Fréttablaðið - 03.12.2004, Side 30

Fréttablaðið - 03.12.2004, Side 30
Nú þegar hillir undir bráðabirgða- lausn á launamálum kennara er ljóst að ef á kemst samningur telst hann ekki vera sigur fyrir kennara en samt eina lausnin í stöðunni. Því ef hann er felldur kemur upp afar erfið staða sem enginn getur séð fram úr á þessari stundu hvernig fer. Væntanlega gildir þá gamli samningurinn áfram, því aðilar hafa samið sig frá lögunum í raun. Það getur leitt til þess að kennara- forystan neyðist á hnén í annað sinn á örfáum dögum og biðji um „gerð- ardóm“ yfir kennurum við fótskör ráðamanna þjóðarinnar. Sannarlega óglæsileg staða eftir glæsilega frammistöðu félagsmanna í verk- falli. Greinilegt er því að bæði hef- ur stefna Félags grunnskólakenn- ara í kjaramálum gjörsamlega hrunið og öll aðferðafræðin og ekki síst að verkfallsrétturinn hefur stórlega laskast. Við félagarnir get- um ekki bara varpað ábyrgðinni á forystumennina, því við tókum full- an þátt í að móta stefnuna og við erum væntanlega meðvituð stétt með háskólapróf og ábyrgð. Ábyrgð ráðamanna er engu minni og þeir hljóta að hafa miklar áhyggjur af stöðunni nú. Framundan er því mikil vinna hjá okkur er lýtur að nýrri hug- myndafræði í kjarabaráttu. Að skoða nýtt vinnuskipulag í skólum og nýja hugsun. Að skoða nýjar leið- ir er geta skapað kennurum mögu- leika á viðunandi kjörum. Núver- andi skipulag og launakerfi tekur mið af kerfi sem nauðsynlegt var, þegar grunnskólar voru margsetnir, skólahús of lítil, engin vinnuaðstaða fyrir kennara sem fóru heim með vinnuna og lögðu þannig skólakerf- inu til vinnuaðstöðu og búnað því að kostnaðarlausu. Aðrir vinnuveit- endur hefðu ekki komist upp með svona háttalag. Þetta skipulag er gjörsamlega úr sér gengið. Enginn hefur nefnt það í eyru kennara, að réttlátt væri að skólayfirvöld keyptu af þeim heimavinnutölvurn- ar er hafa kostað þá fúlgur fjár. Staðreyndir sem rétt er og eðlilegt að halda til haga í umræðunni. Mörgum kennaranum hefur þótt þægilegt að fara snemma heim frá vinnustað, sérlega húsmæðrum sem þannig gátu haft auga með börnum sínum og samt unnið sína vinnu. Haft vinnustöð á sínu heimili. Það er löngu meðvitað hjá mörgum kennurum að þessu vinnuskipulagi verður að breyta og að það taki mið almennu fyrirkomulagi hjá öðru há- skólamenntuðu launafólki. Að kenn- arar hætti að taka vinnuna með sér heim, sem eitt og sér gæti leitt til mikilla framfara í skólum. Að kenn- arar fái notið svipaðra launa og ann- að háskólamenntað fólk. Ég er að vísu ekki viss um að samtök kenn- ara séu í stakk búin eða nægilega þroskuð til að leiða þessa umræðu til lykta en ég vona það svo sannar- lega. En umræðan verður erfið þeg- ar hún verður. Ríkið hefur af þessu gamla skipulagi gríðarlegt hagræði, bæði í húsnæðis- og tækjakostnaði skól- anna og ekki síst í greiðslu á eftir- launum. Því með því einu að nefna hluta af dagvinnulaunum kennara yfirvinnu kemst ríkið hjá því að greiða kennurum eðlileg eftirlaun því greitt er í samræmi við dag- vinnulaun til kennara á starfsævi hans. Einnig hefur þetta fyrirkomu- lag verið notað sem beittur fleygur milli kennara og annara launa- manna. Fyrrum formaður VSÍ, Einar Oddur Kristjánsson, er ekki mark- tækur í umræðunni um kjaramál kennara og er skynsamlegt fyrir hann að vanda orðfæri sitt og hugs- un. Það var Starfsgreinasambandið sem gerði kjarasamninga bak við luktar dyr við Samtök atvinnulífs- ins og að málinu komu ríkisstjórn og sveitarstjórnir en ekki ASÍ. Starfsgreinasambandið gerði þetta allt, án þess að hafa umboð til þess frá launafólki þessa lands. Það er ekki bara félag kennara sem er í gíslingu þessa samnings, heldur einnig fjölmörg stéttarfélög innan ASÍ og utan þess. Það ríkir engin sátt um þessa gjörð og hún er ill handavinna sem hefur óholl og óæskileg áhrif á efnahagslíf þjóðar- innar. Lýðræðislegur réttur hefur verið tekinn af fólki. Það er dagljóst að margir stjórnmálamenn, Samtök atvinnu- lífsins og einnig mjög margir for- ystumenn í félögum innan ASÍ hafa þá skoðun að opinberir starfsmenn eigi ekki að hafa alveg frjálsan samnings- og verkfallsrétt, einnig að samtök þeirra megi alls ekki hafa mótandi áhrif á launastefnu í landinu. Þetta kemur æði oft fram í málflutningi þeirra og gjörðum. Sem dæmi má nefna kjarasamn- inga Bandalags háskólamanna sem voru afnumdir með bráðabirgða- lögum hér um árið. ■ Höfundur er kennari. 