Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 15
Sunnudagur. 20. október. 1974
TÍMINN
15
Jónas Guðmundsson:
FÁEIN ORD UM
40% VERÐBÓLGU
— eftir mann,
sem kann ekki
hagfræði
BEZT OG ÓDÝRAST AÐ BÚA Á ÍSLANDI
Hagfræði heitir eitt
háleitasta fag æðri skóla
og stofnana, þar sem al-
varlegir menn kryfja til
mergjar verðmæta-
sköpun, eyðsluvenjur og
allan fjandann, sem við
kemur fjárhagslega af-
komu þjóðanna. Það er
innan þessarar
fræðigreinar, þar sem
menn fá hálfa önd og
hálfa flöksu af rauðvini,
og íslendingar setja
staðfest verðbólgumet,
40% verðbólga.
1/2 önd á kjaft
Tveir menn sitja á köldum
vetrardegi inni á veitingahúsi.
Annar drekkur kaffibolla og
reynir aö orna sér við ofninn, hinn
er i burgeismat, hefur heila önd á
borðinu og heila flösku af
rauðvini og hann getur ekki dulið
ánægju sina, én sá með kaffið gef-
ur honum dapurlegt auga.
Maðurinn með kaffið litur
spurnaraugum á manninn með
öndina. — Sá á nú gott, hugsar
hann með sér. Þetta hlýtur að
kosta stórfé, og hann finnur til
svolitillar gremju, þegar hann
hugleiðir þann mikla mun, sem er
á kjörum manna, þrátt fyrir
sjúkrasamlög og ellilaun, en svo
heldur hann áfram að lesa blaðið
sitt til að gleyma raunum sinum.
A máli hagfræðinnar heitir
þetta ekki heldur einfaldlega 1/2
önd og 1/2 flaska af vini á mann,
þegar búið er að deila veitingun-
um niður á gestina tvo. Siðan
kemur einn bolli af kaffi, m.ö.o.
1/2 bolli af kaffi á mann.
island i 10 sæti
i velsæld
Það er orðið langt siðan ég las
þessa litlu rógsögu um hag-
fræðina, mig minnir að hún hafi
staðið I einhverri kennslubók, og
reyndar var ég alveg búinn að
gleyma henni, þegar ég sá blaðið
suðri I Þýzkalandi, þar sem
okkur var sagt, að Island, væri I
10. sæti að velsæld (framleiðslu-
verðmæti á ibúa) en i 6. sæti I
eyðslu (á hvern ibúa) og þar rikti
40% verðbólga, sem væri heims-
met.
Þetta var nokkuð fyrir Dani.
— Er það rétt, sem stendur I
blööunum, að þið hafið sett
heimsmet i verðbólgu? spuröu
þeir og voru alveg steinhissa. Ég
las það i blöðunum. Ég heyrði það
i útvarpinu, sögðu þeir til
skýringar. Verðbólgan er bara
16,5% I Danmörku.
Ég hefi þvi miður fleygt
blaöinu, svo ég get ekki upplýst,
hver býr til svona tölur, en þær
eru alþjóðlegar, svo mikið er vfst
og ábúðarfullir doktorar fjölluðu
um málið I fjölmiðlunum, and-
angtugir yfir nýja metinu og dýr-
tiðinni á íslandi.
— Ég hefi nú ekki mikið vit á
bókhaldi, sagði Þorsteinn á fundi
i Sjómannafélaginu, en ég veit
hvernig það er i Englandi, og þaö
þótti gott hjá honum. Ég undir-
ritaöur hef ekki mikið vit á hag-
fræði, en ég veit þó hvernig hún
hittir mina eigin skynsemi, og þá
fer ég aftur að muna eftir gömlu
sögunni, sem ég er annars fyrir
löngu búinn að gleyma, þessari
með hálfu öndina og hálfu
rauðvinsflöskuna og ég sagði við
Danann, — þetta er bara öfund,
það hefur aldrei verið betra að
búa á íslandi.
