Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2004, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 03.12.2004, Qupperneq 14
3. desember 2004 FÖSTUDAGUR Olíufélögin: Atlantsolía undir smásjá Essó VIÐSKIPTI Starfsmenn olíufélagsins Essó hafa vaktað sjálfsafgreiðslu- stöðvar Atlantsolíu í vikunni og talið viðskiptavini félagsins. For- svarsmenn Atlantsolíu telja að um óeðlilega framkomu sé að ræða af hálfu samkeppnisfyrirtækis. Hugi Hreiðarsson, markaðs- stjóri Atlantsolíu, segist hafa farið fram á þær upplýsingar sem starfsmenn Essó voru að safna en því hafi verið synjað. „Við vitum ekki hvort þeir voru eingöngu að telja bíla eða hvort þeir voru líka að rita niður bílnúmer og hugsan- lega að skrá hjá sér þau fyrirtæki sem eru í viðskiptum við okkur,“ segir Hugi. Hann segir að hugsan- lega kunni þetta að vera brot á lög- um um persónuvernd. Lögfræðing- ur fyrirtækisins muni skoða málið. Fulltrúi Essó segir að fyrirtæk- ið sé að reyna að átta sig á sam- keppninni. Eina leiðin til þess sé að fylgjast með bensínstöðvum hinna olíufélaganna. Viðskiptavinir á öll- um sjálfsafgreiðslustöðvum á höf- uðborgarsvæðinu séu taldir og reynt að átta sig á kyni þeirra og aldri. Hvorki séu skráðar upplýs- ingar um bílnúmer né fyrirtækja- bíla. - ghg Lögbrotið liðið Lyfjafræðingafélag Íslands sakar Landspítalann um lögbrot og hefur leitað til dómstóla með málið, en án árangurs. Félagið krefst þess að ráðning yfirmanns á lyfjasviði verði í samræmi við landslög. HEILBRIGÐISMÁL Lyfjafræðingafélag Íslands vill að Lyfjastofnun taki af hörku á ráðningu viðskiptafræð- ings í stöðu yfirmanns sjúkarhúsa- apóteks á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi. Hafa forsvarsmenn fé- lagsins sent stofnuninni bréf þessa efnis og farið fram á að hún krefj- ist þess að ráðinn verði lyfjafræð- ingur í starfið. „Við gerum ráð fyrir að Lyfja- stofnun sinni skyldum sínum,“ sagði Ingunn Björnsdóttir fram- kvæmdastjóri Lyfjafræðinga- félagsins. „Hún hefur sagt, að þetta sé ekki löglegt eins og það er og við gerum ráð fyrir að stofnunin fylgi því þá eftir af fullri hörku og sjái til þess að farið verði að lögum.“ Málið á sér langa forsögu, sem rakin er í bréfi Lyfjafræðingafé- lagsins til Lyfjastofnunar. Sviðs- stjórastaða á lyfjasviði LSH var „veitt viðskiptafræðingi þann 1. apríl 2003 án auglýsingar,“ segir í bréfinu. Í mars á þessu ári höfðaði félagið mál gegn spítalanum til að fá viðurkenningu á því að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfir- manns sjúkrahúsaapóteksins, „sem LSH kaus þá að kalla lyfjasvið,“ segir í bréfinu. Bréfaskriftir höfðu þá farið fram milli spítalans og Lyfjafræð- ingafélagsins. Þá hafði félagið leitað með málið til heilbrigðis- ráðuneytis, svo og til ríkissak- sóknara. Því var bent á að það væri ekki réttur aðili til að reka mál af þessu tagi eða boðleiðir væru ekki réttar. Nýverið vísaði Héraðsdómur máli félagsins frá á þeim forsend- um að það snerist um lögspurn- ingu. Félagið hefur bent á að hags- munir félagsmanna, sem sótt hefðu um stöðu yfirmanns, hefði hún ver- ið auglýst, hefðu verið verulegir. „Þá höfum við óneitanlega haft verulegar áhyggjur af öryggis- þættinum, þar sem fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi,“ sagði Ingunn. „Lyfjastofnun hefur úr- ræði til að fylgja málum af þessu tagi eftir og við gerum ráð fyrir að hún beiti þeim.“ Þorbjörg Kjartansdóttir, stað- gengill yfirmanns Lyfjastofnunar, sagði að verið væri að fara yfir málið og ekkert yrði gefið út fyrr en að því loknu. jss@frettabladid.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 25 47 1 09 /0 4 Fyrir okkur hin Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum morgunkorn sem gefur náttúrulegan sætleika og er jafnframt fullt af hollum trefjum og vítamínum. – hefur þú séð DV í dag? 122 ÍSLENDINGAR Í KLÓM NORSKA PÍRAMÍDANS TÖPUÐU TUGUM MILLJÓNA Í NORSKA SVIKAMYLLU TÖPUÐU TUGUM ILLJÓNA RSKRI SVIKAMYLLU EFTIRLIT MEÐ ATLANTSOLÍU Starfsmaður Essó sem taldi viðskiptavini Atl- antsolíu í fyrradag vildi ekki að ljósmyndari fréttablaðsins myndaði hana við iðju sína. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. LYFJAFRÆÐINGAFÉLAGIÐ Lárus Steinþór Guðmundsson, formaður félagsins, og Ingunn Björnsdóttir framkvæmda- stjóri telja ráðningu LSH á yfirmanni sjúkrahúsaapóteka ólöglega. 14-15 fréttir 2.12.2004 20:50 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.