Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur. 20. október. 1974
bak við kofann. Þar hímdi hann með höfuðið niðri á
bringu.
Hún deplaði augunum ertnislega.
„Komdu inn, faðir góður! En vertu samt dálítið
hressilegri, svo að drengurinn skammist sin ekki strax
fyrir föður sinn."
Jóhann rölti á eftir henni fyrir húshornið, en enn var
honum innan brjósts eins og barni, sem á von á vondum
móttökum. Hann nam staðar í ganginum og gægðist
gegnum dyragáttina, áður en hann áræddi að stíga inn
fyrir.
„Komdu inn, maður. Það ræðst enginn á þig," sagði
Beta.
Loks arkaði hann að hvflunni með húfu sína í annarri
hendinni. Katrín brosti ástúðlega og sýndi honum barnið.
Þá breiddist gleitt og vandræðalegt bros yf ir andlit hans.
En allan liðlangan daginn var hann svo hljóður, að
Katrín undraðist það. Samt mælti hún ekki heldur orð f rá
vörum. Hún lá aðeins grafkyrr, hvíldist eftir áraunir
fæðingarhríðanna og naut hamingjunnar, sem barnið við
brjóst hennar veitti henni.
Ljósmóðurin og Beta kvöddu og fóru að áliðnum degi,
og hjónin urðu tvö ein eftir. vorsólin skein yfir ásinn og
stafaði geislum inn um gluggakytrurnar og gerði litla
heimilið bjart og hlýlegt. Jóhann sat við hlóðirnar, og
Katrín lá í hvílu sinni. Stundum litu þau hvort á annað, en
hvorugt þeirra rauf þögnina. Það var eins og hvorugt
gæti fengiðsig til þessað rjúfa þessa hátíðlegu þögn.
Beta kom annað veifið næstu daga og grennslaðist
eftir því, hvort þörf væri á hjálp sinni. Jóhann eldaði
matinn. Katrín var steinhissa á því, hve vel honum fórst
úr hendi að matreiða. Einu sinni leit hún brosandi upp
frá grautardiskinum og mælti:
„Þú ert svei mér góður matsveinn, Jóhann".
Augu hans Ijómuðu af gleði við þessi hrósyrði.
„Ég er líka vanur við mallið. Ég fór fyrst á sjó sem
matsveinn. Og svo hef ég líka löngum verið minn eigin
matsveinn hér heima á veturna".
Katrín veitti því athygli, að angurvær blær færðist yf ir
andlit hans, þótt í rauninni sæjust engin teljandi
svipbrigði á þvi, og á sömu stundu fylltist hún innilegri
samúð með honum. Bernska hennar hafði að minnsta
kosti verið góð og áhyggjulaus, en hann veriðeinmana og
fátækur allt sitt líf.
„Jóhann", sagði hún biðjandi. „Segðu mér eitthvað
um móður þína".
„0-o....Það er ekki frá neinu að segja...Sjáðu, sjáðu:
Strákurinn hennar Betu hefur náð rottu".
„Seqðu mér eitthvað um hana".
„Nei-ei... það er frá engu að segja... Hvaða voða
krumlur eru þetta annars á barninu. Þetta verður
áreiðanlega harðskeyttasti strákurinn í allri sókninni".
„ Bjó hún hér og vann út um hvippinn og hvappinn eins
og við?"
„Já, jú. Hún var vinnukona. Hún var vinnukona í
Eikiey".
„Á Eikivöllum?"
„Já. Það var áður en ég fæddist".
„Og bjugguð þiðsvo hér, eftir að þú fæddist?"
„Já".
„Og hvað meira?"
„Svo dó hún".
„Hvað varst þú þá gamall?"
„Ég man það ekki nákvæmlega. — Átta eða níu ára".
„Hvað varð þá um þig?"
„Ég varð vinnumaður hjá Norðkvist".
„Þegar þú varst átta eða níu ára gamall?"
„Já. Hann ætlaði að kenna mér að verða vinnumaður,
sagði hann".
„Og svafstu þá hjá vinnumönnunum í dimma
kjallaranum undir húsinu.
„Nei, ég svaf hér upp frá".
„Aleinn hér, svona lítill dengur?"
„Já. Kapteinninn sagði, að fyrst kotið stæði autt og
f ullskipað í hvert rúm í kjallaranum, þá væri bezt, að ég
svæfi hér".
„Og hann, sem á stórt hús með óteljandi herbergjum.
— Hver hugsaði þá um þig?"
„Hugsaði um mig?"
„ Já. Ekki sjá níu ára gömul börn um sig að öllu leyti
sjálf".
„Ég sá um mig sjálf ur, — hol-ræt. En guð minn góður,
hvað ég var oft hræddur, þegar rotturnar voru sem
aðsópsmestar".
