Tíminn - 29.05.1974, Page 3

Tíminn - 29.05.1974, Page 3
Miðvikudagur 29. mai 1974. TÍMINN 3 t sumar verður hafin veitingasala i Skáihoiti. SAMKEPPNI UM LEIKTÆKI OG SKIPULAG LEIKSVÆDA Veitingasala í Skálholti SJ—Reykjavik — í ráði er, að veitingasaia verði i Skáiholti i sumar, og hefur aðstaða til henn- ar verið auglýst til leigu. Að sögn Sveinbjörns Finnssonar, ráðs- manns i Skálholti, er mikil þörf fyrir slika þjónustu á Skálholts- stað, en stanzlaus straumur ferðamanna er þar um allt sum- arið. Aðstaða til veitingareksturs hefur ekki verið fyrir hendi i Skálholti fyrr en nú. Eldhús og veitingasalur lýðháskólans verða notuð fyrir þessa þjónustu, og munu um 50 manns geta setið i einu að snæðingi. í Skálholti er nú afbragðs aðstaða til veitingaþjón- ustu. Sveinbjörn Finnsson sagði Tímanum, að ein og tvær áætlun- arbifreiðir hefðu viðkomu i Skál- holti um hádegisbilið daglega að sumrinu á vegum ferðaskrifstof- anna, auk mikils fjölda annarra ferðamanna, og stöðugt væri spurt um, hvort ekki væri hægt að fá eitthvað að drekka og eitthvað að borða. Skálholt er einnig fyrir löngu orðið fastur viðkomustaður Framhald á bls. 19 Víðkunnur jassleikari hér hljóm- leika Gsal-Rvik — Eje Thelin, sem er þekktur sænskur jassleikari, kemur hingað til lands um næstu helgi ásamt öðrum kunnum jass- leikurum. Eje Thelin kemur hingað á vegum Norræna menningarsjóðsins og Jassklúbbs Reykjavikur og mun halda þrenna hljómleika. Fyrst leikur hann i Glæsibæ fimmtudaginn 30. mai, ásamt stórhljómsveit FIH siðan i Tónabæ 31. mai, ásamt Áskeli Másáyni og Co, og siðustu hljóm- leikarnir verða i Norræna húsinu laugardaginn 1. júni klukkan 4 e' .h. Eje Thelin og hljómleistar- menn hans koma hingað á leið sinni til Bandarikjanna, þar sem þeir hyggjast halda hljómleika. Hljómsveitin, sem Eje Thelin leikur með, er mjög þekkt jass- hljómsveit i heimalandi sinu og utan þess. Þeir sem skipa hljóm- sveitina eru: Harald Svenson, sem leikur á pianó Kjell Jansson á bassa, Leroy Lowe á trommur, og Eje Thelin leikur á básúnu. FB-Reykjavik — Fyrir skömmu rann út skilafrestur i samkeppni um fyrirkomulag leiksvæða og leiktækja, en það voru sveitar- félögin Garðahreppur, Hafnar- fjörður, Kópavogur og Reykja- vikurborg, auk Seltjarnarness, sem buðu til samkeppninnar. sænskur heldur Samkeppnin átti að fjalla um leiktæki til að setja á leikvelli, skólalóðir, torg og opin göngu- svæði, auk þess sem hún náði til fyrirkomulags leiksvæða. Þátt- tökuheimild var mjög rúm, þar sem allir islenzkir rikisborgarar, og þeir erlendir rikisborgarar, sem hér hafa haft dvalarleyfi og fasta búsetu um að minnsta kosti tveggja ára skeið, máttu taka þátt i samkeppninni. Timinn hafði samband við Leif Blumenstein, sem er trúnaðar maður dómnefndar. Sagði hann, að ákveðið hefði verið að láta nokkurn tima liða eftir að skila- frestur rann út til þess að gefa þeim kost á að taka þátt i keppn- inni, sem ef til vill hefðu átt keppnisgögn i pósti, en nú liði senn að þvi, að dómnefnd gæti farið að kanna það, sem borizt hefði, og yrði eftir það sýning á hugmyndum, sem komið hefðu i þessa samkeppni. Þá sagði Leifur, að þvi miður hefðu ekki borizt eins margar tillögur og búizt hefði verið við, eða vonazt eftir, þegar efnt var til sam- Gsal—Reykjavik — Aziz, 27 ára gamall Indverji, heldur um þess- ar mundir málverkasýningu að Mokka við Skólavörðustíg. A sýningunni eru 25 inálverk, flest máluð með oliulitum. Málverkin eru flest máluð hér á landi siðustu 2 mánuðina, og eiga hestamyndir þar bróðurpartinn. Aziz lærði i Indlandi og hefur haldið nokkrar málverkasýning- ar i heimalandi sinu, auk nokk- urra annarra erlendis. Hingað tii lands kom Aziz til þess að heim- sækja indverskan vin sinn, sem hér er búsettur og kvæntur islenzkri konu. Óvist er, hvenær Aziz heldur héðan frá íslandi, þvi honum lik- keppninnar, og þá sérstaklega þegar tillit væri tekið til þess, að þátttökulegur voru eins rúmar og áður getur. Tvö slys d Hringbraut Gsal—Rvik— Rétt fyrir hádegið i gær, gekk andamamma með unga sina yfir Hringbrautina. Bil- stjóri, sem átti leið um götuna