Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2004, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 03.12.2004, Qupperneq 28
Recitar! Mentre preso dal delirio, non so più quel che dico, e quel che faccio! Eppur è d'uopo, sforzati! Bah! sei tu forse un uom? Tu se' Pagliaccio! Þannig hljóða hinar átakanlegu ljóðlínur í „Vesti la giubba“, ten- óraríu farandleikhúsmannsins Canio í óperunni Pagliacci eftir Leoncavallo. Þarna þarf hann að halda á svið sem trúðurinn Pagli- acci og skemmta fólki þrátt fyrir að vera átakanlega særður á hjarta eftir að hafa uppgvötað svik eiginkonu sinnar. Leikhúsið krefst síns og sýningin verður að halda áfram hvað sem það kostar. Raunar er í allri umgjörð og inn- haldi þessarar óperu gert út á að afmá mörk leiksviðsins og raun- veruleikans, og atburðir sem eiga að gerast á sviði farandleikhúss- ins flettast í raun inn í atburðina sem eiga að gerast utan leikhúss- ins. Ástir og örlög leiksviðsins flettast saman við ástir og örlög hins raunverulega lífs leikara farandleikhússins. Síðustu daga má segja að sér- íslensk útgáfa af slíku óperu- drama hafi verið færð upp í fjöl- miðlum, þar sem þjóðin veit ekki almennilega hvað er leikur og hvað veruleiki. Hátíðartónleikar í Hallgrímskirkju til styrktar krabbameinssjúkum börnum hafa verið eitt helsta umræðu- efni og hitamál aðventunnar og þá ekki síst hlutur hins ástsæla stór- söngvara Kristjáns Jóhannssonar. Engin leið er í raun að mynda sér ígrundaða skoðun á því hver er hetjan og hver skúrkurinn í þessu máli öllu – til þess eru allar upp- lýsingar allt of brota- og mót- sagnakenndar. Það breytir þó ekki því að leikræn tilþrif eru áber- andi hvort heldur er í blöðunum eða í spjallþáttum sjónvarps- stöðvanna og maður fær á tilfinn- inguna að hetjutenórinn Kristján Jóhannsson upplifi sig í eins kon- ar yfirfærðu hlutverki Canio, mannsins sem þjóðin hefur svikið, en þarf síðan særður að standa áfram á sviði og tryggja að sýn- ingin haldi áfram ótrufluð. „The show must go on!“ – en Kristján hefur jafnframt komið þeim skila- boðum á framfæri að hann muni ekki syngja á góðgerðartónleikum af þessu tagi aftur, úr því þetta sé þakklætið! Ekki er gott að segja hvaða áhrif slíkar yfirlýs- ingar stórtenorsins munu hafa fyrir framtíðaráform um góðgerðartónleika þar sem frægar alþjóðleg- ar stjörnur eru fengnar til að koma fram. Hitt gæti orðið til bóta, ef þetta leik- húsdrama vegna styrktartónleikanna yrði til þess að draga athyglina örlítið að al- mennri fjármögnun fyrir ýmis samtök og hreyfingar sem sjá sig knúin til þess að efna til hvers kyns aðgerða til þess að safna fjármunum inn í velferðarkerfið. Hið norræna módel velferðarkerfisins sker sig einmitt frá suðrænni kerfum vegna þess að hér viljum við tryggja að þessir hlutir séu í lagi með því að greiða hærri skatta. Í suðrænni löndum, þar sem kaþ- ólskan er sterkari, er miklu þyngri og sterkari áhersla á hlut- verk stórfjölskyldunnar og frjálsra félagasamtaka. Hin síðari misseri hefur hins vegar borið sí- fellt meira á hlutverki hinna frjálsu félagasamtaka hér á landi og safnanir og styrktaruppákom- ur hvers konar eru að færast í vöxt. Vissulega hafa slík góðgerð- arfélög verið starfandi um langt árabil í einhverjum mæli og unnið stórkostlegt starf. Einnig má sjálfsagt rekja aukningu í þessari starfsemi til þess að markaðs- hugsun og fjáröflunarfrumkvæði er nú orðið meira en áður – líka hjá þeim sem koma að og þurfa á velferðarþjónustu að halda. Allt er það vissulega gott og blessað. En óneitanlega veldur það örlitl- um ugg að á sama tíma og slíkt er að gerast hefur heilbrigðis- og velferðarþjónustan verið í mikilli fjárþröng og því hugs- anlegt að „suðrænar“ breytingar séu að verða á hinu nor- ræna velferðar- módeli okkar án þess að við gerum okkur fyllilega grein fyrir því. Þegar tjaldið hef- ur fallið í sápuóperu góðgerðartónleik- anna í Hallgríms- kirkju er upplagt að nota aðventuna í að íhuga stöðu íslenska velferðarríkisins. ■ E nn og aftur hefur nokkuð verið rætt um um framtíðReykjavíkurflugvallar og nú í tengslum við varnarsam-starf Íslands og Bandaríkjanna. Málið kom til umræðu á Alþingi í vikunni og sagði Mörður Árnason þá að nýjar aðstæður hefðu skapast og réttast væri að flytja innanlandsflugið til Kefla- víkurflugvallar. Inn í þessar umræður kemur svo svokölluð flug- stöð á Reykjavíkurflugvelli, sem er til háborinnar skammar, eins og Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í viðtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að ekki þurfi bara nýja flugstöð við Reykjavíkurflugvöll, heldur þurfi að at- huga miklu betur samgöngumiðstöð í Reykjavík fyrir flug og rút- ur. Vísir að samgöngumiðstöð er þegar fyrir hendi þar sem Um- ferðarmiðstöðin í Vatnsmýrinni er, en það þarf að tengja hana betur fluginu. Þessi mál komast aldrei í viðunandi horf fyrr en reist verður ný miðstöð, og hafa menn þá nefnt svæðið austan við Reykjavíkurflugvöll í námunda við Nauthólsvík. Samkvæmt núverandi skipulagi verður Reykjavíkurflugvöll- ur á sínum stað fram til ársins 2016. Framtíð hans var ákveðin í atkvæðagreiðslu árið 2002. