Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 18

Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 6. október 1974. Menn og máUfni ,,Hún var að koma af engjunum heim" Horfin vinnubrögð t ellefu aldir hafa tslendingar ekki variö meiri orku til annars en heyskapar, og er þar sjósóknin ein til samjafnaðar. Sumar hvert hefur fólk staöiö á túnum og engjum frá morgni til kvölds, allt frá því i júlimánuöi og fram undir septemberlok. Þannig var það. En nú á þjóö- hátiöarárinu má það undan- tekning heita, ef ljár á gamla visu hefur veriö borinn i gras, og svo má segja, aö nálega hvergi séu engjar lengur notaöar til slægna, svo að nokkru nemi, jafnvel þótt véltækar séu. Á öllu landinu mun útheyskapur nú aöeins nema nokkrum þúsundum hestburöa. Áveiturnar eru farnar for- görðum, flæöiengjarnar eru ekki lengur vitaösgjafar, sem litiö er til girndarauga, hvaö þá aö hirt sé um móabörð og mýrarsund. Hve skjótt þessa breytingu hefur boriö aö, sjáum viö, ef viö hverfum aftur til annars þjóö- hátiöarárs, 1930. Fáum misserum eftir alþingishátiöina var gefin út fasteignamatsbók, þar sem hvort tveggja var tilgreint, allur jaröargróði, sem bændur landsins skáru upp sem og bústofn þeirra. Voru tölur þessar yfirleitt fimm ára meðaltal, en teknar úr búnaðarskýrslum árin 1929 og .1930, þegar ekki var annars kostur. Þar kemur fram, hversu úthey, sem nú þekkist sem sagt ekki lengur, var gifurlegur þáttur i heyfeng margra bænda. Svo miklu var skarað saman Kannski hafa einhverjir gaman af þvi nú, aö rifja upp, hversu miklu heyi var skaraö saman á engjum i þá daga, er hér var vitnaö til. Þar er þá efst á blaöi Flóagafl meö 3500 hestburði ogVetleifsholt i Rangárvallasýslu meö 1400 hestburöi á austurbænum, 250C 'i hestburöi af engjum, sem teknar höföu veriö undan jörðinni, og 800 hestburöi á vesturbænum. Þessi heyskapur i landi Vetleifsholtser sem sagt afraksturinn af hluta Safamýrar. Næst kemur Hvanneyri i Borgarfirði með 2600 kapla, Stóra-Háeyri meö 2500, Þing- eyrar i Húnavatnssýslu meö 2400, Reynistaöur með 2100, Hvitár- vellir i Borgarfirði og Lindarbær i Rangárvallasýslu meö 2000. En viöar hafa staöiö væn sæti á engjum. I Kaldaðarnesi nam útheysskapur 1950 hestum, á austurbænum i Bjólu 1700 og i Holti og Fitjarmýri undir Eyja- fjöllum, Eyhildarholti i Skaga- firöi og á Hnausum i Þingi 1500. Næst kemur Húsabakki I Skaga- firöi meö 1400, Ártún i Holtum, Gröf á Rangárvöllum, Hólar i Hjaltadal, Stóra-Hraun I og Stóra-Hraun II meö 1300 hest- burði, Skútustaðir i Mývatnssveit með 1265, Oddhóll á Rangár- völlum, Hellir, Bjóluhjáleiga og Sandholaferja, Bræöratunga i Biskupstungum, Óseyrarnes i Flóa, Hvammur i Vatnsdal, Miklibær i Skagafirði og Munka- þverá meö 1200, Tjörn i Svarfaöardal meö 1150, Bjarnar- höfn i Helgafellssveit meö 1125 og Grund i Eyjafiröi, Hofsstaöasel i Skagafiröi, Undirfell og Stóra- Giljá i Húnavatnssýslu, Arnar- bæli i ölfusi og Rifshalakot i Rangárvallasýslu meö 1000 hest- buröi, og var þó annaöþúsund hestburöa til viöbótar heyjað á engjum, sem upprunalega voru i landi Rifshalakots. 1070 hestar fengust i Sólheimatungu i Staf- holtstungum. 