Tíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 17
TÍMINN
12
Fimmtudagur 4. jlili 1974
Jafn-
tefli
— hjá A-Þjóðverjum
og Argentínu-
mönnum 1:1
A-Þjóðverjar og Argentinumenn
gerðu jafntefli 1:1 i gærkvöldi i
mjög vel leiknum og skemmtileg-
um leik. Bæði liðin léku sinn bezta
leik i HM-keppninni, greinilega
afslöppuð eftir hina spennandi
undankeppni. Bæði mörk ieiksins
voru skoruð i fyrri hálfleiknum.
Það var Jochen Streich sem skor-
aði fyrir A-Þjóðverja á 14. min en
Houseman jafnaði fyrir Argen-
tinumenn, aðeins 8 min. siðar.
Liðin sem léku i gærkvöldi,
voru skipuð þessum leikmönn-
um:
ARGENTÍNA: Carnevali,
Fillol, Glaria, Perfumo, Heredia,
Sa, Babington, Brindisi, Sueo,
Kempes, Balþuena, Ayale,
Houseman.
A-ÞÝZKALAND: Croy, Kische,
Weise, Bransch, Kurbjuweit,
Lauck, Pommerenke, Schuphase,
Sparwasser, Streich, Ducke og
Hoffmann.
STAÐAN
HOLLAND...leikur i úrslitunum i HM á sunnudaginn.
Lokastaöan í 8 -liða úr-
slitunum, urðu þessi:
A-riðill:
Holland—Brasilia 2 0 (0:0)
A-Þýzka- (1:1)
land—Argentina 1 í
Holland 3 3 0 0 8:0 6
Brasilia 3 2 0 1 3:3 4
A-Þýzkaland 3 0 0 2 1:4 1
Argentina 3 0 1 2 2:7 1
B-riðill:
V-Þýzkaland—Pólland 1 0 (0:0)
Sviþjóð—Júgóslavia 2 1 (1:1)
V-Þýzkaland 3 3 0 0 7:2 6
Pólland 3 2 0 1 3:2 4
Sviþjóð 3 1 0 2 4:6 2
Júgóslavía 3 0 0 3 2:6 0
Cruyff og félagar
mæta V-Þjóðverjum
— Hollendingarnir fljúgandi unnu léttan sigur yfir
heimsmeisturunum frá Brasilíu 2:0 í gærkvöldi
Hollendingarnir fIjúgandí
undir stjórn knattspyrnu-
Don Revie
■einvqldur'
Englands
— Leeds hefur beðið Johnny Giles
að taka við stöðu hans hjá Leeds
Það er nú nær fast-
ákveðið, að fram-
kvæmdastjóri Leeds
United, Don Revie,
verði næsti einvaldur
landsliðs Englands i
knattspyrnu. Var hon-
um boðin staðan fyrir
20.000 pund á ári, og
er talið mjög liklegt
að hann taki þvi boði,
þvi Leeds United hef-
ur þegar beðið Johnny
Giles, að taka við
stöðu Revies, ef hann
fer, og ætlar ekki að
standa i vegi fyrir
Revie.
DON REVIE.
framkvæmdastjóri Ipswich og
Gordon Jago fyrrverandi
framkvæmdastjóri Q.P.R.
Revie var efstur á stuttum
lista enska knattspyrnusam-
bandsins yfir þá menn, sem
þeir gætu hugsað sér til starf-
ans. Hinir voru Bobby Robson
Revie mun tilkynna ákvörð-
un sína seinna ivikunni, en tal-
ið er nokkuð öruggt, að svar
hans verði jákvætt.
ó.o.
snillingsins Johan Cruyff
áttu ekki í vandræðum með
heimsmeistarana frá
Brasilíu í gærkvöldi í
Dortmund. Cruyff átti enn
einn stórleikinn og hann
átti mestan þátt í því að
Hollendingar tryggðu sér
farseðilinn í úrslitin gegn
V-Þjóðverjum, með 2:0
sigri yfir Brössunum.
Cruyff skoraði sjálfur
annað mark Hollending-
anna, þegar hann þrumaði
knettinum í netið á 19. mín.
síðari hálfleiksins. Þá átti
hann allan heiðurinn af
fyrra markinu,sem Johan
Neeskens skoraði strax á 5.
mín síðari hálfleiksins, en
hann fékk þá sendingu frá
Cruyff, sem hafði splundr-
að vörn Brasilíumanna.
