Tíminn - 26.06.1974, Síða 16
16_______________________________________________________________________TÍMINN MiOvikudagur 26. júni 1974.
Hollendingar eiga
auðveldan dag
★ Þeir leika gegn Argentínumönnum
★ Sóknarleikur A-Þjóðverja gæti komið
Brasilíumönnum í opna skjöldu
★ Svíar leika gegn hinum skemmtilegu
Pólverjum
í dag hefst úrslitakeppni
HM i knattspyrnu. —
Leikinn verður fyrsta
umferð í riðlinum, eða
alls fjórir leikir. í A-riðli
leika Holland og
Argentina i
Gelsenkirchen og
Brasilia — A-Þýzkaland
i Hannover. í B-riðli
leika Júgóslavia og
V-Þýzkaland í Dussel-
dorf og Sviþjóð-Pólland i
Stuttgart.
Ef litiö er á þessa leiki nánar,
má búast við, að Hollendingar
eigi auðveldan dag á móti
Argentinumönnum. Hollendingar
eru taldir hafa sýnt beztu knatt-
spyrnuna ásamt Pólverjum, en
Argentinumenn rétt mörðu það
aö komast áfram á markatölu.
Þar að auki verður ein af þeirra
styrkustu stoðum, Carlos
Babington, I leikbanni, þar sem
hann hefur verið bókaður i hverj-
um leik forkeppninnar.
Erfiðara er að geta sér til um úr-
slit i leik Braisliu og A-Þýzka-
lands. Bæði liðin sýndu misjafna
leiki iforkeppninni. Brasiliumenn
reyndu allt sem þeir gátu til að
halda marki slnu hreinu og tókst
það, en A-Þjóðverjar léku af og til
skemmtinlegan sóknarleik sem
gæti komið Brössunum I opna
skjöldu. Liklegustu úrslitin i
þessum leik eru jafntefli.
Júgóslavar máttu þakka fyrir
að halda jafntefli I forkeppninni á
móti Skotum, en sýndu aftur á
móti góða leiki á móti Brasiliu og
RALF EDSTRöM....hinn s/jalli
sóknarieikmaður Svia sést hér á
æfingu. Skorar hann mark í
kvöld?
4 menn
reknir
út af
4 menn voru reknir út af leik-
velli i forkeppni HM. Þeir voru
Caszelly (Chile), Castillo
(Uruguay), Ndaye (Zaire) og
Richards (Astraliu). Voru
allir þcssir menn scttir i leik-
bann I einn eða fleiri leiki. Þar
að auki fékk Carlos Babington
frá Argentínu þrjár bókanir I
leikjum forkeppninnar, eða
bókun I hverjum leik. Fyrir
þetta fær hann eins leiks bann,
og getur þvi ekki keppt ineð
Argentinu á móti Holiandi I
dag.
Zaire. V-Þjóðverjar sýndu hins
vegar ekki sýnar beztu hliðar I
forkeppninni, gerðu aðeins það
sem þurfti til þess að komast
áfram. Þó að lið Júgóslaviu
viröist s.terkt, þá spáum við
V Þjóðverjum sigri i þessum
leik.
Þá er komið að liðunum, sem
einna mest komu á óvart I for-
keppninni. Fáir bjuggust við að
Sviþjóð og Pólland yrðu meðal
hinna 8 beztu, að forkeppninni
lokinni, en þessi lið sýndu, að þau
eru alls ekki eftirbátar hinna
liðanna I keppninni, þvert á móti
var Pólland talið eitt skemmti-
legasta liðið I forkeppninni, og
Sviþjóö lék sina þrjá leiki, án þess
að fá á sig mark. Eftir frábæra
leiki Pólverja er samt ekki hægt
annað en að spá þeim sigri I
þessum leik.
Ó.O.
..Feginn
að losna
úr starfi"
★ Sagöi Rroberto Porta, þjálfari
Uruguay. Hann sagðist aldrei
hafa séð lélegra landslið
Uruguaymanna.
★ Þjálfara Haiti einnig sagt upp
Það getur verið mikið happdrætti að taka að sér
þjálfun þeirra liða, sem komast i 16 liða úrslit
heimsmeistarakeppninnar i knattspyrnu. Það er
jú, vitað mál, að helmingur liðanna fellur í fyrstu
atrennu, og þjálfarar átta liða verða aðfinnasér
einhverja afsökun, svo að pressan i heimalandi
þeirra tæti þá ekki i sig. Það er þegar orðið
kunnugt, hvaða átta lið urðu að bita í það súra
epli að snúa heim eftir forkeppnina. Það voru'lið
Chile, Ástraliu, Skotlands, Zaire, Búlgariu,
Uruguay, ítaliu og Haiti.
Af þeim átta þjálfurum, sem voru i fullu starfi fyrir helgina, eru
tveir atvinnulausir, og einn þykir mjög valtur I sessi. Þjálfari
Uruguay, Roberto Porta, sagöi upp, þegar hann frétti það, aö hann
væri ekki lengur ,,æskileg persóna”. Sagði hann við það tækifæri að
hannhefðialdrei séð lélegra landslið Uruguaymanna, og væri hann
feginn að losna úr þessu starfi.
Þjálfari Haiti var sagt upp, eftir 12 ára starf, og kom það talsvert
á óvart, þvi Antonie Tassy, en svoheitirhann.hefur gert lið Haiti að
þvi sem er nú. Honum kom uppsögnin mjög á óvart, og hann varð
alveg ómögulegur maður á eftir.
Sá þjálfari, sem þykir mjög valtur i sessi, er þjálfari Italiu,
Ferruccio Valcareggi. Almenningur á ítaliu litur það mjög alvar-
legum augum, að ltalia komist ekki áfram i keppninni, og auðvitað
er skuldinni skellt á þjálfarann.
-Ó.oO.
Góðan
mark-
vörð
fyrir
lógt
verð
Markvörður Ástraliu Jack Reilly
þótti standa sig mjög vel i heims-
meistarakeppninni. Reilly, sem
er 28 ára, fæddist og ólst upp I
Skotlandi, og hóf hann þar knatt-
spyrnuferil sinn með fyrstu
deiidar liðinu Hibernian. En svo
fluttist hann tii Ástraliu og hefur
ieikið þar með liði frá Melbourne,
sem nefnist Hakoah. Hann var
valinn aðaimarkvörður Ástraliu,
þegar Jimmy Fraser, scm var
aðalmarkvörður þeirra, sá sér
ekki fært að fara til Þýzkalands.
Vegna frammistöðu sinnar i
heimsmeistarakeppninni hefur
nú enska fyrstu deildar liðið
Ipswich Town mikinn hug á að fá
Reilly yfir I sinar raðir. Ipswich
hefur verið i hálfgerðu mark-
varðahraki og sjá þeir sér nú leik
á borði að fá góðan markvörð fyr-
ir lágt verð. óo
Eins
órs
bann
Ndaye frá Zaire, sem var
rekinn út af I leik Zaire og
Júgóslaviu fyrir að sparka
eftir dómaranum Omar
Delgado frá Columbia, hefur
hlotið þunga refsingu. Hann
hefur verið dæmdur frá
keppni I eitt ár, sem þýðir, að
hann má ekki leika iandsleik
fyrir Zaire næsta árið. -SOS.