1050 hestburðir voru heyjaröir á engjum i Gaul- verjabæ og Læk i Flóa, Skinni i Asahreppi og á austurbænum i Parti. Loks voru svo tiundaöir þúsund kaplar útheys á Speröli i Land- eyjum, Efra-Bakkakoti. Þorvaldseyri, Selalæk, Hábæ i Heybandslest fyrr á árum Holtum, Villingaholti, Odda- göröum og Króki i Flóa, Hvitár- holti, Efra-Seli og Syðra-Seli i Hrunamannahreppi, Kröggólfs- stööum i ölfusi, Hvallatrum á Breiöafiröi, Stóru-Gröf, Seylu, Viöimýri, Flugumýri, Uppsölum og Hjaltastöðum i Skagafirði, Tungu i Fljótum og Syöra-Lauga- landi i Eyjafiröi. Horfnar heylestir Þessi upptalning gefur nokkra hugmynd um engjajaröir fyrir fjörutiu og fimm árum, þegar heyvinnutækin voru hestverk- færi, þegar vel lét, en annars handverkfæri. Kann þó að vera, að einhverjir bæir, þar sem út- heysskapur fór fram úr þúsund köplum, hafi falliö niöur, og aö sjálfsögöu var fjöldi bæja rétt undir þúsundinu. En þetta ætti aö nægja til þess aö sýna þá mynd frá liöinni tiö, er ætlunin var að draga upp. Og vissulega er þetta tið, sem veröskuldaði dálitil eftirmæli. I huga ófárra hvilir hugþekkur andbiær yfir endurminningunni um engjaheyskapinn og tjald- búskapinn, sem honum fylgdi víöa. Um hugann liöa myndir af börnum, sem koma heiman frá bænum með matinn handa hey- skaparfólkinu, kaupakonum meö hvitar skuplur á höföi og löngum heybandslestum, sem liöast áfram um mela og bakka. Þetta er tiö hinna miklu galta og stakka á miklum heyskaparjörðum, tið hljóölátra kvölda með þreytu i limum og Kötu, sem enn er sungið um. Taðan af skornum skammti Þegar hugaö er aö töðufeng landsmanna á sama skeiði, veröur annaö upp á teningnum. Þá var á landinu eitt tún, er enn myndi kallaö stórt, en þaö er nú úr tölu túna fallið. Þetta var á Korpúlfsstööum, þar sem taöan var 5250 hestburöir. Siöan komu Vifilsstaðir meö 1900 hesta, og Viðey 1500, og vitnar það enn um forgengileikann. 1 Gunnarsholti voru taldir 1800 hestburðir, en ekki greint á milli tööu og annars heys. Ef upptalningunni er haldiö áfram, eru Hvanneyri og Brautarholt á Kjalarnesi næst á blaði með 1400hestburöi, Lágafell i Mosfellssveit 1370, Blikastaðir 1200, Hólar i Hjaltadal 1100 og Gufunes 920. Meö 900 hestburöi eru svo Suður-Reykir i Mosfellssveit, Deildartunga I Borgarfirði og Hjaröarholt I Dölum, 850 vestur- bærinn á Sámsstööum i Fljóts- hlið, 800 Reykhólar, Þingeyrar, Bandagerði i Kræklingahliö, þar sem raunar mun hafa veriö ræktunarland kaupstaöarbúa, og Nes I á Seltjarnarnesi. 785 hest- buröir voru taldir á Miklabæ i Blönduhlið, 780 á Kaldaöarnesi i Flóa, 760 i Ólafsdal, 720 á Ölvalds- stööum i Borgarhreppi, suðurbæ, 700 á Meðalfelli I Kjós og Ytra- Hólmi, 690 á Breiöabólstað 1 Fljótshlið og 650 i Suöur-Vik i Mýrdal, 620 i Bólstaöarhliö og 600 á Grýtubakka i Höföahverfi, Nesi II á Seltjarnarnesi, Engey II, Innra-Hólmi og Ellnarhöfða á Akranesi. 