Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 21
20
TÍMINN
Sunnudagur 6. október l»74.
Sunnudagur 6. október 1974.
DARRAÐARDANS
hrossa-
réttinni
I c V- “ *
f
£áz I
ISl!
f J
\ (
Jj
AAyndir og skrif:
Gunnar & Baldur
: ♦ *%&"** 1
Svona, þaö þýöir ekkert aö láta svona!
Ætlaröu aö vera eins og maöur, heivizkur graddinn? — En þaö komu ekki allir til aö gllma viö óhemjur.
HAUSTLITIRNIR voru
rikjandi við hestarétt-
inda i Viðidalnum, og
það var andkalt.
Næðingurinn lagðist að
fólki og hestum og sló
fölva sinum á skæra liti
jarðar, fatnaðar fólksins
og auðvitað hestanna,
sem þarna voru hundr-
uðum saman, orðnir
vetrarlegir á svipinn og
loðnir nokkuð, allflestir.
DumbungurinmVeðrinu átti i vök
aö verjast fyrir skapinu, sem
þarna réði, ákafanum, . eld-
móðnum, — formælingar, stunur
og hví fylltu loftiö, stjan og bras
og umbrot, más og stympingar
það var rumið og hviað og slegið á
lendar og sparkað i siður.
Hrossakóngar Húnvetninga eru
ánægðir með þessa eign sina.
Þeim er ekkert gjarnt að láta
mikiö af henni. Þetta er svo sem
engin búbót, en það er fegurð og
tign yfir þessum bústofni — og
það þarf litið fyrir þessu að hafa.
Svo er ánægja af þessu i réttun-
um.
Þeim er gjarnara að tala um
hryssur en merar, nema rétt
meðan þær fara sem hroðalegast
i skapið á þeim, en þá er nú lika
allt látið fjúka. En það er lika
alveg sama, hversu erfiður grip-
urinn hefur rey.nzt, hversu
margir hafa þurft að leggjast á
hann, hversu hart hefur þurft aö
kippa i taglið til að beina honum
leið inn i dilkinn, og hversu
magnað andrúmsloftið hefur
orðið af formælingum og and-
skotasæringum, — alltaf skal
klappað á lendina og sagt „Sona,
greyiö” að leikslokum. Þetta er
fyrirgefningarstimpillinn á
viöureignina.
Þeir kölluðu hann Timatindát-
ann, ljósmyndarann okkar, sem
hætti sér i réttinda til þeirra
Vlðdælinga að þessu sinni, til þess
að hjálpa til og afmynda að-
farirnar. Honum varð það til lifs i
eitt skiptið að sjá út undan sér
sneggra en aðrir menn, svo að
hann skaut sér undan i tima, en
afturfótur hryssunnar straukst
við hann og skall á siðu næsta
manns, svo að sparkið endur-
ómaði i vitum hans. Hross bita
ekki, þótt fingrum sé tekið fram
fyrir granir, eina vörn gegn
fruntalegri framkomu er sú, að
þau sparka, og þá geta þau orðið
óhemju afturlöng, þvi að þau
leggja ekki bara löppina i
sparkið, heldur allt, sem þvi
fylgir, og mættu dáðar knatt-
spyrnuhetjur af læra.
Þaö er óhætt að fara inn i
almenninginn. Það þarf enga sér-
staka fagmenn til, —- og þaö er
hverjum manni hollt að etja
kappi við góðan og sterkan hest,
elta hann uppi og fá að sjá skilrik-
in hans, sem hann ber á eyrunum.
Þarna kemur lika fram þessi
ánægjulegi hugsunarháttur okkar
Islendinga, að vinna saman,
þegar einhvers þarf við. Hætt er
viö, að hrossaréttir tækju lengri
tima, ef einstaklingseðlið réði.
Hérna er næsti hestur gripinn,
markið skoðað,og siðan er hjálp-
azt að við að koma honum i réttan
dilk, — þvi fleiri sem hann er
baldnari.
Meðan darraðardansinn er
stiginn i réttinni, eru nokkrir,
sem fara sér að engu óðslega.
Þeir eru fyrst og fremst komnir
til að njóta þess að hlusta á hófa-
dyninn og sparkið og átökin, og
rifja upp átök sjálfra sin fyrr á
timum. Ekki sjá þeir allir jafn
vel, og margir hafa fórnað þreki
sinu að mestu leyti i stritið, — en
þeir vita sér óhætt, jafnvel þótt
þeir sjái ekki allir jafn vel frá sér.
Blessaðir hestarnir hlaupa ekki á
Skeifing getur þetta mannfólk hagaö sér undarlega!
Þaö höföu ekki allir jafnmikiö fyrir þvl aö handsama þá!
TÍMINN
Hvaö má höndin ein og ein?
neinn. Þeir hlaupa hringsælis,
þangað til þeir eru gripnir, og
stundum er gusturinn frá þeim
svo snarpur, að einhver gamling-
urinn snýst á hæli i rokinu, og
hefur gaman af, og er öruggari
um sig en höfuðstaðarbúinn á
hlaupum yfir Lækjargötu.
Svo hefur kvenfélagið kaffisölu
I skúr, og það er bezta kaffi i
heimi — og hér þarf að gera sér-
staka athugasemd varðandi
bakkelsið. Þvi miður er upptaln-
ing á þvi ekki fyrir hendi, en
takiö orð hinna sannfróðustu
fyrir þvi, að það er útilokað að
framleiða slikt fyrir tvö hundruð
krónur og taka hagnað af. Enda
slikt ekki ætlun þessara hjarta-
rlku kvenna, sem áttu sinn drjúga
skerf af sólargeislum dagsins.
Svo fjúka brandararnir yfir
kaffibollunum. Þá verður mönn-
um svo mjúkt tungutakið, og þeir
segja hug sinn allan: ,,Eg hef
alltaf verið Sjálfstæðismaður af
sannfæringu, en svarinn her-
námsandstæðingur!” Þetta hefðu
þeir bara átt að heyra á Mogg-
anum!
Upp úr fjögur hefur réttarstjór-
inn lokið störfum sinum, og það
hefur verið skipzt á orðum, ekki
öllum jafn fögrum, þvi að menn
gleyma gjarna hógværðinni,
þegar geðið tekur völdin. En bað
stendur aldrei lengi _ að
mönnum sinnist, og þegar allt er
yfirstaðið, eru allir brosandi
glaðir og siðdegissólin hefur glitr-
að I gullnum veigum, sem svalað
hafa þurrum þorstlátum kverk-
um eftir erilsaman dag.
Svo er haldið heim á leið með
stóðið.
Sýndu okkur nafnskirteiniö þitt, góöurinn! Borgarbarniö og brúöguminn Baldvin Björnsson kemur
þarna viö sögu, næstu heigi eftir Akraborgarferðina, og þykist hafa vit á hlutunum.