Fréttablaðið - 03.12.2004, Page 65
53FÖSTUDAGUR 3. desember 2004
Þrjátíu frægir Íslendingar fá jóla-
gjafir í ár frá nemendum á hönn-
unarbraut Iðnskólans í Hafnar-
firði. Jólagjafirnar verða til sýnis
í Hafnarborg, menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar, á veglegri
sýningu sem opnuð verður í dag.
„Við erum þrjátíu í hóp, þrír
strákar og 27 stelpur. Við fengum
ekki bara það verkefni að búa til
hlut handa frægum einstakling-
um, heldur hönnuðum við
boðskortin og bæklingana, ákváð-
um hvernig átti að skreyta salinn
og bjuggum til skrautið. Við gerð-
um þetta allt saman sjálf og
höfum verið á fullu í rúman mán-
uð,“ segir Ágústa M. Arnardóttir,
ein nemendanna sem fékk þetta
sérstæða verkefni.
Hugmyndin að sýningunni kom
frá starfsfólki Hafnarborgar, sem
leitaði til Iðnskólans í Hafnarfirði
þar sem þeim var vel tekið.
Meðal þeirra sem fá gjafir eru
forsetahjónin og Vigdís Finnboga-
dóttir, Birgitta Haukdal og Jónsi í
Svörtum fötum, Kári Stefánsson
og Ingvar Sigurðsson, rithöfund-
arnir Hallgrímur Helgason og
Vigdís Grímsdóttir, Davíð Odds-
son og Guðni Ágústsson, allt sam-
an fólk sem hvert mannsbarn á
Íslandi þekkir.
Sjálf kaus Ágústa að gera for-
setahjónunum, þeim Ólafi Ragn-
ari Grímssyni og Dorrit Moussai-
eff, gjafir.
„Ég er með tösku og belti fyrir
Dorrit og bindisnælu og erma-
hnappa fyrir Ólaf Ragnar. Þetta
geri ég úr lambaleðri og hlýraroði,
en bindisnælurnar eru úr silfur-
plötu með hlýraroði og hreindýrs-
horni. Ég hef verið að vinna aðeins
úr íslenskum efniviði og fannst
upplagt að notfæra mér reynsluna
af því. Þetta er sótt beint í náttúru
Íslands, sem er mjög vel við hæfi
af því að þau eru að kynna Ísland
og eru bæði alveg æðisleg.“
Hönnunarnemarnir sendu
boðskort á sýninguna til allra
þeirra sem eiga að fá gjafirnar.
Þegar sýningunni lýkur, sem verð-
ur á Þorláksmessu, fá þeir síðan
gjafirnar í hendur og mega taka
þær með sér heim.
„Að vísu geta þrír þeirra ekki
tekið á móti gjöfunum í lok sýn-
ingarinnar.“
Ástæðurnar eru þær að tveir
þeirra eru látnir, þau Vatnsenda-
Rósa og Gísli á Uppsölum, en sá
þriðji er Bjartur í Sumarhúsum,
skáldsögupersóna sem hefur
aldrei verið til en verður engu að
síður að teljast í hópi frægustu Ís-
lendinga fyrr og síðar. ■
Eitthvað fallegt handa
frægum Íslendingum
■ HÖNNUNARSÝNING ■ LEIÐRÉTTING
B Í Ó M I Ð I Á
S E E D O F
N Ú Í B Í Ó
Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið
Vinningar:
Miðar á Seed of Chucky
DVD myndir
Margt fleira.
Sendu SMS skeytið
JA SCF
á númerið 1900
og þú gætir unnið.
9 . h v e r v i n n u r
Hljómsveitin Sólon mun halda uppi fjörinu
á Classic Ármúla 5 helgina 3. og 4. des.
Idolpartý föstudagskvöld - Boltinn í beinni alla helgina
- Pool og margt fleira - Frítt inn
KRINGLUKRÁIN UM HELGINA
• Fjölbreyttur sérréttamatseðill
öll kvöld vikunnar
• Tilboðsmatseðill
fyrir Leikhúsgesti
• Hópamatseðill
• Sérsalur fyrir hópa
Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is
Mannakorn
með dansleik
um helgina
Tvisvar á ævinni er fimmta smá-
sagnasafn Ágústs Borgþórs Sverris-
sonar sem hlotið hefur lof gagn-
rýnenda fyrir verk sín og unnið til
nokkurra verðlauna. Í nýju bókinni
eru níu smásögur sem allar hafa að
geyma svipuð þemu. Fjölskyldan og
uppbrot hennar virðist Ágústi mjög
hugleikið efni nú sem áður, sem og
óttinn við að takast á við lífið. Titill
bókarinnar óTvisvar á ævinni ó vísar
til þess hvernig sams konar atburðir,
sömu staðirnir eða sama fólkið getur
orðið á vegi manns oftar en einu
sinni. Í veruleikanum ættu slík andar-
tök að verða tilefni til að ígrunda til-
vistina. Hins vegar fara þessar endur-
tekningar iðulega fram hjá sögupers-
ónum Ágústs. Hjá þeim ríkir viss doði
ó þær lufsast í gegnum lífið án þess
að axla ábyrgð af eigin vali. Fyrir vikið
eru þær flestar einmana, óhamingju-
samar eða sinnulausar.
