Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 30
*" ‘TTMINN
BETRI
TÆKJA-
KOST f
Ein af efnilegustu popphljóm-
sveitum islenzkum er efalitiö
hljómsveitin Birta. Heldur hefur
þó verið hljótt um hljómsveitina,
enda hafa tið mannaskipti verið
henni fjötur um fót allt frá stofn-
un
1 viðtali við tónlistarsiðuna nú
fyrir skemmstu sögðu hljóm-
sveitameölimirnir að timabili
mannabreytinga væri nú lokið að
fuilu, — og að hljómsveitin
myndi i næstu framtið koma
fram eins og hiin er nú skipuð.
í heimsókn hjó
hljómsveitinni Birtu
Sögðust þeir enn fremur vera
mjög bjartsýnir, þvi erfiði siðustu
mánaða væri nú farið að koma
verulega I Ijós.
Inni i litlu herbergi i húsnæði
dráttarvélafyrirtækis i Austur-
bænum eru fjórir ungir menn með
hljóðfæri sin, og þar sem ég kem
gangandi inn i salinn, — hvar
dráttarvélarnar biða sinna kaup-
enda — heyri ég óm af gömlu
Bitlalagi
Það er laugardagseftirmið-
dagur og strákarnir I Birtu eru að
taka slðasta tóninn i laginu, þegar
ég kem i gáttina.
„Við leikum mest létt popp”,
segir Björgvin trommuleikari og
söngvari, þegar ég hef komið mér
fyrir á stól úti i horni. „Við
reyndum að leika góð og
skemmtileg lög, sem við höldum
að falli i góðan jarðveg hjá okkar
dansgestum”.
„Engu að siður erum við með
nokkur frumsamin lög inn á
milli’, segir Pétur orgelleikari og
söngvari, „og þegar lengra liður,
munum við bæta fleiri lögum við
prógrammið”.
„Aðalatriði fyrir hljómsveit
eins og Birtu er að sjálfsögðu að
ná vinsældum meðal fólksins”,
segir Atli Viðar Bassaleikari.
„Og enn sem komið er getur
hljómsveitin ekki byggt pró-
Hljómsveitin Birta: t.f.v. Atli Viöar Jónsson, Björgvin Björgvlnsson, Kristján Bárður Blöndal og Pétur
Hjaltested.
gramm sitt eingöngu á
frumsömdu efni, vegna þeirrar
einföldu staðreyndar, að það er
ekki grundvöllur fyrir þvi að leika
eingöngu frumsamið efni”.
„Við verðum, hvort sem okkur
likar betur eða verr, að hugsa
fyrst og fremst um okkar gesti, og
leika þá tónlist, sem þeir vilja
hlusta á hverju sinni”, segir
Kristján gítarleikari. „Auðvitað
er ekki hægt aö gera það svo öll-
um liki, en við vonum, að við höf-
um fundið meðalveginn og allir
geti fundir eitthvað við sitt hæfi”.
Björgvin trommuleikari, eða
Venni, eins og kunningjarnir
kalla hann er stofnandi hljóm-
sveitarinnar Birtu. Sá atburður
gerðist fyrir um það bil ári. Aður
hafði Björgvin þó reynt ýmislegt
i þessum bransa, — byrjaði I
skólahljómsveit i Réttó, og fór
siðan yfir i Jeremias.
— Svo hætti ég i tvö ár, en i
fyrrasumar lék ég i hljómsveit,
sem nefndist Ólafia og var gerð út
frá Húsavik.
Hinir strákarnir þrir, Pétur
Hjaltested, Atli Viðar Jónsson, og
Kristján Bárður Blöndal, hafa
allir leikið mikið saman, enda ól-
ust þeir allir upp i Vesturbænum
og byrjuðu áð leika saman I
skólahljómsveitum.
— Það sem að minum dómi
vantar sérstaklega hér á landi i
sambandi við popp- og rokktón-
list, — er staður, þar sem hljóm-
sveitir og tönlistarmenn geta
komið með sina tónlist og leikið
fyrir fólk, sem kemur gagngert til
að hlusta, segir Alti Viðar,en þess
má geta, að hann er bróðir
bræðranna i Roof Tops, Ara og
Jóns Péturs.
Allir sögðu þeir, að undirstaða
hljómsveitarstarfsins væri sú, að
þeim þætti gaman að tónlist, og
HLJÓMPLÖTUDÓMAR
DOAAARI: GUNNAR GUNNARSSON
Margir tónligtarmenn verAa
fyrst frægir eftir dauðann, —
og svo er einnig um aðra i
heimi listarinnar. Sumir
öðlast frægð fyrir eigin
verðleika, aðrir eru gerðir aö
stjörnum.
Jim Croce var orðinn nokk-
uð þekktur, er hann lézt. Hann
varð heimsfrægur eftir dauð-
ann. En Jim Croce var ekki
gerður að stjörnu — það voru
hans eigin verðleikar, og það
sem hann skildi eftir sig hér á
jörðinni, sem gerði hann fræg-
an.
Photographs and Memories
inniheldur öll hans beztu og
fallegustu lög, sem honum
auðnaðist að gera á sinni
stuttu ævi, eins og „I’ve got a
name”. „Time in a Bottle”,
„Lover’s Cross” og 1*11 have to
say I love you in a song”.
En hér þarf engin orð.
Látum tónlist Croce segja það
sem á vantar.
★ ★ ★
Little Feat eru svo að segja
óþekktir á íslandi, og það er
dálitið raunaleg staðreynd,
miðað við að þeir hafa gefið út
fjórar LP-plötur, hverja ann-
arri betri. Þessi nýja plata
þeirra er nokkuð tormelt, eins
og fyrri afurðir Little Feat, og
nauðsynlegt er að hlusta vel á
hana til að gera sér grein fyrir
gæðunum.
