Tíminn - 04.08.1974, Side 2
2
TÍMINN
Sunnudagur 4. ágúst 1974.
Sunnudagur 28. júli 1974
X
4
Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.)
Það er rétt eins og athafnasemi þin verði með
mesta móti i dag og starfsviljinn ódrepandi. Það
er gott, og gerðu ekki of litið úr þvi. Yngri aðili
sýnir þér trúnað, sem þú má.tt ekki bregðast
Þar er sönn vinátta.
Fiskarnir: (19. febr-20. marz)
Farðu varlega i umferðinni i dag. Þetta er ekki
rétti dagurinn til ferðalaga, nema gæta ýtrustu
varúðar. óvænt frétt, ef til vill varðandi fjár-
hagslegan ávinning, er hugsanleg i dag, og það
verður að athuga vel.
Hrúturinn. (21. marz-19. april)
t dag sannreynir þú það, að ekki er allt gull sem
glóir. Þú skalt reyna að ljúka við verkefni, sem
dregizt hefur á langinn, þvi að trassist það
lengur, er harla óvist, að þú fáir svo mikið sem
laun erfiðis þins.
Nautið: (20. april-20. mai)
Það er ekki óhugsandi, að þú umgangist
ókunnugt fólk i dag, og það er allt undir þér
sjálfum komið, hvort þau kynni verða þér til
ánægju og gagns. Þú skalt fara með gát að þvi að
stofna til varanlegra kynna i dag.
Tviburamerkið: (21. mai-20. júni)
Það er eins og þér gefist tækifæri i dag til að
gera ráðstafanir varðandi betri kjör þér til
handa. Annars skaltu i þessum efnum hafa
hugfast, að þér kemur hreinskilni að mestu liði
og eigin atorka.
Krabbinn: (21. júni-22. júli)
Það er rétt eins og það skapist einhverjar hag-
stæðar kringumstæður hjá þér i dag i mikilvægu
máli, sem snertir þig og fjölskyldu þlna. Dagur-
inn getur orðið hagstæður, ef þú skipuleggur
málin nógu vel.
Ljónið: (23. júli-23. ágúst)
Þú skalt fara þér hægt I dag. Þú gætir lent I
deilum um eitthvert ómerkilegt málefni og tekið
einum of stórt upp i þig, en þaö er alls ekki þess
virði og gerir þig minni mann. Notaðu sköpunar-
gáfuna I dag.
Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept)
Þetta er mesti rólegheitadagur, sem virðist ekki
bjóða upp á neitt sérstakt, annaö en það, að þú
skalt ekki vera aö stússa i vinnu eða viðskiptum i
dag, en halda hvildardaginn heilagan i orðsins
fyllstu mynd.
Vogin: (23. sept-22. oktj
Þú ert að stússa I einhverju, og nú þurfa allir aö
leggja orð i belg, enda ertu umræddur. Hitt er
annað mál, að i dag að minnsta kosti eru ekki
miklar likur til þess, að þér verði ráðlagt af
neinu teljandi viti.
Sporðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.)
Það litur bara út fyrir, að það veröi talsvert að
gera I dag, og ýmsir óvæntir atburöir vekja
góðar vonir. Það er mikilvægt, aö þú rísir árla úr
rekkju — og íhugirlifið og tilveruna sérstaklega.
Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.)
Þaö er rétt eins og ástamálin séu eitthvaö furðu
leg i dag. Þess vegna skaltu fara varlega i sam-
skiptum þinum við hitt kyniö. Þú skalt búa þig
undir, að siðari hluta dagsins komi upp einhver
misskilningur.
Steingeitin: (22. des.-19. janj.
Þetta er afskaplega rólegur dagur, sem liður
átakalaust og er fremur viðburðasnauður. Undir
kvöldið gæti komið upp vandamál i peninga-
málunum, og skaltu leita ráðlegginga hjá þeim,
sem þú treystir bezt, og fara eftir þeim.
AUSTUR-
FERÐIR
Um Grimsnes — Laugarvatn — Geysi —
Gullfoss
Um Selfoss — Skeiðaveg — Hreppa —
Gullfoss.
Um Selfoss — Skálholt — Gullfoss — Geysi.
Daglega frá BS! — Simi 2-23-00 — ólafur'
Ketilsson.
