Fréttablaðið - 03.12.2004, Page 62
Ragnar Axelsson ljósmynd-
ari hefur sent frá sér glæsi-
lega ljósmyndabók sem
hann vann að í fimmtán ár.
„Andlitin koma frá þremur eyjum;
Íslandi, Færeyjum og Grænlandi,“
segir ljósmyndarinn Ragnar Axels-
son um nýútkomna bók sína, Andlit
norðursins. Í bókinni, sem er væg-
ast sagt flott, er brugðið upp mynd-
um af mönnum og dýrum sem eru
einkennandi fyrir karakter norð-
ursins.
„Mig langaði ekki bara til þess að
gera bók um hausa, heldur til þess
að fanga karakter hvers lands fyrir
sig. Ísland, Færeyjar og Grænland
eru svona eyjatríó norðursins og
eiga margt sameiginlegt. Engu að
síður er karakter eyjanna afar ólík-
ur. Það er helst að sjá megi eitthvað
líkt á milli Íslands og Færeyja.
Auk þess að ná karakter eyj-
anna, vildi ég ná karakter fólksins
sem ég myndaði. Það er mjög mik-
ilvægt að hvergi sé hægt að greina
mig á myndunum. Ég á ekki að
sjást. Fólkið sem ég mynda á ekki
að vera meðvitað um mig, heldur
að vera það sjálft. Það er fátt sem
fer eins mikið í taugarnar á mér og
myndir af fólki sem er skelfingu
lostið yfir því að það er verið að
taka af því mynd. Það gerist, til
dæmis, þegar ljósmyndarinn er
svo mikill töffari að það er hans
karakter sem lesa má úr svipbrigð-
um myndefnisins.
Í bókinni var markmið mitt að
segja sögu hverrar þjóðar. Það er
veðrið í andlitinu, landslagið í and-
litinu, eins og til dæmis myndin af
veiðimanninum í Grænlandi. Þú
sérð athyglina og einbeitinguna í
augunum á honum.“
En það þarf ekki að leita langt
til þess að sjá ætlunarverk Raxa.
Strax á kápumyndinni má sjá sögu
Íslands í svipbrigðum Guðjóns
Þorsteinssonar bónda í Mýrdal.
„Þetta eru mín málverk,“ segir
Raxi. „Ég gæti ekki málað með
pensli, án þess að belja liti út eins
og Volkswagen, þannig að þetta er
mitt tjáningarform. Ég hef alltaf
haft áhuga á málverkum og mynd-
irnar sýna hvernig ég hef ferðast
um og hvað ég hefði upplifað ef ég
hefði ferðast um eyjarnar þrjár
sem farandmálari.“
Fyrsta myndin og kveikjan að
bókinni er frá 1986. Síðan vann
Raxi að bókinni næstu fimmtán
árin og þá tók við útgáfuferli.
Myndirnar eru því ekki teknar í
einni lotu, heldur á mörgum ferð-
um um eyjarnar þrjár. Ég hef ver-
ið að stökkva í fríum til að mynda,
því það er ekki hægt að gera þetta
í einni lotu. Þetta hefur tekið lang-
an tíma og ég get alveg lofað þér
því að enginn fíllinn mundi ganga
svona lengi með neitt í maganum.“
Og það er vissulega fengur í
þessari bók, því heimsþekktir
prentmiðlar eins og LIFE, National
Geographic, Le Figaro, Stern og
TIME hafa keypt myndir af Raxa
frá þessum sömu slóðum. Þess er
líka skemmst að minnast að Raxi
hlaut heiðursviðurkenningu The
Oscar Barnack Award árið 2001 og
Grand Prix á Festival Photo de
Mark, árið 2002 – auk þess sem
hann hefur sýnt verk sín mjög víða
hér heima og erlendis – og hlotið
fjölda viðurkenninga í kjölfarið.
sussa@frettabladid.is
50 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR
Leikhópurinn Perlan verður með
jólaskemmtun í Borgarleikhúsinu
á sunnudaginn 5. des. Perlan mun
sýna Jólasveinana eftir Jóhannes
úr Kötlum við tónlist og söng
Guðna Franzsonar. Krummasaga
eftir Jóhannes úr Kötlum verður
einnig sýnd við tónlist Mána Svav-
arssonar. Þá verður flutt jólaguð-
spjallið, Sjá ég boða yður mikinn
fögnuð. Leikbúninga á Perluna
hannar Bryndís Hilmarsdóttir. Á
milli atriða leika þær Jónína Hilm-
arsdóttir g Steinunn Jónsdóttir
jólalög á víólu. Kynnar á skemmt-
uninni verða Harpa Arnardóttir og
Kristinn Guðmundsson.