54 þúsund áhorfendur sáu Hol-
lcndinginn fljúgandi tryggja sér
farseðilinn i úrslitaleikinn. Meðal
áhorfenda var Henry Kissinger,
utanrikisráðherra Bandarikj-
anna, sem kom beint frá Moskvu,
til að sjá leikinn. Hann sagði, að
Cruyff væri frábær knattspyrnu-
maður. Þeir sem hafa séð til
Cruyff i keppninni, eru Kissinger
örugglega sammála, þvi að
Cruyff er maðurinn á bak við hinn
frábæra árangur Hollands i HM.
Nú biða menn spenntir eftir
úrslitaleik V-Þýzkalands og Hol-
lands, sem fer fram á ólympíu-
leikvanginum i Munchen á
sunnudaginn. Hollendingar liafa
sýnt það og þeir sýndu það i gær,
að þeir verða hættulegir i úr-
slitaleiknum gegn V-Þióðverjum.
Brasiliumcnn fengu varla mark-
tækifæri i leiknum I gærkvöldi,
þeir áttu erfitt með að brjótast i
gegnum vörn Hollendinganna,
sem léku sterka rangstöðuleikað-
ferð. Einn leikmaður Brasiliu-
manna var rckinn út af i leiknum,
það var Pereira. Liðin sem léku i
gær, voru skipuð þessum leik-
mönnum:
HOLI.AND: Jongbloed, Suurbier,
Haan, Rijsbergen, Krol, Jansen,
Neeskens, Van Hanegem, Rep,
Cruyff, Rensenbrink.
BRASILÍA: Leao, Ze Maria,
Pereira, Marinho, Francisco,
Marinho, Paulo Cesar,
Carpegiani, Rivelinho, Paulo
Cesar Lima, Caldomiro,
Jairzinho og Dirveu.'
— SOS.
Svíar sigrudu
Júgóslava...
— Torsteinsson skoraði sigurmarkið
2:1 rétt fyrir leiksiok
Conny Torstensson tryggði Svium
sigur yfir Júgóslövum i gær-
kvöldi, þegar hann skoraði sigur-
mark Svia þegar aðeins 4 min.
voru til leiksloka og lauk leiknum
þvi 2:1. Litill áhugi var fyrir þess-
um leik, þvi að á sama tima léku
Hollendingar og BrasiIIumenn —
þeir sem komust ekki til að sjá
þann lcik, sátu heima hjá sér og
horfðu á beina sjónvarpsútsend-
ingu af honum. Það voru aðeins 10
þús. áhorfendur sem sáu leik Svia
og Júgóslava.
Ralf Edström skoraði fyrra
mark Svia, en Surjak skoraði
mark Júgóslava. Þessi sigur Svia
var sanngjarn eftir gangi leiks-
ins. Liðin, sem léku i gærkvöldi,
voru skipuð þessum leikmönnum.
SVÍÞJÓÐ: Hellström, Olsson,
Nordqvist, Karlsson, Augustsson,
Grahn, Tapper, Eiderstedt, Tor-
tensson, Edström og Sandberg.
JCGÓSLAVÍA: Maric, Buljan,
Katalinski, Bogicevic, Hadziab-
dic, Jerkovic, Oblak, Muzinic,
Petkovic, Karasi, Bajevic og Sur-
jak.
-SOS
AAetað-
sókn...
ÞaT er nú komið i ljós, að met-
aðsókn hefur verið á leiki
heímsmeistarakeppninnar.
AIIs hafa verið seldir
1.800.000 miðar á leiki keppn-
innar og eru þá taldir með úr-
slitaleikirnir um fjögur efstu
sætin. i þessu sambandi mun-
ar töluvert um það, að i þess-
ari keppni verða leiknir 38
leikir i stað 32 i undanförnum
keppnum. Hefur þessi breyt-
ing mælzt mjcg vel fyrir, þó að
liðin eigi einn vondan leik, þá
er ekki möguleiki þeirra til
sigurs þar með rokinn út i
veður og vind eins og i fyrr-
verandi keppnum, þar sem út-
slátkarkeppni var inilli átta
efstu liðanna.
Ó.O.