Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 1
Stjórnventlar . Olíudælur Olíudrif * f/ && Landvélar hf " 192. tölublað — Sunnudagur 6. október—58. árgangur ) ------------ '■■■» Dömur! Nýjung! DRESSFORM fatnaöur loks á Islandi Pantið bækling núna 33373 Sjálfvirkur simsvari allan sólarhringinn. Póstverzlunin Heimaval, Kópavogi. - ÍDAG r »■■■■■»■ — ■■ „Milli manns og hests og hunds / hangir leyniþráöur”. Flestir munu telja, aö skáldiö, sem svo orti, hafi haft lög að mæla, og vlst skal það ekki dregið i efa hér. Þó má vera, að tvímælis orki, hvort orðið „leyniþráður” hefur verið nógu gaumgæfi- lega valið. Þvi er nefnilega svo farið, að þar sem á annaö borð hefur tekizt gott sam- starf með manni, hesti og hundi, hefur ekki veriö um neinn „leyniþráð” að ræða, heldur opinbera vináttu, augljósa öllum, er sáu. Og enginn veit nema sá sem reynt hefur, hvflfkan stuðn- ing þeir geta haft hver af öðrum, allir þrir. Hér birtist mynd af Birni — Levi Péturssyni, bónda á Stóruborg i Vestur-Húna- vatnssýslu, ásamt hesti hans og hundi. En þvi miöur verð- umviöað játa það, að okkur er ókunnugt um nöfn þeirra tveggja, sem siðast voru taldir, hestsins og hundsins. Þeir ættu þó rétt á að fá sin nöfn skráð við myndina, engu siöur en eigandi þeirra. Sjá myndir og frásögn af hestaréttum bls. 20 og 21. Mannfæð háir rannsóknar■ lögreglunni í Reykjavík rannsóknarlögreglumenn verða að leggja nótt við dag til þess að hafa undan Gsal-Reykjavik — Vegna mann- fæðar getum við ekki sinnt öllum þeim verkefnum, er til okkar ber- ast og sú þjónusta, sem við veit- um, er lakari en nauðsynlegt er. Þannig fórust Magnúsi Egg- ertssyni yfirrannsóknarlögreglu- þjóni orð, er við inntum hann eftir hvort þaö væri rétt, sem okkur hefði borizt til eyrna, að mannfæð stæði rannsóknarlögreglinni svo mjög fyrir þrifum, að oft á tiðum þyrftu rannsóknarlögreglumenn að leggja nótt við dag til að geta sinnt nauðsynlegum verkefnum. Rannsóknarlögreglum aður, sem við höfðum tal af, sagði, að starfsvilji allra, sem vinna að rannsókn afbrotamála, væri ein- stakur. Hins vegar væri öllum ljóst, að ekki væri hægt að halda lengi áfram á þessari braut. Magnús Eggertsson sagði, að verkefnunum fjölgaði dag frá degi, en starfsliðinu fjölgaði ekki að sama skapi. — Þetta ástand hefur varað nokkuð lengi og er vissulega m jög bagalegt. Viö höfum margsinnis farið fram á að starfsliðinu yrði fjölgað, — en það hefur ekki náð fram að ganga, sagði Magnús. Útgerð á Blönduósi — 30 rækjubótar hafa sótt um veiðileyfi í Húnaflóa BH-Reykjavlk. —Þrlr bátar hafa veriö keyptir til Blönduóss til að stunda þaðan rækjuveiðar I vetur, en I fyrravetur var stofnað á Blönduösi hlutafélag um rækju- vinnslu þar, Særún hf. Rækjuver- tlð á Húnaflóa er enn ekki hafin, en um 30 bátar munu sækja um lcyfi til rækjuveiða þar. Blaðið haföi samband við Kára Snorrason á Blönduósi i gær og spuröist frétta, en Kári er einn hluthafinn I Særúnu hf. Sagöist honum svo frá, að vélar til rækju- vinnslu hefðu verið keyptar, og samið hefði verið við báta um veiðar fyrir vinnsluna, en þeir hefðu ekki fulvægt skilyrðunum, sem sett eru til úthlutunar leyfa. Ekki hefði þeim félögum heldur reynzt unnt að fá afla hjá öðrum bátum, og þvi hefði öllu verið slegið á frest þar til nú. Rækjuvertiðin átti að hefjast 1. október, en hún er ekki hafin enn, og leyfaúthlutunin virðist eitt- hvert vandamál. Taldi Kári ástæðuna vera þá, að nú ætti rækjuvinnslan að hefjast á Blönduósi. Um rækjuaflann á Húnaflóa á siðasta ári er það að segja, að byrjað var á að leyfa 1700 tonn, svo var það hækkað upp I 2300 og þegar rækjuvertið loks lauk, þegar komið var fram I april, að Kára minnti, var