Fréttablaðið - 03.12.2004, Síða 70

Fréttablaðið - 03.12.2004, Síða 70
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Rósa Guðbjartsdóttir Dúfur Steinar Bragi 58 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR FEMÍNISTAFÉLAGIÐ Þessa dagana stendur yfir 16 daga átak gegn kyn- bundnu ofbeldi um allan heim. Átakið hófst 25. nóvember, sem er alþjóðlegur baráttudagur gegn kyn- bundnu ofbeldi. Unifem á Íslandi hefur forgöngu um átakið í sam- starfi við sautján aðila sem allir láta sig málefnið varða og þannig hefur til dæmis Femínistafélagið dreif- ingu á póstkortum gegn nauðgunum í dag. Gísli Hrafn Atlason er ráðskona karlahóps Femínistafélagsins og hefur meðal annars unnið að póst- kortum gegn nauðgunum sem félagið hyggst dreifa. „Með póst- kortunum viljum við taka á goð- sögnum um nauðganir og benda á fáránleika þeirra. Algengustu goðsagnirnar eru til dæmis að karl- ar nauðgi af því að þeir missi stjórn á sér, fullar stelpur sem klæða sig illa bjóði hættunni heim og fleira í þeim dúr. Við dreifum svo póstkort- unum á kaffihús og í búðir á föstu- daginn og munum bjóða fólki að senda póstkortin eins og jólakort. Fólk getur þá sent kortin til aðila sem þau telja að þurfi á þeim að halda eins og dómara, lögreglu og fleiri.“ Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til svona yfirgripsmikils átaks gegn kynbundu ofbeldi á Íslandi en átakinu lýkur á mannréttindadeginum 10. desember. „Við sáum hvað kynbundið ofbeldi hefur margar hliðar og snertir íslenskt samfélag að mörgu leyti og ákváðum að taka þátt í þessu alþjóðlega átaki. Í lokin ætlum við að senda áskorun til þeirra aðila í stjórnsýslunni sem við telj- um að sé þörf á að komi að þessu málefni og hafa vald til þess að gera sitt til að stöðva kynbundið ofbeldi sem er eitt stærsta heilsufarsvandamál kvenna í dag,“ segir Hólmfríður Anna Bald- ursdóttir, skrifstofustjóri miðstöðv- ar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. „Dagskráin þessa 16 daga er mjög efnismikil og viðburð- irnir hafa verið gífurlega vel sóttir. Við erum mjög ánægð með hvað almenningur og fjöl- miðlar hafa tekið þessu vel og munum vonandi eiga kost á að endurtaka leikinn síðar.“ Síðan átakið hófst hafa 1.700 samtök í 137 löndum tekið þátt í því að draga at- hygli almennings og stjórn- valda að ofbeldi gegn konum og óskað eftir aðgerðum til að útrýma því. Þema 16 daganna í ár er: „For the health of women, for the health of all: No more violence!“ með sérstakri áherslu á tengsl kynbundins ofbeld- is og alnæmis. Femínistafélagið mun fylgja póstkortunum sínum eftir með opinni vinnustofu gegn kynbundnu ofbeldi í Listaháskólanum en meðal annarra dagskrárliða sem Hólm- fríður Anna nefnir eru uppákoma sem Bríet, félag ungra femínista, verður með á sunnudag. „Á mánu- daginn verður málþing um nauðsyn lagasetningar gegn kynbundnu of- beldi í Háskóla Íslands í stofu 1 í Odda og svo verður viðburður á dag alveg til 10. desember,“ segir Hólm- fríður Anna. Nánari upplýsingar um 16 daga átakið hér á landi má finna á sér- stakri heimasíðu átaksins: http://www.unifem.is/16dagar.htm. hilda@frettabladid.is Fjöllistamaðurinn Ketill Larsen mun vera þekktastur fyrir embætti sitt sem helsti jólasveinn þjóðarinn- ar undanfarna áratugi, auk þess sem hann hefur gjarnan brugðið sér í hlutverk hins óborganlega Tóta trúðs hvenær sem tækifæri gefast. Ketill varð sjötugur í haust og ætlar af því tilefni að opna mál- verkasýningu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur nú á laugardaginn. Sýninguna nefnir hann „Sólstafir frá öðrum heimi“ og þar sýnir hann yfir 200 myndir, sem flestar eru gerðar á þessu ári. Myndirnar eru flestar byggðar á frjálsu hugarflugi Ketils, sýnum hans og hugsunum um aðra heima. Þarna má sjá litríkt og fjöllótt landslag með ævintýraljóma, skreyttum fljúgandi skipum og gullnum kirkjum. Ketill lætur sér þó ekki nægja myndlistina, því á sýningunni verður leikin frumsam- in tónlist eftir hann, þar sem sami