Fréttablaðið - 13.12.2004, Page 45

Fréttablaðið - 13.12.2004, Page 45
MÁNUDAGUR 13. desember 2004 27 [ SÖLUMAÐUR VIKUNNAR ] Nafn og vinnustaður: Linda Björk Stefánsdóttir viðskiptafræðingur, Nethús fasteignasölu, Bæjarlind 6 í Kópavogi. Hversu lengi hefur þú unnið við fasteignasölu? Tæp tvö ár. Hvers vegna fórstu að selja fast- eignir? Þetta starf hefur alltaf kitlað mig pínulítið í gegnum tíðina og þeg- ar tækifærið gafst stökk ég til og sé ekki eftir því. Skemmtilegast við starfið? Þjón- ustan við viðskiptavininn. Kúnstin er að ná fram bestu tilboðunum, bæði fyrir kaupendur og seljendur svo allir geti unað glaðir við sitt. Fyrsta eignin sem þú seldir? Rað- hús í Lindahverfi í Kópavogi. Það seldist mjög fljótt eftir mikinn hama- gang því margir vildu eignast það enda hús í eftirsóttu hverfi. Uppáhaldshverfið? Það er Sala- hverfi í Kópavogi. Þetta er hverfi sem hefur byggst alveg ótrúlega hratt upp, er mjög barnvænt með góðum skóla og leikskóla og ekki skemmir fyrir að ein glæsilegasta sundlaug landsins er að opna þar á næstu mánuðum. Svo er stutt í allar áttir þaðan. Flottasta húsið? Þau eru mörg falleg en eitt af mínum uppáhaldshúsum er Höfði við Borgartún. Afar tilkomumik- ið hús með litskrúðuga sögu. Hvar myndir þú vilja búa ef ekki á höfuðborgarsvæðinu? Á Siglufirði. Það er yndislegur staður innarlega í firði, umlukinn háum fjöllum sem veldur því að veðursæld er mikil þar, góð sumur og alvöruvetur alveg eins og það á að vera (í það minnsta í minningunni). Svo er svo gott fólk þar. Hvernig myndir þú lýsa þínu heimili? Sem alveg yndislegu. LINDA BJÖRK STEFÁNSDÓTTIR Vildi helst búa á Siglufirði Lýsing: Á aðalhæðinni er rúmgóð for- stofa með fataskápum, gestasalerni, holi, stofu og eldhúsi. Holið er opið inn í stofuna og þar er eikarparkett á gólf- um. Stofan skiptist í borðstofu og setu- stofu, með útgangi út á fína og skjól- góða timburverönd. Eldhúsið er með góðum borðkróki, hvítri innréttingu, flísum á gólfi og milli skápa. Inn af eld- húsinu er þvottahús. Af holinu er stigi upp á aðra hæð þar sem er að finna tvö rúmgóð barnaher- bergi með eikarparketti á gólfum og fataskápum, hjónaherbergi með tveimur fallegum kvist- gluggum og mjög stórt baðherbergi með baðkari með sturtuaðstöðu. Úr miðrýminu liggur hring- stigi upp á baðstofuloftið sem er eftir endilöngu húsinu með glugga á gafli hússins og panilklætt. Annað: 23 fermetra bílskúr er í bíl- skúrslengju fyrir framan húsið og er hann með góðu geymslulofti, heitu vatni og rafmagni. 109 Reykjavík Kögursel: Hlýlegt og fallegt parhús á tveimur hæðum með bað- stofulofti. Verð: 27,8 milljónir. Fermetrar: 135,3 Fasteignasala: Draumahús Lýsing: Húsið er tvær hæðir, hvor með sinn inngang, auk kjallara. Á efri hæð- inni er komið inn í flísalagða forstofu og þaðan er innangengt í kjallara. Komið er í parkettlagt hol. Baðherbergi er nýtekið í gegn, flísa- og mósaíklagt í hólf og gólf. Hjónaher- bergi er rúmgott með svölum til suðurs. Barnaher- bergi stórt með skápum, stofur eru stórar, parkettlagð- ar og í eldhúsi eru nýjar og vandaðar innréttingar ásamt tækjum. Neðri hæð skiptist í for- stofu, hol, tvö her- bergi, baðherbergi, eldhús og sam- liggjandi stofur. Suðursvalir eru út frá hjónaherbergi. Annað: Full lofthæð er í kjallara, sem er innréttaður sem 4 íbúðarherbergi, geymslur og þvottaherbergi. 4-5 sérbíla- stæði eru á lóðinni. 101 Reykjavík Garðastræti: Eigulegt og vel staðsett einbýlishús. Verð: 69 milljónir. Fermetrar: 333 Fasteignasala: Fasteignamarkaðurinn ehf. Sundlaug í andlitslyftingu Miklar framkvæmdir eru fram undan á Nesinu. Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á síðasta fundi að ganga til samninga við Verk- fræðistofu Sigurðar Thorodd- sen hf. um hönnun og ráðgjöf vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við Sundlaug Seltjarn- arness. Samkvæmt verkáætlun er reiknað með að heildarkostnað- ur við endurbæturnar verði tæpar fjögur hundruð milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði skipt í fimm hluta og er áætlað að ljúka fyrstu fjórum þeirra á ár- inu 2006. Arkitektar í Cambridge Stunda nám í ónýtu hús- næði. Framtíðararkitektar við nám í Cambridge-háskóla þurfa vænt- anlega að gera hlé á námi sínu á næstunni þar sem kennsluhús- næði þeirra er óviðunandi. Ákvörðun um lokun hússins, sem er 100 ára gamalt, verður tekin á næstu dögum. Náms- mennirnir hafa fordæmt lokun- ina og hundruð stúdenta söfnuð- ust saman í Cambridge í vikunni til að þrýsta á skólayfirvöld að gera eitthvað í málunum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.