Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 28

Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur. 20. október. 1974 Ný landnámurannsókn Þessi grein birtist hér i blaðinu á þriðjudaginn var, 15. október. Vegna brenglunar, sem þá varð, og lesendur hafa sjálfsagt orðið varir við, er greinin endurbirt nú, og um leið er dr. Svein- björn Rafnsson og les- endur okkar beðnir vel- virðingar á fyrri mis- tökum. í APRILMÁNUÐI siðast liðnum varði Sveinbjörn Rafnsson doktorsritgerð sina um Landnámabók. Fór sú athöfn fram við Lundarháskóla i Svi- þjóð. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að Landnáma hefur löngum verið hugleikin þeim Islendingum, sem láta sig sögu þjóðar- innar einhverju skipta á annað borð, og þvi þótti okkur, hér á Timanum, tilvalið að ræða um stund við hinn nýbakaða doktor og heyra skoðanir hans á þeirri margfrægu bók, sem hann valdi sér að viðfangsefni. Landnáma hefur löngum heillað hugi fræðimanna Sveinbjörn brást hiö bezta við þessari málaleitan, og fer nú hér á eftir það helzta sem á góma bar I samtalinu. — Hvernig hagaðir þú rannsókn þinni, Sveinbjörn? — Landnámabók hefur lengi verið rannsökuð af fræði- mönnum, jafnvel öldum saman. Eitt af minum fyrstu verkefnum var þvi að kanna það, sem aðrir höfðu um hana ritað. — Þarna hefur verið i gegnum mikið að fara? — Já, það var heilmikið. Þegar Arni Magnússon hafði safnað saman þeim Landnámuhand- ritum, sem enn eru til, byrjaði hann strax að gera sinar athuganir á Landnámu, og meðal annars gekk hann alveg úr skugga um, hvernig ein gerð Landnámu, Skarðsárbók, hefði oröið til. Eftir daga Arna lögðu ýmsir menn hönd á plóginn, og má þar nefna Finn Jónsson biskup og Hannes Finnsson, sem einnig gaf Landnámu út. A nitjándu öld voru margir fræði- menn um hituna. Finnur Magnús- son og Jón Sigurðsson gáfu Landnámu út árið 1843 og þá má ekki gleyma Birni M. Ölsen, sem skrifaöi allmargar ritgerðir um Landnámu og íslendinga- sögurnar og um samband hennar og sagnanna. Þessar greinar Björns birtust i dönsku timariti i kringum aldamótin lðOO. Þær eru fremur litið þekktar hér á landi, sem er miður farið, þvi að þær ruddu mjög mikið brautina i þessum efnum. Niðurstaða Björns M. Ólsen var sú, að Melabók Landnámu stæði á eldra stigi, textalega séð, en hinar miðaldagerðirnar, Sturlu- bók og Hauksbók. — Er mikill munur á þeim gerðum Landnámu, sem til eru? — Já, hann er allmikill. Melabók er þvi miöur mjög illa varöveitt: hún er aðeins til á tveim skinnblööum. Hins vegar er til afskrift af henni i Þóröarbók, frá 17. öld, en þó að hún sé brotakennd, er hægt að sjá nokkurn veginn, hvernig Melabók hefur litið út. — Sker hún sig á einhvern hátt úr, hvað útlitið snertir? Hún hefur verið sett upp með öðrum hætti en hinar gerðirnar. Sturlubók og Hauksbók byrja á fundi Islands og Ingólfi Arnar- syni. Melabók, aftur á móti, hefur byrjað við fjórðungamörk, þar sem Austfirðinga- og Sunn- lendingafjórðungar mætast, við Jökulsá á Sólheimasandi, og siðan rekur hún landnámin, eins og leið liggur, réttsælis umhverfis landiö. Henni er skipt eingöngu eftir fjórðungum, og það er áreiðanlega hin upprunalega skipting Landnámu. Hitt er yngra, að byrja á fundi landsins og að setja Ingólf