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrver- andi borgarstjóri, sagði í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að sér fyndist rétt að skoða málið nú upp á nýtt í ljósi þess að svo geti farið að Íslendingar taki á sig meiri kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra seg- ir að innanlandsfluginu sé best fyrir komið í Reykjavík, en þurfi Íslendingar að taka á sig meiri kostnað við rekstur Keflavíkur- flugvallar þurfi hugsanlega að stokka spilin upp á nýtt. Frá því að greidd voru atkvæði um framtíð Reykjavíkurflug- vallar fyrir tveimur árum er búið að tvöfalda Reykjanesbraut að hluta og menn sjá fyrir endann á því verkefni. Þeir sem eiga leið um brautina nú finna greinilega mikinn mun. Umferðin gengur nú mun greiðar á kaflanum sem hefur verið tvöfaldaður og um- ferðaröryggið hefur aukist að mun. Bættar samgöngur á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins hafa áreiðanlega sitt að segja varðandi afstöðu fólks til framtíðar Reykjavíkurflugvallar. Það voru aðeins Reykvíkingar sem greiddu atkvæði um fram- tíð flugvallarins, en fólkið á landsbyggðinni sem notar hann mest fékk ekki að láta álit sitt í ljós. Þetta var svolítið öfugsnúið að margra mati. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggð- ina að góðar og greiðar samgöngur séu við höfuðborg landsins og að sem minnstur tími fari í ferðir til og frá flugvelli þegar farið er til Reykjavíkur. Milkar endurbætur hafa verið gerðar á Reykjavíkurflugvelli á undanförnum misserum, en nú vantar sárlega að bæta hina svokölluðu flugstöð eða reisa nýja. Það hlýt- ur að vera hægt að haga málum þannig að ný samgöngumiðstöð verði reist í Reykjavík, burtséð frá því hvort innanlandsflugið verður flutt til Keflavíkurflugvallar. Hér verður að vera ein- hvers konar miðstöð samgangna hvort sem menn koma til höfuð- borgarinnar í lofti eða á láði. ■ 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Samkvæmt núverandi skipulagi verður Reykjavíkur- flugvöllur á sínum stað fram til ársins 2016. Flugvöllurinn FRÁ DEGI TIL DAGS Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggð- ina að góðar og greiðar samgöngur séu við höf- uðborg landsins og að sem minnstur tími fari í ferðir til og frá flugvelli þegar farið er til Reykjavíkur. ,, Í DAG KRISTJÁN OG ÍSLENSKA VELFERÐARKERFIÐ BIRGIR GUÐMUNDSSON Í suðrænni löndum, þar sem kaþólskan er sterkari, er miklu þyngri og sterkari áhersla á hlut- verk stórfjölskyldunnar og frjálsra félagasamtaka. ,, Jól fræðimanna Tugir íslenskra fræðimanna eru komnir í gott jólaskap eftir rausnarlega úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði á fullveldisdaginn. Sjóðurinn, sem hefur hundrað milljónir til ráðstöfunar frá ríkinu árlega, veitti tæplega 52 milljónir króna til fornleifa- rannsókna sem fram munu fara á sjö stöðum á landinu næsta sumar. Að auki voru veittir styrkir til rannsókna á kuml- um og til greiningar á beinum úr grafreit í Keldudal í Skagafirði. Til rannsókna á trúar- og menningararfi þjóðarinnar voru veittar rúmlega 42 milljónir króna og skiptast þær á milli fimmtíu umsækj- enda. Rannsóknarefni fræðimannanna eru afar fjölbreytileg: kristin trú og kvennahreyfingar, uppeldissýn kennara, íslenskur söngarfur, þátttaka fólks með þroskahömlun í trúarlífi samfélagsins, siðanefndir starfsstétta, altarisdúkar í ís- lenskum kirkjum, trúarviðhorf Þórbergs Þórðarsonar, tengsl fíkna og trúarlífs og trúarlíf í leikskólum, svo nokkuð sé nefnt. Bara listamenn? Grein Súsönnu Svavarsdóttiur á Skoðun- um á Vísi.is í gær vakti óvenjumikil við- brögð, eins og lesa má ef farið er inn á síðuna. Greinin fjallaði um greiðslur til listamanna eins og Kristjáns Jóhannsson- ar fyrir þátttöku í listviðburðum sem haldnir eru til að safna fé til góðgerðar- mála. Flestir sem skrifa á vefinn eru sam- mála um að óeðlilegt sé að listamenn noti hámarkstaxta eða heimsklassataxta við slík tilefni. Bergþór Pálsson söngvari er meðal þeirra sem leggja orð í belg. Hann segir: „Það eru forréttindi að vera aflögufær og gaman að gefa vinnuna sína án þess að hafa af því nokkurn hag nema ánægjuna og innri gleði, sem get- ur sannarlega verið mikils virði. Það er þó efni í aðra umræðu af hverju aðrar starfsstéttir en listamenn eru aldrei beðnar um að gefa af vinnunni sinni. En vonandi getum við flest séð af einhverju og glaðst yfir því að styðja þá sem á því þurfa að halda sem oftast og sem mest. Ef allir hlutir eru á hreinu, verður gleðin líka fölskvalaus.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Góðgerðarópera – Recitar! 28-29 Leiðari 2.12.2004 15.31 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.