Fréttablaðið - 13.12.2004, Page 21

Fréttablaðið - 13.12.2004, Page 21
MÁNUDAGUR 13. desember 2004 3 Erla Sólveig Óskarsdóttir er ein af okkar fremstu húsgagna- hönnuðum. Hún hefur selt hönn- un sína víða um heim. Erla Sólveig hefur fengist við ýmsa ólíka hönnun en eflaust eru stólarnir hennar hvað þekkt- astir enda hafa þeir hvarvetna vakið verðskuldaða athygli og selst mjög vel. Stólinn Dreka hannaði Erla Sólveig árið 1998. Hann er til í mörgum litum, er staflanlegur og hentar því vel á veitingastaði eða kaffihús. Svo vinsæll hefur þessi stóll verið að nú er komin eftirlíking af honum sem er fjöldaframleidd í Kína. Jaki er tignarlegur stóll úr spónlögðum kirsuberjaviði eða hlyn, grindin er úr krómuðu stáli og armarnir eru úr svörtu pólýúrítan. Stóllinn hentar vel sem borðstofustóll en hefur líka verið vinsæll í ráðstefnusali. Bessa kynnti Erla Sólveig á Skandinavísku húsgagnahátíð- inni árið 2001 þar sem hann vakti mikla athygli fyrir klass- íska og einfalda hönnun. Bessi er samsettur úr stálgrind og bólstruðu sæti, en einnig er hægt að fá sætið úr viði og lakk- að. Stólarnir hennar Erlu Sól- veigar fást í Epal, Skeifunni. Dreki, Jaki og Bessi Falleg íslensk hönnun Te og kaffi - Innova, til í mörgum litum, 52.900 kr. Kaffiboð - Koala Vice Verca. Hönn- uður Luca Trazzi, til í mörgum lit- um 23.900 kr. Te og kaffi - Francis Francis, til í mörgum litum, 51.900 kr. Einar Farestveit - Saeco Incanto deLuxe 78.800 kr. Kaffihúsið heim í eldhús Innreið þróaðra kaffivéla á heimilin virðist engan endi ætla að taka. Eftir að kaffi- húsamenning myndaðist hér í Reykjavíkurborg hefur kaffivitund fólks aukist til muna og er kaffi ekki lengur bara kaffi, auk þess sem kaffidrykkja er orðin að lífs- stíl hjá fólki sem kemur við á kaffihúsunum á leið- inni í vinnuna og grípur með sér einn glóðvolgan macchiato eða latte. Það er ekki ókeypis að fá sér einn kaffibolla á kaffihúsunum og því velja sumir að færa kaffi- húsið heim og fá sér góða kaffivél í eldhúsið. Úrvalið er nánast ævin- týralegt og eru til frábærar kaffi- vélar í mörgum verslunum borg- arinnar sem framreiða dýrindis kaffi ásamt flóaðri mjólk. Útlit og verð er mjög mismunandi og því vert að gefa sér tíma til að fara vel í gegnum úrvalið áður en fjárfest er í kaffihúsakaffivél fyrir heimilið. Kaffiboð - Bugatti Blá, til í mörgum litum 53.900 kr. á kynningarverði. Dreki, barstóll kr. 21.900 Bessi kr. 33.000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.