fremstan. Með þvi er lika Sunnlendingafjórð- ungur höggvinn i tvennt. Ekki allar frá sama ,, móðurhandritinu” — Hvaö er að segja um Land - námurannsóknir á þessari öld? — Þær hafa verið blómlegar, er þar helzt að telja doktorsrit Jóns Jóhannessonar, þar sem hann sýndi fram á samband Landnámugerðanna frá 17. öld, og kom Landnámurannsóknum þar með á nýtt stig. Jón Jóhannesson áleit, að hinar þrjár miðaldagerðir, sem til eru af Landnámu, voru komnar frá einni og sömu bókinni — að þær ættu allar sömu móður i einu handriti, og að sú bók væri Styrmisbók, eftir Styrmi hinn fróða Kárason. Ég tók þetta mál til nýrrar at- hugunar i ritgerð minni, og komst að þeirri niðurstöðu, að ekki sé ástæða til þess að ætla, að allar þessar þrjár gerðir séu komnar frá einu og sama „móðurhand- ritinu”. Ég tel, að Melabók sé komin frá riti, sem trúlega hefur verið skrifað litlu fyrir 1226, en Sturlubók og Hauksbók sýnist mér greinilega hafa orðið fyrir áhrifum af þeirri sagnaritun, sem Gunnlaugur Leifsson, munkur á Þingeyrum, mun hafa viðhaft I ólafs sögu Tryggvasonar, sem hann mun að öllum likindum hafa ritað á latinu. — Hvernig fórst þú að þvi að komast að þessari niðurstöðu? — Ég gerði það með saman- burði á ýmsum helgisagna- kenndum frásögnum i Landn- 3mu, sem ekki eru eins I öllum gerðum hennar. Má þar einkum nefna sögnina um Asólf hinn Irska, sem Asólfsskáli undir Eyjafjöllum er kenndur við. Svo má aftur minna á þá umskipan á Sturlubók og Hauksbók, sem fyrr var að vikið, þar sem byrjað er á að tala um Ingólf Arnarson. Allt bendir þetta eindregið i þá átt, að einhver „ritstjóri” hafi farið höndum um Landnámu á þrettándu öldinni. Þá hefur henni veriö breytt, og vafalaust undir áhrifum ýmissa rita, sem þá hafa verið til. Hvenær varð fyrsta Landnámu- gerðin til? — Hefur þú ekki glfmt við þá spurningu, hvenær fyrsta gerðin af Landnámu hefur orðið til? — Jú, ekki neita ég þvi. Eftir að hafa gluggað i innbyrðis afstöðu Landnámugerðanna, tók ég einmitt þessa spurningu til með feröar. Það er ákaflega mikil- vægt frá sagnfræðilegu sjónar- miði að gera sér grein fyrir þvi, hvenær hin allra fyrsta Land- námugerð hefur orðið til, en óneitanlega er ákaflega erfitt að festa hendur á öruggum aldurs- mörkum. Ég reyni þó að leiða likur að ákveönum aldri eftir þremur leiöum. Vissulega er þetta engan veginn fullsannað, en nokkrar ábendingar þykist ég þó hafa fengið. 1 fyrsta lagi ber ég saman Islendingabók og Landnámu. Islendingabók er rituð i byrjun tólftu aldar. Þar talar Ari fróði alveg óhikað um landnámsmenn. En hvaðan kom honum vitneskja um þá sjö landnámsmenn, sem hann nefnir, og eru allir svo að segja sinn af hverju lands- horninu? Hvernig vissi hann, að þessir menn, sem lifað höfðu löngu fyrir hans daga, og höfðu flestir búið viðsfjarri hans æsku- stöðvum —-hvernig vissi hann, að þeir hefðu verið landnámsmenn? Þessi vitneskja Ara, og það, hversu óhikað hann setur hana fram, bendir til þess að hann hafi stuðzt við heimildir, sennilega ritaðar. Menn vita, að Kolskeggur hinn fróöi hefur lagt til Landnámu i Austfirðingafjórðungi. Finnur Magnússon, Konrad Maurer og Barði Guðmundsson hafa at- hugað, hversu gamall Kolskeggur hefur verið á dögum Ara, og það bendirallt til