Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. marz 1974. TÍMINN 9 V, (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Ilelgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar. 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Áskriftagjald 420. kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 25 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Landverndardætlun Landnýtingar- og landgræðslunefnd, sem Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra, skipaði30. nóv. 1971 hefur nú skilað áliti. Nefnd þessi starfaði undir forystu Eysteins Jóns- sonar. Verkefni nefndarinnar var viðamikið og er nefndarálitið um 200 siður i stóru broti. Megintillögur nefndarinnar eru þessar: 1. Landgræðslu og gróðurverndaráætlun til 5 ára. Áætlun þessi er i fimm meginþáttum: Um gróðurvernd og landgræðslu, skógvernd og skógrækt, rannsóknir á sviði gróðurverndar, landgræðslu og gróðurnytjar og annað, sem þessi mál varðar. 2. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um afréttarmálefni, fjallskil og fl. 3. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um landgræðslu. 4. Frumvarp til laga um heftingu landbrots. 5. Tiilaga um samstarfsnefnd þeirra stofn- ana, sem hafa með höndum framkvæmd land- græðslu- og gróðurverndaráætlunar. 6. Tillaga um fjárstuðning rikisins við lands- hlutasamtökin, til þess að þau hafi forystu um landnýtingarskipulag i samráði við sveitar- stjórnir eða sveitar- og sýslustjórnir. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir, að til framkvæmda samkvæmt áætluninni verði varið einum milljarði króna til land- og gróður- verndar. Skal þetta fjármagn koma til viðbótar þeim fjárveitingum, sem þegar eru fyrir til þessara verkefna. Takmark gróðurverndaráætlunarinnar á að vera að stöðva uppblástur og jarðvegs- eyðingu og koma i veg fyrir hvers konar gróðurskemmdir og gróðurrýrnun. Áætlunin á að miða að því, að koma gróðurnýtingu og beit i það horf, að gróðri fari fram. Stefnt verði að friðun skóglenda, sem þess eru verð, og að lagður verði grundvöllur að nýjum skógum til fegrunar, nytja, skjóls og útivistar. Með áætluninni er stefnt að endurgræðslu örfoka og ógróinna sanda, sem æskilegt er talið að breytt verði i gróðurlendi. Þá er lögð áherzla á eflingu rannsókna á þessum sviðum, þannig að grundvöllur sé sem traustastur undir öllu, sem gert er til þess að ná mark- miðum gróðurverndaráætlunarinnar. Landnýtingarnefndin gerir ráð fyrir, að fjár- magn til áætlunarinnar skiptist i megin- dráttum á þennan veg: Til almennrar gróðurverndar og land- græðslu 705 milljónir króna. Skógvernd og skógrækt 165 milljónir króna. Rannsóknir á sviði gróðurverndar, land- græðslu og gróðurnýtingar 80 milljónir króna og til annarra verkefna 50 milljónir króna eða samtals einn milljarður. Áætluninni fylgir greinargerð með hverjum einstökum þætti hennar og með nefndarálitinu fylgir lýsing á öllum sýslum landsins með tilliti til land- og gróðurverndar. Um skipulag landnýtingarinnar er það niðurstaða nefndarinnar, að landnýtingar- skipulag verði að vaxa upp i landshlutunum sjálfum á vegum heimamanna, en geti ekki og eigi ekki að koma frá einu eða öðru mið- stjórnarvaldi utan heimabyggðanna. Þvi gerir nefndin það að tillögu sinni, að landshlutasam- tökum sveitarfélaganna verði veittur fjár- stuðningur til að hafa forystu og undirbúa áætlanir um landnýtingu. TK ERLENT YFIRLIT Pompidou vill sýna sjólfstæði Frakka Ágreiningur milli hans og Willy Brandts 1 GÆR hittust þeir Pompi- dou Frakklandsforseti og Brésnjeff, leiðtogi Sovétrikj- anna, suður við Svartahaf og ræddu þar um þróun alþjóða- mála, eins og öryggismál Evrópu, deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafsins, oliumálin o.s.frv. Þetta er þriðji við- ræðufundur þeirra Pompidous og Brésnjeffs á rúmu ári. Það er bersýnilegt, að þessir tiðu fundir þeirra Pompidous og Brésjneffs eru þáttur i þeirri viðleitni Frakka aö sýna þess sem gleggst merki, að þeir fylgi sjálfstæðri utanrik- isstefnu. Þeir eiga að sanna, að Frakkland sé enn riki, sem taki þátt i mótun alþjóðíegra mála, án nokkurrar leiðsagn- ar utan frá. UTANRIKISSTEFNA Frakka hefur mjög einkennzt af þvi siðan de Gaulle hófst til valda i hið siðara sinn eða siðan 1958, að Vestur-Evrópa ætti að vera óháð Bandarikj- unum, þótt hún hefði við þau vissa varnarsamvinnu, engu siður en Sovétrikjunum. Vest- ur-Evrópa gæti myndað sterka heild, ef rikin ,þar héldu saman, án þess að sameinast i eitt riki, eins og ýmsir hafa látið sig dreyma um. Samkvæmt kenningum de Gaulles átti samstaða Vestur-Evrópu að byggjast á samstarfi sjálfstæðra rikja, en ekki sameiningu. Það fór ekki dult, að innan þessa samstarfs sjálfstæðra Vestur-Evrópu- rikja ætlaði de Gaulle Frökk- um