Litið inn í sýningardeild Reykjavíkurborgar í
Laugardalshöllinni
Reykjavík er líka
1100 ára gömul
Það er eftirtektarvert,
hve sú málvenja er rík, að
segja Reykjavík fyrir
sunnan. Hann er fyrir
sunnan, segja þeir sem búa
í Flóa og i Selvogi, þótt
borgin sé í norð-vestur, eða
því sem næst. Þessi mál-
venja er svotil jafn gömul
Jandinu sjálfu, eða byggð
þess, því Ari f róði segir svo
um Ingólf Arnarson, sem
flutti á mölina fyrir ellefu
öldum: Hann byggði suður
í Reykjavík.
Síðan Ari ritaði Land-
námu eru rúm 850 ár (1122-
1133), eða réttara sagt þá
fyrri, sem nú er glötuð, en
þá sem varðveittist, ritaði
hann líklega kringum árið
1150.
Seinvirkur hefur Ari
verið, en hann ritaði með
blóði á skinn. Gera má því
ráð fyrir, að þetta stagl
hafi kostað þjóðina mikið,
ef það hefði verið ritað á
fullu kaupi á vorum dög-
um, ef til vill milljónir
króna.
Byggði suður í Reykjavík
„Hann byggði suður i Reykja-
vik,” það hefur veriö sannað meö
bókum og með kolefnarannsókn-
um hefur tekizt að rekja manna-
vist á lóð Ingólfs allt að 900 ár aft-
ur i timann.
Landnám Ingólfs náði yfir
mörg sveitarfélög á nútimavisu,
yfir alla Gullbringu- og Kjósar-
sýslu og yfir hluta af Árnessýslu,
og þetta svæði er og hefur verið,
verðmætt land, þvi á þessu svæöi
búa nú á að gizka 125.000 manns.
Ingólfur Arnarson og niðjar hav.s
koma við stjórnmálasögu þjóðar-
innar fram til ársins 999, er
kristni er lögleidd, en þá var
Þormóöur, afkomandi Ingólfs og
Hallveigar allsherjargoöi, en sið-
an dettur ættin út úr pólitikinni og
kemur ekki framar við sögu sem
slik.
En sagan streymir fram.
Reykjavik, eða Hólmurinn, varð
fljótlega verzlunarstaður, enda
svipaðar aöstæöur og I Kaup-
mannahöfn og Refshalaey, þar
sem borgir stóöu. Effersey bar
skugga á Reykjavik um aldir, unz
verzlunarhúsin voru flutt þaðan
árin 1779-1780, en sem dæmi um
menningarástandið I Reykjavik á
þeim dögum voru árið 1700 606
Ibúar á svæðinu, sem nú tekur yf-
ir Seltjarnarnes, Kópavog og
töluverðan hluta Reykjavikur,
þar af voru 127 niðursetningar.
Fimm áratugum siðar, eða árið
1750, voru 484 ibúar i (Reykja )
Vikursókn. Ólæsir voru 333 en
læsir 151, og má þvi segja eins og
maðurinn: Drengurinn varð
snemma ólæs.
„ Rekstrargrundvöllur"
Innréttinganna slæmur
Auðvitað hlaut niðurlægingin
og eymdin I Reykjavik að ganga i
hjarta margra góðra manna.
Skúli Magnússon landfógeti var
einn þeirra. Hann stofnaði til
Innréttinganna af miklum stór-
hug, svo einna helzt minnir á vitr-
ustu rikisstjórnir seinustu ára-
tuga. Hann sá, að efling atvinnu-
lifsins var undirstaða menningar
og andlegra framfara. Sá, sem
ekkert kunni, gat ekki aflað sér
viðurværis, og hann átti ekki við
latinu, eða neinn andlegan brjóst-
hroða, heldur við heilbrigð störf,
iðnað og fiskveiðar og þótt
..rekstrargrundvöllur" væri ekki
fyrir hendi, þá var tekinn steinn
úr skriðu, sem fór af stað, og með
konungsúrskurði frá 18. ágúst
1786 hlaut Reykjavik kaupstaðar-
réttindi, en þá voru íbúar hennar
167, eða komust fyrir i tveim
strætisvögnum.
