Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur. 20. október. 1974 eyinga. Hann hét Jakob Biskupsstöð og var frá Klakks- vik. Hannmuneiga afkomendur eða frændur á Austfjörðum. Jakob Biskupstöð varð að flytja til Eyja um stundarsakir 1901-1905 og smiða áttæringana og teinæringana sina þar sökum þess, að dönsku skipin neituðu að flytja þessa stóru árabáta frá Færeyjum til Islands. Teikningin af litla vélbátnum, með liggjandi siglutré, og ekk- ert stýrishús, minnir mjög mik- ið á v/b Unni, hinn fyrsta, sem smiðaður var fyrir Vestmanna- eyjasjómenn. Teikninguna gjörði listmálarinn Engilbert heitinn Gislason, mágur Þor- steins skipstjóra Jónssonar, Laufási. Elzta Edinborgarbryggjan i Vestmannaeyjum: Tvær bryggjur voru byggðar i Vestmannaeyjum 1907-1908. Vestmannaeyjahreppur hóf að byggja bryggju á svokallaðri Stokkhellu 1907. Sama árið hóf Gisli J. Johnsen bryggjugerð. Þá byggði hann hina fyrstu Edinborgarbryggju, sem mynd- in er af hér. Hann hafði þá með höndum afgreiðslu skipa. Skúr- inn, sem þarna stendur austan- vert við bryggjuna, er geymslu- skúr vegna afgreiðslu skipanna. Fyrsta bryggjan var byggð þannig, að steyptar undirstöður báru uppi bryggjutrén, eða tré- bukkar eins og myndin sýnir. Arið 1911 endurbætti Gisli þessa frumbryggju sina. Það gerði hann næstu árin. — Arið 1926 markar siöan mikilvægt spor fram á við. Þá er svo komið bryggju Gisla J. Johnsens, að flutningaskútur geta við hana lagzt. Þarna er mynd af fyrsta flutningaskipinu, sem legst að bryggju i Vestmannaeyjum. Það var dönsk þrimöstruð skúta, sem flutti timburfarm til verzlunar Gisla J. Johnsens. Það þótti mikill viðburður i kaupstaðnum. (Blik,ársrit Vestmannaeyja). * Attæringurinn Ésak Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga xuv Um langt árabil á 18. öld voru nöfnin á hinum opnu skipum i Vestmannaeyjum valin úr bibli- unni, svo sem Abraham, ísak, Jakob, Enok o.fl. Þá átti danski konungurinn alla útgerð i Eyj- um og enginn islenzkur maður hafði leyti til að stunda sjóinn þar nema á útvegi konungsins. Vildi hann ekki þýðast það, varð hann að sitja i landi og vera án flestrar bjargar. Ef skipin með bibliunafninu reyndust happa- skip, hélzt nafnið við lýði kyn- slóð fram af kynslóð. Svo varð það t.d. með nafnið ísak. Hér höfum við mynd af sið- asta opna skipinu, sem hét þessu nafni. Eftir að Vestmannaeyingar sjálfir fengu leyfi til að eiga opin skip og gera þau út var þaö mjög algengt, að Landeyingar smiöuðu skipin þeirra. Sú trú var rlkjandi, að þar byggju beztu skipasmiöirnir, sem byggðu affarasælustu skipin, mestu happafleyturnar. Nafnkunnasti skipasmiður i Landeyjum á s.l. öld var Þorkell Jónsson bóndi á Ljótarstöðum og svo hjálparsmiðir hans. Þor- kell bóndi smiðaði t.d. árið 1836 þrjú frægustu skipin, sem Vest- mannaeyingar áttu á s.l. öld. Það voru áttæringarnir Isak, Gedion og Trú. Hið siðastnefnda var þó meira Landeyjaskip en Eyjafar. A áttæringnum tsak var stundaður sjór frá Eyjum i 70 ár eða frá 1836-1906. Vestmannaeyjasjómenn stunduðu mjög mikið sjó á Aust- fjörðum á sumrum fyrir, um og eftir siðustu aldamót. Þar kynntust þeir ýmsum framför- um, sem til heilla horfðu um út gerð og fiskveiðar, svo sem notkun linunnar, notkun léttari báta en opnu, islenzku skipin voru o.s.frv. Hinn daglegur setningur hinna þungu opnu skipa i Eyjum var mjög erfiður þó að ekki yrði hjá honum komizt til öryggis, þar sem Vogurinn (höfnin) i Eyjum var óvarin fyrir austan sjó og stórviðrum. Austfirðingar höfðu snemma náin kynni af Færeyingum, sem gerðu þar út á sumrin. Þeir not- uðu létta árabáta, sem auðvelt var að setja á land. Þarna fengu Vestmannaeyingar hugmynd- ina þá, að nota fremur færeyska báta sem bæði voru léttari undir árum og i setningu, en islenzku áraskipin. A árunum 1901-1905 starfaði færeyskur bátasmiðameistari i Vestmannaeyjum, smiðaði þar marga teinæringa, sem þóttu heppilegri skip þar á marga lund en islenzku skipin með gamla laginu. Hér fylgir mynd af fyrirmynd færeysku bátanna, sem færeyski bátasmiðameist- arinn smiöaði fyrir Vestmanna- v-. " : ■ ’ . • . ' ' ...- aMÉB'* '-*• ■. Litill vélbátur I Vestmannaeyjum Færeysk bátafyrlrmynd Fyrsta flutningaskipið, sem iegjst viö bryggju I Vestmannaeyjum Elzta Edinborgarbryggjan i Eyjum F

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.