stærstan hlut. Meðan kristilegir demó- kratar fóru með völd undir forustu Adenauer, tókst de Gaulle allvel að leika þetta hlutverk sitt. Báðir voru þeir de Gaulle og Adenauer sam- mála um, að náið samstarf Þýzkalands og Frakklands ætti að vera hornsteinn vestur-evrópskrar samvinnu. Það var með fullu samþykki Vestur-Þjóðverja, að de Gaulle hafði frumkvæði að viðræðum við Rússa og fór sjálfur i heimsókn til Moskvu til að árétta það. Adenauer lagði mikla áherzlu á góða samvinnu við Bandarikin, en samvinnan við Frakka var mesta áhugamál hans. ÞETTA breyttist hins vegar verulega við valdatöku Willy Brandts i Vestur-Þýzkalandi. Willy Brandt og samherjar hans leggja að visu mikla áherzlu á góða samvinnu við Frakka, en þeir fara ekki dult með að varnarsamvinnan við bandarikin sé enn mikilvæg- ari. Willy Brandt hóf lika bein- ar viðræður við leiðtoga Sovétrikjanna um nýskipan Þýzkalandsmálanna, en hafði ekki Frakka fyrir milligöngu- menn eins og þeir höfðu gjarn- an viljað. Willy Brandt og félagar hans tala lika um að sameina Vestur-Evrópu sem mest i eina rikisheild og hafna þannig kenningu Gaullista um að vestur-evrópsk samvinna eigi að byggjast á samvinnu sjálfstæðra rikja. FYRSTU ARIN, sem Willy Brandt fór með völd i Vestur-Þýzkalandi, var hann aðalstjarnan á himni vest- ur-evrópskra stjórnmála. Við-' ræður hans við leiðtoga Sovét- rikjanna setti mestan svip á sambúð austurs og vesturs. Frakkar hurfu i skuggann, enda var de Gaulle lika horf- inn af sjónarsviðinu. Þetta breyttist nokkuð eftir að Pompidou Frakklandsforseti Willy Brandt hafði gert samningana við Sovétrikin um Þýzkalandsmálin og ekki fylgdi strax eins mikil breyt- ing i kjölfarið og margir höfðu gert sér vonir um. Willy Brandt er nú minna á sjónar- sviðinu en áður og vegur hans ekki eins mikill og var um skeið. En þá kom til sögunnar annar maður, sem stal hlut- verkinu af Frökkum. Það var Nixon Bandarikjaforseti. Hann brá sér flestum á óvart bæði til Peking og Moskvu og gerði sér sérstaklega dátt við Bresjneff. Þeir hafa nú i nokk- ur misseri haldið uppi miklu makki og árangurinn óneitan- lega orðið sá, að sambúð risa- veldanna hefur farið batnandi. Þetta hefur flestum þótt góð tiðindi og sennilega á Nixon eftir að fá sæmileg eftirmæli i sögunni, þrátt fyrir Wat- ergatemálið, vegna frum- kvæðis sins i þessum efnum. En þettá þokaði Frökkum enn til hliðar á leiksviði heims- málanna. NÚ að undanförnu hefur verið eins konar hlé i þessum efnum. Árangurinn, sem náðist af samningum Brandts og Sovétleiðtoganna, hefur enn ekki orðið eins mikill og þeir bjartsýnustu gerðu sér vonir um. Þá hefur skapazt, a.m.k. I bili, éins konar kyrr- staða i viðræðum risaveld- anna. Þetta skapar Frökkum nýtt tækifæri til að koma aftur til sögunnar. Það hefur Pompidou og hinn nýi utanrik- isráðherra hans, Michel Jo- bert, kunnað að nota sér. Þeir hafa t.d. notað oliumálin og deilurnar fyrir Miðjarðar- hafsbotni til að marka sér- staka stefnu Frakka og staðið óragir upp i hárinu á Banda- rikjamönnum i sambandi við þessi mál. Þeir hafa gagnrýnt Nixon og Kissinger fyrir að semja við Rússa um kjarnorkuvopn á bak við bandamenn sina i Nato. Þeir hafa sett Vestur-Þjóðverjum öðru hverju þá kosti, að velja á milli Frakídands og Banda- rikjanna. Þetta gerðist m.a. á ráðstefnu oliuneyzlurikjanna þrettán i Washington, þegar Vestur-Þjóðverjar kusu heldur að fylgja Banda- rikjamönnum en Frökkum. Til að launa lambið gráa, virð- ast Frakkar ætla að stöðva lausn meiriháttar deilumála innan Efnahagsbandalagsins meðan Vestur-Þjóðverjar fara með formennsku i ráðherra- nefndinni, en þeir tóku við henni um áramótin og halda henni til júniloka. Þá taka Frakkar við formennsku og fara með hana næstu sex mán- uðina. EKKI er ósennilegt, að ýms- um finnist stundum að brosa megi að viðleitni Frakka til að auglýsa óháða utanrikisstefnu og látast vera áfram stórveldi eftir að þeir eru hættir að vera það. Samt er þessi afstaða gagnleg fyrir alþjóðamálin á ýmsan hátt. Hún knýr Banda- rikin til þess að taka meira til- lit en ella til samstarfsþjóða sinna i Evrópu. Hún kemur i veg fyrir of hraða þróun i þá átt, að búa til eitt sameinað riki úr Efnahagsbandalaginu. Vel má vera, að þetta verði stundum til að draga ýmsar aðkallandi breytingar á lang- inn en á móti kemur, að menn fá meira ráðrúm til að vega þær og meta áður en i þær er ráðizt. Fátt er sennilega nauðsynlegra i slikum málum en að menn hraði sér ekki um of. Með öllu er rangt að túlka afstöðu Frakka þannig að þeir séu mótfallnir vestrænu samstarfi. Þvert á móti er það eitt grundvallaratriði stefnu þeirra. En þeir vilja ekki fórna sjálfstæði sinu vegna þess. Þeir vilja halda áfram að vera Frakkar. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.