aflinn kominn upp i 2300 tonn, og var hann að mestu unninn á Skagaströnd. — Samkvæmt reynslu Vestfirð- inga, sagði Kári, þá þykir það ósköp viðunandi, að hver verk- smiðja fái svona 300 400tonn,og við á Blönduósi trúum þvi ekki, að við verðum útilokaðir frá þessu. Þetta er það eina sem starfað er við útgerð hér, og það er okkur öllum mjög mikið kappsmál, að þessi rækjuvinnsla komist upp. Kári sagði okkur frá bréfi, sem hreppsnefnd Blönduóss hefur sent sjávarútvegsmálaráðherra, þar sem skorað er á hann að gæta þess við úthlutun rækjuveiðileyfa við Húnaflóa á komandi vertið, að Ibúar Blönduóss fái eðlilega hlut- deild I leyfðum afla, miðað við Ibúa annarra byggðarlaga við flóann. Bendir hreppsnefndin á, aö með rækjuveiðum og rækju- vinnslu verði rennt fleiri stoðum undir atvinnulif staðarins en ver- ið hefur, og telur hreppsnefndin það mjög æskilegt til að tryggja afkomumöguleika ibúanna. Rækjuvinnslan Særún hf. hefur lagt I tugmilljóna króna kostnað vegna starfsemi sinnar, og hefur fengið hina beztu aðstöðu i slátur- húsinu á staðnum. Hefur verið á það bent hér i blaðinu áður, hversu heppilegt væri að nýta sláturhúsin, með öllu sinu frysti- rými, til vinnslu sjávarafla, milli þess sem þau gegna ætlunarverki sinu. Aö þvi er við bezt vitum hafa 30 bátar sótt um veiðileyfi að þessu sinni: þessir þrir áðurnefndu frá Blönduósi, og 27 bátar frá öðrum stöðvum. t fyrra fengu 22 bátar leyfi til rækjuveiða. Hjá rannsóknarlögreglunni I Reykjavik vinnur 31 maður. Þeir vinna þó ekki allir að rannsókn afbrotamála. Við spurðim Magnús Eggerts- son, hvað hann teldi, að fjölga þyrfti um marga starfsmenn hjá rannsóknarlögreglunni. — Þeir þyrftu að vera æði- margir. 1 sannleika sagt tel ég, að starfsmönnum þyrfti að fjölga um þriðjung, frá þvi sem nú er, — ef vel ætti að vera. Halldór Þorbjörnsson yfirsaka- dómari sagði Timanum i gær, að rétt væri, að með núverandi mannafla réðu þeir ekki við verk- efnin. Það gilti það sama um sakadóm og rannsóknarlögreglu i þeim efnum. Við spurðim Halldór, hver á- stæðan væri fyrir þvi, að beiðnir um fjölgun i starfsliði rannsókn- arlögreglu og sakadóms hefðu ekki náð fram að ganga. Ekki kvaöst Halldór vita það, en sagði, að stöðugt væri reynt að bæta úr þessu ástandi, og ef vel ætti að vera, þyrfti nauðsynlega að fjölga starfsliðinu allverulega. — Þessi mannfæð bitnar á öll- um þáttum okkar starfs. Þó er aö sjálfsögðu reynt eftir mætti að láta þetta ekki koma niður á meiri háttar afbrotamálum, sagði Halldór að lokum. Jakob Frímannsson 75 óra JAKOB FRIMANNSSON, fyrrverandi framkvæmda- stjóri KEA, um langt skeið einn hinna atkvæðamestu forvigismanna samvinnu- hreyfingarinnar I landinu, verður 75 ára á morgun, mánudaginn 7. september. Jakob Frlmannsson hóf störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga árið 1918 og áriö 1924-1939 var hann fulltrúi og staðgengill framkvæmda- stjóra. Arið 1940 gerðist hann framkvæmdastjóri KEA, og þvi starfi gegndi hann slðan óslitið i rúm þrjátiu ár. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa i þágu sam- vinnuhreyfingarinnar um langt skeið, og er meðal annars formaður stjórnar Sambands islenzkra samvinnufélaga. Hann lét einnig mjög að sér kveða i bæjarmálefnum Akureyrar og átti sæti i bæjarstjórn og bæjarráði um tugi ára. Jakob er kvæntur Borg- hildi Jónsdóttur. Hann verður erlendis á afmæli sinu. Jakob Frimannsson Tvær milljónir rúmetra af vikri í Vest mannaeyja- kaupstað — sjd bls. 40 Rjúpnaveiði tíminn lengdur? — sjd bls. 40 f A vettvangi — nýr þdttur um stjórnmdl — sjd bls. 12 • Hvernig vegnar Græn lendingum í Danmörku? — sjd bls. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.