Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. október 1974. ItMINN 3 þegar hund- urinn kom — Ég get ekki sagt, aö hér sé einmanalegt. Siðan við komum hingað 6. ágúst, hafa liðið lengst fimm dagar milli þess að við höf- um fengið heimsókn. Framanaf komu hér oft margir bilar á dag og stundum fullsetnir rútubilar. Engin ástæða er þvi til að kvarta yfir þvi, að ekki sé hér félags- skapur, þótt nú sé orðið strjálla milli þess, að einhver kemur. Þetta sagði Bergþóra Helgadótt- ir, sem ásamt manni slnum Stefáni Jónssyni dvelur á veður- athugunarstöðinni á Hveravöll- um, er Timinn hafði tal af henni. — Og þótt komið sé fram i októ- ber, fáum við enn gesti. Siðast kom bill hingað I fyrradag og i dag eigum við von á öðrum bil, sem kemur hingað á vegum Veð- urstofunnar með vistir til vetrar- ins. — Hér á staðnum er lika góður félagsskapur, við hjónin og hund- ur, sem segja má, að sé heimilis- fastur á Hveravöllum, þvi hjónin, sem voru hér undan okkur, tóku hann hingað, þegar hann var hvolpur, og hér er hann enn og kann greinilega vel við sig. — Áður en hundurinn kom var hér nokkuð af tófu, og kom hún heim að veðurathugunarstöðinni og át það sem fyrir hana var lagt, en eftir að hundurinn kom lætur lágfóta ekki sjá sig, en hún býr hér i nágrenninu og við vitum um nokkur greni. Hér uppi á hálend- inu er talsvert af fugli. Mikið er af hrafni og gefum við krumma matarögn annað veifið og þiggur hann það með þökkum. Einnig er mikið hér af snjótittlingi og tals- vert af rjúpu. Hjónin á Hveravöllum eru bæði 25 ára gömul. Bergþóra er frá Egilsstöðum á Fljótsdal, en Þor- valdur frá Blönduósi. Aðspurð sagði Bergþóra, að þau hefðu sótt um þetta starf, þegar það var auglýst til að fá svolitla tilbreyt ingu i tilveruna og kunna þau bæði prýðilega við sig svo fjarri byggð. Undanfarna daga hefur verið gott veður á Hveravöllum þýða, en svolitil föl á jörðu. Sambyggður plötuspilari og 2x10 sinus watta magnari — 2 stk. CR 100 hátalarar, 20 wött — PC 30 Picup — 3ja ára ábyrgð — Verð kr. 69.800 — Góðir greiðsluskilmálar & : á Þorvaldur og Bergþóra með hundinn sem heimilisfastur er á Hvera- völlum. Fyrri eigendur hans, sem störfuðu i veðurathugunarstööinni urðu að skilja hann eftir er þau fluttu suður en uppi á háiendinu amast enginn við honum nema tófan, sem ekki hefur iátið sjá sig heima við hús slðan hundurinn kom. Þau hjónin eru nú búin að vera tvo mánuði á Hveravöllum og kunna vistinni hið bezta. Mynd Stefán Nikulásson. Ung hjón tekin við starfi ó Hveravöllum: Tófan hvarf IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS ? tilkynnir hluthöfum: Sá frestur er hluthöfum var veittur, með bréfi bankans dags. 1. júni s.l. til að skrá sig fyrir kaupum á nýju hlutafé, framlengist til 15. okt. n.k. JL Hluthöfum, er hafa skráð sig fyrir kaupum á nýju hlutafé, er bent á, if^ a& gjalddagi 1. greiðslu hluta- ' fjárins var 1. okt. s.l. PIOIMEER CS-RIOO A new high-performance speaker system featuring outstanding transient characteristics, linear response, low distortion and wide dispersion. ÞRÁTT FYRIR ALLT OG ALLT erlendar verðhækkanir, gengisfellingu og söluskattshækkun — getum við ennþá boðið hin frábæru Pioneer hljómtæki Á HAGSTÆÐU VERÐI PIOMEER' C-4500 Compact stereo system with high-performance stereo tumtable and low-distortion amplifier.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.