Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 4
4 TtlVÍÍNN Sunnudagur. 20. október. 1974 Hverjir njóta lista? Hver er sá, sem stundarþað að hlusta á sinfóniur, horfa á ballettsýningar, óperur og leik- rit? Svarið er: Hinir riku og hin- ir vel menntuðu, og þó einkum hinir siðarnefndu. Ford stofnunin fékk rannsókastofnun Eric Marder & Co. til að stjórna rannsókn á 6000 manns á 12 borgarsvæðum i þeim tilgangi að komast að þvi, hverjir færu til að hlusta og horfa á listamenn flytja list sina og hvers vegna. Af þessum 6000 manns, sem spurðir voru höfðu á liðnu ári aðeins 4% séð óperu á sviði, að- eins 16% höfðu farið i leikhús, aðeins 10% farið á sinfóniutón- leika og aðeins 4% höfðu séð ballettsýningu. H.u.b. 70% höfðu á liðnu ári farið I kvikmyndahús og séð a.m.k. eina mynd. Aftur á móti höfðu 71% séð kvikmynd i sjón- varpi oftar en einu sinni I mánuði og 41% oftar en einu sinni i viku. Samkvæmt rannsóknum Marder’s er ljóst, að yfirgnæfandi meiri hluti fólks hallar sér að sjónvarpi. Hér sjáið þið Patricia McBride, kunna ballettdans- mey, sem of fáir sjá, — nema þá i sjónvarpi eða i kvikmynd. Forsetinn vekur hana ó hverjum morgni Italska prinsessan Domietta Hercolani þarfnast ekki vekj- araklukku. Á minútunni klukk- an átta á hverjum morgni hringir siminn i svefnherbergi hennar i Dragehöllinni. Sá sem hringir er Valery Giscard d’Estaing, forseti Frakklands. Dagblað eitt i Milanó skýrði frá þessu og heldur þvi fram, að prinsessan gefi forsetanum góð ráð á morgnana. Blaðið bætir þvi við, að þetta sé þá ekki i ★ ★ fyrsta sinn i sögunni, sem Frakklandi er stjórnað frá Róm. Domietta Hercolani er 42 ára gömul. Hún skildi við mann sinn, aðalsmanninn Don Andrea. Þau eiga eina dóttur, Orsinu, 21 árs gamla. Um samband sitt við forsetann segir Hercolani: „Við hittumst fyrst fyrir nokkrum mánuðum. Hann var þá fjármálaráðherra. Með okkur tókst góð vinátta, en hún er eingöngu andlegs eðlis. ★ ★ Sammy Davis i háloftunum vildi skilja Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er hjónaband Sammy Davis Jr. heldur stormasamt: Hann var nýverið á leið frá Los Angeles til Parisar i flugvél og lenti i hörkurifrildi við konu sina, Aloise, yfir miðju Atlants- hafi. Þau öskruðu hvort á annað um stund. Siðan hljóp skemmti- krafturinn að dyrunum að klefa flugstjórnarmanna og hamaðist á hurðinni þar til opnað var fyrir honum. Hann heimtaði að fá að tala við flugstjórann. Jú, það var velkomið. Erindið var að krefjast þess, að flugstjórinn læsi þau hjónakornin i sundur á stundinni, þvi málið þoldi enga bið. Flugstjórinn tók heldur dræmt i það og sagðist hafa öðrum hnöppum að hneppa. Sfðan bað hann Davis að fara heldur aftur i til konu sinnar, hvað hann gerði. Voru þau þvi ennþá hjón, er flugvélin lenti i Paris. DENNI DÆAAALAUSI „Þetta er skrýtin kaka. Ég veit ekki ennþá hvort mér finnst hún góð eða ekki.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.