Fréttablaðið - 03.12.2004, Page 59

Fréttablaðið - 03.12.2004, Page 59
FÖSTUDAGUR 3. desember 2004 47  Jagúar á ferð og flugi  Göturnar í lífi Einars Kárasonar  Matgæðingurinn Helga Braga  Hugrún og Magni í Kron  Grænmetisbaka að rússneskum sið  Myndbandið sem safngripur  Fröken Freyja leysir vandann Sturla Gunnarsson Týndi sonurinn gerir dýrustu mynd Íslands Þau erfa flokkana Næsta kynslóð stjórnmálaforingja F24. TBL. 1. ÁRG. 2. 12. 2004  Ceres 4 pönkar  Sægreifinn er ekkert slor  Göturnar í lífi Dísu í World Class  Birta og Andrea í júniform  Gæsabringur á Óðinsvéum  Birgir Þór Bieltvedt er leiðtoginn í Magasin du Nord F23. TBL. 1. ÁRG. 25. 11. 2004 Elma Lísa Leiklistin & tískan Stéttskipt Ísland í uppsiglingu Aldrei fleiri milljónamæringar Þorsteinn Pálsson Ætlar ekki aftur í pólitík Arnaldur Indriðason Á margt óskrifað um Erlend Sveitarfélög án framtíðar Hverjir eru í innsta hring stjórnmálaforingjanna? Hver á að leika Erlend?  Göturnar í lífi Sólveigar Arnarsdóttur  Sælkeramatur í Ostabúðinni  Áhrifavaldur Sölva í Quarashi  Opið eða lokað eldhús?  Páll Rósinkranz svarar samviskuspurningum F21. TBL. 1. ÁRG. 11. 11. 2004 Fylgir Fréttablaðinu alla fimmtudaga Tíska, stjórnmál og allt þar á milli... » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM Kvikmyndin Veggfóður hefur verið gefin út á DVD-diski. Um er að ræða eina eftirminnilegustu ís- lensku mynd seinni ára. Í DVD-útgáfunni er m.a. að finna 20 mínútna langa heimildar- mynd um gerð myndarinnar, sem kom upphaflega út árið 1992. Veggfóður, sem er í leikstjórn Júlíusar Kemp, fjallar um við- burðaríka daga og nætur í lífi tveggja vina, Lass og Sveppa. Báðir eru þeir að gera hosur sínar grænar fyrir sömu stúlkunni, Sól. Með aðalhlutverk fara þau Baltasar Kormákur, Steinn Ár- mann Magnússon, Ingibjörg Stef- ánsdóttir, Flosi Ólafsson, Ari Matthíasson og Dóra Takefusa.  Veggfóður gefin út á DVD ÚR VEGGFÓÐRI Dóra Takefusa í atriði úr kvikmyndinni Veggfóðri. Myndin kom út árið 1992 og vakti strax mikla athygli. Morð upp á franska mátann Sígildu svarthvítu glæpamyndirnar sem kenndar eru við film noir eru sérstök kvik- myndagrein. Hefðin var í mestum blóma frá árinu 1941, þegar The Maltese Falcon kom út, til ársins 1958 þegar Orson Welles kom með Touch of Evil. Skuggahliðum mannssálarinnar var gef- inn sérstakur gaumur í noir myndunum sem sóttu innblástur sinn að miklu leyti til helstu rithöfunda harðsoðnu einkaspæjara- hefðarinnar þeirra Dashiell Hammett og Raymond Chandler auk þess sem tálkvend- ismyndir urðu að sér undirgrein noir en í þeim tældu fláráðar fegurðargyðjur blá- eyga sakleysingja til illvirkja. Í þeirri grein munaði mest um framlag rithöfund- arins James M. Cain sem skrifaði The Post- man Always Rings Twice og Double Indemnity. Þessar myndir höfðuðu sterkt til Frakka sem gáfu þeim tegundarheitið le film noir. Það er því vel til fundið hjá Alliance francaise að bjóða upp á franska film noir- hátíð þar sem hægt er að kynna sér það helsta og ferskasta í franskri glæpamynda- gerð síðustu tvo áratugina. Hátíðin hófst í Háskólabíói 25. nóvem- ber og stendur til 10. desember en á tíma- bilinu verður boðið upp á átta athyglis- verða krimma: L.627 eftir Bertrand Tavernier, Lögregluvarðstjórinn Lavardin eftir Claude Chabrol, Garde à vue ( í varð- haldi) eftir Claude Miller, Les marchands de sable (Svefnsandur) eftir Pierre Salvadori, Scènes de crimes (Glæpavett- vangur) eftir Frédéric Schoendoerffer, Vivement Dimanche (Loksins sunnudagur) eftir meistara François Truffaut, Le Poulpe (Kolkrabbinn) eftir Guillaume Nicloux og L’affaire Marcorelle (Marcorelle-málið) eftir Serge Le Péron.  SVART Á HVÍTU Samspil ljóss og skugga gegnir veigamiklu hlutverki í sí- gildum „film noir“-myndum. Hefðin á rætur að rekja til Bandaríkjanna en nú gefst bíógestum kostur á að kynnast frönskum myndum um skuggahliðar mannlífsins. 58-59 (46-47) Kvikmyndir 2.12.2004 20:45 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.