Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur. 20. október. 1974
0 •
ABENRA er miöstöð stjórn-
sýslu I Suður-Jótlandi. Þar eru
menn hreyknir af fortíð bæjar
sins, og elzti hluti hans ber enn
smáborgarlegan yndisþokka
sinn. Þar eru götur, sem nota
mætti án nokkurra breytinga
sem leiksvið, er kvikmynda
ætti Kardimommubæinn. Við
einar dyrnar er minningar-
tafla: „Hér bjó jómfrú Fann-
ey”. Viö sögu þeirrar jómfrúr
stöldrum við seinna.
Ábenrá er gamall sjó-
mannabær og þar er ágæt
höfn. Fyrsta danska skútan,
sem komst fyrir Góðrarvonar-
höfða, var úr þessum bæ. Og
þjóðsagan hermir, að einmitt
hér hafi danski fáninn fyrst
komið við sögu á danskri
grund árið 1219. Konungurinn
hafði brugðið sér suður á bóg-
inn og barið þar á Vindum, og
þegar verst horfði i orrust-
unni, kom fáninn af himnum
ofan. Dönsku sjómennirnir
voru ákaflega hreyknir af
himinbornum fána sínum.
Þegar suður-józkar skútur
lágu i kinverskum höfnum ár-
ið 1864, komu boð um að draga
niður fánann. Þá gengu skip-
verjar i land. Hver einasti
maður.
1 bæjarsafninu I Abenrá eru
varðveittar margar minjar
frá þeim timum, er sigling-
arnar voru snarastur þáttur i
lifi bæjarbúa. Þar á meðal er
mikið safn flöskuskipa og ann-
aö fleira af þvi tagi, er sannar,
að mörgum hefur orðið stund-
in löng á siglingum um heims-
höfin.
í innsigli bæjarins, sem er
frá árinu 1450, ber mest á
þrem makrilum. Og það hefur
löngum veriö góð makrilveiöi i
firðinum, ekki sizt á fyrri öld-
um. Sagnir eru meira aö segja
um það, að vinnukonurnar hjá
bubbunum i Ábenrá hafi þver-
neitað aö leggja sér makril til
munns oftar en þrisvar i viku.
; En sé innsigli bæjarins skoðaö
1 gaumgæfilega, eykst samúð
í manna meö þessum löngu
/ dauðu vinnukonum. Þessi fall-
J egi, hraðsyndi og spengilegi
fiskur er þar heldur óhrjáleg-
ur, svo að manni dettur helzt I
hug, að fyrirmyndin hafi veriö
búin að liggja einn daginn eða
tvo I varpanum hjá bátseig-
andanum.
1 bæjarsafninu rekst maður
aftur á nafn jómfrú Fanneyj-
ar. Þar eru fallegir dúkar,
sem hún hefur saumað, svo að
jómfrúin hefur veriö hög á
hendur. Þar er lika pyngja úr
skinni, er hún hefur átt, svo að
eitthvað hefur hún borið úr
býtum. A þessari pyngju er
ártalið 1843, og auk þess orðið
Augsburg og fagurlega dregn-
ir upphafsstafir Kristjáns átt-
unda. Þessi pyngja hefur auö-
sjáanlega átt að vera kon-
ungsverölaunin i veðhlaupun-
um það árið: „lstes Pferde 400
spec.”, stendur þar einnig.
Jómfrúin hefur fengið peninga
frá Kaupmannahöfn I þessari
i pyngju — framlag frá hiröinni
J sér til lifsviðurværis.
1 Kirkjugarðar eru þöglir, og
L þó á þessum slóðum talandi
barnið varö að senda brott og
hylja þannig öll spor, að
hneyksliö kæmist ekki á vitorð
fólksins. Þegnarnir máttu
með engu móti hafa nasasjón
af þvi, hvernig þau Kristján og
Karlotta höfðu hagað sér
suður I höllinni I Mecklenburg.
Þannig eiga Watergate-
hneyksli og CIA-mál sina
undanfara.
Kristján Friðrik var látinn
ganga að eiga Karlottu
Friðrikku árið 1806. Hjóna-
bandiö var skammvinnt og
gleðivana, og það rann út i
sandinn er drottningin fór að
halla sér fullfast að franska
söngkennaranum sinum.
Þrátt fyrir margitrekaðar
tilraunir gat hún aldrei fengið
neina vitneskju um, hvað gert
hafði verið af frumburði
hennar.