580 hestburðir fengust á Ketils- stöðum á Völlum, 570 á Laugabóli viö tsafjaröardjúp, 550 á Efra- Hvoli i Hvolhreppi, Grafarholti i Mosfellssveit og Norður-Vik I Mýrdal, 540 á Bessastöðum á Alftanesi, 510 á Sturlureykjum i Reykholtsdal og 500 á Svalbarði á Svalbarösströnd, Grund i Eyja- firöi, Reynistað i Skagafiröi, Stórholti I Saurbæ, Sauðafelli og Breiöabólstaö I Dölum, Kýrunnarstööum i Hvammssveit, Varmalæk I Borgarfiröi, Leir- vogstungu I Mosfellssveit, Set- bergi viö Hafnarfjörö, Móeiöar- hvoli og Barkarstöðum i Fljóts- hllö. Smábýli jafnokar stórbýli Hætt er viö, aö mörgum bónd- anum þætti heldur litill fengur i garði hjá sér nú, ef taðan heföi ekki orðið stórum meiri en hér er talið, og voru þetta þó þau býli landsins, þar sem mest fékkst af ræktuðu landi fyrir hálfum fimmta áratug. Það eru nú smábýli, sem eru jafnokar stór- býlanna þá. Nú orðið er svo visindalega að öllu staðiö, aö farið er að telja heyfeng landsmanna i fóöur- einingum, og mér skilst, aö þær einingar muni vera um tvö hundruð milljónir á ári. Þaö er þvi óhægt um samanburö fyrir aöra en þá, sem miklir reikni- meistarar eru, og liggur við, aö þar þyrfti til aö koma maöur nálega jafnsnjall Sölva Helga- syni, sem reiknaöi tvö börn I eina italska — annað svart, en hitt hvitt. En þaö hef ég þó frá fróöum mönnum, aö mestu tún á landinu gefi nú af sér miklu meira en Korpölfsstaöatúnið stóra, og muni mestum tööufeng heim ekiö i Gunnarsholti á Rangárvöllum og Egilsstööum á Völlum. Tveir jafnsnjallir Látum svo þessu spjalli lokiö meö dálitlum auka viö þaö, sem sagt var i þessum þáttum á sunnudaginn var. Þar var á þaö drepiö, aö borgfirzkur bóndi heföi fyrstur manna yljaö hibýli með hita úr iðrum jaröar, svo aö kunnugt væri. Þaö var út af fyrir sig ekki rangt, en þarfnast samt ofurlitils eftirmála, svo að ekki sé á neinn hallað. í fimmtiu ára minningarriti Búnaðarsambands Kjalarnesþings er grein eftir Guðmund Jósafatsson frá Brandsstöðum, er fjallar um ylrækt og varmanýtingu. Þaðan tökum við þann kafla, er á það vnataði á sunnudaginn var, að öllu réttlæti væri fullnægt: „Hinn sígildi ylur lauga og hvera hefur sjálfsagt orðið mörgum Islendingum viöfang- sefni, þótt fátt hafi gerzt, sem vert þótti frásagnar. Engum tókst að beizla þá orku til annars en baða og annarra hreinlætishátta fyrr en þeim Stefáni B. Jónssyni, bónda á Reykjum i Mosfellssveit, og Erlendi Gunnarssyni, bónda á Sturlu-Reykjum i Borgarfiröi, tókst að leiöa hitann um hús sin. Hið skemmtilega viö uppgötvun þeirra er þaö, aö báðir gera þetta sumariö 1908. Engin gögn munu fyrir hendi, er bendi i þá átt, aö þeir hafi haft tækifæri til aö bera saman bækur sinar um þessa uppgötvun. Það mun þvi óhætt aö eigna báöum alveg aö jöfnu þetta afrek, enda eru aðferöir þeirra gjörólikar. Stefán leiddi vatn i plpum gegnum hús sin, en Erlendur gufu, — hvort tveggja frábær snjallræöi. En athöfnum beggja réöu aöstæöurnar. Báöir beizluöu þá orku, sem fyrir hendi var, — hvorum fyrir sig var ófær leiö hins, meö þeirri tækni, sem þeir höfðu yfir að ráöa. Það er þvi vist, að uppgötvun beggja er afrek, sem islendingar mega gjarna hafa i heiöri. Slik uppspretta auðs og hagsbóta er jarðhitinn oröinn þeim. Vænta þó flestir, aö betur verði.” Þar með látum við staðar numiö þennan daginn. —JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.