Þanin brjóst Katrínar hófust ofurhægt, og stór tár
hrundu niður á brekánið. Jóhann starði forviða á hana.
Hún leit á sofandi barnið og mælti klökkum rómi:
„Hugsaðu þér bara, ef ég dæi nú, og þú dæir líka,
þegar drengurinn okkar er orðinn átta eða níu ára, og
Norðkvist eða einhver annar tæki hann í vinnumennsku,
og svo yrði hann að sof a hér aleinn í myrkrinu á haustin,
þegar tóf urnar væla við kofavegginn, og enginn hirti um
hann eða hlynnti að honum!"
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
„Þú finnur DREKA
EKKÞHann finnur þig. "
„Svo hljóöar gamalt
frumskógarmáltæki.—
Sunnudagur
20. október
8.00 MorgunandaktSéra Pétur
Sigurgeirsson vigslubiskup
flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög Nýja
sinfóniuhljómsveitin i
Lundúnum leikur, Charles
McKerras stj.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir). a. Messa i C-
dúr op. 86 eftir Beethoven.
Felicity Palmer, Helen
Watts, Robert Tear,
Christopher Keyte, St. John-
kórinn og St. Martin-in-the-
Fields hljómsveitin flytja,
George Guest stj. b.
Sinfónia nr. 1 i D-dúr eftir
Schubert. Filharmóniu-
sveitin i Vin leikur, Istvan
Kertesz stj.
11.00 Messa I Selfosskirkju
(hljóðrituð á sunnudaginn
var) Séra Tómas Guð-
mundsson i Hveragerði
prédikar. Séra Sigurður
Pálsson vigslubiskup og
séra Sigurður Sigurðarson .
þjóna fyrir altari. Organ-
leikari: Glúmur Gylfason.
Forsöngvari: Bjarni Dags-
son.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Mér datt það i hug Séra
Bolli, Gústafsson i Laufási
spjalíar við hlustendur.
13.40 islensk einsöngslög
Magnús Jónsson syngur:
Olafur Vignir Albertsson
leikur á pianó.
13.55 „Bláfjólu má i birkiskóg-
num líta”. Böðvar Guð-
mundsson gengur um Hall-
ormsstaðaskóg i fylgd
Sigurðar Blöndals skógar-
varðar.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
tónlistarhátið i Hollandi
Flytjendur: Concertgebouw
hljómsveitin i Amsterdam
og söngkonan Teresa Berg-
anza. Stjórnandi: Jean
Fournet. a. Sinfónia nr. 4 I
A-dúr op. 53 eftir Albert
Roussel. b. Tvær ariur úr
óperunni „La Vida Breve”
eftir Manuel de Falla. c.
Habanera úr óperunni
„Carmen” eftir Bizet. d.
Sinfónia nr. 36 i C-
dúr (K 425) eftir Mozart.
16.00 Tiu á toppnum örn
Petersen sér um dægur-
lagaþátt.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Barnatimi: Gunnar
Valdimarsson stjórnar a.
Geta börnin skapað betri
heim? Þorsteinn V. Gunn-
arsson les kafla úr bókinni
„Litla lávarðinum” eftir
Burnett I þýðingu Friðriks
Friðrikssonar. Svanhildur
óskarsdóttir les þjóðsöguna
„Sálina hans Jóns mins” og
flytur kvæði Daviðs
Stefánssonar. Skólakór
Hliðaskóla syngur gamla
húsganga og þjóðvisur,
Guðrún Þorsteinsdóttir
stjórnar. b. Útvarpssaga
barnanna: „Strokudreng-
irnir” eftir Bernhard Stokke
Sigurður Gunnarsson lýkur
lestri þýðingar sinnar (15).
18.00 Stundarkorn með þýska
gitarleikaranum Siegfried
Behrend Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Eftir fréttir Jökull
Jakobsson við hljóðnemann
I þrjátiu minútur.
19.55 tslensk tónlist Sinfóniu-
hljómsveit íslands leikur,
Páll P. Pálsson stj. a. For
leikur að óperunni „Sigurði
Fáfnisbana” eftir Sigurð
Þórðarson b. Islensk þjóð-
lög I útsetningu Jóns Þór-
arinssonar. c. Tilbrigði um
rimnalag eftir Árna Björns-
son.
20.30 Frá þjóðhátið Norður-
Þingeyingai Asbyrgi 7. júli.
Aðalbjörn Gunnlaugss, setur
hátiðina, Stefán Þorláksson
frá Svalbarði flytur hátiðar-
ræðu, Snæbjörn Einarsson
og Þorfinnur Jónsson flytja