Kristján Friðrik geispaði
golunni árið 1848, þegar ein-
veldið var að hrynja fyrir,
vindsveipum nýs aldaranda,
og meðan hann lifði fékk i
jómfrú Fanney og fóstra
hennar lifeyri frá Kaup-
mannahöfn með fullum
skilum. En þessum fram-
lögum var hætt, er
konungurinn var fallinn frá.
Eftir það naut hún aðeins
stuðnings frá fáeinum vinum
sinum. Annars þvoði hún
„franskan þvott” sér til viður-
væris. „Franskur” varð hann
að vera, svo að verkið væri
henni samboðið.
Enn hefur verið getið um
einn þátt I sögu jómfrú
Fanneyjar, sem mjög jók
umtal fólks um hana. Á
þritugsaldri veiktist hún, bæði
á sál og likama, og þegar hún
komst loks á fætur aftur eftir
langa legu, var hún oröin
skyggn. Hún ,,sá” óoröna
atburði og sagði fyrir
margvisleg stórtiðindi, þar á
meðal báðar styrjaldir Þjóð-
verja og Dana á nitjándu öld
og úrslit þeirra. Hún spáði þvi
einnig, að stórstyrjöld yrði að
sér látinni nokkru eftir alda-
mótin. Þegar heimsstyrjöldin
seinni dundi yfir og nazistar
hernámu Danmörku, var enn
fariö að grennslast fyrir um
það, hvað hún kynni að hafa
sagt um þá heljarslóðar-
orrustu. Suður-Jótar voru enn
reiðubúnir til þess að trúa öllu
eins og nýju neti, er hún kynni 1
að hafa látið sér um munn
fara, og þýzku hernáms-
foringjunum stóð slikur
stuggur af þessu, að þeir lögöu
hald og bönnuðu litinn bæk-
ling, er einhver hafði samið
um jómfrú Fanneyju. Þetta
bann var lagt á þegar árið
1940, þegar fariö var aö saxast
á sjöundu útgáfuna. Leifar
upplagsins, þrjú þúsund
eintök, hurfu að mestu leyti.
Þeim var dreift manna á
meðal á laun, og kallaðist
kverið þá á dulmáli handbók
um kaninueldi.
Og enn stendur litla húsiö
við Persiljugötu til vitnis-
buröar um suöur-józkt lang-
minni og ræktarsemi við
sérkennileg örlög og undar-
lega duttlunga mannlifsins.
Kristján 8.
tákn um þaö, hvað yfir Suður-
Jótland hefur gengið i langri
og umhleypingasamri sögu
þess. I kirkjugarðinum i
Abenra eru minnismerki á
leiðum fjölda soldáta, sem
féllu i tveim styrjöldum Dana
og Þjóðverja á fyrri öld. Þar
eru griðarstórir reitir, sem
geyma bein hermanna, sem
offrað var i heimsstyrjöldinni
fyrri — kraðak danskra og
þýskra nafna, sem þó verða
ekki dregnar af neinar álykt-
anir um hugarfar og raun-
verulegt þjóðerni þeirra, sem
fengu leg. Hópur enskra og
ameriskra flugmanna hvilir
undir marmarasúlum en á
fjöldagröf frá árinu ’45 er að-
eins minningartafla, sem seg-
ir, að þar hafi verið jarðaðir
246 flóttamenn og tveir þýskir
hermenn. Farsóttir, hungur
og örvænting hafa höggvið
mikil skörö I raöir flóttafólks-
ins þarna suður frá. 1 mis-
kunnarlausum styrjöldum er
litið svigrúm fyrir viðkvæmni.
Þá er dauðinn stóriðja.
Minnismerki og áletranir
lúta lögmálum tizkunnar eins
og annað. Iburðarmiklar og
fyrirferðarmiklar súlur hrósa
hetjudauða I fjarlægum
Austurlöndum I þágu stærra
Þýzkalands. En svo hefur
smám saman orðið gengisfall
á hetjudauða innan múra
kirkjugarðsins, unz til sögunn-
ar kom ný kynslóð, sem óx upp
undir hakakrossi, til þess að
punta upp á skreytingar yfir
beinum vigahrappanna.
I þessum sama kirkjugarði
sést nafn jómfrú Fanneyjar I
þriðja sinn. Legsteinninn er
ekki Iburðarmikill, og á hann
er letrað:
Hver var eiginlega jómfrú
Fanney? Þetta er dularfuil
kona, og spurningunni verður
ekki svarað með fullri vissu.
Sú saga, sem lifað hefur ber
öll rómantiskustu einkenni
ungmeyjaskáldsögu frá ni-
tjándu öld.