i sama mund, tók ekki eftir andahópnum fyrr en um seinan og varð þvi að hemla snögglega. Lenti þá annar bill aftan á þeim, sem stöðvaði og varð áreksturinn all harður. Þrennt var flutt slasað á slysavarðstofuna. Nokkru siðar hljóp telpa yfir Hringbrautina við Bræðraborg- arstig á ómerktri gangbraut. Hljóp hún þar i veg fyrir sendi- ferðabifreið og slasaðist nokkuð, þó ekki alvarlega. ar dvölin vel og óskar þess að mega dvelja hér lengur til að ferðast um og mála. Aziz sagði blm. Timans i gær, að það væri oft erfitt að vera listamaður... — En þegar þú hefur skapað þér nafn, gengur allt i haginn. Þessi staðreynd er eins I Ind- landi og hér á Islandi, sagði Aziz og brosti. — A siðustu árum hefur mér gengið mjög vel að selja mál- verkin min, bætti Aziz við, og einnig selt talsvert vel. Mér geng- ur sæmilega að skapa mér virðingu, nafn, — og þaö eina sem er athugavert við þetta frá min- um bæjardyrum séð, er að það gengur of hægt. Hvað er að gerast í Möðruvalla- hreyfingunni og Samtökunum? A miðnætti i nótt rennur fra mboðsfrestur vegna alþingiskosninganna 30. júni út. Mjög brösulega hefur gengið líj-á Alþýðuflokknum og hinninýju forystu i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna að koma listum saman. Eru þar margir einstaklingar, sem eiga sér formælendur fáa, i hörkuslag um hvert sæti, þar sem þeir geta reiknað sér nokkra vonarglætu. Hun er ekki mikil. Jafnvel mestu full- hugarnir hafa misst móðinn. Björn Jónsson, forseti ASl og annar af tveimur helztu fory stum önnum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem voru og hétu en eru ekki lengur, hcfur nú sagt sig úr samtökunum og öllum þeim trúnaðarstörfum, sem hann hefur tekið á sig i þeirra nafni. Hann er genginn i Alþýðu- flokkinn og er kominn i fram- boð fyrir lista þess flokks i Reykjavik. Gyifi er i fyrsta sæti A- listans i Reykjayik, Eggert i öðru og Björn Jónsson i hinu þriðja. Heldur betur verður nú að slá i drógina, ef Björn Jóns- son á að halda áfram þing- mennsku. Skv. fylgi J-listans sl. sunnudag i Reykjavík, listans sem 5 stjórnmála- samtök í samvinnu við Möðru- vallahreyfinguna stóðu að, kemst enginn maður á þing fyrir málstaðinn. Þessir sameina í Visi i gær er frétt um liina miklu haráttu þeirra, sem ætluðu að sameina að ra flokka og klufu sjálfa sig. Þar segir m.a.: Útkoman verður liklega sú, að það fóik i Samtökunum, sem fylgir Braga, og þar með Hannibal og Birni Jónssyni, styður A-listann i þing- kosningunum. Björn Jónsson hefur sagt sig úr Samtökunum og hann verður i 3. sæti á A- listanum i Reykjavik. Þar er Gylfi Þ. Gislason i 1. sæti og Eggert G. Þorsteinsson i 2. Þriðja sætið mun tæpst færa Birni þingmennsku. Miðað við úrslitin i Iteykjavik i fyrradag fengi A-Iistinn engan mann kjörinn i höfuðborginni, en Alþýðuflokksmenn vonast til að fá fleiri atkvæði i þing- kosningunum. „Liklega mun meirihluti félagsmanna L Samtökunum i Reykjavik ganga úr flokkn- um”, scgir Bragi Jósepsson, sem vill vinna með Alþýðu- flokknum. En formaður félagsins, Guðmundur Bergsson, og meirihluti i stjórn þess vill vinna með Möðruvalla- hreyfingunni og vinstri jafnaðarmönnum. „Kj ördæmisráð Sam- takanna i öllum kjördæmum landsins hafa samþykkt að bjóða fram i eigin nafni og vinna með Möðruvalla- lirey fingunni og vinstri jafnaðarmönnum". segir Halldór S. Magnússon, frain- kvæmdastjóri Samtakanna, i viðtali við Visi. Þannig hafa stuðningsmenn Hannibals og Björns orðið undir i öllum k j örd æ m isrá ðu n um. Bragi Jósepsson, vara- formaöur flokksfélagsins i Reykjavik, hélt fund með um 50mönnum þarsem samþykkt var að bjóða fram með Alþýðuflokknum i Reykjavík i þingkosningunum. Fundurinu á Ilótel Esju hafði verið boðaöur fyrir alllöngu. en meirihluti félagsstjórnar, 7 af 9, samþykkti að fresta honum. „Þeir tilkynntu frestunina Framhald á bls. 19 Eje Thelin, hinn kunni sænski jassleikari, sést hér á myndinni ásamt félögum sfnum. Eje er lengst til vinstri og leikur á básunu. Indverskur listamaður ' — íslenzkir hestar O AAOKKO eru eftirlæti hans

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.