Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 14
w TtMINN Sunnudagur 6. oktéber 1974. Riddarar nætur- innar í hundrað ár hafa Ku Klux Klan, hin hötuðu og ógnvekjandi leynisamtök Suðurríkjanna, háð baráttu sína í skjóli nætur og umlukt mikilli leynd þagnarinnar. Þau hafa myrt og brennt, og margir hafa óttazt hefndaraðgerðir þeirra. Þaö geröist klukkan þrjú um nótt. Bindi var sett fyrir augu mín og ég látinn setjast í aftursæti gamals, kraftmikils bíls. Hann stóð á auðu bílastæði fyrir aftan hótelið, sem ég bjó á í Houston í Texas. Maðurinn i framsætinu kallaði út skilaboð i talstöð bilsins: Bill númer fimm er á leið til móts- staöarins, farþeginn er með. Allt gengur samkvæmt áætlun. Siðan heyrði ég tilkynningar koma frá tveimur öðrum bilum. Eftir nokkurra minútna akstur nam billinn staðar. Bindið var tekið frá augum minum. Ég næstum blindaðist af sterku ljósi, sem beint var að mér, og maður nokkur þukklaði mig allan og leitaði vandlega á mér. Hann gaf sér nægan tima. Þegar ljósinu var snúið frá mér, sá ég manninn greinilega. Hann var einn hræði- legasti lögreglumaður, sem ég hef nokkru sinni augum litið. Hann hafði dregið hettuna yfir höfuð sér, og var með grimuna fyrir andlitinu, grimuna, sem sýndi, að hann var einn af Ku Klux Klan, þessum skelfilegu samtökum i Bandarikjunum, sem menn óttast svo mjög, samtökun- um, sem hafa brennt og myrt negra allt frá þvi borgara- styrjöldin stóð yfir. Maðurinn skýldi ekki aðeins Útvegum með stuttvm fyrirvara varahluti í flestar bifreiða, mótorh'ióla 09 vimuvéta. f UMBODS- OC HEILDVERZLUN líekjargötu 2 (Nýja Bió) - Reykjavik - lceland - iel.: 25590 - P. 0. Box 285 andliti sinu, svo ég sæi hann ekki, heldur hafði hann einnig limt yfir númerið á búningi sinum, og yfir skiltin á lögreglubilnum. Eftir nokkrar minútur birtist annar ónafngreindur fulltrúi Texaslögreglunnar. Við vorum á bensinstöð, sem haföi verið lokað. Ekkert hljóð heyrðist, nema þegar af og til heyrðust raddir tala i talstöð lögreglubilsins. Mennirnir tveir voru þögulir. Ég var dálitið taugaóstyrkur, á meðan ég var að taka af þeim myndir. Annars var það auðvitað ástæðan fyrir þvi að ég var þarna staddur. Samt fannst mér likast þvi sem verið væri aö kasta sprengjum I hvert skipti, sem ég smellti af mynd. Fundur minn og þessara tveggja lögreglumanna þarna um nóttina var eins konar hápunktur tveggja vikna langrar samveru minnar með Ku Klux Klan-mönn- um. Þetta var ein þýðingar- mesta aðferö þeirra til þess að koma mér og umheiminum öllum i skilning um, hversu öflug þessi leynisamtök eru, og fundur okkar sannaði það, sem negrarnir hafa alla tið sagt, að. samtökin eiga fulltrúa jafnvel innan veggja lögreglustöðvanna i Suðurrikjum Bandarikjanna. Ku Klux Klan höfðu náð sam- bandi við mig með leynd. Þeir höfðu gert mér mjög freistandi tilboð. Þeir töldu, að þeir hefðu fram að færa boðskap til umheimsins. 1 fyrsta sinn i hundrað ár voru menn fúsir að lyfta huliðshjálminum. Mér átti að gefast færi á að hafa viðtöl viö menn, mynda og jafnvel birta nöfn manna, sem voru i sam- tökunum i Texas. Einnig átti ég að fá að taka myndir af fjöl- skyldum þeirra. Ég átti einnig að fá að taka myndir af næturreið- mönnum þeirra, og væri þetta ekki nægilega freistandi fyrir blaðamann, skyldi ég fá tækifæri til þess að taka myndir af þeim Ku Klux Klan-mönnum, sem væru i Texas-lögreglunni. 1 endurgjaldsskyni átti ég svo að heita þvi að birta myndirnar og frásögnina i blöðum og timaritum um allan heim. Þeir settu viss skilyrði. Lögreglumenn, sem eru i Ku Klux Klan, ættu á hættu að missa stöður sinar, og meira að segja að vera fangelsaöir, ef upp kæmist, hverjir þeir væru. Þess vegna yrði ég að sætta mig við að fá ekki að vita nöfn þeirra, eða sjá þá, þeir yrðu að fá að fela sig bak við hettugrimurnar. Boðskapurinn, sem þeir vildu koma á framfæri, var á þá leið, að hinir ungu leiðtogar leynisamtak- anna hefðu komizt að þeirri niðurstöðu, aö „negrarnir væru búnir að ná fótfestu i Bandarikj- unum”. Það væri allt annað og pólitiskara takmark, sem leið- togarnir vildu nú snúa sér, að annað en að útrýma negrunum, nefnilega að uppræta kommúnismann úr bandarisku þjóðfélagi. Heimsáhrif kommúnismans er stærsta hættan og hættulegasti óvinurinn i dag. Gegn honum verður að ráðast með öllum tiltækum vopnum, sem nauðsyn gefur til, sögðu Klanarnir. Það var nauð- synlegt að opna rifu á múrinn, sem hingað til hefur verið umhverfis samtökin, til þess að koma þessum boðskap út til fólksins. Ég var sá, sem þeir Mörg ár eru liöin frá þvl aö fólk fór aö halda þvl fram f fullri alvöru, aö lögreglan I Suöurrfkjunum væri hlynnt Ku Klux Klan, og iögreglumenn væru margir innan samtakanna. Þessi mynd Laytners sannar aö þessi orörómur á viö rök aö styöjast. Laytner hefur einnig haldiö sig meöal Ku Klux Klan manna i heila viku, og veit þvi vel, aö lögregiu- menn er marga aö finna meöal þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.