Þrátt fyrir hálfvonlausa og þung-
lamalega karaktera eru
sumar sögurnar nokkuð
skemmtilegar. Smásagan er
knappt form og Ágúst hefur
náð góðum tökum á því. Á
örfáum blaðsíðum tekst hon-
um að koma frá sér heil-
steyptri sögu þar sem per-
sónurnar og aðstæður þeirra
birtast ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum okkar. Sögurnar
eru ólíkar að uppbyggingu
en stefna þó allar á það að
koma lesandanum á óvart.
Þær hverfast oft um dular-
fulla endurtekningu og óræðir titlar
reynast stundum lykill að skilningi.
Höfundur hefur líka lúmskan húmor
fyrir sögupersónum sínum og getur
dregið fram það skoplega við sorg-
legar aðstæður, en þó er farið spar-
lega með gamanið. Ömurleikinn lifir
eftir í minningunni fremur en skopið
ó íslenskur hversdagsömurleiki.
Sögurnar eru vandaðar og ágæt-
lega skrifaðar en þó er eitthvað sem
truflar. Hugsanlega skapa þessir at-
kvæðalitlu karakterar ákveðna
deyfð yfir lestrinum. Ég hallast
þó fremur að því að stíllinn sé
það sem dragi úr ánægjunni
af lestrinum. Ein helsta
skemmtun við smásagnalestur
þykir mér að geta í margræða
merkingu sem svo oft ein-
kennir þetta form. Sögurnar í
Tvisvar á ævinni virðast liggja
meira eða minna á yfirborð-
inu, þótt þær dragi upp skýrar
myndir af hversdagslegum
ömurleika og séu stundum
hnyttnar. Persónurnar eru ort-
ar í grátt og lesandi kynni að sakna
litríkara fólks á því einfalda sögusviði
sem okkur er búið í smásögunum.
Það var gaman að ylja sér við lestur
þessara smásagna í kvefpestinni á
dögunum, ó en það kviknuðu engir
eldar.
BÓKMENNTIR
MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR
Tvisvar á ævinni
Höfundur: Ágúst Borgþór Sverrisson
Útgefandi: Skrudda
Doði í vönduðum smásögum
ÁGÚST BORG-
ÞÓR SVERRIS-
SON Hefur náð
góðum tökum á
knöppu formi
smásögunnar.
SETTU SIG Í JÓLASVEINASTELLINGAR Hluti nemenda hönnunardeildar Iðnskólans í Hafnarfirði. Alls eiga þrjátíu nemendur verk á
jólagjafasýningunni í Hafnarborg.
Syngur í kvöld
Enn er hægt að bregða sér á að-
ventutónleika Mótettukórs Hall-
grímskirkju, þar sem saxófónleik-
arinn Sigurður Flosason spinnur
með kórnum og drengjasópraninn
Ísak Ríkarðsson syngur einsöng.
Næstsíðustu tónleikarnir
verða í kvöld klukkan 20, en
lokatónleikarnir á morgun klukk-
an 17.
Björn Steinar Sólbergsson leik-
ur á hið glæsilega Klaisorgel í
kirkjunni, en stjórnandi kórsins
er að venju Hörður Áskelsson,
kantor Hallgrímskirkju.
Í F2, fylgiriti Fréttablaðsins í
gær, var ranglega sagt að tónleik-
arnir ættu að vera í gærkvöld og
Hörður Áskelsson var jafnframt
ranglega nefndur Áskell. Beðist
er velvirðingar á þessum mistök-
um. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N DRENGJASÓPRANINN
MEÐ ENGLARÖDD-
INA Síðustu aðventu-
tónleikar Mótettukórs
Hallgrímskirkju verða í
kvöld klukkan 20 og á
morgun klukkan 17.
64-65 (52-53) Slangan 2.12.2004 19:29 Page 3