Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.10.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 6. október 1974. TÍMINN 5 BLAIR ENGLAR HJALPA FERÐAFOLKINU Stúlkur á mótorhjólum, Iklæddar bláum búningum, hafa að undanförnu verið á ferö um fimm helztu borgir Þýzkalands. Þessum bláu englum er ætlað að hjálpa ferðafólki i Frankfurt, Hamborg, Kiel, Munchen og Köln. Ekkert þarf að greiða fyrir aðstoð bláu englanna, sem taka gjarna að sér að leiðbeina ökumönnum, sem farið hafa viilirvegar, með þvi að aka á undan þeim til þess staðar, sem þeir hyggjast komast til. Stúlkurnar eru vel að sér I tungumálum, og eiga ekki i neinum erfiðleikum með að tjá sig á aö minnsta kosti sex tungumálum. Þær eru flestar stúdentar við háskóla, og eru með þessu starfi að afla sér ofurlitilla aukatekna, en borgaryfirvöld greiða laun þeirra. Lögreglan hefur séð um þjálfum stúlknanna, og einnig hafa þær hlotið uppfræðslu hjá ferðaskrifstofum og umferðar- yfirvöldum. A myndinni má sjá Kölnardómkirkju að baki nokkurra blárra engla. # Meira en 1 55 þúsund flóttamenn Tala flóttamanna, sem komið hafa frá Austur-Þýzkalandi vestur yfir frá þvi Berlinar- múrinn var reistur i ágúst 1961, er nú orðin rúmlega 155 þúsund. Þar af þurftu 33.973 flóttamann- anna að leggja sig i mikla lifs- hættu á flóttanum meö þvi að fara yfir sprengjusvæði og aörar hættulegar hindranir. Flestir hinna komust til einhvers Austur-Evrópulands, og siöan þaðan aftur til landa vestan hins svokallaða Ja'rn- tjalds. Frá þvi múrinn var reistur, hafa 164 látið lifið, er þeir reyndu að komast vestur yfir. Þar af dóu 69, er þeir reyndu að komast yfir sjálfan Berlinarmúrinn en 95 á leið yfir til Vestur-Þýzkalands eftir öörum leiðum. □ B □ D □ D Óvenjuleg skíðakeppni Yfir 20 skiðamenn i Munchen tóku um daginn þátt i óvenju- legri skiðakeppni. Ahorfendur voru heilmargir, og ekki var þeim kalt, eins og oft vill verða á skiðamótum, þvi að þetta mót fór fram um hásumar. Keppnin fór fram á ánni Isar, og skiðin, sem notuð voru, voru hol að inn- an og gerð úr plasti. Þau voru um það bil 2 metrar að lengd og höfðu mikið flotþol, en samt vógu þau um 7 kg. Helmut Langer, 34 ára skiða- kappi, sagði þetta vera miklu erfiöara en fara á venjulegum skiðum i snjó. Leiðin, sem þeim var gert að fara, var 2 kilómetr- ar, og fjórum sinnum féll hann i ána, en komst samt á skiðin aft- ur og lauk ferðinni á sæmilegum tlma. Þátttakendurnir telja þetta vera ágætis æfingu fyrir sklöamótin að vetri til, að geta farið slikar æfingar á vatnsskið- um á sumrin, og segjast búast við, að þetta verði tekið upp i á- ætlun um þjálfun skiðamanna i Þýzkalandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.