þess, að Kolskeggur sé talsvert miklu eldri en Ari, og næsta óliklegt að hann hafi verið á lifi um það leyti sem Islendingabók var rituð. Þessi vitneskja bendir til upphafs tólftu aldar. önnur leið, sem ég reyndi að fara, til þess að leita að aldurs- mörkum, eru formálarnir, sem ritaðir eru framan við hvern fjórðung i Landnámu. I Melabók eru þeir hvað skrúðmálgastir og eru greinilega elztir þar, þvi að þeir hafa verið talsvert skornir niður, bæði I Sturlubók og Hauks- bók, þó enn meira I hinni siðar töldu. Þessir fórmálar bera mjög mikil merki lærdóms. Þótt þeir séu ekki skrifaðir á latinu, hefur höfundur þeirra vafalaust kunnað það mál. Hann kann að minnsta kosti til bréfagerðar og að færa i stilinn eftir latneskum mælsku- reglum. Fornir rúnasteinar og frásagnir af eldgosum Það, sem telja má norrænt I Landnámu, eru hins vegar frá- sagnirnar af sjálfu landnáminu: N.N. átti þennan og þennan bæ á þessum stað eða hinum....Sambærilegar smá- greinar eru til á rúnasteinum i Skandinaviu, þar sem þess er getið, að einhver tiltekinn maður hafi átt tiltekinn bæ. Að öllum Hkindum er þetta i sambandi við erföarétt á jörðunum, og litill efi er á þvl, að margt i Landnámu má rekja til eignarhalds á jörðum — eða til áhuga manna á eignar- haldinu, ef við viljum heldur orða það svo. Rúnasteinar með slikum greinum um eignarhald á landi, eru elztir i Sviþjóð, frá þvi um 900, en yngsta dæmið er frá Fær- eyjum, sá steinn er timasettur um 1200. Auðvitað eru þetta ekki neitt sérlega sterk rök um aldur Landnámu, en þau gefa þð vissa bendingu. Þriðja leiðin, sem ég fór i þvi skyni að timasetja Landnámu, er fornleifafræðileg. Frásagnir hennar af eldgosum eru ekki margar, en þær eru ákaflega merkilegar. Við höfum frá- sögnina um Eldborg i Hnappa- dalssýslu, og Sel-Þóri sömuleiðis um vöxt i Almannafljóti á Siðu, sem trúlega hefur stafað af eldsumbrotum. 1 einni gerð Land- námu (Hauksbók) er óljós sögn um að hraun sé i Vestmanna- eyjum, þar sem áður hafi verið bær, en þó bendir ekkert til þess, að þar hafi orðið gos eftir að landnám hófst, fyrr en nú á siðustu timum, eins og öllum er i fersku minni. Frásagnirnar um Mýrdalsjökul eru ákaflega merkilegar. Það er enginn vafi, að menn hafa orðið vitni að gosi þar um slóðir. Margir eru meira að segja þeirrar skoðunar, að þau hafi verið tvö, og þá annað sennilega i Sólheimajökli, og að það hafi einmitt verið þá, sem Jökulsá á Sólheimasandi hljóp fram á milli þeirra Loðmundar og Þrasa, svo sem frægt er af sögnum. Af Landnámu má ráða, að jarð- eldur hafi runnið niður i Alfta- veriö. Þorvaldur Thoroddsen áleit að sá eldur hefði komið upp I Eldgjá, en þegar þess er gætt, að svokallað Lágeyjarhverfi hefur oröið fyrir áfalli, samkvæmt Landnámu, og sömuleiðis næsta landnám þar fyrir vestan, er langliklegast, að hér sé einfald- lega um Kötlugos að ræða, og að vatn hafi hlaupið niður Mýrdals sand og gert þar usla i byggðum, enda er vitað um f jölda ey ðibýla á Mýrdalssandi. Og allt bendir þetta til þess, að Kötluhlaup hafi orðið áður en Landnáma var rituð. Nú skulum við halda vestur á bóginn og huga að Heklugosinu mikla árið 1104, sem eyddi Þjórsárdal og efra hluta Hruna- mannahrepps. A þetta gos er ekki minnzt i Landnámu. Hins