Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 37
Sunnudagur 6. október 1974.
TÍMINN
37
0 ,.Þokan"
Steingríms Thorsteinssonar), —
segir svo:
„... þetta eru i örstuttu máli
staðreyndirnar um ævi manns-
ins, Steingrims Thorsteinssonar.
En um skáldiö mætti skrifa
margar bækur. Sá, sem þessar
linur ritar, minnist þess, að hann
var eitt sinn beðinn að endurþýða
ævintýri H.C.Andersens, en baðst
undan þvi á þeim forsendum, að
hann vildi ekki „ofreyna sig” Ég
held, að það sé ekki hægt að þýða
þau betur en Steingrimur Thor-
steinsson gerði á sinum tima.
Með þeirri snilldar þýðingu vann
hann hjörtu ungra sem gamalla.
Og sum af kvæðum Steingrims
verða manni hugstæð og ógleym-
anleg allt til æviloka. Párari
þessara lina minnist þess einnig,
að eitt sinn vildi hann gefa 10 ár af
ævi sinni fyrir að hafa ort
Svanasönginn á heiðinni.Nú tim-
ir hann þvi ekki lengur. Ekki
vegna þess, að afstaða hans til
kvæðisins sé breytt, heldur hins,
að hann er orðinn nizkur á þau ár,
sem hann kann að eiga eftir. Og
oft hefir hann staðið sjálfan sig að
þvi, á rölti i framandi borg, að
vera — allt i einu og án nokkurs
sérstaks tilefnis — farinn að
raula: ,, Ég veit eitt hljóð —” Það
var rödd Islands, sem kallaði
gegnum munn Steingrims Thor-
steinssonar.
Ástsæld Steingrims Thorsteins-
sonar sem skálds var mikil. Við
fregnina um andlát hans, árið
1913, orti Indriði skáld Þorkels-
son: »
Andaðan Steingrim segir okkur
siminn,
Sá var nú löngum bragmjúkur
og gliminn.
En hann, sem að tilbað hjartans
unga þráin,
Hann var nú raunar fyrir löngu
dáinn.
Ýmsum bregzt hugsun, enn þótt
ræði og skrifi.
Allmörgum tekst að deyja, þótt
þeir lifi.
Honum tókst lika það, sem
auðnast eigi,
Nema útvöldum fám, að lifa
þótt hann deyi.
Við þetta þori ég engu að bæta.
Ég er svo hræddur um, að mér
„bregðist hugsun.”
Þetta er orðið lengra mál en ég
ætlaði, en tel rétt að minnast ör-
litið á önnur verk föður mins, sem
út komu undangengna hálfa öld
og vel það, og get þá fyrst bóka,
sem komu hjá öðrum bókaútgáfu-
fyrirtækjum:
Varnarræða Sókratesar, eftir
Platón, útgáfa dr. Sig. Nordal
(1925, þjóðvinafél.)
Samdrykkjan, eftir Platón.
Ævintýri og sögur, eftir
H.C.Andersen, 4. útg. 1971
(Æskan). Fyrsta útgáfa, tvö bindi
1904 og 1908 (Guðm. Gamaliels-
son). Aðar útgáfur 1920, 1937
(einstök bindi) og alls verksins
1950. Mörg ævintýranna hafa ver-
iö sérprentuð.
Samkvæmt samningi þeirra
milli skuldbatt faðir minn sig til
að „þýða svo sem svarar minnst
20. örkum af H.C.Andersens
ævintýrum og sögum, er bókbind-
ari hr. Guðm. Gamalielsson ætlar
að gefa út, mót 30 kr. borgun fyrir
örk, með þar i fólgnum prófarka-
lestri, og að láta ekki standa á
handriti né prófarkalestri meðan
á prófarkalestri stendur, er lokiö
veröi á yfirstandandi ári. Aö
greiddri borgun fyrir þýðinguna
er velnefndur Guðm. Gamalíels-
son réttmætur eigandi hennar,
einnig þó bókin yrði prentuð
aftur, og geri ég enga kröfu til
borgunar fyrir nýtt eða ný upp-
lög”. — Og 5 frieintök fékk þýö-
andinn „innbundin og 3 óbundin”.
Þúsund og ein nótt 1943-45 3.
útg. þrjú bindi (Reykholtsút-
gáfan) 1943-45, I. bindi 1971 4. útg.
(offsetpr.) og hin væntanleg.
Verkið kom fyrst út i Kaup-
mannahöfn 1857-1866 (Páll
Sveinsson) og 1910-1914 (Sigurður
Jónsson).
Nal og Damajanti, fornind-
versk skáldsaga, 1926 (Sigurður
Kristjánsson). 2. útg. Kom fyrst
út 1895.
