Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 3
Sannndagur. 2«. rtMfctr. 1>74
ItMINN
3
Eftir nokkurra ára hlé, tekur SUNNA upp Kanarieyjaferðir að nýju.
Aðþessusinnihefur eyjan Grand Canary orðið fyrir valinu, en hún er
einn vinsælasti vetrarorlofsstaður Evrópubúa. Sunna hefur gert
samninga við mjög göð hótel og ibúðir á hinni vinsælu suöurströnd
Grand Canary, Playa del Ingles, þar sem loftslag og hitastig er hiö
ákjósanlegasta yfir vetrarmánuðina, þegar skammdegið og rysjótt
veðrátta er sem mest hjá okkur. Hægt er að velja um ibúðir með
morgunmat eða hálfu fæði, smáhús„bungak>ws" meö morgunmat og
hótel með morgunmat eða hálfu fæði. Einnig bjóðum viö uppá góðar
ibúðir og hótel i höfuðborginni, Las Palmas. Þar er mikið um
skemmtanalif og verslanir. Við viljum benda meðlimum launþega-
samtaka á, aö þeir fá sérstakan afslátt i öllum okkar ferðum til
Kanarieyja. Flogið verður með úthafsþotum án millilendingar á
laugardögum og er flugllminn um fimm og hálf klukkustund.
BROTTFARARDAGAR: 23. nóvember (3 vikur), 14. desember
(fullbókað), 21. desember (fullbókað), 28. desember (örfá sæti laus),
11. janúar, 25. janúar, 8. febrúar, 22. febrúar, 8. mars, 22. mars, 5.
april.
Hvergi betri hótel og ibúðir. Hvergi betri ferðakjör. Verulegur
afsláttur fyrir hópa, 20 manns eða fleiri.
Móses ólsen, fyrrverandi þjóAþingsmaður, er einn þeirra seat
standa að hinum nýja vinstriflokki á Grænlandi.
Átök hægri og vinstri
stefnu á Grænlandi
eru
langdrœg
og örugg
STJÓRNMALAFLOKKAR hafa
verið að myndast i Grænlandi á
siðustu misserum, og þegar kostð
verður næst til danska þjóðþings-
ins, mun f fyrsta skipti i sögu
Grænlands verða háð kosninga-
barátta, sem snýst um hægri-
stefnu og vinstristefnu I þjóð-
málum.
Nikolaj Rosing þjóðþingsmaður
hefur fyrir alllöngu skýrt frá þvi,
að hann muni bjóða sig fram
ásamt Knud Hartling, fyrrver-
andi þjóðþingsmanni, Ottó
Steenholt, sem á sæti i lands-
ráðinu grænlenzka.
Þá hefur Móses Olsen, fyrr-
verandi þjóðþingsmaður, til-
kynnt, að hann sé að stofna
vinstriflokk, ásamt Jónatan
Motzfeld, varaformanni lands-
ráðsins, og Lars Emil Johansen
þjóðþingsmanni. Hugmynd
þeirra er, að Móses og Lars Emil
Johansen verði i framboði og
með þeim á lista verði ein kona,
liklega Agnet Nielsen, bæjar-
stjórnarforseti í Narssak, og
Niels Carlo Heilmann, formaður
grænlenzka fiskimannasam-
bandsins.
Móses Olsen og fylgismenn
hans telja sig þá, sem koma
skulu f Grænlandi, en bera hinum
á brýn, að þeir séu fulltrúar
hverfandi viðhorfa, mótaðir af
áhrifum dansks embættismanna-
valds,
Þess er beðið af nokkurri for-
vitni, að i ljós komi, hvernig
straumar liggja á Grænlandi.
í leit
að áfengi
Gsal—Rvik — i fyrrakvöld var
brotizt inn i hús i Kleppsholti.
tbúar hússins höfðu brugðið sér út
og láðst að ioka gluggum í kjall-
ara. Hafði þjófurinn eða þjófarnir
skriðið inn um glugga og þannig
komizt inn i kjallaraibúðina.
Rótað var til i Ibúðinni, að þvi
er virtist I leit að áfengi. Þegar
ekkert var þar að fá, voru tvær
hurðarlæsingar brotnar upp til
þess að komast upp á hæðina fyrir
ofan. Við rannsókn innbrotsins
söknuðu húsráðendur einungis
áfengis.
Þeim tilmælum er aldrei of oft
beint til húseigenda, að þeir gæti
þess að skilja ekki svo við Ibúðir
sinar, að gluggar .standi opnir.
Þjófar þurfa ekki langan tima til
að athafna sig, og þvi er
nauðsynlegt að loka hurðum og
gluggum vel, hvort sem Ibúðin er
mannlaus skamma stund eða um
lengri tima. í þessu tilviki voru
húsráðendur að heiman I rúman
klukkutlma.
KR.
CAR 100 — 5100
CAR 200 — 6995
CAR 300 — 8990
Skípholti 18 * Sími 23-800 Brekkugötu 9 * Sími 2-16-30
REYKJAVÍK
Islenzkur listamaður í heimsókn:
Sýnir grjótmyndir sínar í fyrsta sinn
hérlend is — myndir hans hafa vakið mikla athygli
í Astralíu þar sem hann er búsettur
Gsal—Reykjavik — A laugar-
daginn verður opnuð allsérstök
listsýning i húsgagnaverzluninni
Heimilið h.f. að Sogavegi 188. Hér
er um að ræða sýningu á grjót-
myndum eftir Þorstein Kristins-
son
Listamaðurinn hefur búið I
Astraliu undanfarin ár og haldið
þar fjölmargar sýningar. Ef
marka má úrklippur úr dag-
blöðum, hafa sýningar Þorsteins
vakið verulega athygli og nokkurt
umtal, en efnið i myndir sinar
fann Þorsteinn i Tasmaniu, og
eru steinarnir taldir vera 5-7
hundruð milljóna ára.
Sýning Þorsteins i húsgagna-
verzluninni Heimilið h.f. er fyrsta
sýning hans hér á landi, og þetta
getur jafnvel orðið eina skiptið,
sem íslendingum gefst kostur á
að sjá þessar sérkennilegu
steinamyndir hér á landi.
Sýningin verður opnuð á
laugardaginn klukkan 2.
TUnInner
penlngar
Augjýsicf
iXlmanum
CR0WN -bílaviðtœkin
Verð er sem hér segir:
ÁLFNAÐ ER VERK
ÞÁ HAFIÐ ER
^ SAMVINNUBANKINN