vegar er talað um efra hluta Hruna- mannahrepps án nokkurrar athugasemdar, og um Þjórsárdal er talað eins og það sé sjálfsagður hlutur, að hann sé albyggður. Allt bendir þetta til þess, að Landnáma sé rituð á árunum sem liða frá þvi að vatn flæðir niður Mýrdalssand og eyðir þar byggö og þangað til Hekla gýs áriö 1104. Það er nokkurn veginn vitað, hvenær það Kötlugos hefur orðið, sem olli þeirri eyðingu byggðar á Mýrdalssandi, er vitnað var til hér að framan, og þar sem auðséð er á Landnámu, aö höfundi hennar hefur verið kunnugt um þá atburði, en allt bendir hins vegar til þess, að Þjórsárdalur og efri hluti Hruna- mannahrepps séu enn i byggð um það leyti sem bókin var i ritun, þá hlýtur athygli okkar að beinast mjög að aldamótunum 1100. Óenitanlega breytir þetta tals- vert miklu, ef rétt er ályktað. Það hefur verið talið hingað til, að tslendingabók sé allra rita elzt á landi hér, en hér erum við að komast að þeirri niðurstöðu, að Landnáma sé eldri. „Stóru landnámin” — Er Landnáma sagnarit i eiginlegum skilningi? — Ekki upphaflega. Hún verður ekki sagnarit fyrr en á þrettándu öld. Eins og hún hefur verið i frumgerð sinni, — eins og ráðið veröur af Melabók — hefur hún veriö bundin við upptalningu á ákveðnum jörðum i landsfjórð- ungunum. Hún er nokkurs konar jaröabók, þar sem getið er ákveð- inna höfuðbóla. I siðari hluta ritgerðar minnar fjalla ég einmitt um texta Land- námu, reyni að túlka hann og sýna fram á, hvaða niðurstöður hægt sé að fá fram, hvaða vitn- eskju Landnáma geti veitt okkur um Islenzkt samfélag á þjóð- veldisöld. • — Þú myndir kannski vilja lýsa þvi nánar fyrir lesendum okkar? — Já. Ég byrja á þvi að athuga hin svokölluöu stóru landnám. Mönnum hefur lengi verið starsýnt á stóru landnámin, eins og til dæmis það, sem Skalla- grimur átti I Borgarfirði og Ketill hængur um Suðurland. Þarna, eins og viða annars staðar i Land- námurannsóknum, ruddi Björn M. Ólsen brautina. Hann sýndi fram á, að þesssi stóru landnám væru ekki I Melabók, en aftur á móti bæði I Sturlubók og Hauks- bók, og auk þess i Egilssögu. Þarna sýndist vera samband á milli þessara þriggja siðasttöldu bóka, en Melabók var sjálf- stæðust, og hafði auk þess elztan texta af þeim öllum. Þar var til dæmis landnám Skallagrims miklu minna en i Egils sögu, og hélt sig innan fjórðungsmarka. En það er þverbrot á þeim lögum, sem Ari fróði nefnir, að sami maðurinn geti átt þingsókn i fleiri en einum fjórðungi. Sama er að segja um lándnám Ketils hængs. Það virðist hafa verið stækkað á þrettándu öld- inni. — Telur þú þá, að lándnámin hafi yfirleitt raskazt á þrettándu öld? — Mörg þeirra hafa áreiðan- lega gert það. ör vöxtur land- námanna um það leyti bendir eindregið til átakanna á Sturl- ungaöld. Björn M. Ólsen hélt þvi meira að segja fram, að Snorri Sturluson hefði samið Egils sögu meðal annars til þess að þenja út landnám Skallagrims og sýna fram á að það næði yfir nokkurn veginn sama svæiði og goðorð Snorra sjálfs. Með þessu og ýmsu öðru benti Björn M. Ólsen á, að íslendingasögurnar væru oft nokkuð áróðurskenndar, og að Landnáma hefði mótazt talsvert af Sturlungaöldinni. Samfélagið var að brej'tast Það er annars merkilegt um lándnám Skallagrims, að þar virðist