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR30 Sigurleysi kennara Lygasaga um argaþras Tímaritið Birta - frítt fyrir þig • Doktorinn, skrýtinn á skrýtinn hátt • Þykkar og hlýjar jakkapeysur • Rússahúfur • Mary Poppins er ómótstæðileg • Bíómyndir vikunnar • Sjónvarpsdagskráin • Persónuleikapróf • Stjörnuspá og margt fleira ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS 32 síðna jólablað fylgir Birta í dag ÆVINTÝRI GRIMS Í Fréttablaðinu 28. nóv. skrifar Sig- urjón M. Egilsson grein sem hann kallar „Sögu af argaþrasi, Nýjar ís- lenskar þjóðsögur með Sigurjóni“. Það er ágætt að skrifa þjóðsögur, jafnvel um nafngreinda menn eins og í þessu tilviki, en aðeins ef þær eru sannleikanum samkvæmar. Ég held að það geti verið rétt að við Ís- lendingar eigum met, en ekki að- eins í leiðindum og kærum eins og Sigurjón segist hafa rætt um við Sigurgeir Guðmannsson. Ég held að við eigum líklega heimsmet í stað- reyndafölsunum sem vaða uppi í ís- lenskum fjölmiðlum og sem sjaldn- ast eru leiðréttar, jafnvel þótt leið- réttinga sé krafist og sannanir liggi fyrir. Þegar ég kom til skrifstofu Sig- urgeirs Guðmannssonar á umrædd- um föstudegi hratt ég ekki upp hurðinni, heldur bankaði ég kurteis- lega á dyrnar á skrifstofu hans. Það er minn háttur. Hann var í sínu venjulegu ástandi, talaði í reiðitóni og hreytti út úr sér orðunum í vonsku og óþolinmæði. Ég þurfti aðeins að afhenda honum kæruna og fá móttökukvittun hans á annað eintak sem ég hafði meðferðis. Ég settist ekki niður til að lesa kæruna, ég hafði sjálfur samið hana. Um það leyti er ég kom á skrifstofuna fór rafmagnið af húsinu. Sigurgeir gaf í skyn að ég vissi eitthvað um orsök rafmagnsleysisins eða væri valdur að því. Ég sagðist ekkert vita um or- sökina. „Ert þú ekki rafmagnsverk- fræðingur?“ spurði þá Sigurgeir. Sigurjón segir að Sigurgeir hafi beðið mig um að koma með kæruna á mánudeginum, þ.e. þrem dögum seinna. Kannski hefur Sigurgeir vitað að þá væri kæran ónýt því að kærufrestur skotsambandsins er þrír sólarhringar frá hinu kærða at- viki. Það var ekkert „svartamyrkur“ á skrifstofunni, aðeins rökkur eins og er í skammdeginu kl. 17, en þá er skrifstofunni lokað. Ég fór fram á ganginn hjá skrif- stofunni ásamt Sigurgeiri til að leita að rafmagnsboxi í vegg til að sjá hvort öryggi væri sprungið og var þá með vasaljós. Við sátum ekki og lásum, hvorki við vasaljós né annað ljós, heldur fékk ég kvittun- ina frá Sigurgeiri og fór. Svona lítur nú sannleikurinn út. Er það kannski ekki siður blaðamanna hjá Frétta- blaðinu að tala við báða málsaðila áður en grein, sem jaðrar við níð um annan aðilann, fer á prent? Voru öfundsjúkir skotmenn á bak við birtingu greinarinnar? Er kannski von á fleiri upplognum sögum um mig eftir minn dag? Hér er sannleikur sem þú, Sig- urjón M. Egilsson, getur skrifað um: Þegar skoða þurfti gerðarbók Héraðsdómstóls ÍBR fyrir ca. 3 árum til að sanna misferli hjá dómstólnum eða misferli hjá skrif- stofu ÍBR undir stjórn Sigurgeirs Guðmannssonar tilkynnti Sigur- geir að gerðarbókin væri týnd! Jón Zoëga, formaður Áfrýjunar- dómstóls ÍSÍ, sagðist ekki trúa því að hún fyndist ekki. Hvar er bók- in? Þú getur líka skrifað um Ís- landsmetin mín mörgu sem vant- aði í Íslandsmetaskrá Skotsam- bandsins í ellefu ár, þar af 29 met sem vantaði í sjö ár, þrátt fyrir klögur og kærur bæði til dómstóla og til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Sennilega heimsmet í spillingu. ■ CARL J. EIRÍKSSON SVARAR PISTLI SIGURJÓNS M. EGILSSONAR KENNARAR MÓTMÆLA VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ „Verkfallsrétturinn hefur stórlega laskast,“ segir greinarhöfundur um kjaradeilu kennara. KRISTBJÖRN ÁRNASON SKRIFAR UM KENNARADEILUNA 30-43 (30-31) Umræðan 2.12.2004 15.59 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.