Tíminn - 06.10.1974, Page 13

Tíminn - 06.10.1974, Page 13
Sunnudagur 6. október 1974. TÍMINN 13 Eftir nokkurra ára hlé, tekur SUNNA upp Kanarieyjaferöir að nýju. Aö þessu sinni hefur eyjan Grand Canary orðið fyrir valinu, en hún er einn vinsælasti vetrarorlofsstaður Evrðpubúa. Sunna hefur gert samninga við mjög göð hótel og fbúöir á hinni vinsælu suðurströnd Grand Canary, Playa del Ingles, jjar sem loftslag og hitastig er hið ákjósanlegasta yfir vetrarmánuðina, þegar skammdegið og rysjótt veðrátta er sem mest hjá okkur. Hægt er að velja um fbúðir með morgunmat eða hálfu fæði, smáhús,,bungalows” með morgunmat og hótel með morgunmat eða hálfu fæði. Einnig bjóðum við uppá góðar ibúðír og hótel i höfuðborginni, Las Palmas. Þar er mikið um skemmtanalif og verslanir. Við viljum benda meðlimum launþega- samtaka á, að þeir fá sérstakan afslátt i öllum okkar ferðum til Kanarieyja. Flogið verður með úthafsþotum án millilendingar á laugardögum og er f lugtiminn um fimm og hálf klukkustund. BROTTFARARDAGAR: 23. nóvember (3 vikur), 14. desember (fullbókað), 21. desember (fullbókað), 28. desember (örfá sæti laus), 11. janúar, 25. janúar, 8. febrúar, 22. febrúar, 8. mars, 22. mars, 5. april. Hvergi betri hótel og ibúöir. Hvergi betri ferðakjör. Verulegur afsláttur fyrir hópa, 20 manns eða fleiri. VIUKXI ÞAÐ ER I SE/trt ÚRVALIÐ ER Veljið vegg fóðrið og málning una á SAMA STAÐ Gunnar Sveinsson skjalavöröur skoöar skoöar skrá um skjölin, sem Dagfinn Mannsaker, rikisskjala- vörður Norömanna afhenti Þjóöskjalasafni. — Timamynd Róbert. Skjölin komin heim — ríkisskjalavörður Norðmanna kom færandi hendi Á föstudaginn kom norski rikis- skjalavöröurinn, dr. Dagfinn Mannsáker, I heimsókn I Þjóð- skjaiasafn islands og afhenti skjalagögn varöandi isiand. Skjölin hafa fram til þessa veriö varöveitt I norska rikisskjala- safninu, en ákveöiö var með konungsúrskurði 14. júni þessa árs aö færa islendingum þau. Eðlilegt þótti aö framkvæma þetta á þjóöhátlðarárinu 1974. Skjöl þessi komu upphaflega til Noregs frá Danmörku Á árunum eftir 1814 var mikið af skjala- göngum um norsk málefni afhent úr skjalasöfnum stjórnarskrif- stofanna i Kaupmannahöfn. En af þvi að sumar skrifstofurnar önnuðust bæði Islenzk og norsk málefni, slæddist með allmikið af Nýr lögreglubíll til Ólafsfjarðar BH—BStef. — Olafsfirði: — i gær var fréttamönnum útvarps og biaða, auk bæjarstjóra og héraös- iæknis, boöiö aö sjá nýjan lög- reglu- og sjúkrabil, sem veriö var aö taka i notkun hér á ólafsfirði. Þetta er traust og vönduö bifreiö, af Chevrolet-gerö, árgerö 1974, klædd innan meö skinnliki og sæti meðfram hliöum bólstruö. Kostn- aður viö bifreiöina er um 1,5 milljónir króna. Bifreiöaverk- stæöiö Múlatindur sá um allar innréttingar, en smiöir voru þeir Guöni Aðalsteinsson og Jón Sigursteinsson Rikið er eigandi bifreiðarinnar. Flest hjálpartæki I sambandi við sjúkraflutninga vantar enn I bif- reiðina. Þó eru fengnar sjúkra- börur og mjög vönduð sjúkra- karfa, sem hagræða má með einu handtaki, eins og bezt á við þann sjúka hverju sinni. Er menn höfðu skoðað bif- reiðina, bauð Stefán Einarsson yfirlögregluþjónn, öllum