Ekki er gott að skilgreina
tónlist þeirra, svo fjölþætt er
hún. Að nokkru má líkja þeim
við The Band, — og ég held ég
geti slegið þvi föstu, að þeir
eru algjör andstaða við Slade.
Feat’s don’t fail me now er
góð plata fyrir þá, sem á
annað borð vilja vandað og
pottþétt rokk.
★ ★ ★ ★
Hichard Betts, gftarleikari
Allman Brothers Band, er hér
með sina fyrstu sólóplötu, og
er ég viss um' að margur
Allmans-aðdáandinn rekur
upp stór augu, þvi þessi plata
á litið sameiginlegt með
plötum Allmans Brothers.
Siða eitt er meö fjórum
léttum og skem mtilegum
country-rokkurum (I stil við
Ramblin ’Man) og ber eitt
lagið af: „Let Nature Sing”,
en þar eru hljóðfæri eins og
stálgltar, banjó, fiðla og
mandólin notuð á mjög
skemmtilegan hátt. Rjóminn
á plötunni er lagið „Hand
Picked”, sem nær yfir 3/4 af
siöu tvö, — frábært country-
jam, og er unun að hlýða á
samspil Vassar Clements á
fiðlu og Bett’s á gitarinn. Þar
er mýkt og fegurð I hásæti.
Richard Betts, á heiður skil-
inn fyrir þessa plötu, sem mun
án efa vekja áhuga margra á
country-rokk.
★ ★ ★ ★
Þar kom að þvl, al Lennon
lét eitthvaö verulega gott frá
sér fara, — eftir að hafa veriö I
miklum öldudal sfðastliðin tvö
ár.
Þessi nýja plata minnir á
margt af þvi bezta, sem
Lennon hefur gert. Lagið „9
Dream” er að minum dómi
eitt af beztu lögum, sem
Lennon hefur gert, og bezta
lag þessarar plötu hans.
Hljóðfæraleikurinn á
plötunni er frábær, enda eru
meðal undirleikara margir
stórkallar, eins og Jim
Keltner, Nicky Hopkins, Klaus
Voormann og Elton John. Þó
er hlutur Lennons sjálfs
stærstur og mestur að
vöxtum, og ræður úrslitum á
plötunni. Hafi Lennon
einhvern tima sungið vel,
gerir hann þaö á VValls and
Bridges.
Þetta er ein heilsteyptasta
Lennon-plata, sem enn hefur
litið dagsins Ijós.
Hljómplötudeild FACO hefur lónað síðunni þessar plötur til umsagnar
Baddi
EYÐA
KAUP-
INU í
Venni
Atli
;,ro? Tin-khunn.iP
Sunnudagur. M. oktéher. 1974
Pétur
að þeir væru ekki að þessu „ein-
göngu fyrir seðlana” eins og
Kristján, öðru nafni Baddi, gitar-
leikari komst að orði
„Hins vegar er kannski rétt að
geta þess, að starf okkar miðast
aö sjálfsögðu við að þetta sé; arð-
bært, þótt obbinn af þeim pen-
ingum, sem við höfum aflað, hafi
farið I endurbætur á tækjakosti
hljómsveitrinnar — og svo mun
vist verða enn um sinn”, sagði
Björgvin.
„Annars er athyglisvert i
Islenzku poppi, hversu litil endur-
nýjun er á þvi, sem við köllum
„toppinn á poppinu”., Það má
næstum segja, að þar séu fimm
hljómsveitir með rúmlega
tuttugu menn, og allar manna
breytingar, sem eru mjög miklar
— hafa nær eingöngu verið innan
þessa hóps. Og það er annað, sem
ég vil geta, að á milli þessa
tuttugu manna hóps, og allra
annarra popptónlistarmanna, er
algjör veggur — þeir eru
konungur islenzks popps, við
erum hirðsveinarnir”.
Það var Pétur Hjaltested, sem
mælir þessi fleygu orð, en hann
er einn af þessum tónlistar-
mönnum, sem eru það af lifi og
sál, og hyggst nú leggja söng- og
tónmennt fyrir sig.
Áður en ég yfirgef þessa áhuga-
sömu ungu tónlistarmenn, spyr
ég þá, hvort þeir hafi ekki orðið
varir við stöðnun I poppinu.
Ekki vildu þeir samþykkja það,
en sögðust hins vegar vita, að
þetta væri nokkuð almenn
skoðun.
Taldi Atli Viðar, að ástæðan
fyrir þessum orðrómi gæti verið
sú, að á siðustu árum væri orðið
mjög erfitt að fygljast með öllu,
sem gerðist i poppinu, þvi það
væri orðið svo stórt „fyrirtæki”,
eins og hann komst sjálfur að
orði.
Benti Baddi á, að hér fyrr á
árum hefðu allir vitað svona
nokkurn veginn, hvað væri að
gerast I þessum málum, en slikt
væri ógjörningur núna. Enn
fremur benti Baddi á, að hugsan-
leg skýring gæti verið sú, að unga
fólkið, hefði ekki neitt sérstakt
goð til að dýrka núna, eins og
Framhald á bls. 36
OKKUR LAÐIST vlst að geta
þess, I slðustu viku, að frestur
til að sklla tillögum um nafnið
á siöuna er til 1. nóvember. Nú
þegar hafa borizt nokkur bréf
með nöfnum, — og viljum við
þakka þeim, sem þau hafa
sent, og jafnframt hvetja alla,
sem einhverja hugmynd hafa
um nafn fyrir svona tónlistar-
siðu, að senda okkur bréf
fljótt.
Við viljum einnig minna á,
að ein stór plata (LP) er i
verölaun fyrir bezta nafnið, —
og hún er að eigin vali.