Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 25

Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 25
TÍMINN 25 Sunnudagur 6. október 1974. 6. október 18.00 Stundin okkar Meðal efnis í Stundinni að þessu sinni er spjall um réttir og önnur haustverk, finnsk teiknimynd, þátturum.Súsi og Tuma og teiknimynda- saga um litinn indiánadreng og ævintýri hans. Höfundur þessarar sögu er vestur- fslenski teiknarinn Charles G. Thorson, sem lengi vann i teiknimyndagerð Walts Disney og átti hugmyndina að ýmsum frægum mynda- sögupersónum, sem þar urðu til. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.30 Bræðurnir Bresk fram- haldsmynd. 13. og siðasti þáttur. t sátt og samlyndi. Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 12. þáttar: Edward hefur i ferð sinni til megin- landsins fundið Parker og komist að raun um, að fyrir- tæki hans er á barmi gjald- þrots. Samkomulagið milli Edwards og Carters er orðið óviöunandi, og Edward vill öllu til kosta að losna við hann. David og Jill hafa ákveðið að ganga i hjóna- band, og nú kemur óvænt i ljós, að Jill hefur erft mikil auðæfi eftir föður sinn. Hún býðst til að lána fyrirtækinu þá peninga, sem þörf er á, til að losna við Carter og komast yfir erfiðleikana i sambandi við gjaldþrot Parkers, en bræðrunum er um og ó að þiggja hjálp hennar, og David endur- skoðar vandlega afstöðu sina til væntanlegs hjóna- bands. 21.20 Glymur dans i höll Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur sýna islenska dansa og vikivakaleiki undir stjórn Sigriöar Valgeirsdóttur. Jón G. G. Asgeirsson raddsetti og samdi tónlist fyrir ein- söngvara, kór og hljóm- sveit. Einsöngvar: Elin Sigurvinsdóttir, Unnur Ey- fells, Gestur Guðmundsson og Kristinn Hallsson. Aður á dagskrá á gamlárskvöld 1970. 21.50 Maður er nefndur Ólafur Bergsteinsson, bóndi á Argilsstöðum i Rangar- vallassýslu. Indriði G. Þorsteinsson ræðir við hann. 22.25 Að kvöldi dags. Sr. Páll Pálsson flytur hugvekju. 22.35 Dagsskrárlok. Mánudagur 7.október 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Onedin skipafélagiðNýr, breskur framhaldsmynda- flokkur. 1. þáttur. Blásandi byr. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Myndaflokkur þessi geristá árunum um og eftir 1860 i Liverpool i Eng- landi, sem þá er ört vaxandi útgerðar- og verslunarbær. Aðalpersónan, James Onedin, er ungur skipstjóri, harðskeyttur og óvæginn og ákveðinn i að eignast sitt eigið skip og afla sér auðs og metorða, hvað sem það kostar. James Onedin er leikinn af Peter Gilmore, en meðal leikaranna eru einnig Anne Stallybrass, Edward Chapman, Brian Rawlinson, Howard Lang, Jessica Benton og James Heyter. 21.25 iþróttir Svipmyndir frá iþróttaviðburðum helgar- innar. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.00 Söngur Andalúsiu Heimildamynd frá BBC um spænska skáldið Federico Garcia Lorca, ljóð hans og æviferil. Þýðand og þulur Óskar Ingimarsson. 23.00 Dagskrárlok. Kaldasti septem- bermánuðurí hálfa öld ÞÓTT MENN dásami veðurblið- una á liðnu sumri, var hitastigið lægra en i meðalári, og septembermánuður hefur ekki verið jafnkaldur i Reykjavik i hálfa öld. Meðalhitinn i september reyndist vera 5.8 gráður, sem er 2.8 gráður undir meðallagi, en árið 1923 var meðalhitinn i sama mánuði álika og i ár. Mánuðina frá júni frá til septemberloka voru sólskins- stundir 119 fleiri en i meðalári, en sólskinsstundirnar i Reykjavik mældust 750 i fyrrgreindum mánuðum. Júni var að visu ekki sérlega sólrikur, en þeim mun meira sólskin var i júli og ágúst. Sem fyrr segir einkenndist ágúst af þvi, hve kaldur hann var. Sé tekinn meðalhiti á landinu i heild, var hann einu stigi lægri en i meðalári. úrkoma mældist i tæpu meðallagi, eða 198 mm. Júli, ágúst og september voru tiltölu- lega þurrir mánuðir, en þeim mun vætusamara var i júni. A Akureyri var meðalhitinn i september 4.8 stig, sem er 3 stigum kaldara en i meðalári i þeim mánuði. Þar var ámóta kalt árin 1963 og 1964. Hlýast var á suðausturhorni landsins. Á Höfn i Hornafirði var meðalhitinn i september 6.6 stig, eða 1.2 stigum kaldara en i meðalári. Gáfu lesrita Gsal-Rvik. — Þrcmur skólum i Hafnarfirði barst nýlega höfðing- leg gjöf frá Lionsklúbbnum Asbirni. Gáfu Lionsmenn skól- unum lesrita, sem er mjög nytsamt tæki við lestrarkennslu, sérstaklega fyrir þau börn, sem eiga örðugt meö lestrarnám. Formaður Lionsklúbbsins Ásbjörns er Gissur Vilhjálmsson. Menntamálaráðuneytið, 2. október 1974. Styrkur til háskólanáms í Sviss Svissnesk stjórnvöld bjóða fram styrk handa ls- lendingi til háskólanáms I Sviss háskólaarið 1975-76. Ætlast er til þess, að umsækjendur hafi lokið kandidatsprófi eða séu komnir langt áleiðis i háskóla- námi. Þeir, sem þegar hafa verið mörg ár i starfi eða eru eldri en 35 ára koma að öðru jöfnu ekki til greina við styrkveitingu. Styrkfjárhæðin nemur 750 frönkum á mánuði fyrir stúdenta en allt að 900 frönkum fyrir kandidata. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra fjárhæö til bókakaupa og er undanþeginn kennslugjöldum. — Þar sem kennsla i svissneskum háskólum fer fram annaðhvort á frönsku eða þýsku er nauðsynlegt, að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á öðru hvoru ' þessara tungumála. Þurfa þeir aö vera undir það búnir, að á það verði reynt með prófi. Umsóknum um styrk þennan skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. nóvember n.k. — Sérstök umsóknareyöublöð fást i ráöuneytinu. Þetta er nýjasta BORÐSTOFUSETTIÐ Hér er um að ræða vandaða fyrsta flokks íslenzka framleiðslu Eik - Hnota Palisander Teak Tvær stærðir af borðum og fjórar stærðir af skápum • og ALLT í FJÓRUM VIÐARGERÐUM Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.