við- stöddum i stutta ökuferð I nýju bifreiðinni. Ekið var út að Flagi I Ólafsfjarðarmúla, og siðan til baka. Rómuðu allir styrkleika og hraðahæfni bifreiðarinnar. Þegar komið var út úr bif- reiðinni, óskaði Asgrimur Hart mannsson bæjarstjóri Stefáni yfirlögregluþjóni til hamingju. með nýju bifreiðina, og kvaöst vonast til, að hún mætti reynast okkur Ólafsfirðingum vel i þeim verkefnum, sem henni væri ætlað að leysa af hendi skjölum, er snertu island. Siðar hafa skjöl þessi verið skilin frá hinum við skráningu og varðveitt sér i lagi. Þau ná yfir 0,2 hillu- metra og rúmast i tveimur skjalaöskjum. Elzta skjalið er jarðabók frá 1597 um konungseignir á íslandi með viðauka um eignir biskups- stólanna á Hólum og I Skálholti ásamt upplýsingum um tekjur sóknarprestanna. Annars eru skjölin frá tlmabilinu 1660-1814 og fjalla um ýmis svið þjóðllfs, verzlunar og umboðsstjórnar og þá þau mál, sem stjórnvöldin skyldu skera úr um. Hér er brugðið upp myndum úr hvers- dagslifi þjóðarinnar: Leiguliði kvartar undan landsdrottni sinum og annar biður um að vera leystur undan landskuldar- greiðslu, af þvl að snjóflóð hafi fallið á bæ hans. Barnlaus hjón sækja um að fá erfðaskrár sam- þykktar. Presturinn á Þing- völlum heldur þvi fram, að menn og hestar eyðileggi kúahaga sina, og lögmaður og prestur deila um rétt til hvalreka. En hér eru einnig mál, sem snerta mikilvægari atriði Islands- sögúnnar. Allt fram á 18. öld var það venja, að sýslumenn stingju sjálfir upp á eftirmönnum sinum. Frá dómsmálasviðinu má geta náðunarumsókna frá dómfelldu fólki. Þar er einkan- lega um að ræða fólk, sem dæmt hefur verið til dauða eöa annarra strangra refsinga fyrir hjúskaparbrot og annað þess háttar. Hér er svo að sjá sem konungur hafi alloft og smám saman meir og meir mildað þá hegningu, sem lögin sögðu fyrir um. Frá sjónarmiði Dana var efling atvinnuhátta á Islandi með hagnaðarvon fyrir augum lengi mikið atriði. I skjölunum kemur þetta i ljós i fyrirætlunum um brennisteinsvinnslu og kornrækt, en aðallega i bréfaskiptum við nokkra Hafnarkaupmenn, sem verzluðu á Islandi. Til eru umsóknir kaupmanna, sem höfðu misst skip sin i hauststormum, um lækkun á leigugjöldum fyrir hafnirnar ásamt vottorðum starfsbræðra þeirra um, að illt væri i efni. Frá siðasta áratugi 18. aldar, þegar stjórninni var orðin ljós nauðsyn þess að tryggja nægilega flutninga til íslands, eru til nákvæmar skrár um vöru- birgðir á hverri höfn. Um sama leyti fer að brydda á hugmyndum um frjálsa verzlun. Veggfóður- og mólningadeild Ármúla 38 - Reykjavik Símar 8-54-66 & 8-54-71 Opið til 10 á föstudagskvöldum og hádegis á laugardögum Lögtaksúrskurður Samkvæmt beiðni sveitarstjóra Suður- fjarðarhrepps hefur hinn 27. þ.m. verið kveðinn upp lögtaksúrskurður fyrir gjald- föllnum, en ógreiddum, útsvörum og aðstöðugjöldum i Suðurfjarðarhreppi 1974. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, mega fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar, hafi skil ekki verið gerð fyrir þann tima. Sýslumaðurinn i Barðastrandarsýslu 30. september 1974. Jóhannes Árnason.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.