til útlanda? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 48,2% 51,8% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Héraðsdómur Reykjavíkur: Ákærðir fyrir líkamsárásir DÓMSMÁL Þrír menn, fæddir árin 1983 og 1984, hafa verið ákærðir fyrir tvær líkamsárásir sem framdar voru á Bergstaðastræti í október í fyrra. Í ákærunni segir að saman hafi mennirnir ráðist á mann með högg- um og spörkum. Maðurinn féll í götuna við árásina og héldu þeir áfram að sparka í hann þar sem hann lá í götunni. Maðurinn bólgn- aði og marðist á höfði og í andliti, hlaut heilahristing og tognaði á kjálkalið. Með sömu aðförum eru mennirnir sagðir hafa ráðist á ann- an mann á sama stað þannig að sá nefbrotnaði og marðist á auga. - hrs edda.is „UMFRAM ALLT: TÖFF“ „Bók í anda Tarantinos, hæfilega blóðug og hæfilega fyndin. En umfram allt: töff.“ Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntir.is 30% afsláttur VOPNASALAN MARGFALDAST Tekjur þýskra fyrirtækja af vopnasölu voru fjórfalt meiri í fyrra en árið 2002. Þýsk fyrir- tæki seldu vopn fyrir andvirði 115.000 milljarða króna í fyrra. Stóran hluta söluaukningarinnar mátti rekja til sölu fjögurra her- skipa til Malasíu og Suður-Amer- íku. MORÐINGJUM SLEPPT Ef sam- komulag næst milli Sinn Fein og DUP, harðlínuflokka kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi, um stjórnarsamstarf verður morðingjum írsks lögreglumanns sleppt úr fangelsi. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, segir það gert til að liðka fyrir samn- ingum. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Óvíst er að ákvörðun félagsmálaráðherra „hafi áhrif nema á landsvæðum þar sem bankarnir eru óviljugri til að lána,“ segir Tryggvi Þór. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SEÐLABANKI EVRÓPU Fjárhagur gríska ríkisins virtist í góðu lagi 1999 en þegar að var gáð var hann mun verri en haldið var fram. ÁRNI MAGNÚSSON Framsóknarmenn telja 90% lánin áhrifamestu stjórnvaldsaðgerð sem um getur til að bæta hag heimilanna. Íslenska ríkið: Bætur fyrir stolið kjöt DÓMSMÁL Íslenska ríkið er bóta- skylt, samkvæmt dómi Hæstarétt- ar, vegna hreindýrakjöts sem hvarf úr vörslu lögreglunnar en áður hafði lögreglan lagt hald á kjötið. Hæstiréttur snéri dómi Héraðs- dóms Austurlands sem hafði sýkn- að ríkið af kröfum eigandans en hann krafðist tæplega 300 þúsund króna fyrir kjötið. Fallið hafði verið frá kærumáli á hendur mann- inum vegna ólöglegra hreindýra- veiða. Ekki er vitað hver stal kjöt- inu en rjúfa þurfti innsigli lögregl- unnar til að komast að því. - hrs ■ ÍRAK ÞRJÚ BÖRN LÉTUST Þrjú írösk börn létu lífið í sprengjuárás vígamanna á bandaríska herstöð nærri Baquba, norður af Bagdad, í gær. Sjö systkin voru að leik nærri herstöðinni þegar árásin hófst og létust þrjú þeirra, tíu, tólf og fjórtán ára. 04-05 fréttir 2.12.2004 21:16 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.