Á móteli
i Danmörku
Við höfðum ekið svo til alla
nóttina og nú var nýr dagur að
veröa búinn. Við fórum að leita
eftir hóteli, og það kom i ljós að
þau voru aðeins tvö i Kolding i
Danmörku. Hótel Kolding, sem
var svo flott, að börnin hefðu
getað gert þig gjaldþrota á auga-
bragði með því að fella eitthvað
um koll og ég snarhemlaði og
snéri frá, og svo Missionshótelið I
bænum, sem angaði af kreosóli og
grænsápu.
— 1 guðs bænum ekki þetta —
sagði konan full skelfingar. Mér
finnst það standa I ljósum lögum.
Já, það var rétt. Þetta var gamalt
hús, timburhjallur inna I tóft af
múrsteinum-
—Já, en Paul Hartling, forsætis-
ráðherrann (danski) býr alltaf
hér þegar hann er í Kolding, sagði
ég.
— Nei, við skulum fara lengra
noröur, og við sveigðum i áttina
að þjóðveginum til Norður-Jót-
lands.' Ferðaþreytan lagðist á
sálina og börnin byrjuðust aftur
að gráta.
— Bara fáeina kílómetra i burtu,
þá myndum við koma að einu af
þessum skiltum, sem alstaðar
eru við þjóðvegina ROOM-
ZIMMER-VÆRELSE og við
fengjum hvitar brúðarsængur til
að sofa við og volga mjólk að
drekka. Svo myndum við sofna
með jótrandi kýrnar allt i kring
um okkur.... En svo allt i einu
kom skilti á þjóðveginum
MOTEL TRE ROSER og von
bráöar sáum við yndisleg smá-
hús, rétt við þjóðvegmn og i miðri
þyrpingunni var stór græn sund-
laug. Þetta var nokkuð fyrir
fólkið, sem var númer 10 i velferð
og númer sex i eyðslu. Við pönt-
uðum herbergi.... já og spurðum
ekki einu sinni um verðið, því að
svo þreyttur getur maður nú einu
sinni oröið. Við fengum tveggja
manna herbergi með litlum eld-
húskróki og baði.
Börnin myndu sofa hjá okkur
eins og vant var og við myndum
vakna við volga hlandlyktina,
hress og endurnærð.
Dýrt er
Drottins orðið
— Guð, hvað þetta er flott, sagði
konan, þegar við vorum búin að
bera inn töskurnar. Hvað kostaði
herbergið?
— Ha, kostaði ... Helviti eru
Danir nú góðir arkitektar. Aldrei
myndu íslendingar geta búið til
svona, sagði ég og reyndi að
leiða talið að öðru.
— Hvað,spurðirðu ekki að þvi,
sagði hún og gat ekki leynt
skelfingu sinni?
— Að hverju?
— Hvað herbergið kostar.
Nei, ég hafði ekki spurt og hún
leiddi mig fram i forstofu, þa sem
litið vélritað plagg stóð á veggn-
um. Dobbel-værelse DKR 250.00
opprör DKR 50. Sum sé 6000 isl.
krónur fyrir nóttina, ef maður
ekki hreinsaði herbergið, 5000 ef
allt var pent, þegar maður fór.
Við létum fallast niður I sætin.
6000 krónur. Þetta voru miklir
peningar fyrir manninn, sem
drakk kaffibolla, meðan hag-
fræðin skrifaði á hann hálfa
önd.... og þar ofan I kaupin mynd-
um við svo auðvitað ekkert sofna.
Mótelreikningurinn sem kæmi á
morgun, myndi sjá fyrir þvi.
— Ja hérna, sögðu Danirnir og
bruddu rúnstykkin sin og sötruðu
brennheitt kaffið. Gamla Dan-
mörk bara númer fimm á yel-
ferðarlistanum og aumingja
Island númer 10 og svo fóru þeir
að tala um verðbólguna. Ég beit á
jaxlinn og fór að skoða auglýsing
arnar. Bensinið komið i 48 krónur
iitrinn (I Danmörku). Bjórinn
ódýrastur á 4.35. (kostaði 2.25 i
Havnegade 1970). Nýr Volvo
kostar eina milljón, pakki af slga-
rettum 200 kall ( i Danmörku)
Viskýflaskan 1600 og ég bað um
meira kaffi og litli bollinn gerði
mig samstundis 50 krónum
fátækari. Kaffi og franskbrauð
meö smjöri 200 kall. Ég var kom-
inn i verulega slæmt skap.
