Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 26

Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 26
„VIÐ HÖFUM UNDIR- BÚIÐ ÞETTA EINVÍGI í RÚMLEGA 2 MÁNUÐI" FYRRI hluta ísknattleiks- keppninnar milli Sovét- ríkjanna og Kanada, sem nýlokið er í Vancouver, lauk með jafntefli 5:5. Keppinautarnir reyndust jafnir í einu og öllu. Stigin voru jafnmörg (4) og liðin töpuðu af jafnmörgum tækifærum (17). Eftir leikina i Vancouver sagði Will Harris, þjálfari kanadiska liðsins: „Viö höfum undirbúið okkur fyrir þetta einvigi i rúmlega 2 mánuði. Nú gætu jafnvel Phil Espozito og Bobby Orr ekki bætt liðið „Kanada-74”. 1 Moskvu reynum viö að leika betur heldur en heima.” Bofis Kúlagin, þjálfari sóvézka landsliðsins sagði, að leikirnir i Kanada hefðu haft á sér herskáan blæ, verið skemmtilegir og vakið þá von, að keppnin i Moskvu yrði einnig spennandi. Bæði nú og árið 1972 sýndi sovézka landsliðið, aö það gefur atvinnuliöum ekkert eftir, hvað snertir leikni og sigurhæfni. Það mætti segja, að sigurmöguleikar sovézka liðsins séu raunveru- legri, þar sem það leikur fjóra siðari leikina á heimavelli. En loforöið, sem Will Harris gaf um að leikur kanadiska liðsins yrði betri i Moskvu er ekki út i bláinn. 1 fyrsta lagi gerðu Kandamenn „kraftaverk” fyrir tveim árum siðan i Moskvu, er þeir sigruðu með 3:1 og tryggðu sér góðan árangur i keppninni. 1 öðru lagi verður leikur Kanadamanna betri með hverri keppni, eins oe fvrir tveim árum. og það gefur Will Harris ástæðu til aö biða eftir nýju „krafta- verki” frá liöinu sinu. Og I þriöja og siðasta lagi vitum við, að Kanadamenn og þá ekki aðeins atvinnumenn kunna að berjast i úrslitakeppni, þegar allt er komið undir siðustu kröftun- um, undir siðustu sprengjunni I leiknum. Þá sleppa þeir engu tækifæri. Sem sagt möguleikar Kanada- manna I Moskvu eru alls ekki minni en heimamanna. Vafalaust mun lið Will Harris njóta bæði hinnar mestu athygli og gestrisni áhorfenda og þeirra, sem skipuleggja keppnina i Moskvu. 1 fjórum leikjum hefur liðinu tekizt að ná vinsældum meðal sovézkra isknattleiksunn- enda. Fyrir keppnina i ár heyrðust raddir meðal íþrótta- unnenda i Moskvu um, að „Kanda-74” væri varla eins sterkt og „Kanada-72”. En þegar eftir fyrstu leikina i Vancouver hurfu allar efasemdir út I veður og vind. Og lokaleikurinn i Vancouver reyndist raun- verulegur sigur ekki bara fyrir einstaka leikmenn kanadiska liðsins, heldur fyrir allt liöið i heild. Sé árangur, sem sovézka liðið náði i „landi isknattleiksins” er ekki aðeins vitnisburður um styrk landsliðsins 1974, heldur einnig staðfesting á eiginleikum sovézka hokkeysins. Það er ekki hægt annað en minnast á það i þessu sambandi, að stokkað hefur verið upp i sovézka liðinu miðað við áriö 1972. Vjatseslav Starshikov, Evgeni Mishakov, Vladimir Vikulov, Alexander Ragulin, Viktor Kúsjkin og fleiri stjörnur hafa farið úr liðinu, en það kemur ekki fram I almennum leik þess, sem er mjög hraður, samræmdur og gæddur mikilli tækni og valdi yfir skifunni. Þetta eru helztu niðurstöð- urnar, sem draga má af þeim leikjum, sem þegar eru að baki. Ég er viss um, að þeir leikir, sem leiknir verða I Moskvu gefa enga ástæðu til að efast um réttmæti þessarar niðurstöðu. Hvernig sem keppnin fer 1 Moskvu, munu bæði liðin hafa gagn af henni. Will Harris sagöi meðan á leikjunum stóð i Kanada, að sovézkur isknatt- leikur hefði tekið geysimiklum framförum á undanförnum tiu árum og hvatti landa sina til að læra af reynslu Sovétmanna. En ég held, að sovézku leikmennirnir horfi ekki siður á kosti kanadiska isknattleiksins, þar sem þeir geta haft mikið gagn af því. Höfum til sölu tvo MALARPALLA með enda- og hliðarsturtum. Smiðaðir úr sérstöku pallastáli. Sjálfvirkar lokur. Stærð 4340x2280x812 mm. Rúmmál 8 rúmmetrar. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ =■“ A ISLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-66 SiMI 42600 KÓPAVOGI AUGLYSIÐ I TIMANUM Ummæli Will Harris, þjálfara kanadíska ísknattleiksliðsins, sem keppir í AAoskvu þessa dagana

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.