Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 37
Mín skoðun
JÓLAKÖTTURINN TEKUR TIL MJÁLMS
Jólafasta?
Góðir lesendur!
Aðventan er líka stundum kölluð jólafasta og það finnst mér alveg
magnað. Mér skilst að hún sé kölluð svo vegna þess að víða sýndi fólk
mikið aðhald í neyslu matar og drykkjar á þessum árstíma og borð-
aði til dæmis ekkert kjöt. Örugglega eitthvað úr kaþólskum sið.
Kannski var ekkert mikið til að borða eða fólk var að spara sig fyrir
jólaátið um jólahátíð. En það er sko liðin tíð. Ég sé mannfólkið nefni-
lega aldrei borða meira en einmitt á jólaföstunni. Nú sem aldrei fyrr
en leyfilegt að borða og borða og borða og afsökunin er alltaf sú
sama, þetta er jú bara einu sinni á ári, þetta jólabrauð/kaka/ost-
ur/rauðvín/konfekt er jú bara hér og nú, engin hætta á því að maður
fari að borða svona á hverjum degi. En raunin er nú samt sú að það
verður á hverjum degi.
Ýmislegt annað fer úr skorðum á þessum árstíma en mataræði
mannfólksins, svo sem viðvera á heimilinu, sameiginlegur kvöld-
verður fjölskyldunnar og margt fleira. Tíminn virðist fara úr skorð-
um og allt verður svo losaralegt. Til dæmis vill oft gleymast að skel-
la mat í skál fyrir okkur kettina sem aldrei förum neitt. Jólafasta er
ekki rétta orðið finnst mér, nema ef vera skyldi fyrir ketti og önnur
heimilisdýr. Ég sting hér með upp á orðinu jólalos fyrir þetta tímabil
í lífi mannfólksins. Lifið heil! ■
FÖSTUDAGUR 3. desember 2004
Hlíðasmára 11, Kópavogi
sími 517 6460
www.belladonna.is
Vertu þú sjálf!
Vertu bella donna
Nýkomin sending
af peysum
og bolum frá
Opið mán.-föst. 11-18 • laug. 11-15
Viltu minnka
sykurneysluna?
Sjá á femin.is
LAUGAVEGI 62 KRINGLUNNI
SÍMI: 551-5444 SÍMI: 533-4555
NÁTTKJÓLADAGAR TIL SUNNUDAGS
20%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
NÁTTKJÓLUM
TIL SUNNUDAGS
Sendum í póstkröfuMunið gjafakortin
❄
❄
❄
❄
❄
TEENO AUGLÝSIR
Flott föt á hressa krakka 8-14 ára
TEENO
Laugavegi 50 • s: 511 0909
Opið mið- föstud. frá 13-18 • laugard. frá 12-16
Piparkökur
Þórönnu
húsfreyju
Uppskrift dagsins
250 g smjörlíki
500 g hveiti
250 g sykur
3 tsk. matarsódi
3 msk. síróp
2 tsk. kanill
1/2 tsk. pipar
2 tsk. pipar
2 tsk. negull
1 egg
Öllu blandað saman og deigið hnoðað,
búnar til lengjur sem settar eru í frysti.
Skorið í örþunnar sneiðar með beittum
hníf og kökurnar bakaðar við 200 gráður.
Parið Þorbjörg Hafsteinsdóttir
næringarþerapisti og Oscar Uma-
hro Cadogan halda matreiðslu-
námskeið í Maður lifandi dagana
6., 7., 8. og 9. desember. Nám-
skeiðin heita Sætt og sykurlaust,
Glútenlaus og mjólkurlaus jóla-
matur og Hollur, hagnýtur og ljúf-
fengur jólamatur. Þau Þorbjörg
og Oscar taka á móti pöntunum í
síma 692 8489 og á netfanginu glo-
faxi@mac.com. ■
Hollt um jólin
Námskeið um jólamatinn
Á MÁNUDÖGUM
Auglýsingasíminn
er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
- mest lesna blað landsins -
36-37 (06-07) jólin koma 2.12.2004 15.36 Page 3