Alþingi flutti til Reykjavikur
1798, (að visu lagt af tveim árum
Siguröur Magnússon, blaðafull-
trúi Reykjavlkurborgar á sýning-
unni I Laugardalshöll.
siðar, og stofnaður I staðinn
landsyfirréttur). Hér settust að
stiftamtmaður, biskup og land-
fógeti. Reist var dómkirkja og
menntaskóli.
Reykjavikurborg heldur þjóð-
hátið um verzlunarmannahelg-
ina, og stendur hún, eins og góð
brúðkaup gerðu, i þrjá daga og
þrjár nætur. A öðrum stað verður
fjallað um þann fagnað, en hér á
hinn bóginn reynt að ræða nokkuö
um aðra hátið nokkru kyrrlátari,
en það er sýningin Þróun 874-1974,
sem nú stendur yfir i Laugardals-
höllinni, en þar er Reykjavikur-
borg þátttakandi og viö hittum
blaðafulltrúa Reykjavikur-
deildarinnar, Sigurö Magnússon,
og lögðum fyrir hann nokkrar
spurningar:
Rætt við Sigurð
Magnússon
blaðafulltrúa,
sem rifjar upp
sögu höfuð
borgarinnar
— Hvernig segið þið söguna á
sýningunni?
— Við segjum söguna með þvi
að rifja upp eitt og annað frá Ara
fróða, og við sýnum styttuna af
Ingólfi Arnarsyni landnáms-
manni. Ennfremur höfum við
ýmislegt annað, sem rökstyður
það, sem Ari segir, að þar sé
greint.rétt frá, en það eru myndir
frá uppgreftrinum á bæ Ingólfs og
Hallveigar eða þar sem álitið er,
að hann hafi staðið, og þótt ekkert
hafi fundizt sem beinlinis má
eigna þeim gömlu hjónum, þá
hefur það sannazt, að fólk hefur
búið i Reykjavik á dögum Ingólfs
Arnarsonar.
Siðan er stiklað á stóru i sög-
unni, en þar er notazt áfram við
ýmis eyktamörk aldanna.
Reykjavik hverfur nú að mestu af
sögusviðinu, þegar ættir Ingólfs
detta út úr pólitikinni eins og þú
segir. Við vitum þó, að hér er
komin kirkja um 1200. Siðan er
Reykjavik hulin i sögunnar móðu
unz aftur birtir, þegar til skjal-
anna kemur Skúli landfógeti, sem
eiginlega verður að teljast faðir
þeirrar Reykjdvikur, er við ræð-
um um nú á dögum.
Sker sig úr fróðleg og
spaugsöm
— Nú eru ýmsar aðferðir við að
segja söguna. Það má segja hana
út frá stjórnmátum, hagfræði eða
listum. Hvaða aðferðum hafið þið
kosið að beita?
— Ég hygg að meginstefnan
hér hafi verið sú að reyna að gera
flókna hluti einfalda. Sýningar-
deild okkar sker sig dálitið úr öðr-
um deildum þessarar sýningar,
þvi hún er hvort tveggja i senn
fróðleg og dálitið spaugsöm. Við
sjáum hér frá siðari timum alls
konar furðufugla og ýmislegt
annað, sem kemur nútimamanni
einkennilega fyrir sjónir, og vek-
ur hann til umhugsunar um lifs-
skoðun og kjör manna i borginni á
löngu liðnum timum.
— Hér er t.d. vagninn (likan),
sem notaöur var til að aka þeim
heim, sem farið höfðu halloka i
viðskiptum sinum viö Bakkus.
Þetta virðist okkur dálitið spaugi-
legt, eöa jafnvel ómannúölegt, en
i raun og veru var þetta ágæt
kista til sins brúks, og vel hefur
farið um menn i hálminum, og
nóg loft komst inn um loftgötin.
Hér fylgir áletrun svipaðrar ætt-
ar, en það er kæra á Hólmskaup-
mennina (Reykjavikurkaup-
Valdi Pól. lögreglumaður. Hann var annar I röö þeirra, er gegndu lög-
regluþjónsstarfi i Reykjavik og þótti snjall við að hafa hendur í hári
þjófa. Þessi vinsæli lögregluþjónn andaöist órið 1926. Allir eldri Reyk-
vikingar kunna skil á pólitii æsku sinnar. Hann hét fullu nafni Þorvald-
ur Björnsson, (prests I Holti), og hann fór oft riðandi um götur borgar-
innar i einbættiserindum.