Fréttablaðið - 03.12.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 03.12.2004, Síða 6
6 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR Samræmdu prófin óbreytt þrátt fyrir verkfall: Skólamenn óttast afleiðingarnar KENNARAVERKFALLIÐ Ósennilegt er að grunnskólanum takist að vinna upp átta vikna verkfall í tíunda bekk og mörgum skóla- mönnum þykir undarlegt að Námsmatsstofnun skuli ekki ætla að breyta samræmdu próf- unum til samræmis við það. Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, segir að allt að 20 prósent fram- haldsskólanema í landinu taki upprifjunaráfanga í stærðfræði og dönsku á hverju hausti og sá hluti verði sjálfsagt stærri ef prófað verði úr óbreyttu náms- efni í vor. „Það er miklu betra að af- marka aðeins þættina sem próf- að er úr og gefa krökkunum möguleika á að ná þessu upp í framhaldsskólanum. Í íslensku og dönsku mætti fækka textum en í stærðfræði er þetta erfið- ast. Að sama skapi er ekki hægt að læra stærðfræði helmingi hraðar en fyrir verkfall,“ segir hann. „Mig óar við því að ekki sé hægt að finna einhverja skyn- samlegri lausn en að prófa úr óbreyttu námsefni þegar krakk- arnir fá átta vikum skemmri tíma í yfirferð. Það finnast mér vera skrítin skilaboð.“ - ghs Keypti tölvuleiki fyrir hluta ránsfengsins Jón Þorri Jónsson var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu. Ráns- fenginn notaði hann til að greiða fíkniefnaskuld og kaupa tölvuleiki. DÓMSMÁL Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnað- arbankanum á Vesturgötu í nóv- ember á síðasta ári. 26 ára sam- verkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Skömmu fyrir ránið stal sam- verkamaðurinn lambhúshettu, í versluninni Er- lingsen, á meðan Jón Þorri fangaði athygli starfs- fólksins. Sam- verkamaðurinn lagði bílnum á bílastæði fyrir utan 10-11 á Héðinsgötu þaðan sem Jón Þorri fór til að fremja ránið. Eftir að hafa ógnað banka- starfsfólki með hnífi og fengið af- hentar 430 þúsund krónur fór hann aftur í flóttabílinn. Fóru þeir félagar þaðan sem leið lá í Garðabæ á heimili Jóns Þorra. Nokkru síðar segist Jón Þorri hafa farið til að borga ónefndum manni 330 þúsund krónur sem hann skuldaði vegna fíkniefna- kaupa. Í framhaldinu fóru þeir fé- lagar í Smáralindina og í verslun í Skeifunni þar sem Jón Þorri keypti sér tölvuleiki fyrir tugi þúsunda. Var Jón Þorri rétt byrj- aður að spila einn tölvuleikjanna þegar lögreglan knúði dyra og handtók hann. Jón Þorri játaði brot sitt greið- lega. Samverkamaðurinn viður- kenndi að hafa ekið Jóni Þorra á bílastæðið við verslun 10-11 og síðan ekið honum aftur á brott eftir ránið. Hann viðurkennir einnig að hafa stolið lambhúshett- unni sem Jón Þorri notaði í rán- inu. Hann neitar hins vegar að hafa látið Jón Þorra hafa ráns- vopnið og segir Jón hafa tekið hnífinn úr hanskahólfi bílsins án sinnar vitundar. Í dómnum segir að brot Jóns Þorra hafi verið ákveðið fyrir- fram og það hafi verið ósvífið. Eingöngu hafi verið hægt að meta honum til hagsbóta að hann hafi játað greiðlega. Jóni Þorra var gert að greiða Vátryggingafélagi Íslands 396.500 krónur í skaða- bætur en hann hafði áður sam- þykkt kröfuna. hrs@frettabladid.is 15. fundur: Tónlistarfólk í Karphúsinu KJARAMÁL Tónlistarkennarar í grunnskólum og tónlistarskólum sveitarfélaganna funduðu í fimmtánda sinn með launanefnd sveitarfélaganna í gær. Hægt miðar í samningaviðræð- unum, að sögn Björns Th. Árna- sonar, formanns Félags íslenskra hljómlistarmanna, sem situr í samninganefnd tónlistarkennara. Beðið er eftir niðurstöðu kosninga grunnskólakennara um kjara- samning við sveitarfélögin. Samningur tónlistarkennar- anna hjá sveitarfélögunum rann út 30. september síðastliðinn. - gag Seltjarnarnes: Leikskóli hugar að um- hverfinu UMHVERFISMÁL Umhverfisráð- herra, Sigríður Anna Þórðardóttir, afhenti leikskólan- anum Mánabrekku á Seltjarnarnesi Grænfánann til viðurkenningar á öflugu starfi í þágu umhverfis- verndar og um- hverfismenntunar. Dagrún Ársæls- dóttir leikskóla- stjóri segir að í stefnunni felist til dæmis að mat- arafgangar séu flokkaðir og not- aðir til moldargerðar, allur pappír og mjólkurfernur séu endurunn- in, eldhúsrúllur séu ekki notaðar og umhverfisvænt þvottaduft fari í þvottavél. Mánarbakki er fjórði leikskól- inn á landinu sem hlýtur Græn- fánann. - gag Reykjavík: Hálkuslys áberandi SLYS Hálkuslys hafa verið áber- andi orsakaþáttur í komum á slysadeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss síðan á mánudag, að sögn Ófeigs Þorgeirssonar, læknis á slysa og bráðasviði sjúkrahúss- ins. Ekki lágu þó fyrir staðfestar tölur um fjölda fólks sem leitað hefur á slysadeild af þeim sökum síðustu daga. „En það hefur verið ansi mikið um þetta. Á mánudag- inn þegar þetta byrjaði komu ekki færri en 30 strax um morguninn þar sem rekja mátti meiðslin beint til falls á ís,“ sagði hann og tók fram að sérstaklega þyrfti eldra fólk og fólk sem lítið væri fyrir að ganga og hreyfa sig að fara varlega í hálkunni. - óká ■ VEÐURFAR ,,Var Jón Þorri rétt byrjaður að spila einn tölvuleikj- anna þegar lögreglan knúði dyra og handtók hann. VEISTU SVARIÐ? 1Hver er framkvæmdastjóri Samtakakrabbameinssjúkra barna? 2Hvaða fuglar eru taldir breiðafuglaflensu út? 3Hver er höfundur Sólskinsfólksins? Svörin eru á bls. 58 Heillandi fantasía „Skemmtileg, vekjandi og ákaflega vel samin.“ Sigrún Klara Hannesdóttir, Mbl. „Listaverk sem er fullt af lífi, spurningum og skýrskotunum.“ - Elísabet Brekkan, DV30% afsláttur Ragnheiður Gestsdóttir Alþjóðadagur fatlaðra: Aðgengismál efst á baugi FÉLAGSMÁL Aðgengismál fatlaðra eru efst á baugi á Alþjóðadegi fatlaðra sem er í dag. Kjörorð Sameinuðu þjóðanna í ár eru „Ekki tala um okkar mál án okk- ar.“ Vísar það til virkrar þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Í dag er vert að minna fólk á hvað felist í þeim mannréttindum að vera full- gildur þjóðfélagsþegn. Í tilefni Alþjóðadagsins verður boðið upp á dagskrá milli klukkan 17 - 19 í dag. Þar verða ræddir margir þættir aðgengismála fatl- aðra og veittar viðurkenningar fyrir gott aðgengi. ■ EXPO 2005: Norrænn sýningarskáli HEIMSSÝNING Íslendingar munu taka þátt í heimssýningunni EXPO 2005 sem hefst 25 mars, með sameiginlegri sýningu með öðrum Norðurlöndum. Þjóðardag- ur Íslands á sýningunni verður 15. júlí, með sérstakri hátíðardagskrá og gert er ráð fyrir að Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra muni sækja sýninguna heim þann dag. Í norræna skálanum verður að- staða til að taka á móti völdum gestum og hafa Íslendingum verið úthlutaðir 11 dagar. - ss HITI YFIR MEÐALLAGI Hitastig í nóvember virðist hafa verið að- eins fyrir ofan meðaltal fyrri ára, samkvæmt fyrstu tölum Veður- stofu Íslands. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir hita hafa verið 1,1 gráðu á celsíus fyrir ofan meðaltal í Reykjavík í mán- uðinum, en 0,4 gráður á Akur- eyri. UPPLÝSINGATÆKNI Leitartól sem vefleitarvélin Google býður fólki að nota við gagnaleit á tölvum sín- um er talin draga úr gagnaöryggi. Hægt er að hlaða niður litlu forriti á vef Google sem leitar að skjöl- um á tölvum notenda og heldur skrá yfir skjölin og innihald þeirra á vísum stað á harða drif- inu. Meðal skjala sem forritið skráir eru svokallaðar „öruggar vefsíður“ sem byrja á https, en þær kunna meðal annars að inni- halda upplýsingar um aðgangs- orð, bankareikninga og greiðslu- kortanúmer. Á vef tímaritsins PC World í Bandaríkjunum varar Stephen Green, einn yfirmanna Advanced Search Technologies Group hjá Sun Microsystems, við notkun leitarforritsins. „Það er bara tímaspursmál þar til búið verður til njósnaforrit eða tölvuormur sem laumast í yfirlitsskrá Google á tölvum fólks og sendir áfram á vef einhvers staðar,“ segir hann. Undir þetta sjónarmið taka fleiri sérfræðingar á sviði gagnaörygg- is, en yfirlitsskráin er ekki dulkóðuð á nokkurn hátt. Fram kemur í fréttinni að Google hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðs- ins um málið. - óká SÖLVI SVEINSSON SKÓLAMEISTARI Ósennilegt er að tíunda bekk takist að vinna upp kennaraverkfallið í stærðfræði og dönsku en samræmdu prófunum verð- ur samt ekki breytt. „Mig óar við því að ekki sé hægt að finna skynsamlegri lausn,“ segir Sölvi. LEIKSKÓLINN MÁNABREKKA Skólinn er sá fjórði á landinu sem fær Græn- fánann. Vinsæl leitarvél misstígur sig: Leitartól ógnar gagnaöryggi Á VEF GOOGLE Á vefnum google.com er hægt að hlaða niður útgáfu forrits sem enn er í þróun (beta út- gáfu) sem heldur yfirlit yfir skrár og gögn á tölvum notenda þannig að hægt sé að leita í þeim á svipaðan hátt og leitað er að gögnum á netinu. BÚNAÐARBANKINN VESTURGÖTU Þótti dómnum ekki hægt að meta Jóni Þorra annað til hagsbóta en að hann játaði ránið greiðlega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 06-07 fréttir 2.12.2004 19:37 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.