Fréttablaðið - 03.12.2004, Qupperneq 33
Courvoisier koníak (framb. kúrvoasíer) er heims-
þekkt fyrir sögulegt samband sitt við Napóleon I
Frakklandskeisara. Sagan segir að frá árinu 1811
hafi Courvoisier séð Napóleon Bónaparte fyrir
koníakinu sínu. Þessi þjóðsaga Courvoisier fékk
staðfestingu árið 1869 þegar það fékk titilinn
„Sérstakur birgir hirðar Napóleons III“. Þetta ein-
staka koníak – hirðkoníak keisarans – er grunn-
urinn að húsi Courvoisier og hefur skuggamynd
af Napóleon prýtt hverja flösku til þessa dags.
Courvoisier VSOP Exclusif byggir á hinni merku
arfleifð Courvoiser-merkisins, en með yngri og
nútímalegri tilfinningu. Það hefur blómlegan ilm
með gott jafnvægi og angan af vanillu, engifer-
brauði, þurrkuðum apríkósum og ljósu súkkulaði. Courvoisier VSOP Exclusif er
mjög ávaxtaríkt á bragðið með löngum og þægilegum endi sem ber keim af
sítrónuberki. Þetta er opið vín og ljúft. Courvoisier VSOP Exclusif er nú komið í nýj-
um umbúðum og fæst einnig í 350 ml flösku í fallegum kassa.
Verð í Vínbúðum:
4.490 kr. í 700 ml flösku
og 2.320 kr. í 350 ml flösku.
Courvoisier:
Koníak keisarans
Í hugum marga er Holland land túlípana, osta og tréklossa.
En Holland er ekki síður þekkt fyrir bjórgerð. Bavaria premi-
um er leiðandi vörumerki í Hollandi og dreifir afurðum sínum
til yfir 100 landa um allan heim. Bjórverksmiðjan var stofnuð
árið 1719 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allar götur síð-
an með mikla sögu og hefðir. Í dag framleiðir Bavaria 500
milljónir lítra ár hvert og er önnur stærsta bjórverksmiðja
Hollands. Bavaria hefur verið einna þekktast fyrir ferskt bragð
og mjúkan keim og er það þakkað því að
fyrirtækið framleiðir sitt eigið malt til fram-
leiðslunnar og notar eingöngu lindarvatn. Í
framhaldi af góðum viðbrögðum af Bavaria
Premium hefur verið ákveðið að setja inn í
reynslusölu Bavaria Red 7,9% að styrkleika
sem kemur skemmtilega á óvart. Lýsing á
honum á vef ÁTVR er eftirfarandi. Roða-
gullinn, bragðmikill, sætur og ávaxtaríkur,
með léttri ristun og nokkurri beiskju.
Bavaria Premium er áfram ódýrasti 5%
bjórinn í Vínbúðum.
Verð í Vínbúðum:
Bavaria Premium 179 kr.
og Bavaria Red 329 kr.
Bavaria:
Hollenskur 5% premium bjór
FÖSTUDAGUR 3. desember 2004
[ GÓÐ RÁÐ ]
Borðtuskur
geta breyst í
bakteríubombur
SÓMABAKKAR
Nánari uppl‡singar á somi.is
*Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr.
PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*
Ferskur aspas frá Perú
Ítölsk
Parmaskinka
Ferskur Parmesan
Yndisauki sælkeraverslun // I‹U-húsinu 2. hæ› // s. 511 8090 // www.yndisauki.is
Mikilvægt er að eldhúsið sé hreint.
Nú þegar nýtt líf færist í eldhúsin um
allt land er ekki úr vegi að hafa eftir-
farandi í huga:
Mikilvægt er að þvo alltaf hendurnar
áður en farið er að eiga við mat og
milli þess að ólík matvæli eru með-
höndluð.
Nota skal hrein áhöld og þvo hnífa og
skurðarbretti oft og halda eldhúsborð-
inu hreinu. Borðtuska getur auðveld-
lega breyst í bakteríubombu. Skiptum
oft um borðtusku og notum hana
aldrei á gólfið. Eldhúspappír hentar
oft í stað tusku.
Hitum vel og kælum hratt. Ef halda
þarf mat heitum verður hann að vera
vel heitur (a.m.k. 60˚C). Verði matur-
inn volgur geta bakteríur fjölgað sér
og valdið matarsjúkdómum.
Matvæli sem á að geyma í kæli þarf
að setja í kæliskáp. Hitastigið í kæli-
skápnum á að vera 0-4˚C, það hindrar
fjölgun baktería. Ekki láta hráan mat
og tilbúinn snertast.
Fuglakjöt og unnið kjöt á að gegn-
steikja. Á heilum kjötstykkjum (öðrum
en fuglakjöti) er mikilvægast að steik-
ja yfirborðið vel, því þar eru bakterí-
urnar. Við matreiðslu og upphitun á
hitinn að fara í 75˚C, því þá eru sjúk-
dómsvaldandi bakteríur dauðar.
Bakteríur finnast allsstaðar í náttúr-
unni, einnig í matvælum. Ef matur er
meðhöndlaður á rangan hátt, geta
bakteríur fjölgað sér og valdið matar-
eitrun eða matarsýkingu. Bakteríur
fjölga sér hratt við ca 8˚C til 60˚C.
Sjúkdómsvaldandi bakteríur drepast
ef maturinn er hitaður í 75˚C.
Bjór
Vín vikunnar
32-33 (02-03) matur ofl 2.12.2004 16.00 Page 3