andblær ræður ríkjum og í mynd- unum. Ketill nam leiklist á yngri árum og starfaði lengi vel sem leik- ari, meðal annars við Þjóðleikhúsið þar sem hann tók þátt í sýningunni Inúk undir stjórn Brynju Bene- diktsdóttur. Sú sýning fór til 19 þjóðlanda á árunum 1973-78. Sýningin í Ráðhúsinu verður opin á hverjum degi til 18. desem- ber. Aðgangur er ókeypis og allir að sjálfsögðu velkomnir. ■ Skyggnist um í öðrum heimi FJÖLLISTAMAÐURINN KETILL LARSEN Ketill Larsen leikari er tvímælalaust reyndasti jólasveinn og trúður þjóðarinnar. Hann leggur einnig stund á myndlist og tónlist, og opnar sýningu á málverkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardaginn. GÍSLI HRAFN ATLASON Er ráðskona karlahóps Femínistafélagsins sem mun setja ögrandi póstkort í dreifingu í dag. UNIFEM: BERST GEGN KYNBUNDNU OFBELDI Jólakort gegn nauðgunum 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fær Landssamband bakara- meistara fyrir að minnast full- veldisdagsins með nýrri köku og gefa Halldóri Ásgrímssyni að smakka á henni. HRÓSIÐ Fókus fylgir DV í dag Sling deyr með mér Karókístjóri Kaffisetursin s Úr Reebok-þræ lakistu í dj-djobb á Hlemmi Fókus býður í bíó Lárétt: 1 skarkali, 5 belta, 6 lok bardaga, 7 tveir eins, 8 sár, 9 loðskinn, 10 tímabil, 12 fæða, 13 nár, 15 tvíhljóði, 16 spurt, 18 tölustafur. Lóðrétt: 1 fólk með líkt atferli, 2 bíla- leiga, 3 sólguð, 4 vonlitla, 6 kerling, 8 flugfélag, 11 stórfljót, 14 rösk, 17 tveir eins. Lausn: Lárétt: 1hark, 5óla, 6ko, 7pp, 8ben, 9feld, 10ár, 12ala, 13lík, 15au, 16 innt, 18átta. Lóðrétt: 1hópsálir, 2alp, 3ra, 4 vondaufa, 6kella, 8bea, 11rín, 14kná, 17tt. » FA S T U R » PUNKTUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Mokkasínur eru ekki bara fyrir indíána. Þær koma nú sterk-ar inn fyrir næsta sumar og jafnvel í formi ökklahárra mokkasína fyrir veturinn. Hangandi kögur og brúnt rú- skinn, perlur og bróderingar. Pocahontas-skórnir eru mál- ið. Athuga skal samt að missa sig ekki í indíánalúkkinu og kaupa sér jakka og buxur með kögri, skórnir eru nóg í bili. Djúpnæring í frostinu Hárið er ekki alveg að fíla þettafrost sem búið er að hrella okkur Íslendinga síðustu daga. Rafmagnað, þurrt og leiðinlegt. Takið nettan dekur- dag, setjið djúpnæringu í hárið, plantið ykkur í sófann með góða bók og hlustið á slydduna berja húsið að utan. Upp- skrift að fínasta kvöldi. Að láta sig mikilvæg málefni varða og mæta á við-burði í 16 daga átaki Unifem gegn kynbundnu ofbeldi sem nú stendur yfir. Hugsandi fólk sér að á meðan kyn- bundið ofbeldi er jafn algengt og raunin er verður eitt- hvað að gera í málinu. Það er kúl að vera ekki skítsama um allt! Sýnið lit og mætið. (www.unifem.is/16dag- ar.htm) Gullenglastyttur. Eru ekki allir komnir með upp í kok afgullengladraslinu sem er búið að vera alveg übervinsælt núna í nokkur ár? Konur hafa flykkst í búðirnar í lengri tíma og keypt gullengla fyrir fúlgur fjár. Þetta hlýtur að vera orðið gott. Hvernig væri að koma upp endurvinnslugámi þar sem allar kellingarnar geta farið með þetta postulínsdrasl svo hægt sé að búa til eitthvað nothæft úr þessu, til dæmis klósett? Peter André hárgreiðsla er ekki falleg. Þessi gaur er ekkikóngur svalleikans og massíft gel er ekki málið í dag. Strákar með lubba eru sætir en flottast er að vera með fínt og hreint hár sem er alveg laust við blauta lúkkið. Silíkon í brjóstin og lýtaaðgerðir sem eru fram-kvæmdar einungis lýtaaðgerðanna vegna en ekki vegna raunverulegra lýta eða óþæginda í líkamanum eru fáránlegar. Náttúrulegt og eðlilegt útlit er flottara. Hver vill líta út eins og Pamela Anderson, fyrirsætan Jordan eða Janice Dickinson? Vonandi fáir. Betra er að fara til sálfræðings ef sjálfsálitið er í ólagi heldur en í silíkonaðgerð og sáli er líka miklu ódýrari. INNI ÚTI ÖGRANDI PÓSTKORT Með póstkortunum vill Femínistafé- lagið benda á fáránleika goðsagna um nauðganir. 70-71 (58-59) FOLK 2.12.2004 20:49 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.