Dæmisögur Esóps, 1942 (þar
áður 1895 og 1904).
Þöglar ástir eftir Museus, 2.
útg. 1939. ísafold (1. útg ásamt
líndinu i Kaupmannahöfn 1861).
Aður en ég hóf útgáfu bóka,
annaðist ég um 2. útgáfu á Róbin-
son Krúsoe eftir Defoe fyrir Arsæl
Árnason. Myndir voru hinar
sömu og I 1. útgáfu 1886. Sagan
hefir verið gefin út tvivegis siðan
(1936 og 1961).
Eftirtaldar bækur gaf ég út:
Redd-Hannesarrima (1924).
Eftir H.C. Andersen: Saga frá
Sandhólabyggðinni (1929). Alpa-
skyttan 1929. — 2. útg. (Isafold
1946), Dóttir eðjukóngsins (1935).
Aðrar ævintýrabækur: Sagan af
Trölla-Elinu og Glensbróður og
Sankti Pétur (1932). Sagan af
Kalaf og keisaradótturinni kin-
versku (1933), Fimm fögur
ævintýri (1942), Ævintýrabókin
(1927 — 2. útg. 1947 með myndum
eftir Barböru Árnason. Bókfells-
útgáfan),fornindversku sögurnar
Sakúntala (1926, 1. útg. 1879 Kr.
Ó.Þ.), Sawitri (1924, 1. útg. 1878
K.Ó.Þ.) Tvær sögur i útgáfu
minni voru sérprentaðar úr
Sunnudagsblaðinu. Sögur frá
Alhambra undir upphaflegum
titli: Pilagrimur ástarinnar eða
sagan af Ahem al Kamei og Rósin
i Alhambra, 1939. (Pilagrimur
ástarinnar var gefinn út i Kaup-
mannahöfn 1860 Páll Sveinsson),
en Rósin i Alhambra var fyrst
prentuð i Nýrri Sumargjöf (Páll
Sveinsson), og báðar sögurnar
komu út undir titlinum Sögur frá
Alhambra, og þar einnig Hugleið-
ingar um veru Serkja á Spáni,
•þýddar af Benedikt Gröndal.
(Gtg. fél. Baldur 1906).
Lear konungur, eftir William
Shakespeare, 1970 (offestprent-
aður),en þýðing föður míns kom
út 1878 hjá Kristjáni Ó. Þorgrims
syni, en hún var löngu uppseld og
fágæt orðin. Einhverjar leifar
bókaupplaga munu hafa orðið
eldi að bráð, þegar stórhýsið
„Glasgow” brann (1903), og að
þvi er ég hefi heyrt var það, sem
eftir var af Lear, þar með, en
sönnur á þvi veit ég ekki. — Leif-
ar uppiagsins af offsetprentuðu
útgáfunni voru innkallaðar i
fyrra. —Mér hafði lengi verið það
áhugamál að gefa Lear út offset-
prentaðan, og var það mér til
aukinnar hvatningar að ráðast i
það, að þeir, er þess óskuðu, gætu
fengið þýðingu föður mins til
samanburðar við þýðingu Helga
Hálfdánarsonar, en hann hefir
sem alkunnugt er, þýtt ekki
aðeins Lear, heldur önnur leikrit
Shakespeare’s við góöan orðstir.
Margir góðir menn eiga meiri
eöa minni þátt i að sum ofantal-
inna verka hafa komið út að nýju,
og þjóðin þvi áfram getað notið
þess starfs, sem skáldið vann
með þeim. Hún hefir sýnt, á siðari
tlmum sem ávallt fyrr, hversu vel
hún kann að meta það sem frá
hans hendi kom, frumsamið og
þýtt, i bundnu máli og óbundnu.
Vegna bókaútgáfu minnar hefir
mér auðnazt að leggja upp i hend-
urnar á þjóðinni sumt af þvi, sem
talið var, eða hjálpað til þess, og
ég er þakklátur yfir hversu vel
öllu var tekið.
í Scout II eru samankomnir kostir hins fullkomna
bíls á vegi sem utan vega, þægindi, öryggi
og ending. Scout II hefur körfustóla frammí, en
heilan bekk fyrir þrjá að aftan og mjög gott far-
angursrými. Scout II er með 6 strokka 140 hestafla
vél og 193 hestafla V-8 vél fáanleg. Scout II er
með vökvastýri og aflhemlum. Fáanlegur með
fjögurra gíra kassa eða sjálfskiptingu.
Hringið, skrifið eða komið og leitið nánari
upplýsinga. Verð- og myndalistar ásamt sýningar-