Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 48
Íslensk útflutningsfyrirtæki þurfa að bera mikinn kostn- að vegna hás gengis. Meiri vaxtahækkanir ýta áfram undir sterkt gengi og aukinn viðskiptahalla. Þetta ójafn- vægi getur valdið kollsteypu þegar fram í sækir. Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst verulega á síðustu miss- erum. Gengisvísitala krónunnar fór niður fyrir 117 stig í gær og hefur ekki verið lægri siðan í árslok árið 2000. Gengi krón- unnar var gefið frjálst í mars 2001 og féll í kjölfarið. Gott fyrir innflutning Ef gengi krónunnar er hátt þýð- ir það að innfluttar vörur verða ódýrari en þær sem eru fram- leiddar hér á landi. Af þessum sökum lítur Seðlabankinn svo á að sterkt gengi krónunnar sé einhver sterkasta vörnin gegn verðbólgu. Þannig stuðlar hækkun vaxta í senn að því að draga úr einu hagfræðilegu vandamáli, verðbólgunni, en kyndir undir annað, viðskipta- hallann. Nú þegar almenningur og fyrirtæki hafa fleiri lána- möguleika en áður telja margir að hættulegt sé að beita vaxta- hækkunum til þess að slá á þenslu. Upphaflega hugmyndin er sú að dýrara fjármagn auki sparnað en þegar fólk getur fjármagnað neyslu á lægri vöxt- um, og innfluttar vörur eru ódýrar, skapast hætta á að veru- legt ójafnvægi skapist þar sem fjármagn til neyslu er ódýrt fyr- ir almenning, verð á innfluttum vörum er hátt, stýrivextir eru háir og gengið sterkt. Ef eitt- hvað bjátar á er hætta á veru- legri gengislækkun sem hefði í för með sér stóraukinn kostnað af erlendum lánum og hækkað verðlag á innfluttum vörum. Erfitt fyrir útflutning Sterkt gengi krónunnar skapar útflutningsatvinnuvegum vanda þar sem færri krónur fást fyrir þær vörur sem seldar eru er- lendis. Við þetta bætist að búist er við áframhaldandi vaxta- hækkunum, sem þýðir að vaxta- munur mun aukast milli Íslands og annarra ríkja. Þetta eykur spurn eftir íslenskum krónum, sem enn ýtir undir sterkt gengi krónunnar. Ingólfur Bender hjá grein- ingardeild Íslandsbanka bendir á að virkasta leiðin sem Seðla- bankinn hafi til að hafa taum- hald á verðbólgunni sé að tryggja sterkt gengi krónunnar með háum stýrivöxtum því þannig sé haldið aftur af verð- hækkunum á innfluttum vörum. Skaðar fyrirtækin „Til viðbótar við að innfluttar vörur lækki eru áhrifin á hag- kerfið einnig í gegnum áhrifin á útflutningsatvinnuvegina. Það er klippt á arðsemi þeirra og markaðshlutdeild og auk þess er eftirspurn flutt úr landi. Þetta er það sem Seðlabankinn gerir. Auðvitað væri langbest að þurfa ekki að fara þessa leið heldur að hið opinbera sýndi aukið aðhald. Það sem gert er þarna er að vandinn sem felst í viðskipta- hallanum eykst og vandi útflutn- ingsveganna eykst einnig. Þannig er að vissu leyti verið að rífa niður starfsemi þeirra,“ segir Ingólfur. Tómarúm við lok uppsveiflu Hann segir að þetta kunni að valda því að við lok uppsveifl- unnar verði til staðar tómarúm sem gæti komið fram í auknu at- vinnuleysi. „Það er samsetning- in í hagstjórninni sem er röng. Seðlabankinn ber of mikið af að- haldinu en hið opinbera of lítið. Þetta er það sem við höfum ver- ið að gagnrýna og þetta er ná- kvæmlega hið sama og gerðist í síðustu uppsveiflu,“ segir hann. Að mati Ingólfs varð það þá til happs að ytri skilyrði voru já- kvæð undir lok hagsveilfunnar en ekkert segi að sú heppni verði aftur til staðar. Leiðrétting óumflýjanleg Þór Sigfússon hjá Verslunarráði tekur undir að sterkt gengi sé ís- lenskum fyrirtækjum óhag- stætt. Hann segir að viðskipta- hallinn geti ekki gengið til lengdar. „Leiðrétting mun þurfa að eiga sér stað. Hvenær það verður er ekki hægt að segja til um,“ segir hann. Að mati Þórs er þensla á öll- um sviðum og segir hann það til að mynda varhugavert hve hörð samkeppni Íbúðalánasjóðs við bankana sé orðin. Þar sé færi fyrir ríkisvaldið til að draga úr þenslu en það sé ekki nýtt. Vaxtahækkanir hættulegar Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, legg- ur áherslu á þá hættu sem felst í áframhaldandi hækkun stýri- vaxta. Hann segir hækkun vaxta styrkja gengið, sem valdi ennþá auknum viðskiptahalla sem graf- ið geti undan stöðugleikanum. Þetta er ein mesta hættan í stöð- unni að mati Þorsteins, þar sem fyrirtækjum er mikilvægt að rekstrarumhverfið sé stöðugt. „Við höfum bent á það lengi að hátt raungengi skapar erfitt rekstrarumhverfi fyrir fyrir- tækin. Það er hins vegar alltaf bót í máli ef gengið er stöðugt. Frekari hækkun er því ekki vel- komin þróun frekar en mikil lækkun. Miklar sveiflur