Fæðingarár Fanneyjar er
rækilega skrifað I kirkjubók-
ina, þar sem það hefur verið
letrað, er hún var skirð 19.
september 1805. Skirnarvott-
arnir voru kammerjúnkara-
frúin Franziska von Qualen og
jómfrú Elisa Heise, en guðfað-
ir kammerjúkarinn Friedrich
Karl Ferdinand von Qualen.
Fullu nafni var telpan skirð
Franziska Karólina Elisa
Enger og aftan við nafn henn-
ar hefur verið bætt: „Óekta
barn Kristinar Heise frá
Mecklenburg, sem eftir sögn
móðurinnar Elvers I Ribnitz-
amti i Mecklemburg þungaö-
ist af völdum Friðriks Engers
ráðsmanns”.
Kirkjubókin lýgur samt, og -
það er einmitt svo oft gallinn
við kirkjubækur, að sá sem á
pennanum heldur, er
siðsamur um skör fram. Það
er ekki ótitt, að þær kasti
sökinni á ráðsmenn.
Satt er það aftur á móti, að
konunglegur póstvagn,
fereyki, sveigöi inn á Hallar-
götuna i Ábenrá siðla á
septemberkvöldi áriö 1805. Út
úr vagninum steig ung og
skartklædd kona með
kornbarn i fangi, vel dúðað.
Nokkrum dögum siðar fauk
plagg af barninu inn I garö
grannans. Það var skreytt
könúngtegum upphafsstöfum.
Þar með hafði fólkið i
Kardimommubænum fengið
umtalsefni, sem ekki var
ónýtt. Það var meira að segja
svo haldgott, að það entist þvi
mestalla nitjándu öldina.
Hin skráða móðir
Fanneyjar, Kristin Heise, var
meö öðrum orðum barnfóstra,
sem tekið hafði að sér móður-
hlutverkið gegn fyrirheiti um
lifeyri til æviloka. Hún skyldi
aðeins þegja um raunverulega
foreldra barnsins. Það loforö
efndi hún.
Tengt sögunni um jómfrú
Fanneyju er skrin eitt meö
traustum lási, sem „móöirin”
ein gat lokið upp. Eitt sinn
veiktist Kristin Heise og
óttaðist um lif sitt. Þá skipaði
hún barninu aö sækja skriniö
og færa sér það. Hún lauk þvi
upp titrandi höndum, tók úr
þvi pergamentrollu meö
mörgum innsiglum og skipaði
Fanney að bera hana að
loganum á kertinu, sem brann
við sjúkrabeöinn. Eldurinn
læsti sig i pergamentiö og
brenndi það. Þá fyrst hallaði
sjúklingurinn sér aftur á
koddann.
„Guði sé lof”, sagði hún —
nú getur enginn komizt að þvi,
hverjir voru foreldrar þinir”.
En brunnar leifar perga-
mentrollunnar geymdi jómfrú
Fanney til æviloka. Þær
fundust að henni látinni, en
voru svo illa leiknar, að
enginn gat ráðið i, hvað þar
hafði staöiö.
Hverjir voru þá foreldrar
jómfrú Fanneyjar? Sagn-
fræðingar segja litinn vafa
leika á þvi, aö jómfrúin hafi
verið dóttir prinsins Kristjáns
Friðriks, siðar Kristjáns
áttunda Danakonungs, og
fyrri drottningar hans, Kar-
lottu Friðrikku af Mecklen-
burg-Schwerin. Atján ára
gamall fór Kristján með föður
sinum, Friðriki erfðaprins, til
Mecklenburg, og þar kynntist
hann frænku sinni, Karlottu
Friörikku, sem var nokkrum
misserum eldri. Aflakstur
þeirra kynna varð sá, að hin
tigna mær varð ólétt, á
alþýðumáli sagt.
Þetta barst til eyrna
konungsins Friðriks sjötta, og
varð honum ekki flökurt, eins
og Þorsteinn Erlingsson
ætlaði, ef hann hefði séð hinn
hundflata skrælingjalýð
Islands að Jörundi hunda-
dagakonungi föllnum, heldur
trylltist hann. Kristján Friörik
var væntanlegur konungur, og
Friörik sjötti mátti ækki til
þess hugsa, að fyrirhuguð
drottning Danmerkur stæði
fyrir altarinu meö keisina út i
loftið. Það varð að fresta
áformaðri hjónavigslu, og
FANNEY ENGER,
fædd 31. ág. 1805,
dáin 27. marz 1881.
Hviliherrans friði.