Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 33

Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 33
Sunnudagur. 2ð.‘ óRt'óBer. '1974 bezt á matmálstiman- um”. ,,Það er nú rétt komið að matartima”, sagði Maria. ,,Já,” sagði mamma. „Sæktu Róbert bróður þinn út i garðinn, og settu hann i stólinn sinn”. Eftir nokkrar minútur var miðdagsmaturinn tilbúinn. og farið var að borða. ,,Ég vil ekki kartöfl- ur,” sagði Maria. ,,Ég vil ekki kartöfl- ur,” endurtók Róbert litli bróðir hennar, sem var á þriðja ári. Mamma sagði ekkert, heldur skipti kartöflun- um þegjandi á diskana. Þvi næst fór hún að taka til kálið. „Mamma, ég vil ekki sjá þetta grænmeti”, sagði Maria. „Mamma, ég vil ekki sjá þetta grænmeti,” sagði Róbert. En mamma skipti grænmetinu milli barn- anna á diskana hjá kjöt- inu og kartöflunum og þau borðuðu það. Þau sáu á svipnum á mömmu, að það var betra að gegna. Þegar að þvi kom, að þau ættu að fá eftirmat- inn, hafði Maria ýmis- legt við hann að athuga. „Ég vil aðeins rjómann, þvi að þú veizt, að mér þykir ekki góð rabarbara-kaka”, sagði Maria. „Ég vil aðeins rjómann, þvi að......” sagði Róbert, en mundi svo ekki meira af þvi, sem Maria hafði sagt. Nú brostu þær báðar, Maria og mamma. „Mér heyrðist ég heyra bergmál”, sagði mamma. „Það heyrðist mér lika, ” sagði Maria og fór að hlæja. Nú tók Maria eftir þvi, að Róbert litli hermdi næstum allt eftir henni, sem hún sagði, og þó sérstaklega þegar hún var óþekk, eða sagði eitthvað, sem var miður gott. Hún fann til nýrrar ábyrgðar, þvi að hún skildi að hún var fyrir- mynd Róberts litla. Og nú fannst henni hún einnig skilja það, að hún var nokkurs konar kennari bróður sins. „Ég held,” sagði hún, „að við ættum fram- vegis að láta hann fá að- eins góð orð til að herma eftir. Ég skal reyna að sjá til þess, að bergmál- ið mitt verði fallegt”. Mamma varð svo glöð yfir að heyra þetta, að hún gekk i kring um börðið til Mariu, og rak henni rembingskoss. Og þó að Maria litla segði ekki neitt, var auðvelt að sjá, að hún var mjög glöð og ánægð, — og Róbert litli brosti lika. ' 'TÍMINN Sólaóir BARÐINNf ARM ULA 7‘NP30501 &84844 HJÓLBARÐAR TIL SÖLU FLESTAR STÆRÐIR A FÓLKSBÍLA. BVGGINGAVÖRUR (A)Tnstrong ARMAPLAST ‘Wicandete KORKO Armaflex (X)-mstrong HLJÓÐEINANGRUNAR - PLÖTUR og tilheyrandi LÍM PLASTEINANGRUN VEGGKORK í piötum GÓLFFLÍSAR PÍPUEINANGRUN GÓLFDÚKUR GLERULL Auglýsið í Tímanum ÞAÐ BORGAR SIG AÐ AKA Á DIESEL mmmarnk ARGERÐ 1975-DIESEL Þeir sem fylgjast meö, vita aö Land Rover er bíllinn sem menn nota hér á landi. Hann sést alls staöar, í bænum, vió vinnustaöi, viö sveitastörf, eöa inni á afréttum, vaðandi yfir ár og uröir. Þeir sem þurfa traust farartæki, sem stenst mikió álag, misjöfn veður og fer vegi sem vegleysur, velja Land Rover. Enda þótt Land Rover breytist ekki á ytra boröi er sífellt veriö aö endurbæta hann. Viö kappkostum aö veita góöa viógeröa og vara hlutaþjónustu. Yfirbyggingin er úr áli og ryögar því ekki, Land Rover er klæddur aö innan og tilbúinn til skráningar. Land Rover - fjölhæfasta farartækið á íslandi. Eftir 15.000 km. sparar þú 60.000 kr - 30.000 - - 150.000 - - 60.000 - - 330.000 - Eftir 5000 km. akstur sparar þú 6 kr. á hvern ekinn km. P. STEFANSSON HF. HVERFISGÖTU 103 REYKJAVIK SIMI 26911

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.