í geng- inu eru það sem fyrirtækin eiga erfiðast með,“ segir hann. Raungengið aldrei hærra Raungengi krónunnar er nú hærra en það hefur verið í meira en áratug. Raungengi gef- ur gleggri mynd af því hver munurinn er á framleiðslu- kostnaði innanlands og erendis. Þessi mikla hækkun raungengis felur í sér að hlutfallslegur kostnaður við framleiðslu á Ís- landi fari stöðugt vaxandi í sam- anburði við kostnað á sam- keppnismörkuðum. Þetta þýðir að íslensk fyrirtæki eiga erfitt með að standast samkeppni frá útlöndum. ■ Fasteignabóla í uppsiglingu? Fasteignamarkaðurinn hefur verið líflegur síðustu mánuði og íbúðir á sölu staldra stutt við. Einkum hefur einbýli og sérbýli hækkað í verði þar sem ungt fólk getur nú fjármagnað kaup á mun stærri eignum en áður. Þessi spenna hefur orðið til þess að margir sjá sér leik á borði. Nú mun ekki vera óalgengt að einstaklingar kaupi íbúðir eingöngu í þeirri von að verð þeirra hækki. Dæmi eru jafnvel um að einstaklingar kaupi margar íbúðir í nýjum fjölbýlishúsum og fái fjármögnun til þess frá bönk- um og verðbréfafyrirtækjum. Spákaupmennska af þessu tagi er almennt talin auka skilvirkni á mörk- uðum en getur þó einnig bent til þess að verðbóla sé að myndast. Áframhaldandi þensla Talað er um bólur þegar eignir – hvort sem það eru íbúðir, verðbréf eða túlipanar - hækka í verði langt umfram það sem nokkur er tilbúinn að borga fyrir að nota vöruna – en allir halda áfram að kaupa í þeirri von að geta selt á hærra verði síðar. Nú telja margir að íbúðamarkaðurinn haldi áfram að þenjast út og er það fyrst og fremst vegna fyrirsjáanlegrar samkeppni bankanna og Íbúðalánasjóðs. Markaðsstjóri ekki í samkeppni Einn af frumkvöðlunum í íbúðalánabyltingunni er Hallur Magnússon. Hann hafði umsjón með kerfis- breytingu sem stuðlað hefur að aukinni samkeppni í þessum geira. Hann hefur lagt mikla áherslu á að Íbúðalána- sjóður sé ekki í samkeppni. Bankamenn trúa honun tæpast og haft er á orði að áhugavert sé að áður hafi hann haft titilinn sérfræðingur. Nú kallar hann sig markaðsstjóra og menn velta fyrir sér hvernig standi á því að stofnun sem ekki er í samkeppni þurfi á markaðsstjóra að halda. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.457 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 180 Velta: 1.230 milljónir +0,37% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Bandaríkjadalur fór niður fyrir 64 krónur á gengismarkaði í gær. Þetta hefur ekki verið gerst síðan 1995. Landsbankinn gaf í gær út vogunarráðgjöf fyrir fyrirtæki á ís- lenskum markaði. Greiningar- deildin reiknar með að KB banki hækki hraðar en markaðurinn en önnur ýmist hægar eða verði í svipuðum takti. Straumur, Samherji, Marel og Össur eru í undirvogun hjá Landsbankanum. Greiningar- deildin telur að ávöxtun bréfa í þeim félögum skili minni ávöxtun en almennt á markaði. Ný stjórn Magasin du Nord hittist á morgun í fyrsta sinn síðan Íslendingar náðu undirtökum í fé- laginu. Jón Ásgeir Jóhannesson verður stjórnarformaður félagsins. 36 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 41,40 +1,73% ... Bakkavör 24,80 +0,40% ... Burðarás 12,30 +2,07% ... Atorka 5,60 +0,90% ... HB Grandi 7,90 -1,25% ... Íslandsbanki 11,60 -0,43% ... KB banki 448,00 +0,34% ... Landsbankinn 12,35 - ... Marel 54,60 -4,21% ... Medcare 6,05 -0,17% ... Og fjarskipti 3,18 -5,07% ... Opin kerfi 27,50 -0,36% ... Sam- herji 12,40 - ... Straumur 9,70 - ... Össur 87,50 -0,57% *Tölur frá kl. 15.20 í gær. Nýjustu tölur á visir.is Vond áhrif á samkeppnisstöðuna Þormóður Rammi 11,11% Burðarás 2,07% Actavis 1,73% Og Vodafone -5,07% Marel -4,21% Austurbakki -3,45% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is 28. mars 2001* 28. nóv. 2004 Evra Sterlingspund Bandaríkjadalur HLUTFALLSLEG ÞRÓUN HELSTU GJALDMIÐLA 29. mars 2001* 29. nóv. 2004 Gengisvísitala ÞRÓUN GENGISVÍSITÖLU ÞÓRLINDUR KJARTANSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING STERKT GENGI ÍSLENSKU KRÓNUNNAR INGÓLFUR BENDER Forstöðumaður greiningar- deildar Íslandsbanka segir ytri skilyrði hafa verið góð við lok síðustu uppsveiflu. ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins varar við of miklum vaxtahækkunum. ÞÓR SIGFÚSSON Framkvæmdastjóri Verslun- arráðs telur að gengið muni fyrr eða síðar gefa eftir undan viðskiptahalla. * gengi krónunnar var gefið frjálst 29. mars 2001 (gengið er sterkara eftir því sem vísitalan er lægri) 48-49 (36-37) Viðskipti 2.12.2004 15.58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.