Leikarar í Perlunni eru: Ásdís
Gísladóttir, Birgitta Harðardóttir,
Eva Peters Donaldsdóttir, Garðar
Hreinsson, Gerður Jónsdóttir,
Hildur Davíðsdóttir, Hreinn Haf-
liðason, Ingibjörg Húmfjörð Árna-
dóttir, Ragnar Ragnarsson, Sigfús
Sveinbjörn Svanbergsson og
Sigrún Árnadóttir. Lestur og leik-
stjórn: Sigríður Eyþórsdóttir
Perlujól hefjast klukkan tvö.
Aðeins þessi eina sýning. Miða-
verð er 1.200 kr. ■
Perlujól í Borgarleikhúsinu
RAGNAR AXELSSON Enginn
fíllinn mundi ganga svona lengi
með neitt í maganum
Farandmálari með linsu
Dimma ehf. hefur sent frá sér ljóð
í allnýstárlegri útgáfu. Annars veg-
ar Ljóð eftir Ingibjörgu Haralds-
dóttur, hins vegar Ljóð eftir Gyrði
Elíasson. Ljóðin eru gefin út á
tónskreyttum geislaplötum með
lestri skáldanna.
Tómas R. Einarsson hefur samið
tónlist við ljóð Ingibjargar og leik-
ur á kontrabassa. Í bókinni eru val-
in ljóð úr tveimur ljóðabókum Ingi-
bjargar, Höfði konunnar og Hvar
sem ég verð. Kristinn Árnason hef-
ur samið tónlist við ljóð Gyrðis og
leikur á gítar. Ljóðin eru valin úr
þremur áður útkomnum ljóðabók-
um Gyrðis, Indíánasumri, Hugar-
fjallinu og Tvífundnalandi. ■
Föstudaginn
3. desember
• Sr. Pálmi Mattíasson flytur stutta jólahugvekju veiðimanna
• Veiðistaðalýsing á Gljúfurá í Borgarfirði í umsjá
Stefáns Halls Jónssonar
• Valli í Veiðibúðinni við Lækinn segir frá og sýnir myndir frá
Rússlandsferð
• Eggert Skúlason, Gunnar Helgason og Kalli Lú segja frá
og sýna brot úr veiðimyndum sínum
• Lárus Karl kynnir nýjan veiðidisk
• Happahylurinn sívinsæli verður á sínum stað
og er í boði Intersport
Nýju „stelpurnar“ í skemmtinefndinni
Veitingar á vægu verði og heitt á könnunni.
Húsið opnar klukkan 20.00
Opið hús
hjá SVFR
Ljóð og tónlist á diski
Lestur, tónlist og spjall
Höfundar og þýðendur Sölku lesa
upp úr bókum sínum í bókabúð-
inni Iðu í dag á milli
11 og 12 og svo aftur á
milli 15 og 18.
Meðal annarra les
Kristín Ómarsdóttir
upp úr bók sinni Hér,
Margrét Lóa Jónsdótt-
ir les úr Lauf-
skálafuglinum og
Auður Ólafsdóttir
les úr verðlaunasögu
sinni Rigning í nóv-
ember. Einnig verður
lesið upp úr ljóðabók-
um og barna- og ung-
lingabókum. Gísli
Rúnar Jónsson kynnir bráðsnjalla
þýðingu sína á bókinni vinsælu
Betur sjá hýr augu en auga.
Jóhanna Þórhalls mun syngja lög
af nýútkomnum
geisladiski sínum,
Mary Poppins
spjallar við krakk-
ana og Birgitta
Klasen, höfundur
bókarinnar Lækn-
um með höndun-
um, mun svara
f y r i r s p u r n u m
fólks varðandi
heilsu og bætt líf-
erni.
Allar bækur
Sölku verða seldar
á 20% afslætti í
Iðu frá og með deginum í dag og
til 11. des. ■
JÓHANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR
INIBJÖRG HARALDSDÓTTIR GYRÐIR ELÍASSON
Hjá Skálholtsútgáfunnieru komnar út tvær
bækur sem fjalla um hlut-
skipti barna við hjónaskiln-
að. Önnur bókin nefnist
Börn og skilnaður og er
eftir Benedikt Jóhannsson
sálfræðing, hin heitir Elli
og skilnaðurinn og er sú
bók ætluð börnum.
Í Börn og skilnaður fjall-
ar höfundur af nærfærni
og raunsæi um það sem
kann að koma upp í
skilnaðarmálum. Hann
hefur hag barnanna að
leiðarljósi og leiðbeinir
foreldrum þannig að
skilnaðurinn verði létt-
bærari fyrir börnin.
Elli og skilnaðurinn er
ætluð til að lesa fyrir
börn og með börnum og
ræða við þau um það
sem fyrir augu og eyru
ber. Sagan fjallar um Ella
fíl sem er sex ára gamall
þegar foreldrar hans
ákveða að hætta að búa
saman.
NÝJAR BÆKUR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
62-63 (50-51) Menning 2.12.2004 19:59 Page 2