Fréttablaðið - 13.12.2004, Side 8

Fréttablaðið - 13.12.2004, Side 8
8 13. desember 2004 MÁNUDAGUR EFTIR FELLIBYLINN Filippseyskur faðir heldur á sofandi barni sínu þar sem hann gengur yfir eðju og grjót eftir að fellibylur gekk á laugardaginn yfir bæinn Real, skammt austan við Manila. Sjálfboðaliðar hafa hætt leit að fólki tveimur dögum eftir að fjórir fundust í rústum byggingar. Vitað er um nærri 900 manns sem létust, en 750 er enn saknað. Bláfjöll: Forsýning haldin SKÍÐI „Þetta var eins konar for- sýning. Við auglýstum ekki en þarna mættu um 200-300 manns,“ segir Grétar Hallur Þórisson, for- stöðumaður skíðasvæða höfuð- borgarsvæðisins, en skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað síðast- liðinn laugardag. „Það var kom- inn snjór í brekkurnar, aðstæður voru merkilega góðar og þrjár lyftur voru opnar,“ segir Grétar Hallur. Skíðasvæðið var hins veg- ar lokað í gær vegna veðurs. Grétar Hallur segir skíðasvæðið í Bláfjöllum verða opnað næsta góðviðrisdag og segist hæfilega bjartsýnn á að morgundagurinn verði sá dagur. Hann segir reynsluna reyndar vera þá að aðsókn á skíðasvæðið sé ekki gríðarleg síðustu tvær vikurnar fyrir jól. „Við reynum hvað við getum að hafa opið en síðan verður allt á fullum krafti milli jóla og nýárs.“ Í Bláfjöllum er nú verið að vinna við nýja stólalyftu, sem er sú stærsta og fullkomnasta á landinu. Stefnt er að því að opna hana um miðjan janúar. -kb – hefur þú séð DV í dag? Mótorhjólamaður í jólasveinabúningi: DRAP HÁLFSEXTUGAN FJÖLSKYLDU- FÖÐUR Í MOSFELLSBÆ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ÚR BLÁFJÖLLUM Um 200 manns voru á skíðum í Bláfjöllum á laugardag. Reiknað er með að næst verði opnað á þriðjudag. ÍÞRÓTTIR Reykjavík veitir lægsta styrki til íþróttafélaga á hvern íbúa ef marka má samanburð á styrkjum sveitarfélaga til þessa málaflokks sem Íþróttabandalag Reykjavíkur lét gera. Hún er byggð á gögnum frá árinu 2002. Húsaleigustyrkir til íþrótta- félaga eru hæstir á Akranesi, rúmar 11.000 krónur á hvern íbúa, en lægstir í Reykjavík þar sem þeir nema tæpum 4.000 krónum. Alls nemur húsaleigustyrkurinn rúmum 400 milljónum króna í borginni. Öll sveitarfélögin sjö sem tóku þátt í könnuninni veittu íþrótta- félögum rekstrarstyrki. Þeir reyndust lægstir í Reykjavík mið- að við íbúafjölda en hæstir í Garðabæ. Munurinn milli sveitar- félaganna er rúmar 2.000 krónur á hvern íbúa. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabanda- lags Reykjavíkur, segir að styrkir til íþróttafélaga séu greiddir með mismunandi hætti. Í Reykjavík sé til dæmis ekkert sem heitir styrkir til íþróttastarfsins annað en ferða- styrkir og húsaleigustyrkir. Í ná- grannasveitarfélögunum séu greiddir rekstrarstyrkir, til dæmis fyrir þjálfun barna. Að öðru leyti komi Reykjavík vel út úr saman- burðinum auk þess sem borgin hafi byrjað að styrkja íþróttafull- trúa hjá hverfisíþróttafélögunum í Reykjavík fjárhagslega eftir að samanburðurinn var gerður. Flest íþróttafélög voru starf- andi í Reykjavík, 54, en fæst í Garðabæ, eða fimm. Fjöldi iðk- enda er frá rúmlega 1.500 á Akra- nesi til tæplega 34.000 í Reykja- vík. Hlutfall af íbúafjölda er hæst í Garðabæ þar sem rúmlega 45 prósent íbúa eru skráðir iðkendur í íþróttafélögum. Næstir koma Akureyringar þar sem tæplega 39 prósent íbúa eru skráðir í íþrótta- félag. Lægsta hlutfallið er í Kópa- vogi þar sem 27,4 prósent íbúa eru skráðir iðkendur. ghg@frettabladid.is jólagjöf Hugmynd að fyrir hann Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Deluxe álkerra Afar sterk tvöföld rörgrind. Vatnsbrúsi og skorkortahaldari fylgja. Verð áður 9.990 kr. 30% afsláttur. Verð6.990kr. Ambassador kerrupoki Sérlega vel hannaður poki með mörgum vösum. Verð áður 14.990 kr. 50% afsláttur. Verð 7.490 kr.ÍSLENS KA A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 Borgin greiðir rúmar 400 milljónir til íþróttafélaga Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur gert samanburð á styrkjum sveitarfélaga til íþróttafélaga. Miðað við höfðatölu greiðir Reykjavík einna minnst til íþróttafélaga. Hæsta hlutfall íþróttaiðkenda er í Garðabæ. Á LAUGARDALSVELLI 54 íþróttafélög störfuðu í Reykjavík árið 2002 og í þeim voru tæplega 34.000 skráðir iðkendur. RÓM, AP Romano Prodi, sem ný- lega lét af embætti forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, stimplar sig á ný inn í stjórnmálalífið á Ítalíu með kraftmikilli gagnrýni á Silvio Berlusconi forsætisráðherra. Prodi segir „stórslysaástand“ hafa ríkt í ítölskum stjórnmálum þau þrjú og hálft ár sem Silvio Berlusconi hefur verið þar við völd. Berlusconi hafi grafið undan dómsvaldinu, skapað óreiðu í ríkisfjármálum og aukið misrétti. Ný vinstristjórn þurfi að ein- beita sér að „unga fólkinu, inn- flytjendum og suðurhéruðum“ landsins, þar sem fátækt er meiri en annars staðar í landinu. ■ Romano Prodi: Gagnrýnir Berlusconi hástöfum ROMANO PRODI Prodi snýr aftur til ítalskra stjórnmála með gagnrýni á Berlusconi forsætisráðherra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.