sitja nokkurs konar hirð, samkvæmt Sturlubók og Hauks- bók. Það eru merkismenn hans, sem hann gefur land, þeir eru undirsátar hans og nokkurs konar hirðmenn hans. — En I Melabók, aftur á móti, virðast þaö einkum vera þrælar, sem setjast að I landnámi þess, sem fyrstur nam. Þannig er með landnám Auðar djúpúðgu, með alla sina þræla i kringum Breiðafjörðinn, og einnig má minna á Geirmund heljarskinn, sem haföi þræla á búum, eins og frægt er. Þetta viröist benda til ákveð- innar samfélagsþróunar: Þræla- haldið fer minnkandi, en stór- bændur eru komnir til sögunnar með smábændur, sem eru háðir þeim, — leiglendinga, hjáleigu bændur. A þréttándu öld er þetta bersýnilegt. Sturlungar, Hauk- dælir og Oddaverjar og fleiri stór- bokkar aldarinnar höfðu I kringum sig bændur, sem voru þ^im svo háðir, að nálgaðist lénsskipulag. Hliðstæð þróun átti sér stað viðar i Evrópu um þessar mundir, enda voru Islendingar ekki einiri heiminum þá, fremur en nú, og ekki liklegt, að saga þeirra likjst að einhverju leyti sögu annarra þjóða. — Þú neíndir „ritstjóra” Land- námu fyrr i þessu spjalli.Hverjir eru þeir helztir? — Ég tók til athugunar, hvernig þessir ritstjórar rekja ættir sinar i þeim gerðum Land- námu, sem varðveittar eru. Þessir menn eru Snorri Markús- son, lögmaður á Melum, dáinn árið 1313, hann mun siðastur manna hafa farið höndum um texta Melabókar. Þá er það Sturla Þórðarson lögmaður, hann dó 1284, og Haukur Erlendsson lögmaður, sem dó árið 1334. Það er augljóst, að Melabók hefur langflestar ættrakningar til rit- stjóra slns, það er eiginlega nokkurs konar skraut i bókinni. Sama er að segja um Hauksbók, þar eru raktar ættir til Hauks lögmanns úr öllum landsfjórð- ungum. En i Sturlubók sézt, að þar er mjög rakið til Sturlunga, en yfirleitt ekki til Sturlu Þórðar- sonar sjálfs. Og það sem þar er sagt, kemur mjög heim og saman við það sem Sturlunga segir um yfirráð Sturlunga yfir goðorðum. Bæjanöfn og „óðalshaugar” Þá fer ég nokkrum orðum um manna- og bæjanöfn i Landnámu og tel þau mjög háð hvert öðru, og óneitanlega talsvert grunsamleg, þótt erfitt sé að festa hendur á einstökum dæmum. Hins vegar ber ég saman bæjanöfn i Land- námu og nýrri jarðabókum. Björn Lárusson hefur gert grein fyrir eignarhaldi jarða i kringum siöskipti og Magnús Már Lárus- son hefur sýnt fram á, hvaö telja má höfuðból á miðöldum samkvæmt Jónsbók. Jónsbókar- reglurnar eru að mestu leyti I Grágás, og þar hétu höfuðbólin aðalból. Ef maður rekur saman bæja- nöfnin i Landnámu og bæjanöfn á siöari öldum, kemur i ljós, að nöfn þeirra bæja sem siðar hafa verið „staðir”, eru hlutfallslega miklu fleiri en nöfn annarra bæja. — Hvað segir það okkur? — Það bendir eindregið til þess, að I Landnámu séu einkum dregin fram stórbýli innan landnám- anna. — Varþáekki óðalsréttur til á Islandi á þjóðveldisöld? — Jú , það er hafið yfir allan efa. Hann hefur verið hér við lýði alla þjóðveldisöldina og raunar miklu lengur, jafnvel enn þann dag I dag, að einhverju leyti. Ég fer nokkrum orðum um hauga og grafir i ritgerð minni, og kemst að þeirri niðurstöðu, að samband sé á milli þeirra og óðalsréttarins. Forfaðir óðals- bóndans var gjarna sagður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.