Fréttablaðið - 03.12.2004, Side 58
Það er engin hætta á því að bíó-
unnendur fari í jólaköttinn í ár ef
miða má við framboðið af jóla-
myndum í kvikmyndahúsum. Þær
eru þó æði misjafnar og nokkuð
ljóst að Bad Santa er til dæmis
ekki hugsuð fyrir yngri áhorfend-
ur og þann hóp sem hefur jóla-
sveininn í hávegum.
Smáfólkið er þó í góðum mál-
um þar sem sýningar eru hafnar á
tölvuteiknimyndinni The Polar
Express en óhætt er að fullyrða að
þar sé á ferðinni þvottekta jóla-
mynd. The Polar Express er úr
smiðju leikstjórans Robert Zem-
eckis sem kann öðrum fremur að
skemmta bíógestum og nægir í
því sambandi að nefna Back to the
Future þríleikinn hans. Þá kann
Zemeckis einnig að spila með til-
finningar fólks eins og sást einna
best í Forrest Gump sem kom
áhorfendum til að hlæja og gráta
á víxl. Zemeckis er líka enginn
græningi þegar kemur að tölvu-
teikningum en hann blandaði sam-
an teiknimyndafígúrum og leikur-
um með eftirminnilegum hætti í
Who Framed Roger Rabbit fyrir
margt löngu.
Það má segja að allir þessir
kostir Zemeckis njóti sín í The
Polar Express sem mun líklega
koma bæði ungum sem öldnum í
ekta jólaskap. Myndin segir frá
dreng sem er farinn að efast um
að jólasveininn sé til. Hann þarf
þó ekki að velkjast lengi í vafa þar
sem Norðurpólshraðlestinn vekur
hann nóttina fyrir jól og flytur
hann ásamt fleiri börnum til höf-
uðstöðva jólasveinsins. Ferðin
verður drengnum lærdómsrík og
hann verður gagntekinn af hinum
sanna jólaanda.
Zemeckis og leikarinn Tom
Hanks sem fór á kostum sem
Forrest Gump á sínum tíma kunna
ágætlega við að vinna saman og
Hanks kemur víða við sögu í The
Polar Express en hann talar fyrir
aðalpersónuna, lestarstjórann
sem er hinn furðulegasti gaur, en
sér samt um að koma börnunum á
leiðarenda og síðast en ekki síst
túlkar Hanks sjálfan jólasveininn.
The Polar Express er sýnd
bæði með íslensku og ensku tali
þannig að yngstu áhangendur
jólasveinsins sem fara að huga að
skónum í glugganum geta notið
myndarinnar í botn.
Varúð, dúkkan bítur!
Saga Chuckys, morðóðu dúkkunn-
ar með rauða strýið, er orðin 16
ára löng en fyrirbærið kom fyrst
fram á sjónarsviðið árið 1988 í
hryllingsmyndinni Child´s Play.
Þar eignaðist hann Andy litli góðu
gæja-dúkkuna Chucky sem var
draumur allra krakka. Sá galli var
á dúkku Andys að sál miskunnar-
lauss morðingja og kukklara hafði
tekið sér bólfestu í dúkkunni.
Morðingjanum leiddist vistin í
plastlíkamanum og reyndi því að
drepa drenginn til þess að geta
lagt líkama hans undir sig þannig
að Andy og mamma hans máttu
heyja baráttu upp á líf og dauða
við mannskæða og vel vopnum
búna dúkkuna.
Þau höfðu sigur en ekki varan-
legri en svo að Chucky reis upp
aftur í Child´s Play 2 og Child´s
Play 3. Hann mætti svo aftur til
leiks í Bride of Chucky en þar lék
Jennifer Tilly kærustu morðingj-
ans sem endurholdgaðist einnig
sem dúkka og það þarf ekki að
taka það fram að dúkkuparið fór
hamförum með búrhnífana.
Fimmta myndin um Chucky,
The Seed of Chucky, var frum-
sýnd í gær en þar vekur Glen,
munaðarlaust afkvæmi parsins,
morðóða foreldra sína upp frá
dauðum með skelfilegum afleið-
ingum. Nýja myndin er ansi póst-
módernísk þar sem Jennifer Tilly
leikur sjálfa sig auk þess sem hún
talar sem fyrr fyrir Tiffany, brúð-
ina vondu. Þær Tiffany og Tilly
hittast og þeim verður ágætlega
til vina þar sem Tiffany er hæst-
ánægð með að uppáhaldsleikkon-
an sín skuli leika sig en það vill
einmitt þannig til að tökur standa
yfir á nýrri Chucky-mynd þegar
Glen fer og vekur foreldra sína.
Samskipi litlu brúðufjölskyldunn-
ar eru þó frekar stirð þar sem
Glen er besta skinn og kann illa
við það þegar foreldrar hans taka
upp fyrri iðju. Þá er Chucky jafn
vonsvikinn með afkvæmið sem
stendur engan veginn undir vænt-
ingum morðóða pabbans. ■
46 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR
Nýtt á DVD
Kvikmyndin Garfield um einn ástsælasta og latasta kött menningarsögunnar er kom-
in út á DVD. Tæplega 33 þúsund manns sáu myndina í bíó í haust enda á Grettir,
eins og hann kallast á íslensku, traustan hóp aðdáenda á Íslandi. Myndin
er leikin en sjálfur er Grettir tölvuteiknaður en Bill Murray talar fyrir hann.
Stuttmyndir og ýmiss konar aukaefni fylgir myndinni á DVD-disknum.
„Hi, I’m Chucky. Wanna play?“
- Morðóða dúkkan Chucky birtist fyrst á hvíta tjaldinu í Child’s Play árið
1988 en er mætt til leiks á ný. Chucky leit út fyrir að vera besta skinn en
það var þó banvænt að leika við hann.
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
(DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Norðurpólshraðlest og
dúkka sem enginn vill eiga
THE POLAR EXPRESS Það er að sjálfsögðu mikið ævintýri að fá að fara með lestinni til
Norðurpólsins og heilsa upp á jólasveininn.
Seed of Chucky
imdb.com: 5,3 af 10
rottentomatoes.com: 22%= rotin
metacritic.com: 44/100
entertainment weekly: C+
Raise Your Voice
imdb.com: 3,2 af 10
rottentomatoes.com: 15% = rotin
metacritic.com: 30/100
entertainment weekly: C-
The Polar Express
imdb.com: 6,8 af 10
rottentomatoes.com: 58% = rotin
metacritic.com: 59/100
entertainment weekly: C+ CHUCKY Þessi mannskæða dúkka er risin upp eina ferðina enn en þarf nú að takast á
við barnauppeldi á milli ofbeldisverkanna.
58-59 (46-47) Kvikmyndir 2.12.2004 19:55 Page 2