Ég neita að trúa
Það eru liðnar þrjár vikur og
við erum komin heim I stöðugan
útsynninginn, sem spúði köidu
regni og hagli, — og búinn að
gleyma öllu,nema verðbólgumet-
inu. Þetta hafði annars verið
merkileg ferð — og lærdómsrlk
og ég var i rauninni orðinn einn
af þessum sprenglærðu. Það er
eins og allir hlutir stækki og fái ný
og meiri þvermál, þegar maður
andar að sér þessu indæla lofti,
sem hrlslast eins og ölkelduvatn
um stirðan kroppinn. En þetta
með verðbólgumetið skil ég
sennilega aldrei. Hvernig getur
staðið á þvi, að þegar allir nauð-
synlegir hlutir eru dýrari i
Danmörku en á íslandi, að þá sé
40% verðbólga á Islandi, en ekki
nema 16.5% i Danmörku?!
— Það mun vera fundið með þvi
að reikna út hvað vörur og þjón-
usta hefur hækkað á ákveðnu
tlmabili, sagði Jón Árnason,
formaður fjárveitinganefndar, en
ég skil það ekki samt og stundum
finnst mér ég vera eini maðurinn
I öllum heiminum, sem ekki skil
hagfræðina og mér verður innan-
brjósts eins og fóstursyni Kon-
ráðs Gislasonar, þegar hann
reyndi að kenna honum faðirvor-
ið.
— Ég neita að trúa!
Atvinnuleysi i Evrópu
þrátt fyrir litla verð-
bólgu
1 Danmörku, Þýzkalandi og
reyndar öllum löndum á megin-
landi Evrópu, að ekki sé minnzt á
fjarlægari þjóðir, eru dimm ský á
lofti 1 efnahagsmálum. Atvinnu-
leysingjum fjölgar stöðugt og
samdráttur er i mörgum iðn-
greinum. Dönsku blöðin voru full
af fregnum um verksmiðjur, sem
voru að loka, og múrarar (at-
vinnulausir) múruðu upp i dyrnar
á vinnumiðlunarskrifstofunni um
mánaöamótin til þess að
mótmæla aðgerðarleysi stjórn-
valda. Bilaiðnaðurinn i Þýzka-
landi var að stöðvast, þvi að ekki
var unnt aö selja nógu marga bíla
til þess að vinna með fullum
afköstum. Bilaframleiðslan I ár
verður eins og fyrir 6 árum, eða
dregst saman um ca. 30%, og allt
er komið i hár saman innan efna-
hagsbandalagsins vegna verðlags
á landbúnaðarvörum. Tala at-
vinnulausra hefur aldrei verið
hærri. Þetta skeður á sama tima
og þessar þjóðir búa við 10-16%
verðbólgu. Hvernig myndi þá 40%
verðbólga leika þær. Ég veit að
allt er dýrt á Islandi, en það er
ekki meiri dýrtið hér en i
nágrannalöndunum og hér hafa
allir vinnu — og bað vantar fólk.
Og þvi spyr ég ég hagfræðinga
landsins: kunnið þiðnokkur svör?
Hartling á 6000 kr. mótel
— Iss blessaður vertu, það er
langbezt að búa á íslandi sagði
konan. Manstu eftir mótelinu? Já
og þá man ég það, að ég sá það i
blöðunum áður en ég fór, að
EXTRA- BLADET sagði frá þvi i
forslðufregn að eldvarnareftirlit-
ið I Kolding væri búið að lýsa
Missjónshótelið i Kolding eld-
gildru og skoraði blaðið á Paul
Hartling forsætisráðherra að
hætta að búa þar, þegar hann
væri i Kolding. Eldvarnarkerfi
hótelsins væri ófullnægjandi og
slökkvibilar kæmust ekki inn I
portið bak við húsið. Já, konan
veit hvað hún syngur. — og nú
verður Hartling að búa á Þrem
rauðum rósum, eða þá i Hótel
Kolding, — ef hann ekki er með
börnin með.
Móteliö